Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Hver á að slökkva
þj óöarblossann ?
Endurskoðun laganna um Kjaradóm getur gert það að verk-
um að hann verði annað hvort óstarfhæfur eða óþarfur
ALDREI hefur tímasetning á úrskurði Kjaradóms verið jafn gjör-
samlega röng og einmitt hinn 26. júní síðastliðinn þegar Kjaradóm-
ur úrskurðaði að laun æðstu embættismanna ríkisins, kjörinna
fulltrúa og presta skyldu hækka sem nemur 25% - 97%. Þetta er
mat þorra manna, sem horfa til þess að kjarasamningar launþega
nú I vor og I þjóðarsáttinni 1990 fólu í sér óverulegar launahækkan-
ir til launþega, sem var jú það gjald sem launþegar voru reiðubún-
ir að greiða til þess að lágt verðbólgustig og stöðugleiki yrðu við-
varandi þættir í islensku efnahagslífi. En fúsleiki launþeganna til
fórna fólst jú í því að allir fómuðu, en ekki sumir - sjónarmiðið
var að réttlætið, eða óréttlætið á launamarkaði yrði einfaldlega
fryst - launþegar sættu sig við „Status Quo“ í kjörum, í þeirri trú
að allir launamenn, háir sem lágir gerðu slíkt hið sama. Auðvitað
vissi Kjaradómur mætavel um eldhættuna sem fylgdi úrskurði
hans, en hann taldi sér mikinn vanda á höndum, samkvæmt mínum
upplýsingum. Sjónarmiðin sem lágu að baki, við úrskurð Kjara-
dóms, eru eftir þvf sem ég kemst næst, þau að Kjaradómur telur
að launakerfið sem nær til æðstu embættismanna hafi í reynd
verið mikið neðaiyarðarkerfi undanfarin ár, þar sem einungis um
50% launa hafi verið opinber, en hinn helmingurinn í formi ýmiskon-
ar sporslna og aukagreiðslna. Segja má að sá hluti launagreiðsln-
anna skrifist að megninu til á ábyrgð fjármálaráðuneytisins.
Raunar hefur launaþróunin verið
þannig að mati Kjardóms, hjá þeim
sem falla undir dómssögu hans, að
næstráðendur þeirra í embættis-
mennsku, svo sem næstráðendur við
forstöðumenn embætta hafa hækk-
að í launum umfram forstöðumenn-
ina sem falla undir Kjaradóm. Til
dæmis voru laun forsætisráðherra
fyrir úrskurð Kjaradóms 317 þúsund
krónur á mánuði alls ekki þau hæstu
sem starfsrnaður forsætisráðuneyt-
isins þáði. Ákveðnir forstöðumenn
ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja
höfðu á bilinu 500 til 650 þusund
krónur á mánuði á síðastliðnu ári.
Meðal annars mun Kjaradómur hafa
haft hliðsjón af kjörum manna er
gegna slíkum ábyrgðarstörfum, er
hann kvað upp úrskurð sinn.
Það sem mun hafa vakað fyrir
Kjaradómi með úrskurði sínum, var
að leiðrétta þá skekkju sem hann
taldi vera í launakerfi þeirra sem
taka laun samkvæmt úrskurði hans
og afnema það neðanjarðarlauna-
kerfí sem blómstrað hefur með vilja
og vitund fjármálaráðuneytisins.
Kjaradómur hugðist með öðrum orð-
um úrskurða á þann veg, að duldar
greiðslur, sem hvort eð er hafa ver-
ið reiddar til embættismanna úr rík-
issjóði, yrðu opinberar, auk þess sem
hann vildi reyna að koma skikki á
röðunina, þannig að þeir sem mesta
ábyrgð hafa í starfi fái mest greitt,
og meira en þeir sem koma næstir
að ábyrgð í valdastiganum.
Vildu leiðrétta
goggunarröðina
Kjaradómur taldi sem sagt að
goggunarröðin í æðstu embættum
og stjórnunarstörfum hefði brengl-
ast til muna þegar að launakjörum
kom, og þar sem aldrei væri hvort
eð er talið að rétti tíminn væri til
þess að leiðrétta þá brenglun, væri
þessi tími svo sem ekkert verri en
hver annar. Auk þess höfðu hendur
Kjaradóms verið bundnar af ýmis-
konar bráðabirgðalögum er heftu
hvers konar launabreytingar, frá
miðju ári 1988 til 15. september í
fyrra, eins og Jón Finnsson formað-
ur Kjaradóms hefur greint frá í sam-
tali við Morgunblaðið.
Frá því árið 1985 hafa laun þeirra
sem falla undir dómssögu Kjara-
dóms hækkað í samræmi við þær
launabreytingar sem orðið hafa á
almennum markaði, en Kjaradómur
mun hafa talið er hann undirbjó
úrskurð sinn nú í júní, að þar sem
laun hefðu einungis hækkað í sam-
ræmi við opinberar launabreytingar
á markaðnum, án hliðsjónar af
launaskriði, duldum yfirborgunum
og ómældri yfírvinnu hafí skekkjan
í launakerfi þeirra sem falla undir
dómssögu hans aukist til muna.
Kjaradómur mun hafa talið að brýna
nauðsyn hafi borið til að leiðrétta
þá skekkju, alveg burtséð frá efna-
hagsástandi eða almennum launa-
breytingum, enda Kjaradómur ekki
bundinn af lagaákvæðum um efna-
hagsástand eða launaþróun á al-
mennum vinnumarkaði.
í lögunum um Kjaradóm, fyrir
lagabreytinguna 15. desember 1986,
var sérstakt ákvæði um að Kjara-
dómur skyldi ákveða laun þeirra sem
féllu undir hans dómssögu, með hlið-
sjón af afkomuhorfum þjóðarbúsins,
jafnframt því sem hann skyldi gæta
þess sama og greint er frá í 6. grein
núgildandi laga sem hljóðar svo:
„Við úrlausn mála skal Kjaradómur
gæta innbyrðis samræmis í launum
þeim sem hann ákveður og að þau
séu á hverjum tíma í samræmi við
laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem
sambærilegir geta talist með tilliti
til starfa og ábyrgðar." Samkvæmt
lögum um Kjaradóm eins og þau
hljóða frá árinu 1986 er augljóst að
Kjaradómur hefur í einu og öllu far-
ið að lögum við úrskurðinn. Við end-
urskoðun laganna 1986 var ákvæðið
um „hliðsjón af afkomuhorfum þjóð-
arbúsins" fellt út.
Þannig er allt eins hægt að gera
Alþingi ábyrgt fyrir því „slysi“ sem
úrskurður Kjaradóms var, eins og
forsætisráðherra orðaði það í sam-
tali við Morgunblaðið síðastliðinn
miðvikudag, því hefði ákvæðið um
að hafa hliðsjón af afkomuhorfum
þjóðarbúsins verið í núgildandi lög-
um um Kjaradóm er allt eins líklegt
að úrskurður Kjaradóms hefði orðið
á annan veg en hann varð.
Kjaradómur mun í úrskurðum sín-
um fram til ársins 1986 mikið hafa
vitnað til ákvæðisins um afkomu-
horfur þjóðarbúsins, í sínum for-
sendum. Þetta ákvæði var, sam-
kvæmt mínum upplýsingum, mikill
þyrnir í augum opinberra starfs-
manna og forystumenn BHMR og
BSRB beittu sér mjög fyrir því að
Alþingi felldi þetta ákvæði á brott
1986, sem varð jú niðurstaðan.
Munu þeir hafa talið að Kjaradómur
hafi iðulega í úrskurðum sínum mis-
notað þetta ákvæði og skotið sér á
bak við afkomuhorfurnar er hann
úrskurðaði um litlar kjarabætur.
Oflaun - nei!
Það véfengir enginn í sjálfu sér
að það eru engin oflaun fýrir forseta
lýðveldisins að þiggja 420 þúsund
krónur í mánaðarlaun, jafnvel þótt
skattfijálsar séu, eða fyrir forsætis-
ráðherra að þiggja 400 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun. Ekki er ólíklegt
að Kjaradómur hafi meðal annars
haft til hliðsjónar laun manna sem
gegna áberandi ábyrgðarstörfum í
þjóðfélaginu, eins og að framan er
getið. Þá er ekki loku fyrir það skot-
ið að Kjaradómur hafi litið til kjara
framkvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins og forseta Alþýðsam-
bandsins, er hann leitaði hliðstæðu
í ábyrgð. Framkvæmdastjóri VSÍ
Þingflokkur Samtaka um Kvennalista:
Islendingar búa við hand-
ónýtt og ógegnsætt launakerfí
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá
þingflokki Kvennalistans frá 2. júlí 1992 í tilefni úrskurðar Kjara-
dóms um launakjör ráðherra, þingmanna og einstakra embættis-
manna:
„Á undanfömum árum hafa
forystumenn í stjómarkerfinu,
með ráðherra í broddi fylkingar,
staðið gegn hvers kyns leiðrétting-
um á launakjörum einötakra hópa
á vinnumarkaði. í kjaraviðræðum
hafa þeir ekki ljáð máls á öðru en
heildarlausnum fyrir allt launa-
■ FRAMKVÆMDASTJÓRN
Þjónustusambands íslands hefur
sent frá sér fréttatilkynningu þar
sem það mótmælir harðlega tug-
prósenta hækkun launa einstakra
hópa sem gekk í gildi 1. júlí 1992
samkvæmt ákvörðun kjaradóms.
„Á meðan almennt launafólk verð-
ur að sætta sig við 1,7% hækkun
frá 1. maí sl. ÞSÍ skorar á ríkis-
stjómina að kalla alþingi nú þegar
saman og setja ný lög um kjara-
dóm,“ segir í fréttatilkynningunni.
fólk, sem hafa falið í sér mjög
óverulegar kauphækkanir. Það
skýtur því óneitanlega skökku við
að þeir sem mótað hafa þessa
stefnu skuli nú fyrstir allra fá leið-
réttingu á sínum launum. Þeim
ber því, öðrum fremur, siðferðileg
skylda til að benda á leiðir til að
taka á þeirri stöðu sem upp er
komin í kjaramálum, eigi þeir ekki
að glata öllu trausti og trúverðug-
leika hjá launafólki.
Það er gömul saga og ný að
miklar hömlur á samningsrétti
launafólks, hvort sem er í formi
lagasetningar eða þrýstiaðgerða
af hálfu framkvæmdavaldsins,
auka launamun í samfélaginu. I
því sambandi vill. þingflokkur
Kvennalistans benda á að sam-
kvæmt upplýsingum frá Þjóðhags-
stofnun hefur tekjumunur verið
að aukast á íslandi á undanförnum
árum, en þó mest milli áranna
1989 og 1990 eftir að taxtakaup
og innbýrðis staða launafólks var
fryst með sk. þjóðarsátt. Á þessu
tímabili færðist tæpur milljarður
frá telcjulægri hóp launafólks til
þess tekjuhærri. Það má því færa
þung rök fyrir því að frysting
taxtalauna hafi í raun aukið svig-
rúm atvinnurekenda til að hækka
laun hinna tekjuhærri sem eru í
aðstöðu til að gera einstaklings-
bundna samninga um kaup sitt
og Iqör.
Því hefur verið haldið fram að
við núverandi aðstæður í íslensku
efnahagslífi eigi hvorki né megi
gera kerfisbreytingar á því tvö-
falda launakerfi sem viðgengst hér
á landi. Þingflokkur Kvennalistans
er ósammála þessu og telur slíkar
breytingar bæði mikilvægar og
tímabærar einmitt núna ef takast
á að draga úr launamun í íslensku
samfélagi, ekki síst milli karla og
kvenna. Tvær af hveijum þremur
konum taka laun samkvæmt töxt-
um verkalýðsfélaga en aðeins einn
af hveijum þremur körlum enda
njóta þeir í mun ríkari mæli hvers
kyns aukagreiðslna. Þannig nam
hlutfall heildaraukagreiðslna af
dagvinnu hjá ráðuneytum og
helstu stofnunum ríkisins árið
1991 74,2% hjá körlum en 41,8%
hjá konum. Þessar aukagreiðslur
hafa tíðkast í mörg ár og þeir
stjómmálamenn sem setið hafa við
stjórnvöl í ráðuneytum um langt
árabil hafa ákveðið þessi launa-
kjör. Það er skoðun þingflokksins
að mikilvægt sé að taka á þessu
neðanjarðarlaunakerfi sem beint
og óbeint vinnur gegn þeim sem
taka laun samkvæmt umsömdum
launatöxtum.
Þingflokkur Kvennalistans er
sammála þeirri grunnhugmynd í
úrskurði Kjaradóms að afnema
beri aukagreiðslur og ákvarða
heildarlaun æðstu starfsmanna
ríkisins. Verði þessari ákvörðun
Kjaradóms fýlgt eftir þýðir hún
launalækkun hjá stórum hópi
æðstu embættismanna. Þá telur
þingflokkurinn að dómurinn hafi
gert leiðréttingar á innbyrðis laun-
um þess hóps sem undir hann
heyrir, sem m.a. þingmenn, hvar
í flokki sem þeir standa, hafa lengi
talað um í sínum hóp að væru
réttmætar. Engu að síður hljótum
við að vekja athygli á og mót-
mæla því launamisrétti sem við-
gengst í íslensku samfélagi og
gert er sýnilegt með úrskurðinum.
Þá orkar það líka mjög tvímælis,
svo ekki sé fastar að orði kveðið,
að þingmenn og ráðherrar fái Ieið-
réttingu sem öllum öðrum er synj-
að um, ekki síst þar sem hún hef-
ur talsverðan kostnað í för með
sér fyrir ríkissjóð. Það er skoðun
þingflokksins að slík leiðrétting
hefði ekki átt að hafa hlutfallslega
meiri kostnað í för með sér en
fyrirsjáanlegar launahækkanir á
almennum vinnumarkaði.
Þingflokkur Kvennalistans er
tilbúinn til að standa að því að
þing verði kallað saman þegar í
júlí og breyting gerð á lögum um
Kjaradóm ef það má verða til að
leysa þann hnút sem launamál í
landinu eru nú komin í. Þingflokk-
urinn er aftur á móti ekki tilbúinn
til að ógilda úrskurð Kjaradóms
með lögum og hverfa aftur til fyrra
horfs. Úrskurður Kjaradóms sýnir
svo ekki verður um villst að við
búum við handónýtt og ógegnsætt
launakerfí sem viðheldur lágum
launum og vinnur gegn jöfnuði og
jafnrétti. Að ásaka Kjaradóm fyrir
þetta kerfi er að hengja bakara
fyrir smið.