Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
Ættannót í Kelduhverfi
breyttist í „veðramót“
Ilraunbrún, Kelduhverfi.
AFKOMENDUR Signrgeirs Sig-
urðssonar komu saman að Lundi
í Öxarfirði, helgina 27. og 28.
júni, en hann bjó síðast á Meiða-
völlum í Kelduhverfi.
Sigurgeir var giftur Kristbjörgu
Þórarinsdóttur og áttu þau saman
6 börn. Auk þess átti Sigurgeir eina
dóttir fyrir hjónaband.
Að Lundi hittust afkomendur
Hólmfríðar f. 1873, Sigurrósar f.
1878, Sesselju f. 1882 og Ingvars
f. 1889. Níels f. 1892 á tvo syni á
lífi á Akureyri en þeir treystu sér
ekki til að koma. Eina dóttur, Jó-
hönnu f. 1875 misstu þau hjónin í
æsku.
Afkomendur Jóns sem fæddist
árið 1884 komu hinsvegar saman
að Tóvegg í Kelduhverfi en þar bjó
Jón sinn búskap ásamt konu sinni
Halldóru Jónsdóttur. Afkomendur
þeirra Jóns og Halldóru eru um það
bil 10.
Hópamir komu svo saman í fé-
lagsheimilinu Skúlagarði á laugar-
dagskvöld, spjölluðu saman, sungu
og stigu svo dans við harmoniku-
undirleik. Eins og gefur að skiljá
eru afkomendur, en þeir eru um
það bil 300, dreifðír um allt land,
og jafnvel víðar. Þessvegna var
slegið upp tjöldum til að hýsa þetta
, fólk, en þessa helgi var úrhellisrign-
ing og hiti nálægt frostmarki. Veðr-
ið setti auðvitað ýmislegt úr skorð-
um og á sunnudagsmorgun talaði
enginn lengur um ættarmót eða
niðjamót. Þeir töluðu hinsvegar
um„veðramót“.
Þeir afkomendur sem búa hér í
Keiduhverfi vilja koma á framfæri
þökkum til þeirra sem lögðu á sig
að koma lengra að í rigningu og
jafnvel snjókomu og þeir vona að
veðrið verði bara betra næst.
- Inga.
Frá æfingu slökkviliðs Eyjaijarðarsveitar. Morgunblaðið/Benjamín
Eyjafjarðarsveit:
Slökkviliðið á æfingn
SLÖKKVTLIÐ Eyjafjarðarsveitar var kallað á æfingu síðastliðið
þriðjudagskvöld. Kveikt var í gömlu timburhúsi á Jódísarstöðum.
Komu tveir menn frá slökkvilið-
inu á Akureyri með fullkominn
brunabíl, sem Brunavarnir Eyja-
fjarðar eiga, á staðinn. Fengu liðs-
menn þjálfun og kennslu í meðferð
á slöngum, en sækja þurfti vatn
niður í áveituskurð allnokkra vega-
lengd frá húsinu.
Þá fór fram sýnikennsla í slökkvi-
störfum. Alls eru 27 menn í
slökkviliði Eyjafjarðarsveitar. Liðs-
stjóri er Guðmundur Jón Guð-
mundsson, Holtsseli.
Benjamín
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Prins í álögum ?
Starfsfólki í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit brá nokkuð í
brún nú í vikunni er það skyndilega sá lítið kvikindi sem líktist
froski stökkva af borði einu og niður á gólf. Upphófst mikill eltinga-
leikur og tókst um síðir að ná þessum óvænta gesti niður í
glerkrukku. Dýrið er greinilega af froskaætt, brúnleitt og um það
bil 4 sentímetrar að lengd. Það hefur að líkindum komið inn í land-
ið með blómasendingu frá Hollandi. Hollenskur sundlaugarvörður
að Hrafnagili skoðaði froskinn, en kannaðist ekki við þessa teg-
und, en væntanlega fæst bráðlega úr því skorið hverrar ættar
dýrið er. Ekki hefur fengist staðfest hvort starfsstúlkur blómaskál-
ans ætli að kanna hvort um sé að ræða prins í álögum með því
að smella á hann kossi.
Benjamín
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verkalýðsfélögin mótmæla úrskurði Kjaradóms
„ÚRSKURÐUR kjaradóms er eins og blaut tuska í
andlit þeirra sem fengu 1,7% launahækkun í síðustu
kjarasamningum,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir, for-
maður Iðju, félags verksmiðjufólks, á fundi stjóma
og trúnaðarmannaráða verkalýðsfélaga á Akureyri
og Eyjafirði, sem' haldinn var í Alþýðuhúsinu á
Akureyri í gærkvöld. Með fundinum vildu stjómir
og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélaganna fá tæki-
færi til að láta í ljós skoðun sína á stöðu mála eftir
úrskurð kjaradóms sem nýlega féll og mótmæla
honum. í ályktun sem samþykkt var á fundinum
er úrskurði kjaradóms mótmælt og skorar fundurinn
á ríkisstjóm að kalla Alþingi saman til fundar strax,
til að taka á málinu, en geyma það ekki fram í
miðjan ágúst. „Verði dómur kjaradóms látinn standa
gerir fundurinn kröfu til þess að allt launafólk fái
sömu hækkun og embættismennirnir og heitir á alla
launþega að fylgja þeirri kröfu eftir af hörku,“ segir
í ályktun frá fundinum.
Ferðaþjónusta í Rauðuskriðu í Aðaldal:
Hæð með sjö herbergj-
um byggð ofan á húsið
KOLBRÚN Ulfsdóttir og Jóhannes Haraldsson á Rauðuskriðu í
Aðaldal tóku fyrir skönunu í notkun nýja aðstöðu fyrir ferða-
menn, en þau byggðu eina hæð ofan á hús sitt auk þess sem þau
reistu vistlegan skála sem verður til afnota fyrir ferðamenn. Með
tilkomu viðbótarhúsnæðis geta þau Kolbrún og Jóhannes tekið á
móti mun fleiri gestum en áður, en síðustu tvö ár hafa þau haft
tvö herbergi sem leigð voru ferðamönnum.
Kolbrún og Jóhannes fluttu að
Rauðuskriðu árið 1987, en hófu
að reka ferðaþjónustu árið 1990
og höfðu þá til umráða tvö her-
bergi í húsi sínu. Ferðamanna-
straumur jókst mjög á milli ára,
þannig að þau tóku þá ákvörðun
að byggja hæð ofan á íbúðarhúsið.
„Það fylgir enginn fullvirðisréttur
jörðinni, þannig að við urðum ann-
að hvort að fara út í þetta eða flytja
héðan,“ sagði Jóhannes.
Á hæðinni eru 7 tveggja manna
herbergi, salemi og sturtur, þá er
setustofa í suðurenda hússins og
þaðan liggur stigi
niður í glerskála. í
skálanum er að-
staða til að bera
fram mat og þar er
einnig setustofa. í
tilefni af því að þessi
nýja aðstaða hefur
verið tekin í notkun
verður í sumar boðið
upp á afslátt af
vikudvöl og einn-
fremur er ellilífeyr-
isþegum boðið upp
á afslátt.
Gestum sem
dvelja að Rauðu-
skriðu gefst kostur
á að nýta sér hross þeirra hjóna
til útreiðatúra og sagði Kolbrún
að á svæðinu umhverfis bæinn
væri mikið um góðar og skemmti-
legar leiðir, m.a. í Ystafellsskóg,
Fossselsskóg eða út í Aðaldals-
hraun. Þá væri ekkert því til fyrir-
stöðu að fólk kæmi á eða með eig-
in hesta, en aðstaða til að taka á
móti hrossum væri hin ákjósanleg-
asta.
Ferðaþjónustan og hrossaræktin
fara vel saman og nefndi Kolbrún
að Þjóðveijar sem dvöldu hjá þeim
hefðu endað heimsókn sína á því
að kaupa af þeim hross.
íslendingar eru í vaxandi mæli
famir að nýta sér dvöl hjá ferða-
þjónustubændum og vænta þau
Kolbrún og Jóhannes þess að unnt
verði að ná betri nýtingu á gistiað-
stöðunni yfír vetrarmánuðina.
Upplagt sé fyrir fólk af svæðinu
að dvelja þar yfír helgi, en m.a.
sé gæsa- og ijúpnaveiði góð í nám-
unda við bæinn. Beijalönd séu og
mikil í næsta nágrenni og einnig
gætu snjósleðamenn bmgðið sér í
Flateyjardal eða á önnur snjóþung
svæði sem em innan seilingar.
Þau Kolbrún og Jóhannes eru
með margvíslegar hugmyndir um
uppbyggingu ferðaþjónustu á
pijónunum, „Við ætlum ekki að
láta hér staðar numið. Næsta vetur
ætlum við okkur að útbúa fullkom-
ið eldhús, sem krafist er til að fá
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hjónin Kolbrún Ulfsdóttir og
Jóhannes Haraldsson í skálanum
sem þau hafa reist, en þau reka
ferðaþjónustu að Rauðuskriðu í
Aðaldal.
vínveitingaleyfí svo við getum bor-
ið fram vín með mat,“ sögðu þau
hjónin.
♦ ♦ ♦
Bæjarráð:
Laun bæj-
arfulltrúa
og nefnda
óbreytt
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti á fundi í gær að launa-
hækkun til bæjarfulltrúa og
nefndarmanna bæjarins komi
ekki til framkvæmda að sinni.
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
bæjarráðs, sagði að laun bæjarfull-
trúa og nefndarmanna Akureyrar-
bæjar tækju mið af þingfararkaupi,
en ákveðið hefði verið á bæjarráðs-
fundi í gær að bíða með allar ákvarð-
anir varðandi launahækkanir þar til
Kjaradómur hefði kveðið upp nýjan
úrskurð.
„Við ætlum að bíða með að taka
ákvarðanir um breytingar á launum
bæjarfulltrúa og nefndarmanna þar
til þetta liggur ljóst fyrir,“ sagði Sig-
urður.
Ferðaþjónustuskálinn er á efri hæð íbúðarhúss-
ins á Rauðuskriðu.