Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Minning: ívar S. Kristínsson Fæddur 19. júnl 1925 Dáinn 9. júní 1992 Margur hefur í ræðu og riti líkt tímanum við vatnið eða stórfljót sem streymir endalaust. í vitund æskunnar rennur tímans fljót hægt og lygnt, en í vitund hinna eldri er straumur þess þungur og yfir- borð þess oft úfið og ógnvekjandi og öll vitum við að straumþunga þess stenst að lokum enginn. Stundum teygir það sig eftir lífínu hægt og hægt, en stundum hrifsar það það til sín í einni svipan. Þessi samlíking kom mér i hug þegar ég fór að hugleiða líf og örlög vinar míns og nágranna ívars S. Kristinssonar. Hann var stór og sterkur með mikinn lífsþrótt og sterkan vilja, en fyrir nokkrum árum sá maður hvar fljótið mikla var farið að teygja sig eftir honum og straumur þess skall með meiri og meiri þunga á líkama þessa hrausta manns uns hann var allur í straumiðu þess. Já, eitt sinn skal hver deyja. Gegn því lögmáli duga engin rök. Það er bara svo erfitt að sætta sig við dauðann þegar hann tekur til sín fólk á góðum aldri þótt hann sé mörgum líkn í þraut. ívar Sigurður Kristinsson var fæddur 19. júní 1925 og var þriðji í röð sjö systkina. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Þorvarðar- dóttir ættuð frá Þiljuvöllum í Beru- fírði og Kristinn ívarsson ættaður frá Djúpavogi. Þau Sigurbjörg og Kristinn fluttu til Norðfjarðar árið 1924 og áttu þar heima síðan. Eins og áður segir urðu böm þeirra sjö, en þau voru auk Ivars: Kristín, Hermann, Anna, hún er látin, Þór, Jón og Hörður, hann er látinn. Sigurbjörg sem er á nítugasta og öðru aldursári og dvelur nú vegna fötlunar á Fjórðungssjúkra- húsinu er ennþá andlega hress og lífsglöð. A uppvaxtarárum ívars hér í Neskaupstað voru sjósókn og út- gerð ennþá stærri þáttur í lífi bæjarbúa en hann er nú, þótt enn- þá sé það og verði undirstaðan. Líf ívars, sem og annarra stráka hér, snerist því mest um sjósókn, enda var faðir hans trillukarl og mikil aflakló. Ég held ég muni það rétt, að ívar hafí sagt mér, að hann hafí ekki verið nema 10 ára gamall þegar hann fór að stunda sjóinn með föður sínum, sem hann svo gerði á hveiju sumri öll sín upp- vaxtar- og æskuár. Það var harður skóli. Vinnudagurinn oft langur og strangur og þá sem nú réru trillu- karlar oftar en í logni og blíðu., Eftir að bamaskólanámi lauk og tveim vetrum í gagnfræðaskóla, réðst ívar á vélbáta sem fullgildur háseti. Þá fóra norðfirskir vélbátar til vetrarvertíðar bæði á Homa- fjörð og einnig í verstöðvamar við Faxaflóa. Þessar fyrstu vertíðar ívars vora á stríðsáranum þegar hafið í kringum ísland var girt tundurduflum og kom það ekki ósjaldan fyrir, einkum á miðum bátanna við Homafjörð, að þessar vítisvélar flytu með borði. Að vera þannig hársbreidd frá dauðanum og gefst ekki upp, held- ur fara í næsta og næsta róður, segir ýmislegt um kjark og vilja- styrk 15 ára stráks. Árið 1944 fór ívar á vetrarvert- íð til Akraness og má segja að þar mætti hann örlögum sínum, eða réttara_ sagt ástinni sinni, henni Siggu ívars eins og hún er alltaf kölluð hér, þótt hún heiti réttu nafni Sigríður Vilhelmína Elías- dóttir. Árið 1946 gengu þau í hjóna- band og stofnuðu heimili. Heimili þeirra var fyrst í Reykjavík, en þar venti ívar sínu kvæði í kross og fór í Iðnskólann og hóf trésmíða- nám hjá mjög vel þekktum byggingarmeistara _ Ármanni Guðmundssyni og talaði ívar alltaf af mikilli virðingu um þennan læri- meistara sinn. En „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Hugurinn leitaði heim og til Neskaupstaðar fluttu þau árið 1949. Hér var þá mikil gróska í öllu athafnalífí, bor- in upp af ungum eldhugum, sem ívar átti alla samleið og samhug með og þráði að taka þátt í nýsköp- un Neskaupstaðar. Þau Sigga réðust strax í að byggja sér stórt og glæsilegt hús við Þiljuvelli. ívar varð fljótt virtur og eftirs- óttur byggingarmeistari og tók strax að sér stærri og smærri verk- efni. Fyrsta stórverkefni hans var bygging félagsheimilisins Egils- búðar. Það verkefni var margbrot- ið og flókið enda arkitektúr þess húss að veralegu leyti framúr- stefna í byggingarmáta þess tíma. ívar og hans menn leystu þetta verkefni með miklum ágætum. Annað stórhýsi opinberrar byggingar sem ívar var byggingar- meistari að var íþróttahúsið svo og fyrsti áfangi Breiðabliks, íbúða aldraðra. Árið 1954 var ívar kjörinn í Byggingamefnd Neskaupstaðar og sat í þeirri nefnd samtals í 24 ár, eða til ársins 1978. Árið 1956 var hann ráðinn byggingarfulltrúi Neskaupstaðar og gegndi því emb- ætti til síðla árs 1972. Árið 1975 stofnaði ívar ásamt syni sínum Kristni og Steindóri Bjömssyni, sem báðir vora fyrrver- andi nemendur hans í trésmíðaiðn, byggingarfélagið Byggð. það félag hafði um tíma allmikil umsvif. Byggði m.a. söluíbúðir og eins og áður segir þá tók það félag að sér að byggja fyrsta áfanga Breiða- bliks, svo að eitthvað af verkefnum þess félags sé nefnt. Þar sem ég hafði nokkur af- skipti af framkvæmdum við sumar þessar bygginar þá kynntist ég vel byggingarmeistaranum Ivari Kristinssyni. Fyrir utan það að vera sjálfur aftragðs smiður þá var hann mjög góður stjórnandi og undirbjó öll verk og hvem vinnudag mjög vei. Hann var fljót- ur að ráða framúr tæknilegum vandamálum og mjög taustur og ábyggilegur í öllum viðskiptum. Þegar litið er yfír þróun byggðar og uppbyggingu hér í Neskaupstað sl. 40 ár era ekki margir sem skilja þar eftir sig stærri spor en ívar Kristinsson. ívar var fremur hlédrægur mað- ur og skipti sér lítið af opinbera lífí að öðra leyti en embætti hans krafðist. Hann var mjög ákveðinn fylgis- maður Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins og kjörtíma- bilið 1954-1958 var hann vara- bæjarfulltrúi og sat nokkra bæjar- stjómarfundi. þótt Ivar legði fyrir sig trésmíða- iðn þá var sjómannseðlið mjög ríkt í honum og við engin störf held ég að hann hafi verið eins sæll og glaður og við handfærið á hafí úti. Þessu kynntist ég vel því að við áttum í nokkur ár saman litla trillu og fóram oft saman á sjó um helgar eða þegar tækifæri gáfust. ívar þó miklu oftar, því stundum á vorin, eða síðia vetrar þegar lítið var að gera í smíðunum, hóf hann róðra og þá oft áður en aðrir trillu- karlar ýttu á flot og var hin mesta aflakló. Það var ákaflega gaman að vera með ívari á sjó. Þá var eins og hann skipti um ham. Oft þegar komið var út fyrir Uxavogstang- ann tókum við lagið og sungum fullum hálsi, eða að flett var upp í „lífsbókinni" og flutt ýmislegt úr henni, sem aðeins fer milli vina. Og þegar sá guli gaf sig vel var heldur betur „handagangur í öskj- unni“ og mikið fjör. ívar var sér- lega glöggur á öll fiskimið, enda vel skólaður í þeim fræðum eftir margra ára nám hjá föður sínum. Oft var bátskelin vel hlaðin, en þó alltaf farið varlega og var það ívari að þakka. Nokkur sumur fóram við og fjöl- skyldur okkar í veiðitúra upp í vötnin á Jökuldalsheiði og þangað fóram við ívar eitt sinn með ára- bát, sem um árabil hefur fúnað í gildragi við Ánavatn. Þetta var yndislegur tími. Ivar var skapstór maður og ég held að mörgum hafí fundist hann hrúfur og þurr á manninn og vissu- lega gat hann verið það. En fyrir innan skelina bjó hlýr persónu- leiki, sem hafði yndi af ýmsu, sem aðeins þeir njóta, sem opna hug sinn fyrir því sem fagurt er. Á vorin þegar við skrappum á sjó, en venjulega var farið fyrri part nætur þegar sólin var að rísa úr hafínu og allt umhverfis var loga- gyllt og við áttum engin orð yfír fegurð himinsins. Oft ræddum við um fegurð Norðfjarðarhorns, með Síðuna í allri sinni litadýrð og Rauðubjörgin og vorara sammála um að það væri eitt fegursta fjall á íslandi. ívar var mikill áhuga- maður um fugla og stundaði mikið fuglaskoðun og var í þeim fræðum miklu betur að sér en almennt gerist. Hann hreifst og mjög af stórbrotinni náttúra. Einn var sá staður sem hann hreifst af öðram fremur, en það var Skaftafell í öræfum, en um árabil fóra þau hjónin þangað á hveiju sumri og dvöldu þar í tjaldi í nokkra daga. Þessi minningarorð um Ivar S. Kristinsson era ekki skrifuð til þess að hefja hann til skýjanna í almenningsálitinu og veit ég að ekkert hefði honum fallið ver, því eftir lýðhylli sóttist hann ekki. Ég held, að allt til þess að veik- indi hans fóra að heija á hann, hafí hann verið mjög hamingju- samur maður. Þá ályktun dreg ég m.a. af því, að hann átti einstak- lega góða konu og mikið barnalán og fallegt og myndarlegt heimili. Böm þeirra Sigríðar era þijú. Kristinn, forstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Neskaupstað, kvæntur Steinunni Aðalsteinsdótt- ur yfírkennara, Klara, bæjarbók- ari, gift Guðmundi Bjarnasyni bséjarstjóra og Erla kennari, gift Hermanni Steingrímssyni verk- fræðingi. Baráttan við erfíðan sjúkdóm var löng og ströng og ber öllum saman um sem til þekkja að þá baráttu hafí hann háð af karl- mennsku og æðraleysi dyggilega studdur af fórnfúsri og ástríkri eiginkonu. Sjálfur stendur maður ráðþrota um aðstoð til vinar í slíkri nauð. Ég vil að lokum þakka mínum ágæta vini ívari S. Kristinssyni fyrir hina gömlu góðu daga. Þá vill konan mín Guðrún Siguijóns- dóttir þakka honum samfylgdina og vináttu allt frá því að þau vora smá böm, jafn gömul og fædd í sama húsinu, Sólheimum, og alin upp á sömu torfunni. Síðan, eftir að þau ívar og Sigga flytja til Norðfjarðar og byggja hús sitt í sömu götu og við, myndast á ný traust vinátta milli heimilanna þar sem bömin okkar verða leikfélagar og vinir. Þegar á þáttaskilum sem þess- um er Iitið til baka þá verður manni ljóst, hve mikið ber að þakka og hve margs er að sakna. Að lokum viljum við hjónin og böm okkar votta eiginkonu, bömum, tengda- bömum og aldraðri móður innilega samúð svo og systkinum, barna- bömum og öðram ættingjum. Blessuð sé minning Ivars S. Kristinsson- ar. Stefán Þorleifsson. Kveðjuorð: Ágúst Fjeldsted Látinn er föðurbróður minn, Ág- úst Fjelsted, hæstaréttarlögmaður, 75 ára að aldri, og er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans. Að baki er lífsstarf prýtt viti og mildi, sem auk elju og innsæis gerði hann að sóma íslenskrar lögmanna- stéttar. Hann var mannasættir og vildi leysa hvers manns vanda með friðsemd. Að þessu leyti líktist hann föður sínum, Lárasi Fjeldsted, hrl., en hann stofnaði og rak málflutn- ingsskrifsstofu í borginni með lög- mönnum á borð við Theodór Lín- dal, Benedikt Siguijónsson og Benedikt Blöndal. Sú sama stofa Sérfræóingar í blómaskreytingum vió öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 varð starfsvettvangur Ágústar. Fyrstu endurminningar mínar um Ágúst era frá heimili hans og Jónínu á Reynimel 22 og frá sumar- bústað tengdaforeldra hans, Skúla og Vigdísar Thorarensen, í Kára- staðanesi í Þingvallasveit. Heimili Ágústar og Jónínu var mannmargt og glatt á hjalla. Húsmóðirin mið- depill. Síðar fluttist fjölskyldan að Lindarbraut 25 á Seltjarnamesi. Jónína var þá orðin veik af bijósta- krabbameini og lést í desember 1958, aðeins 42 ára að aldri, frá 5 bömum. Eftir stóð hnípinn hópur og lengi á eftir fékkst yngsta bam- ið ekki til að brosa. Framundan vora erfíð ár hjá Ágústi, en hann naut stuðnings tengdafólks síns, auk þess sem hann hafði ráðskonu. Síðan era 33 ár og ekki öll sár gróin. Böm Ágústar og Jónínu eru: 1. Vigdís, f. 1944, gift Björgólfí Eyjólfssyni, bónda í Lækjarhvarnmi í Laugardal, og á hún 4 böm. 2. Andrés f. 1945, cand.jur., kvæntur Evu Maríu Engsterhold, kennara. Böm hans era 2. 3. Skúli Thorarensen f. 1948, hrl. í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þórsdóttur, kennara. Hann á 3 böm. 4. Láras f. 1952, vistmaður á - Sólheimum í Grímsnesi. 5. Ágúst f. 1953, d. 19 ára í Bretlandi 1973. Eignaðist einn son. Föðurbróðir minn bar ekki til- fínningar sínar á torg, en engu lík var sú ástúð og mildi sem hann sýndi Lárusi syni sínum alla tíð. Ágúst varð fyrir mörgum áföllum í lífí sínu. Missir ungrar eiginkonu, fötlun Lárasar sonar hans og svip- legur dauðdagi yngsta sonarins í erlendri höfn, — allt þetta fylgdi honum í lífínu. Stóð þó óbeygður, máttarstólpinn. Ágúst kvæntist Hjördísi Þorleifs- dóttur árið 1961 og reyndist fjöl- skyldu hennar stoð og stytta. Hjör- dís bjó honum gott heimili, en var heilsuveil og lést eftir langvarandi veikindi árið 1976. Ég hef haft mikil og góð sam- skipti við Ágúst eftir að ég kom heim frá námi, leitaði oft ráða hjá honum.og eftir að ég hóf störf sem læknir leitaði hann einnig til mín. Eftir lát föður míns 1985 varð vin- átta okkar nánari. Það var eins og ég fyndi í honum margt sem ég saknaði — hann varð tengiliður við gengna föðurætt. Margt var svipað með þeim bræðram. Lárus faðir minn var reyndar glaðværari, Ág- úst hæglátari, en báðir þó húmorist- ar. Ráðagóðir, greindir menn, prúð- menni og höfðinglegt fas prýddi báða. Ágúst var hár og spengileg- ur, virðulegur í framkomu, kurteis en dulur. Hann var víðlesinn, góður teiknari og heimsborgari. Störf hans vora viðurkennd með mörgum hætti. Ágúst fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1916 og óist þar upp, lengst af í Tjarnargötu 33. Faðir hans var Láras Fjeldsted, hrl., son- ur Andrésar óðalsbónda frá Hvítár- völlum og konu hans Sesselju Krist- jánsdóttur, sem ættuð var frá Geitareyjum. Móðir Ágústar var Lovísa, dóttir Ágústar Þorsteinssonar kaupmanns frá Hermundarfelli í Þistilfirði og konu hans, Katrínar Þorsteinsdótt- ur, en hún var áður gift Sören Jacobsen, kaupmanni á Eskifírði. Böm Lárasar og Lovísu voru 4, elstur Andrés f. 1913, lést af slys- föram 1927, þá Ágúst, þriðji Láras faðir minn f. 1918, d. 1985, kvænt- ur Jórunni Viðar, og yngst Katrín f. 1925, búsett í New York. Eftirlifandi eiginkona Ágústar er Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Hún hefur verið honum góð- ur félagi hin síðustu ár. Ágúst var afar starfsamur og rak málflutningsskrifstofu sína, síðast með Skúla syni sínum og Haraldi Biöndal hrl., til dauðadags. Ágúst var lagður inn á Borgarspítalann að kvöldi 16. júní með verk fyrir bijósti og svo virtist í fyrstu sem hann myndi ná sér. Ég kom til hans um það bil klukkustund áður en hann lést 21. júní. Þá barðist hann fyrir lífi sínu eins og ljón — vildi halda í það í lengstu lög. Sú kveðjustund gleymist seint. Ég kveð frænda minn með virð- ingu og þökk. Katrín Fjeldsted. Ef hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. (Stefán frá Hvítadal) Hann Ágúst Fjeldsted vinur okk- ar er dáinn. Með honum er genginn góður drengur og einlægur vinur okkar, sem skilur eftir vandfylt skarð. Sá er vinur, sem til vamms segir, og sá er vinur, sem í raun reynist. Þessi spakmæli tvö era of- arlega í huga okkar, því hve oft vora eki mál af ýmsu tagi borin undir þennan einstaka mann. Eftir umræður og þögla íhugun lá lausn- in jafnan fyrir, að því er virtist átakalaust. Orð eru til alls fyrst og sé þeim fylgt eftir af þroska og hyggindum leysast öll mál. Þannig virtist allt vera í störfum og lífi Ágústar vinar okkar. Ágúst var einstaklega fróður um menn og málefni og aldrei hall- mælti hann neinum eða lét bera á kala til nokkurs manns og var það eitt, sem einkenndi hann meira en annað. Við minnumst svo margra ógleymanlegra stunda með þakk- iæti; á heimili okkar, í veiðiferðum eða á starfsvettvangi. Að endingu tökum við okkur í munn orð Huldu skáldkonu: Svo bið ég þá hinn bláa undrageim að bera lokasöng minn til þín heim hvort sem þú býrð í endurminning einni eða á nýrri strönd og fagurhreinni. Elsku Guðrún, við sendum þér og aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur. Megi minningin um góð- an dreng ávallt lifa. EUa, Óli og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.