Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 33

Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Björn Guðmundsson, Vestmannaeyjum fast eftir ef því var að skipta. Hann var hreinskiptinn við alla menn og sagði umbúðalaust hvað honum fannst um menn og málefni, hvort sem mönnum líkaði það eða ekki. I Vestmannaeyjum spunnust marg- ar sögur um hann, sumar grínfullar og aðrar ekki eins og gengur en hann var þannig maður að það hlutu að myndast sögur um hann. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og var oft gaman að heyra hann segja frá og heyra hans álit. Hann ákvað fyrir sjötugt að draga sig að mestu leyti í hlé frá þeim störfum, sem hann hafði sinnt mestan hluta ævinnar og eiga ró- legt ævikvöld. Hann var sáttur bæði við guð og menn og reyndi að láta sér líða sem best þessi sein- ustu ár, sem hann lifði. Hann flutti frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur fyrir nokkrum árum en hugurinn var alltaf í Eyjum og þar andaðist hann á afmælisdaginn sinn. Ég og fjölskylda mín sendum ijöl- skyldu Bjöms innilegar samúðar- kveðjur vegna andláts hans og óska þeim guðs blessunar. Sigurður Einarsson. Með Birni Guðmundssyni er fall- inn frá góður drengur, traustur borgari og forystumaður á sviði viðskipta og sjávarútvegs. Leiðir okkar Björns lágu fyrst saman vest- an hafs á árinu 1946 en þar var ég við nám og starf um nokkurra ára skeið. Björn hafði þá hleypt heimdraganum til að mennta sig enn frekar og öðlast meiri þekkingu með dvöl vestanhafs. Björn var þá á fertugsaldri og þetta var því mik- ið átak fyrir hann. Hann hafði stofnað til heimilis og varð því að hverfa frá búi og börnum, en slíkur var metnaður hans að ekkert aftr- aði honum frá þessari löngun til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég kunni strax vel við þennan vörpulega mann sem með hispurs- lausri framkomu sini ávann sér traust þeirra sem honum kynntust. Með okkur tókst góð vinátta sem hélst alla tíð. Við fyrstu kynni virt- ist Björn hrjúfur en undir niðri bjó mikið ljúfmenni sem allra vanda vildi leysa. Björn hafði átt erfíða æsku og varð snemma fyrirvinna fjölskyldu sinnar vegna fráfalls föð- ur á unga aldri. Skóli lífsins hafði hert hann og bjó hann að þeirri reynslu æ síðar, enda að upplagi atorkumaður. I allri umgengni var Bjöm afar viðfelldinn og skemmti- legur. Einnig bjó hann yfir góðu skopskyni. Björn var vel greindur, kunni góð skil á þjóðmálum og var vel að sér um hina margvíslegustu hluti enda vel lesinn. Björn tók virkan þátt í félagsmálum í Vestmannaeyjum svo og í samtökum útvegsmanna. Aðrir munu rekja þá sögu betur en ég. Björn var afar vel ritfær og minnist ég þess að hann skrifaði mér nokkuð reglulega fróðleg og skemmtileg bréf þegar ég síðar bjó aftur vestanhafs um tólf ára skeið. Eftir að ég fluttist heim aftur vorum við hjónin tíðir gestir á heim- ili þeirra Bjöms og Jónu í Vest- mannaeyjum. Gestrisni þeirra hjóna var með afbrigðum. Heimili þeirra í Birkihlíð var stórglæsilegt og hefði sómt sér vel í hvaða heimsborg sem er. Þau nutu þess að hafa gesti hjá sér enda var afar gestkvæmt hjá þeim. Björn var mikil starfs- og at- hafnamaður og náði yfirleitt þeim markmiðum sem að var stefnt, enda hafði hann góða reglu á öllu sem snerti viðskipti og athafnir. Hag Vestmannaeyja bar hann ávallt fyr- ir brjósti og beitti sér í ýmsum framfaramálum bæjarins. Nú er Björn allur og eftirsjá vin- um og vandamönnum. Eftirlifandi ættingjum er vottuð einlæg samúð. Sigurður Helgason. Bjöm var fæddur að Hjalla Vestmannaeyjum, en alinn upp Miðbæ, þar í bæ og lengi kenndur við það hús. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður, f. 27. október 1886, Ketilssonar frá Rafnseyri. Móðir Guðmundar var Guðrún Guðmundsdóttir frá Sauð- húsvelli V-Eyjafjallahreppi, Guð- mundur drukknaði við Éiðið 16. desember 1924. Móðir Björns var Áslaug, f. 26. september 1080 að Bæ í Lóns- hreppi, en fiuttu til Eyja með manni sínum 1918, Eyjólfsdóttir. Áslaug andaðist 24. júlí 1952 í Eyjum. Systkini Bjöms vom Rakel, Þór- arinn og Ástvaldur, sem öll em lát- in. Eftirlifandi em Tryggvi, búsett- ur í Garðabæ, og Siguijón hálfbróð- ir þeirra, búsettur í Eyjum. Eiginkona Björns var Siguijóna Ólafsdóttir, f. 23. apríl 1916 í Vest- mannaeyjum, Ingileifssonar útgerð- armanns og skipstjóra Heiðarbæ og konu hans Sigutjónu Siguijóns- dóttur. Jóna kona Björns andaðist 1981, en þeim varð þriggja barna auðið, þau eru: Kristín, Aslaug og Guðmundur. Gæfa og gjörvileiki er ekki öllum gefíð og flestir sem fæddust á fyrri hluta þessarar aldar strita til sjávar og sveita sér til frambæris. Ekki minnkaði lífsbaráttan er fyrirvinn- an féll frá eins og Björn mátti kynn- ast á tíunda aldursári. Úr sárri fá- tækt náði Björn að vinna sig upp til bjargálna og mennta, ásamt því að vinna systkinum sínum og móð- ur til æviloka hennar, en því var viðbrugðið hversu vel Björn leit til með henni. Björn vann alla alhliða vinnu sem bauðst og sjálfur sagði hann það hafa verið sitt gæfuspor í lífinu er hann fór í Samvinnuskólann 1935- 36 og kynntist þar Jónasi Jónassyni. Einnig nam Björn í kvöldskóla Iðnaðarmanna í Eyjum 1936- 37. Björn stundaði alla tíð mikið sjálfsnám og bar glæsilegt bókasafn hans þess glöggt vitni. Liðlega tvítugur er hann orðinn framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja og kaupmaður tutt- ugu og fimm ára og varð það hans starfsvettvangur auk útgerðar og fiskvinnslu. Björn hóf útgerð 1951 ásamt vini sínum Einari Guðmundssyni og stóð hún til 1983. Þá sat Björn í stjóm Bæjarútgerðar Vestmanna- eyja og stjórn ísfélags Vestmanna- eyja í 30 ár, þar af stjómarformað- ur í aldarijórðung. Síðasta ferð Björns til Eyja var einmitt að sitja síðasta aðalfund ísfélagsins fyrir sameiningu. Björn lagði víða gjörva hönd að verki í félagsmálum, eink- um hjá útvegsbændum. Hann var bæjarfulltrúi og ritstjóri bæjarmála- blaðsins Fylkis og fréttaritari Morg- unblaðsins í Eyjum frá 1938 og annaðist dreifingu þess hér í bæ til 1973. Það var ævinlega iíflegt í kring- um Björn. Hann var hrókur alls fagnaðar og fylgdist vel með, ekki aðeins í atvinnulífinu heldur einnig hvernig fólki í kringum hann vegn- aði. Sem sannur Jónsmessudrengur var oft heiðríkja nóttlausrar verald- ar rík í huga hans, sem og svart- nætti harðrar lífsbaráttu, en þegar Björn fór á flug í samræðum eða í ræðupúlti var unun á að hlýða. Þá voru pistlar hans „Neðan frá sjó“ einstakir. Við félagar í AKOGES eigum margs að minnast þá Björn Guð- mundsson er kvaddur. Hann er einn úr þeim hópi sem safnaðist í kring- um félagana Árna, Ása og Odd- geir. Hópur sem bauð lágdeyðu og lognmollu hversdagsleikans byrg- inn og breytti öllu til betri vegar með leik og látum, söng og spili. Þeir sameinuðust í leit sinni að frek- ari fræðslu í félagsskap jafningja. Bjöm verður Akógesi 1934 og vanh félagi sínu af heilindum, sem sannur vinur vina sinna. Fræðandi og fullur fjörs í ræðustóli, þar sem hann beitti hvorutveggja raddstyrk og limaburðum til að leggja áherslu á mál sitt. Bjöm gegndi formennsku í AKOGES í tvígang og varafor- maður eitt skipti. Heiðursfélagi í AKOGES varð Bjöm 10. janúar 1983. Björn varð gæfumaður og komst í góðar álnir á lífshlaupi sínu, en auð sinn sagði hann allan í góðri eiginkonu og mannvænlegum böm- um. Það hafa verið lífsviðhorf hans, minningin um góða lífsförunauta og samferðamenn hafa verið auður alls. Við Akógesar kveðjum vin og góðan félaga, og sendum aðstand- endum öllum innilegustu samúðar- kveðjur. AKÓGESAR í Vestmannaeyjum. Matthías Guðmunds- son - Kveðjuorð Ég man alltaf fýrsta skiptið sem ég hitti Matta. Ég kom inn á gömlu billiardstofuna í von um að hitta einhvern sem ég þekkti, ekki voru þeir margir svo ég gekk að af- greiðslunni og þar hitti ég hann. Matti heilsaði mér eins og við vær- um gamlir félagar. Bros, metnaðar- girni, heiðarleiki og þægilegt við- mót svo ég tali nú ekki um vináttu í garð vina sinna voru allt hluti af Matta. Engin persóna hefur haft svo sterk áhrif á líf mitt. Hann var alltaf til staðar fyrir mig og fjöl- marga aðra unglinga og vini. Ég mun aldrei gleyma Matthíasi Þ. Guðmundssyni, minningin um hann er geymd í huga og hjarta merkt „vinur“. Ragnheiður, Guðmundur, Raggi, Bússý, Ægir og Örvar, megi sam- heldni fjölskyldunnar og guð veita ykkur styrk í hinni miklu sorg. Guð veri með ykkur. Ykkar vinur, Gísli. Aðeins nokkur minningarorð í virðingar- og þakklætisskyni, um góðan vin, Matthías Guðmundsson, sem nú er horfinn á braut. Fyrir þremur árum kynntu dætur minar Matta, vin sinn, fyrir mér. Ég sá þegar hvað þessi ungi maður var framkvæmdasamur og ráðagóður hvað sem í skarst. Ekkert var hon- um leiðara en hvers kyns ranglæti og lagði hann sig fram um að bijóta það á bak aftur. Hann var allra manna einlægastur og ástúðlegur vinum sínum. En að lýsa öllum hans mannkostum og því sem hann hafði komið í verk verður að bíða rósamari stundar þegar saknaðar- beiskjan hefur dofnað. Við mæðgurnar viljum aðeins segja: Erindið er að kveðja um sinn elskulegan, góðan vin. Við gleym- um honum ekki. Foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, Guð varð- veiti ykkur. Margrét, Gréta og Helga. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF SIGURBJÖRNSDÓTTIR fró Grímsey, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.30. Margrét Þórisdóttir, Helgi Þórisson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. 33 Sveinbjörn Enoks- son — Kveðjuorð Fæddur 22. júní 1925 Dáinn 13. júní 1992 Núna er ástkæri afi okkar lát- inn. Og viljum við með þessum fáu orðum kveðja elsku afa okkar. Afi átti alltaf tíma fyrir okkur systkin- in. Og þegar hann kom í heimsókn með ömmu hingað til Danmerkur síðasta sumar fórum við oft í gönguferðir um nágrennið með afa og sagði hann okkur sögur um ferðalögin sem hann og amma höfðu farið um allan heim. Það var alltaf gaman að tala við afa því hann hafði alltaf tíma til að hlusta á okkur. Við áttum líka mjög góð- ar stundir með honum upp í Þjórsárdal. Þar dvaldist hann næstum því öll síðustu sumur. Elsku Guð viltu varðveita ömmu í sorg sinni og megi minningar um afa aldrei hverfa frá okkur. Ester Björg, Sandra Lind og Valur Þór. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT S. HALLDÓRSDÓTTIR, Vesturbergi 4, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 2. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Þ. Ólafsson, Þóra Halldóra Ólafsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Jakob Benedikt Ólafsson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför frænda okkar, JÓHANNS ÞORLEIFS SIGURJÓNSSONAR, frá Ytri-Á, Ólafsfirði, Hátúni 10, Reykjavik. Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar- fólks á deild 12G, Landspítalanum. Megi góður guð vera með ykkur öllum. Systkinabörn t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA H. HELGADÓTTIR, lést 25. júní í Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í þyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgar- spftalans, A-6, fyrir góöa aðhlynningu. Baldur S. Ásgeirsson, Edda Á. Baldursdóttir, Garðar Árnason, Helgi G. Baldursson, Sigrún J. Batdursdóttir, Róbert Jón Jack, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýtt hug- arþel við andlát og útför okkar hjartkæru GUÐMUNDU JÓNSDÓTTUR. Jón Steindórsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Bergur Garðarsson, Guðný Svava Bergsdóttir, Haraldur Jónsson, Ásdís Ingólfsdóttir, Steindór Haraldsson, Laufey Haraldsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, er með nærveru sinni og hlýjum hugsunum styrktu okkur við missi eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu okkar, MARGRÉTAR ÁSDÍSAR ÓSKARSDÓTTUR, Hléskógum 2. Gunnsteinn Sigurðsson, Sigriður Gunnsteinsdóttir, Gunnsteinn Már, Soffía Óskarsdóttir, Viðar Óskarsson, Ragnar Óskarsson, Gunnlaugur Óskarsson, Hjördís Óskarsdóttir, Eggert Edwald, Margrét Erla, Árni Heiðar, Sigríður Friðþjófsdóttir, Sigrfður Stefánsdóttir, Lovfsa Hermannsdóttir, Ron Walker.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.