Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
félk í
fréttum
Hulda Guðrún Geirsdóttir
Haukur Páll Haraldsson
OPERU SONGUR
Sungu
á Carl Orff-hátíð
í Munchen
Norrænar biskupsfrúr
á íslandi
iját.íu og sjö biskupafrúr fylgdu
sínum eiginmönnum á nor-
ræna biskupafundinn 1992 sem
haldinn var Islandi dagana 26.- 30.
júní. Aldrei hafa fleiri biskupsfrúr
verið samankomnar á íslandi á ein-
um og sama tíma. Ekki hefur enn
verið kosinn kvenbiskup á Norður-
löndum og þar af leiðandi voru ein-
göngu konur þegar Ebba Sigurðar-
dóttir biskupsfrú bauð mökum
kirkjuleiðtoganna til málsverðar.
Veðrið snerist til betri áttar um
helgina og biskupsgarður skartaði
sínu fegursta í fyrradag. En á með-
an hlýddu eiginmennirnir á erindi
um stöðu kirknanna í nýrri og
breyttri Evrópu. Norræna biskupa-
fundinum lauk í gær og flestar
konurnar fara ásamt eiginmönnum
sínum, biskupunum, heim í dag.
*
Operusöngvaramir Hulda Guð-
rún Geirsdóttir sópran og
Haukur Páll Haraldsson baritón
komu við sögu á Carl Orff-hátíð
sem nýlega stóð yfir í Munchen í
Þýskalandi í tilefni af 10 ára dánar-
afmæli tónskáldsins. Carl Orff nýt-
ur mikilla vinsælda í Bæjaralandi
þar sem hann ól næstum allan sinn
aldur í Munchen, og eru tónleikar
með verkum hans jafnan vel sóttir.
Haukur Páll og Hulda Guðrún voru
meðal einsöngvara við flutning á
„Carmina Burana", og hlutu þau
íofsamlega dóma fyrir frammistöðu
sína hjá tónlistargagnrýnanda
Siiddeutsche Zeitung, sem lýsti
þeim sem framúrskarandi einsöngv-
umm.
Hulda Guðrún Geirsdóttir lauk
nú í vor námi frá framhaldsdeild
Richard Strauss Konservatorium í
Miinchen. Hún hefur hlotið styrk
til þátttöku á námskeiði Nínu Dorl-
iac í sumar, en Nína Dorliac hefur
verið einn fremsti söngkennari
Rússa um áratuga skeið. Huldu
Guðrúnu hefur boðist að taka þátt
á næsta ári í uppfærslu Staadsthe-
ater am Gartnerplatz í Miinchen á
óperunni „Die Weise von Liebe und
Tod des Comet Christoph Rilke“
eftir Sigfried Matthus.
Haukur Páll Haraldsson hefur
undanfarið starfað í ópemstúdíói
ríkisópemnnar í Miinchen, og hefur
hann meðal annars sungið þar hlut-
verk greifans í „Brúðkaupi Fígarós“
og konungsins í „Die Kluge“ eftir
Carl Orff. Þessar óperur verða
ásamt „Cosi fan tutte“ fluttar á
næsta leikári í Cuvilliés leikhúsinu
í Munchen, en það er eitt elsta bar-
okk leikhús í Evrópu og þykir henta
einkar vel til flutnings á óperum
Mozarts.
GESTIR
Morgunbladiö/Björn Blöndal
Fráfarandi yfirmaður flotastöðvarinnar James I. Munsterman kafteinn til vinstri ásamt eiginkonu sinni
Valerie Catherine Bergquist og börnum - og Charles T. Butler kafteinn nýr yfirmaður ásamt eigin-
konu sinni og börnum skera stærðar rjómatertu sem bökuð var af tilefni dagsins.
KEFLAVIKURFLUGVOLLUR
Nýr yfirmaður flotastöðv-
ar vamarliðsins
Charles T. Butler kafteinn tók
við sem nýr yfirmaður flota-
stöðvar vamarliðsins við hátíðlega
athöfn fyrir skömmu að viðstöddum
yfírmönnum og tignum gestum.
Butler tekur við af James I. Munst-
erman sem gegnt hefur þessu starfi
um tveggja ára skeið.
Athöfnin hófst með þvi að yfír-
mönnum og gestum var fylgt í sal-
inn. Þá var heilsað með fánum og
þjóðsöngvar íslands og Bandaríkj-
anna leiknir. Ávörp fluttu Thomas
F. Hall yfírmaður vamarliðsins,
Róbert Trausti Ámason sendiherra
og James I. Munsterman sem við
þetta tækifæri var sæmdur orðunn-
i„„The Legion of Merit“. Að sögn
FViðþórs Eydal upplýsingafulltrúa
vamarliðsins eiga viðhafnir við yfír-
mannaskipti í her og flota sér langa
sögu, allt til heija Rómveija til
foma og er tilgangurinn sá að vald
og ábyrgð yfírmanns flytjist manna
í milli með votta viðurvist.
Charles T. Butler kafteinn sem
nú hefur tekið við sem yfírmaður
flotastöðvarinnar er fæddur í Was-
hington D. C. og útskrifaðist hann
úr Háskóla Bandaríkjaflota - U. S.
Naval Academy - í júní 1969. But-
let hlaut flugþjálfun í Pensacola í
Flórída árið 1971 og var um hríð
flugstjóri á P-3 Orion flugvélum.
Hann lauk námi í foringjaskóla
Bandaríkjahers - Armed Forces
Staff College - í Norfolk í Virginíu
árið 1981. Frá þeim tíma hefur
Butler gerigt nokkmm ábyrðarmikl-
um yfirmannsstöðum og hlaut flug-
sveitin „Rauðu riddararnir" margar
viðurkenningar fyrir frábær störf
undir hans stjóm. Hann lauk svo
námi í foringjaskóla hersins - Nat-
ional War College - og starfaði á
vegum vamarmálaráðherra Banda-
ríkjaheijanna ásamt nefnd skipaðri
af Bandaríkjaforseta að endurskip-
ulagningu um kaup - og kjaramál
bandaríska hermanna. Butler kaf-
teinn er kvæntur Robyn Lee Cook
frá Salisbury í Maryland og eiga
þau tvö böm Wendy Michelle og
Todd David.
-BB
COSPER
COSPCR
UOM
9! 11
Ég sé hér í blaðinu að það er komið vor.