Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 40

Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JULI 1992 Ast er... múrbijótur framtíðarinnar. TM Reg. U.S. Pat Off.—atl ríghts teserved ® 1991 Los Angeles Times Synditate Bíllinn ber ekki nema hálft annað tonn ... HÖGNI HREKKVÍSI HANN Ete AÐAUK.A FOÖLafta yTNlblA. * BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Borgarráð og* sljörnuspeki Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: ÞAÐ hefur vakið athygli margra styrkveiting sú sem borgarráð sam- þykkti að veita til Stjörnuspeki- stöðvarinnar nýlega, kr. 350.000. Þar á meðal Kirkjuþings sem álykt- aði um styrkinn. Til þess að leitast við að bregða ljósi á álit Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanna, vitna ég til bókarinn- ar „Objections to Astralogy". í bókinni sem kalla má á íslensku „Mótmæli gegn stjörnuspeki", hafna 192 leiðandi vísindamenn, þar á meðal 19 Nóbelsverðlauna- hafar, stjörnuspeki. Þeir rita allir nöfn sín undir þessa yfirlýsingu: „Vísindamenn á mörgum sviðum hafa orðið undrandi á vaxandi aukningu þess að fólk taki við stjörnuspeki víða um heim. Við undirritaðir — stjömufræð- ingar, stjömueðlisfræðingar og vís- indamenn á öðram sviðum — viljum vara við því að fólk meðtaki upplýs- ingar og leiðbeiningar, sem stjörnu- spámenn bera fram. Þeir sem vilja trúa á stjörnuspeki ættu að gera sér grein fyrir því að enginn vísindalegur grunnur er fyr- ir henni. Fyrr á öldum trúði fólk á spámennsku og leiðbeiningar stjörnuspámanna, vegna þess að þá vora stjörnuspádómar hluti af yfirnáttúrulegum töfrum. Fólk trúði því að heimili guðanna væri í stjörnuheiminum og þaðan kæmu fyrirboðar, sem ættu sér samsvörun á jörðinni. Fólk þekkti þá ekki hin- ar miklu fjarlægðir milli jarðarinn- ar, pláneta og stjarna. Nú þegar þessar fjarlægðir eru þekktar, sjáum við hve óendanlega lítið aðdráttaraflið, og önnur áhrif hinna fjarlægu stjarna, hefur, auk þeirra sem eru enn lengra í burtu. Það era mistök að ímynda sér að kraftur frá stjömum og plánetum geti á fæðingarstund okkar haft áhrif á og breytt framtíð okkar. Hvorki er það satt að staða þeirra á himnum geri ákveðna daga eða tímbil betri en aðra eða að sú staða verði til þess að ákveða samræmi eða ósamræmi við annað fólk. Af hveiju trúir fólk á stjörnu- speki? A okkar tímum óöryggis þráir fólk að fá hjálp til þess að taka ákvarðanir, það vill trúa á örlög, sem hafa verið ákvörðuð fyrirfram af stjörnukrafti sem er ekki undir þess stjórn. Samt sem áður verðum við öll að gera okkur grein fyrir því að framtíð okkar liggur í okkur sjálfum en ekki í stjörnunum. Halda mætti að á okkar dögum útbreiddrar þekkingar og menntun- ar sé ekki nauðsyn á því að trúa á galdra og hjátrú. Þrátt fyrir það gagntekur stjörnuspeki nútímasam- félag. Við erum sérstaklega undrandi á áframhaldandi gagnrýnisleysi á út- breiðslu stjörnukorta, stjörnuspáa, og forlagatrúar af fjölmiðlum og virðingarverðum dagblöðum, tíma- ritum og bókaútgáfufyrirtækjum. Þetta getur aðeins leitt til þess að þessi villa myrkurs, gagnstætt allri skynsemi, haldi áfram að þróast. Við trúum því að tími sé til þess kominn að berjast með krafti og ákveðni gegn ímynduðum stjörnu- spekiskrumurum. Það ætti að vera Ijóst þeim einstaklingum, sem trúa á stjörnuspeki að þeir gera það þrátt fyrir þá staðreynd að enginn sannaður vísindalegur grundvöllur er til þess að byggja á, og það eru sterk rök fyrir því að ekkert slíkt sé til.“ Bart J Bok, emeritus, Professor of astranomy, University of Aríz- ona, Lawrence E. Jerome, science writer, Santa Clara, California, Paul Kurtz, professor of philosophy, Suny at Bufalo." Síðan kemur undirskrift áður- nefndra nítján Nóbelsverðlauna- hafa og 173 leiðandi vísindamanna, skv. bókinni „Objection to Astro- logy“. Það er vitað að margir hafa fyr- ir sið að byija daginn með lestri stjömudálka, en það er ekki vitað hve margir hafa beðið tjón vegna þess að þeir hafa tekið mark á stjörnuspeki. Peningar skipta hér mestu máli, eins og hjá svo mörgum öðrum spádómsaðilum. „Hér á reiki er margur óhreinn andinn“, og kastar fyrst tólfunum þegar orðið Reiki er komið á kreik og Reikimeistari fram kominn til þess að leiða fólk. Segja má að sú viðurkenning sem þessi gervivísindi stjörnuspekinnar fengu hjá borgarráði Reykjavíkur nýlega sé dæmigerð fyrir hugsunar- hátt margra íslendinga. Þegar ráðamenn í íslensku þjóðfélagi falla í gildru eins og þessa er þá nema von á að almenningur ætli að hér sé á ferðinni mál sem fær gæða- stimpil þeirra, eða er það ekki ætl- unin? Borgarráð er hér í vondum mál- um og gerir sig að athlægi og á skilið að það sé hlegið dátt, mætti hlátur sá enduróma víða um heim, þegar Stjörnuspekistöðin fer að auglýsa starf sitt hér á landi. Ég sé í huganum borgarráð taka á móti fyrstu námsmönnum stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hér á við að segja: „Mennirnir álykta, en Guð ræður". Það var þakkarvert þegar Morg- unblaðið fór að háttum margra er- lendra blaða og birti undir stjörnu- spá sinni: „Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda.“ En þrátt fyrir aðvaranir á sígarettupökkum, halda margir áfram að reykja. Freistandi er að greina frekar frá ritgerðum bókarinnar „Mótmæli gegn stjörnuspeki", en það mun gert ef tilefni gefst til. Vegna þessara skrifa, las ég .stjörnuspána 24. júní aldrei þessu vant. Þar stóð í einhveiju stjörnu- merkinu: „Peningaveskið er farið að léttast helst til mikið“. Það sýn- ir best áreiðanleik spárinnar þessa dagana þegar yfirstéttin fer hönd- um um veskið sitt hve það hefur lést mikið, við hin þurfum ekki stjörnuspá til þess að segja okkur það. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, starfsmaður Háskólans Látraströnd 8, Seltjarnamesi. Yíkveiji skrifar Umferðarþunginn á höfuðborg- arsvæðinu er orðinn slíkur að helst minnir á umferð í milljóna- borgum. Að vísu eiga gatnaviðgerð- ir einhvern þátt í því núna yfir hásumarið að umferðin gengur ekki greiðar fyrir sig en aðalástæðan er að bílafjöldinn er orðinn svo mikill að helstu umferðaræðar hafa ekki undan á háannatíma. A sama tíma hefur umferðarljósum verið fjölgað til muna með það fyrir augum að gera þeim sem koma eftir þvergöt- um á leið inn á þessar aðal umferða- ræðar auðveldara að komast leiðar sinnar og draga úr slysahættu. Það hefur jafnframt í för með sér að mjög hægir á umferðinni. Hins veg- ar má spyija hvort ekki sé hægt að fara áþekkar leiðir og gert er í sumum erlendum stórborgum, t.d. í Bandaríkjunum, að heimila hægri beygjur þótt ökumenn komi að rauðu ljósi, þannig að í þeim tilfell- um gildir biðskyldumerkið á um- ferðarljósastaurnum en ekki ljósið. Þetta greiðir vissulega fyrir í um- ferðinni en spurning hvort menn telji þessa aðferð færa með tilliti til aukinnar slysahættu sem gætri verið henni samfara. Þessu er kast- að hér fram til umhugsunar. XXX Einn af lesendum Morgunblaðs- ins hefur sent ritstjórn ljósrit úr „Öldinni okkar, minnisverð tíð- indi 1851-1960“, þar sem skýrt er frá því að 31. mars hafi veiðst stór- lax, sem hafði það í för með sér að Grímseyjarlaxinn var ekki lengur talinn konungur íslenskra laxa eins og áður hafi verið talið. Bréf lesand- ans _er svohljóðandi: „Ég rakst á þessa klausu í Öld- inni okkar, minnisverð tíðindi 1951- 1960, sem Gils Guðmundsson tók saman og var útgefin 1975. Mér datt í hug að vekja athygli ykkar á þessari klausu vegna fréttar um 47,5 punda laxinn, sem veiddist fyrir skömmu, en í þeirri frétt er þess getið, að Grímseyjarlaxinn sé sá stærsti, sem veiðst hefur við ís- land. Athygli mína vakti þó hversu dagsetning fréttarinnar í Öldinni er „hættulega" nálægt fyrsta apríl, það skyldi þó ekki vera að fréttin sé aprílgabb. En ef rétt er mun þetta vera um 39 pundum þyngri lax en Grímseyjarlaxinn og 40,5 pundum þyngri en laxinn úr Bakká.“ Víkveiji minnist fréttarinnar frá 1960. Bréfritari á og kollgátuna, fréttin var aprílgabb, sem tókst svo vel, að Gils Guðmundsson og tók það athugasemdalaust upp í Öld- inni. Höfundur að gabbinu var Sig- urður Pétur Bjömsson (Silli) frétta- ritari Morgunblaðsins á Húsavík, en hann er nú sá fréttaritari blaðs- ins, sem á lengstan starfsaldur sem slíkur. Stórlaxasagan hans Silla hefur flogið víða. Sem dæmi um það má nefna að Veiðimálastofnun fékk bréf frá háskólanum í Edinborg um þennan lax en háskólinn er að safna upplýsingum um stóra laxa víða um heim. Silli þurfti að semja mikla greinargerð um aprílgabbið og senda þessari virtu menntastofnun, svo að laxinn yrði ekki heimssögu- legur. Víkveiji hefði gjarnan viljað vera viðstaddur, þegar vísinda- mennirnir frá Edinborg opnuðu bréfið frá Silla og lásu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.