Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 44
MlCROSOFT. einarj.
WINDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1566 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Stokkseyri:
Alftarstegg-
ur banar fé
Stokkseyri.
SÁ sérstaki atburður gerðist hér
á Stokkseyri núna í vikunni að
grimmur álftarsteggur drap
tvær ær fyrir manni sem átt
hefur nokkrar ær sér til gam-
ans.
Álftarhjón hafa lengi átt hreiður
í landi hans og aldrei hefur borið
á neinu.slíku fyrr. Nú vita allir að
álftin er alfriðuð og því ekkert
hægt að gera nema flýja með féð
í aðra staði.
- Steingrímur.
-------------
Uppboð Sotheby’s:
Kommóða frá
Islandi seld
FORSETIHEIMSÆKIR KNA TTSPYRNUBÆINN
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti í gær Akranes, en
kaupstaðurinn á einmitt 50 ára afmæli á þessu ári. Vigdís kom víða við
í heimsókn sinni. Þótti vel viðeigandi að hún heilsaði upp á leikmenn
Akraness og úrvalsliðs KSÍ, sem léku afmælisleik, því Akranes er án
efa þekktasti knattspymubær landsins. Hér sést Vigdís taka við blómum
úr hendi Sigurmons Sigurðssonar, en faðir hans er Sigurður Jónsson,
fyrirliði ÍA. Lengst til vinstri á myndinni er Gunnar Sigurðsson, formað-
ur Knattspyrnufélags ÍA. Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Akra-
ness lýkur fyrir hádegi í dag og hefst þá tveggja daga heimsókn í Borg-
aríjörð. gjá nánar á miðopnu.
Bráðabirgðalög um Kjaradóm sett í gærkvöldi:
Kjaradómur takí mið af
aðstæðum í þjóðfélaginu
Ríkisstjórnin að bregðast við þrýstingi
RÍKISSTJÓRN Davíðs Oddssonar
rá launþegum, segir forseti ASÍ
á3,2milljónir
KOMMÓÐAí eigu íslenskra að-
ila var seld á uppboði Sotheby’s
í London nýverið fyrir 31 þús-
und sterlingspund, eða rúmar
3,2 milljónir íslenskra króna.
Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur,
fulltrúa lyá Sotheby’s, var þessi
kommóða frá tímum Lúðvíks 14.
Kommóðan barst hingað til
lands frá Bretlandi í kringum
1940 og hefur verið í eigu ís-
lenskra aðila þar til hún var
seld nú.
Sigríður Ingvarsdóttir, fulltrúi
hjá Sotheby’s, sagði að ýmsir hlut-
ir hefðu borist til íslands frá Bret-
landi á stríðsárunum til þess að
bjarga þeim frá skemmdum í loft-
árásum. Sigríður sagði að kom-
móðan hefði borist hingað í byrjun
seinna stríðs og verið í eigu ís-
lenskra aðila síðan. Hún sagði að
íslendingarnir er hefðu átt kom-
móðuna hefðu gert sér grein fyrir
því að hún væri einhvers virði en
ekki að hún væri svona mikils virði.
Verðmæti kommóðunnar komu
ekki í ljós fyrr en hún var metin
nýverið. Kommóðan var síðan boð-
in upp nýverið og seldist fyrir 31
þús- und pund, eða rúmar 3,2 millj-
ónir íslenskra króna. Að sögn Sig-
ríðar var kommóðan keypt af er-
lendum aðilum.
Hótanir þær sem sendar hafa
verið Sophiu Hansen og aðilum er
tengjast forræðismálinu hafa verið
kærðar til tyrknesku lögreglunnar
og er hún að vinna að rannsókn
málsins. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur Hasip
Kaplan, lögfræðingur Sophiu, feng-
ið 10 hótanir. Einnig hefur iögfræð-
ákvað á fundi sínum á Þingvöllum
í gærkvöldi að sett yrðu bráða-
birgðalög um Kjaradóm. Með lög-
unum er Kjaradómi falið að úr-
skurða á ný um laun embættis-
manna samkvæmt nýjum lagaskil-
yrðum sem fela í sér að framveg-
is taki Kjaradómur mið af aðstæð-
um og horfum í kjaramáluin og
ingur er utanríkisráðuneytið til-
nefndi sem fulltrúa í forræðismálið
fengið hótanir. Jafnframt hefur
blaðamanni tyrkneska blaðsins
Hyriet, sem fjallaði um forræðis-
málið fimm daga í röð, verið hótað.
Tyrknesku öfgahópamir ganga svo
langt að lýsa yfir stríði milli Islands
og Tyrklands. Heittrúa múslimar
þjóðarbúskap við störf sín. Nýr
úrskurður skal samkvæmt lögun-
um taka gildi 1. ágúst nk. en úr-
skurður Kjaradóms frá 26. júlí sl.
um allt að 97% hækkun launa
þeirra aðila sem dómurinn ákveð-
ur, gildir fram að þeim tíma.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að þar sem Kjaradómur taldi
ekki vera laga- eða efnisskilyrði fyr-
eru 10% af tyrknesku þjóðinni.
í dag, laugardag, mun Sophia
Hansen enn á ný láta reyna á um-
gengnisrétt þann er henni var
dæmdur. Samkvæmt þeim dómi
átti Sophia rétt á að hitta dætur
sínar fyrsta og þriðja laugardag
hvers mánaðar fram í september
en þá á að afgreiða málið endanlega
í undirrétti. Fyrrverandi eiginmaður
hennar hefur brotið tilmæli þessa
dóms í tvígang í júnímánuði og
hefur hann þegar verið dæmdur í
fjársektir fyrir þau brot. Ef hann
brýtur umgengnisrétt Sophiu í
þriðja skiptið á hann yfir höfði sér
fangelsisdóm.
ir því að verða við tilmælum rík-
isstjómarinnar um endurskoðun úr-
skurðarins, hefði ríkisstjómin ákveð-
ið að breyta þeim skilyrðum með
bráðabirgðalögum. „Nú er efnis- og
lagagrundvöllur fyrir hendi og þess
vegna er hægt að kveða upp úr-
skurði sem eru meira í takt við það
sem hefur verið að gerast í þjóðfélag-
inu,“ sagði forsætisráðherra.
Davíð sagði að viðbrögð aðila á
vinnumarkaði við úrskurði Kjara-
dóms og yfirlýsingar um að gildandi
kjarasamningum yrði sagt upp stæði
úrskurðurinn óbreyttur, hefði skapað
brýna ástæðu fyrir setningu bráða-
birgðalaganna. Ekki hefði verið fært
að kalla saman þing þar sem þeir
sem hefðu sett fram óskir um það
hefðu haft mismunandi leiðir í huga
við lausn þessa máls.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði að algjör eining
hefði ríkt um þetta mál innan ríkis-
stjórnarinnar.
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, segir að með
setningu bráðabirgðalaganna sé rík-
isstjórnin að bregðast við þrýstingi
frá launþegum en sá þrýstingur hafi
hvað sterkast komið fram á útifund-
inum á fimmtudag. Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, segir að
bráðabirgðalögin séu undarleg ráð-
stöfun og alls ekki í samræmi við
kröfuna um að Alþingi yrði kallað
saman. Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, seg-
ir að frekar hefði átt að kalla þing
saman. Ólafur Ragnar Grimsson,
formaður Alþýðunbandalagsins, seg-
ir þessa niðurstöðu undarlega og
mótsagnakennda og að hún leysi
engan veginn þann vanda sem við
er að glíma.
Stefnt var að því að Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands, undirrit-
aði lögin í gærkvöldi, en hún er nú
stödd á Akranesi.
Sjá Innlendan vettvang á bls.
18-19, fréttir á miðopnu og
bls. 24 og forystugrein.
Súluhlaup hafið:
Ferðahópur
komst úr Núps-
staðaskógi
HLAUP hófst í Súlu síðdegis í
gær. Hópur fólks var í Núpsstaða-
skógi en honum tókst að komast
i burtu áður en ieiðin lokaðist.
Reynir Ragnarsson, lögreglumað-
ur í Vík I Mýrdal og fréttaritari
Morgunblaðsins, var staddur í flug-
vél sinni á Kirkjubæjarklaustri síð-
degis í gær þegar hann fékk ábend-
ingu um að Súluhlaup væri líklega
hafið. Hann flaug strax yfír og sá
að leiðin inn f Núpsstaðaskóg var
að lokast. Henti hann skilaboðum
um hlaupið niður til ferðahópsins.
Reynir bjóst í gær við að áin yrði
komin í fullan vöxt árdegis í dag.
Engir bæir eða önnur mannvirki eru
talin í hættu.
Öfgahópar senda hót-
anir til Sophiu Hansen
TYRKNESKIR öfgahópar hafa sent hótanir til Sophiu Hansen í fram-
haldi af umfjöllun sem forræðismál hennar hlaut í tveimur dagblöð-
um er gefin eru út af heittrúa múslimum. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa þessir heittrúa múslimahópar auk þess haft í
hótunum við tyrkneskan lögfræðing hennar, lögfræðing sem var
tilnefndur af utanríkisráðuneytinu, og blaðamann tyrkneska blaðsins
Hyriet en það blað fjallaði fyrst um mál Sophiu í Tyrklandi.