Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 ERLEIMT INNLENT Horfur á almennu at- vinnuleysi Atvinnuleysisdagar á landinu öllu voru skráðir 81 þúsund í júlímánuði eða 44 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi atvinnuleysisdaga í júlí svarar til þess að 3.700 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Jafngildir það 2,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Um er að ræða mesta skráð atvinnuleysi á landinu í júlí til þessa. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, segir að Islending- ar standi frammi fyrir almennu atvinnuleysi í fyrsta skipti í lang- an tíma. Færri í Háskólann Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, telur að nýnemum við Háskólann fækki um 250-300 skólárið 1992-1993. Þýðir samdrátturinn að nýnemar verða um 1.700 í stað 2.000 í fyrravetui-. Ákvörðun um umsóknir 125 nýnema, sem sóttu of seint um skólavist, verður tekin 20. ágúst. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkar Ávöxtunarkrafa húsbréfa hef- ur hækkað úr 7,15% í 7,80% á tveimur mánuðum. Forsvars- menn verðbréfafyrirtækjanna telja að orsökina megi rekja til sumarleyfa. Þá hefur ávöxtunar- krafa spariskírteina á eftirmark- aði hækkað úr 6,90% í vor í 7,08% og birgðir Seðlabanka íslands af spariskírteinum hafa aukist. Kjaradómur sendir reikning Dómendur kjaradóms hafa sent fláimálaráðuneytinu reikn- ing fyrir störf sín við undirbúning og uppkvaðningu úrskurða um laun presta og æðstu embættis- manna. Reikningurinn hljóðar upp á 770 þúsund krónur til handa hveijum hinna fímm dóm- enda, auk ritara dómsins, sam- tals 4.620.000 kr. Þeir þiggja einnig fasta mánaðarlega þóknun fyrir að sitja í dómnum. Tilboð í byggingu á Gazasvæðinu Verktakasambandi íslands hefur borist erindi frá breska ráðgjafafyrirtækinu Architects Co-Partnership þar sem óskað er eftir þátttöku íslenskra bygg- ingarverktaka í forvali vegna byggingar sjúkrahúss á Gaza- svæðinu, hernumdu svæði ísra- elsmanna. Tvö til þijú íslensk fyrirtæki hafa sýnt tilboðinu áhuga. Samið við fóstrur um ábataskiptakerfi Reykjavíkurborg hefur samið við fóstrur, sem starfa á leikskól- um borgarinnar, um að taka upp ábataskiptakerfí sem hafí í för með sér að leikskólrýmum fjölgi um 150 á leikskólum borgarinn- ar. Gert er ráð fyrir að rúmlega 2.000 böm verði á biðlista eftir leikskóla hjá Dagvist barna eftir 1. september, þar af eru rúmlega 1.150 2ja ára og um 850 börn einstæðra foreldra og náms- manna sem bíða eftir heilsdags- vistun. ERLENT Serbnesk skriðdrekasveit í Bos- níu • • Oryggisráð SÞ heimilar hemaðar- íhiutun Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á fímmtudag að heimila hernaðaríhlutun í Bos- níu-Herzegóvínu ef nauðsyn krefur, til að tryggja að hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra íbúa landsins. Mik- ill stuðningur var við tillögu um heimildina og greiddu fulltrúar tólf ríkja af fimmtán, sem eiga sæti í ráðinu, atkvæði með henni. Ríki Vestur-Evrópusambandsins hafa lýst yfír því að þau hyggi ekki á beina hernaðaríhlutun í Bosníu en eru hlynnt takmörkuð- um hernaðaraðgerðum til að tryggja að hjálpargögn komist til nauðstaddra. Alþjóðaráð Rauða krossins hafa sakað Serba, múslima og Króata um að stunda „þjóðernishreinsanir" með einum eða öðrum hætti. í vikunni skoðuðu eftirlitsmenn ráðsins nokkrar fangabúðir Serba í Bosníu og fengu vilyrði fyrir því að þeim yrði heimilað að skoða allar slíkar búðir. Bush velur James Baker til að stjórna kosningabaráttunni George Bush Bandaríkjaforseti skipaði á fímmtudag James Baker utanríkisráðherra skrifstofustjóra Hvíta hússins og yfírstjómanda baráttu sinnar fyrir forsetakosningarnar, sem verða í nóvember. Vonast forsetinn til að Baker muni takast að snúa vörn í sókn í baráttunni en demókratinn Bill Clinton, keppinautur Bush um forsetaembættið, hefur 26% for- skot samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Hungursneyð í Sómalíu Hálf fímmta milljón manns líður nú skort af völdum borgarastríðs eða hungursneyðar í Sómalíu og er ástandið í landinu sagt ólýsanlegt. Á miðvikudag náðist samkomulag um að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér að tryggja flutninga á matvælum og hjálpargögnum fyrir nauðstadda til landsins og innan þess. Bush fellst á lánaábyrgðir George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því á þriðjudag að hann myndi fara þess á leit við Bandaríkjaþing að það samþykkti allt að tíu milljarða dala lánaábyrgðir til handa ísraelum. Þeir fóru fram á lánveitingamar í fyrra til að geta staðið straum af kostnaði vegna mikils innflutnings gyðinga frá Sovétríkjunum fyrrverandi. Bandaríkjamenn synjuðu þá beiðninni vegna stefnu þáverandi ríkisstjórnar ísr'aels í landnámi gyðinga á hernumdum svæðum araba. James Baker stjórnar kosningabaráttu repúblikana: Kraftaverkamaðurinn sem tryggði Bush sigur LÉTTIR, bjartsýni, fögnuður, öll eiga þessi orð við þegar lýsa skal þeim tilfinningum sem bærðust í hugum dyggra repúblikana þegar George Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því á fimmtudag að James A. Baker III. utanríkisráðherra myndi taka við stöðu skrifstofustjóra í Hvíta húsinu 23. ágúst. Baker mun stjórna kosn- ingabaráttu forsetans en skoðanakannanir hafa gefið til kynna að Bill Clinton, frambjóðandi demókrata, sé kominn með slíkt forskot að úrslitin séu allt að því ráðin. Repúblikanar voru fram á síðustu daga „hnipin þjóð í vanda,“ vonleysið var farið að jaðra við sjálfs- pyntingu. Hvernig getur mannabreyting valdið slíkum umskiptum á baráttuandanum? Trúi menn á kraftaverk í stjórnmálum eru tíð- indin nógu mikilvæg til að útskýra vongleðina og jafnframt er ljóst þegar ferill Bakers er kannaður að hann er enginn meðalmaður. Andstæðingar Bakers eru ófáir en athygli vakti að nokkrir af helstu leiðtogum demókrata hældu ráðherranum á hvert reipi fyr- ir frammistöðuna í utanríkisráðuneytinu. Meðal þeirra var Clai- borne Pell, öldungardeildarþingmaður og formaður utanríkismála- nefndar þingdeildarinnar. Hann sagði að Baker hefði „staðið sig afburða vel sem utanríkisráðherra" og þess vegna væru það mi- stök að láta hann skipta um starf, það væri „andstætt þjóðarhags- munum“. James Baker er 62 ára gamall lögfræðingur af auðugum og valdamiklum ættum í heimaríki sínu, Texas, þar sem hann kynnt- ist Bush á sjötta áratugnum. Þeir hafa verið nánir vinir í þijá ára- tugi. Árið 1980 sóttist Bush eftir tilnefningu sem forsetaframbjóð- andi repúblikana en dró sig í hlé er ljóst var að Ronald Reagan væri á sigurbraut, sennilega fyrir tilmæli Bakers er stjórnaði baráttu Bush. Bush varð varaforsetaefni flokksins þótt hann hefði dregið óspart dár að efnahagsmálastefnu Reagans og hægrisinnuðu hug- sjónamannanna frá Kalifomíu sem vildu hægribyltingu, sjálfa mark- aðshyggjuna til öndvegis. Bush sagði Reagan boða „vúdú-galdra- lausnir" í efnahagsmálum en studdi síðan forsetann dyggilega í öllum efnum þau átta ár sem hann gegndi varaforsetaembættinu. Flestir af æðstu embættismönn- um Reagans voru af ysta hægri- væng og fullir eldmóðs en hug- sjónamennirnir urðu ekki allsráð- andi í Hvíta húsinu. Auk Bush, sem talinn hafði verið hófsamur og með báða fætur á jörðunni, má ekki gleyma að Baker varð skrifstofu- stjóri Reagans. Embættið er oft talið hið næst-valdamesta í Banda- ríkjunum og svarar í mörgu til stöðu forsætisráðherra í Evrópu- löndum. Þessu embætti gegndi Baker frá upphafi Reagan-tímans til 1985 er hann ans. Hann er þó sagður munu taka að sér verkefni á næstunni, m.a. ætlar hann að lesa yfir ræðu sem Bush flytur er hann tekur við til- nefningu repúblikana eftir helgina. Leitað að veikleika Baker og aðstoðarmenn hans munu varla tvínóna við að leggja til atlögu þar sem Clinton er veik- astur. Nefna má sem dæmi að Clinton hefur orðið uppvís að því að hafa notað góð sambönd til að losna við að gegna herþjónustu í Víetnam, hann vildi heldur stunda laganám við Yaleháskóla. Clinton sakar nú Bush um að vera ekki nógu skeleggur í ýmsum alþjóða- málefnum, hamrar á því að forset- inn hafí klúðrað Persaflóastríðinu. Sá hinn sami Clinton vill einnig George Bush og James Baker Sagt er að Baker hafi verið afar tregur að taka að sér nýja starfið, hann hafi fremur viljað halda áfram að vinna ótruflaður að friðarviðræð- um ísraela og araba. Þar að auki hafí honum litist illa á horfur Bush í forsetakosningunum en látið fom vinabönd ráða gerðum sínum. tók við fyár- málaráðuneyt- inu þar sem hann ríkti til 1988. Tilnefn- ing Bakers kom mörgum á óvart, búist hafði verið því að tryggur vinur og skoðana- bróðir forsetans frá Kaliforníu, Edwin Meese, myndi hreppa hnoss- ið. Baker var aftur á móti maður- inn sem skipulagði prófkjörsbar- áttu Jerry Fords 1976 er Reagan varð að láta í minni pokann. Klókur í valdabaráttunni Baker vann sig í álit hjá Reagan og ekki síður væntanlegri forseta- frú, Nancy Reagan, með því að gefa ráð sem reyndust vel í kosn- ingabaráttunni. Enginn hefur nokkurn tíma efast um að Baker sé laus við of miklar hugsjónagrill- ur, hann er maður hinna „prak- tísku“ lausna og dyggustu stuðn- ingsmenn Reagans voru ávallt nokkuð á varðbergi gagnvart hon- um. Baker naut sín vel í valdabar- áttunni sem ávallt er landlæg í Hvíta húsinu. Hann er sagður hafa fylgt nokkrum meginreglum til að treysta völd sín og áhrif. í fyrsta lagi, að hann fengi undantekninga- laust vitneskju um öll þau mál sem borin værfi undir forsetann og einnigþær ákvarðanir sem Reagan tæki. I öðru lagi, að tryggja sér örugga málsvara í nánasta vina- hópi Reagans frá upphafi sem var nauðsynlegt vegna fortíðar Ba- kers. I þriðja lagi, að klófesta und- antekningalaust mesta hæfileika- fólk sem völ var á til starfa fyrir embættið að því tilskildu að fólkið sýndi fulla holl- BAKSVIÐ efiir Kristján Jónsson ustu. I fjórða lagi, að tryggja sér góð sam- bönd á þingi og hjá fjölmiðlum og loks í fímmta lagi, að láta hraustlega til sín taka strax frá upphafi. Sagt hefur verið um Baker, sem oft stundar veiðar á villtum kalk- únum í Texas, að hann njóti stjóm- málavafsturs af sömu ástæðum. Við veiðarnar þarf fyrst óg fremst að vera vel undirbúinn, launsátrið þarf að vera á heppilegum stað, veiðimaðurinn að vera þolinmóður, stöðugt á varðbergi, rétt tímasetn- ing er grundvallaratriði en mestu skipta þó eldsnögg viðbrögð þegar þörf krefur. Andstæðingar Bush árið 1988 sögðu að repúblikanar hefðu unnið kosningarnar með því að beita rógi og hvers kyns dylgjum gegn Mic- hael Dukakis. Ekki fer milli mála að barátta repúblikana var svæsn- ari en oftast áður, lögð var áhersla á að sverta andstæðinginn en ein- hvern veginn tókst sjálfum liðs- stjóranum, Baker, að sleppa með mannorðið nokkurn veginn óskaddað. Nánustu samstarfs- mönnum hans, þeim Lee Atwater, sem nú er látinn, og Roger Ailes, var fremur kennt um óhroðann. Ailes hefur að þessu sinni verið fjarri góðu gamni og borið við skipulagsleysi í herbúðum forset- að ungir menn úr fátækrahverfum stórborganna verði sendir til að beijast og falla fyrir skæruliðum Serba í Bosníu, svo að reynt sé að ímynda sér hvernig kosningavél Bush muni orða hlutina. Baker og hans menn munu benda á feril demókrata í skatta- málum. Þótt Clinton hafí reynt að þvo bruðlstimpilinn af flokknum er auðvelt að rify'a upp hveijir hafi yfírleitt verið málsvarar aukinnar skattlagningar undanfarin ár. Bush varð reyndar að svíkja frægt loforð um engar skattahækkanir. En forysta repúblikana treystir því að almenningur, sem í Bandaríkj- unum er millistéttin, telji á endan- um að Bush sé í þessum efnum sá skárri af tveim vondum kostum. Margir vonsviknir repúblikanar segja hreint út að ferill Bush und- anfarin fjögur ár sé ekki þannig að hann eigi í raun skilið að sigra. Þar að auki virðist forsetanum fyrirmunað að setja fram skýra áætlun um það hvert beri að stefna næstu fjögur ár. Blaðagreinar um Bush eru oftast í anda minningar- greina en hafa ber í huga að blaða- menn eru yfirleitt hlynntari dem- ókrötum. Bush hefur á undanförn- um mánuðum elst svo mjög í útliti að árin 68, sem hann hefur á bak- inu, eru öllum ljós, hann virkar þreyttur og ráðþrota. Baker á því erfitt starf fyrir höndum, hann þarf bæði að telja kjósendum hug- hvarf og beijast við háværa fjöl- miðla. Það sem getur orðið honum til bjargar er ótti millistéttarinnar við skattaáþján og breytingar, einnig andstaða fjölmargra kjós- enda við ýmsa róttæka þrýstihópa í demókrataflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.