Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías lohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Tengsl Alþýðu-
bandalags við
Moskvu
Ekki er nema rúm vika liðin frá
því, að Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins
efndi til blaðamannafundar til þess
að skýra þjóðinni frá því, að könnun
á fundargerðarbókum flokksins hefði
leitt í ljós, að engiri sarnskipti hefðu
verið við kommúnistaflokka í Sovét-
ríkjunum og öðrum Varsjárbanda-
lagsríkjum, sem stóðu að innrásinni
í Tékkóslóvakíu eftir að Alþýðu-
bandalagið var gert að formlegum
stjórnmálaflokki haustið 1968. I
Morgunblaðinu í gær birtist frétt,
sem sýnir svo ekki verður um villzt,
að fundargerðarbækur flokksins
segja enga sögu um þetta mál eins
og raunar var bent á í forystugrein
Morgunblaðsins fyrir viku.
Arnór Hannibalsson, prófessor,
hefur að undanfömu dvalizt í Moskvu
við könnun á gögnum um samskipti
kommúnista á Islandi við sovézka
kommúnistaflokkinn. Hann skýrði
frá því hér í blaðinu í gær, að sam-
kvæmt þessum gögnum hefði fulltrúi
miðstjórnar Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna fengið fullvissu fyrir því
í samtölum við þrjá þáverandi for-
ystumenn Alþýðubandalagsins árið
1970, þá Lúðvik Jósepsson, Magnús
Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson,
að stefnuskrá Alþýðubandalagsins
yrði sósíalísk og marxísk. Er þessa
fundar getið í fundargerðarbókum
Alþýðubandalagsins?!
Þá kemur fram í þeim gögnum,
sem Arnór Hannibalsson hefur kann-
að, að miðstjórn sovézka kommún-
istaflokksins samþykkti á árinu 1970
að koma á óopinberu sambandi við
Alþýðubandalagið og að sendiherra
Sovétríkjanna á íslandi hafi fengið
fyrirmæli um, hvemig hann ætti að
haga þeim samskiptum. Ennfremur
kemur fram, að miðstjórn sovézka
kommúnistaflokksins hafí samþykkt
á árinu 1974 að senda þrjá sendi-
menn til íslands til þess að eiga
óformlegar samningaviðræður við
forystu Alþýðubandalagsins í þeim
tilgangi að endurvekja samskipti
flokkanna.
Þessar upplýsingar sýna með ótví-
ræðum hætti, að eftir að Alþýðu-
bandalagið var gert að formlegum
stjómmálaflokki 1968 voru sam-
skipti á milli forystumanna þess
flokks og sovézka kommúnista-
flokksins. Að þau hafi verið við þá
þijá einstaklinga, sem nafngreindir
eru, kemur ekki á óvart enda benti
Morgunblaðið á það í forystugrein
sl. sunnudag, að ráðherradómur
Magnúsar Kjartanssonar og Lúðvíks
Jósepssonar 1971-1974 væri til
marks um bein tengsl Alþýðubanda-
lagsins við forvera þess, Sósíalista-
flokkinn og Kommúnistaflokk _ ís-
lands. Það er tímabært fyrir Ólaf
Ragnar Grímsson að kanna fleira en
fundargerðarbækur Alþýðubanda-
lagsins! Menn bíða spenntir eftir
næsta blaðamannafundi formanns
Alþýðubandalagsins um málið. Hann
fer kannski bráðum að átta sig á því
í hvaða flokki hann er!!
í FRAM-
• haldi af því
sem hér hefur verið
sagt er ekki úr vegi
að minnast á ritdóm
sem GabrieUosipovici
hefur skrifað í TLS
um bandarísku skáldsöguna The
Runaway Soul eftir Harold Brod-
key. Hann skrifaði sögur sem vöktu
mikla athygli fyrir mörgum árum,
en hefur nú loks sent meistaraverk-
ið frá sér eftir langa þögn. Áður
var talað um hann einsog búast
•mætti við nýjum Joyce og svo birt-
ist verkið mikla að lokum, 835 blað-
síður og metnaðarfullt að sama
skapi.
En nú sprakk blaðran. Hið of-
metna skáld er sagt vera í sömu
klæðum og keísarinn í ævintýri
Andersens. Ég þekki aðvísu ekki
söguna, en þessi athugasemd
Josipoviois og margra fleiri á svo
sannarlega erindi við okkur einsog
við látum og búum til uppákomur
í tengslum við þóknanlega „snill-
inga“ sem kunna á formúlur mark-
aðarins einsog viðhlæjendur þeirra:
„Sannleikurinn er sá, að metnað-
ur í listum, sem er að sínu leyti
ekkert minni en í stjórnmálum eða
íþróttum, virðist ekki falla undir
neitt utanaðkomandi eða almennt
mat. Þegar allt kemur til alls virð-
ist metnaður listamannsins felast í
því að vera sjálfum sér samkvæmur
og ávinna sér virðingu þeirra, sem
hann metur mest — látinna manna
jafnt sem lifandi. Þessi þrá virðist
haldast í hendur við góða greiningu
á eigin getu og djúpan skilning á
því hvað bezt er í listum eða bók-
menntum líðandi stundar. Hluti af
því, sem við m'etum mest hjá Borg-
es, Sciascia og Muriel Spark, er til-
finning þeirra fyrir eigin takmörk-
unum. Því má þó ekki gleyma, að
í listum eru engar leiðir iokaðar.
Spretthlauparinn lætur sig ekki
dreyma um maraþon en hvern
skyldi hafa órað fyrir því með fyrri
verk hans í huga, að Perec ætti
eftir að skrifa La V7e mode
d’emploi? Samt óx verkið með hon-
um og varð til vegna innri nauðsynj-
ar, hæfileika, mikillar vinnu og
hejjpni.
Áður fyrr reyndu ríkisstjórnir og
þeir, sem tóku rithöfundana upp á
arma sína, að ráða yfir þeim. Nú
eru það peningarnir, sem hafa tek-
ið þetta að sér, og vonin um skyndi-
lega frægð. Miklir
listamenn standast
þessa ásókir með
sama hætti og fyrr en
þeir, sem smáir eru í
sniðum, falla fyrir
henni eins og þeir
hafa alltaf gert. The Runaway Soul
virðist hafa orðið það, sem hún er,
fyrir einhveija blöndu af óspenn-
andi naflaskoðun, lönguninni til að
skrifa „Stóru, amerísku skáldsög-
una“ og þörf útgefenda og fjöl-
miðla fyrir einmitt þess háttar verk.
Það er ekki uppskriftin að góðri
list.“
Þá vita menn það, þótt ég geri
ekki ráð fyrir að hasarnum linni
meðan sjálfsfullnægingarþörfm yf-
irgnæfir þroskahvötina.
Það er að vísu gott að kunna að
fóta sig og mæta þeirri gerninga-
hríð sem töframenn markaðarins
og frægðarstreðsins magna sífelld-
lega, einkum í fjölmiðlum. En það
er ekki sama hvernig menn veijast
þessari ásókn.
Það er stundum nauðsynlegt að
kunna að grafa sig í fönn. Það er
ekkisízt mikilvægt fyrir listamenn
sem taka verk sín alvarlega og líta
ekki á þau einsog hveija aðra uppá-
komu. Eða útsölu.
HJÖRTUR KRIST-
•mundsson skólastjóri var
bróðir Steins Steinars. Það kom
fyrir ég hitti þá bræður saman, það
var eftirminnilegt. Eitt sinn hlust-
aði ég á þá heima í Fossvogi rífast
hastarlega um sauðfjárrækt. Mér
varð raunar svo mikið um að ég
hef löngu gleymt því hvaða skoðun
þeir höfðu á þessu viðkvæma máli,
ég veit það eitt að þeir voru ósam-
mála og Steinn sagði Hjörtur hefði
ekki hundsvit á sauðfjárrækt. Sjálf-
ur talaði hann um þessa búgrein
af allmiklum myndugleika.
Hjörtur mat Stein bróður sinn
mikils og ég naut góðs af því. Ein-
hveiju sinni þégar við Hjörtur vor-
um að rabba saman löngu eftir að
Steinn var allur og samtalið fór á
víð og dreif hafði ég orð á því ég
héldi að hans kynslóð væri þrosk-
aðri en mín. Það er vegna þess hún
er eldri, sagði hann. En þín kynslóð
hefur tekið út þroska sinn miklu
fyrr en mín. Þið talið einsog sá sem
valdið hefur í hverri grein.
Ég sagði, Ætli það sé þroski,
ætli það séu ekki heldur áhrif frá
umhverfinu þegar maður var ungur
og vissi allt.
Nei, sagði hann með áherzlu,
þetta er staðreynd. Ungt fólk nú
tekur miklu fyrr út þroska en feður
þess og mæður.
Ég var í nokkrum vafa en þá
bætti Hjörtur við með áherzlu, Og
þetta er ekki slæmur þroski, heldur
góður.
Ég ætlaði að fara að malda í
móinn en þá greip hann enn fram
í og sagði dapur, Það er leiðinlegt
að hafa aldrei komizt til neins
þroska, þótt maður hafi haft þó-
nokkurt vit.
EITT AF HLUTVERKUM
• skólanna ætti að vera að
kenna nemendum að grafa sig í
fönn, sagði Hjörtur. Skaflarnir eru
margir á lífsleiðinni. Þess vegna
eigum við ekki áð lengja skólaárið
heldur á íslenzk æska að halda
áfram að kynnast fóikinu í landinu
og atvinnuháttum til sjávar og
sveita. Það eru ekki einungis for-
réttindi, heldur mikilvæg forrétt-
indi. Bæði fyrir æskuna og þjóðina.
Það er gott að kunna að grafa sig
í fönn þegar verstu byljir múg-
mennskunnar ganga yfir, og bíða
þess að hríðinni sloti. Við erum nú
í slíkri manndrápshríð miðri. Og svo
hafa eyðni og eiturlyf bætzt við.
MENN TALA STUNDUM
•um að þessi eða hinn sé
mestur, jafnvel þegar þeir eru að
bera saman listamenn, gjörólíka(!)
Slíkur samanburður er fánýtur.
Einn listamaður getur átt betur við
en annar í vissum tilfellum, það er
allt og sumt. Þannig minnir Jack
Kerouac á Rimbaud, þegar hann
talar um mikið skáld í hugmynda-
ríkri ferðaskáldsögu sinni On the
Road; ekki Baudelaire. Nöfn skáld-
anna koma okkur ekki í hug eftir
kerfi sem einhveijir alvitringar
tölvusetja. Rimbaud á einfaldlega
betur við það hráslagalega og
spennandi ævintýri sem Kerouac
er að lýsa í ferðasögu sinni en Baud-
elaire eða önnur ljóðskáld. Þar
minnir ýmislegt á það umhverfi sem
ljóð Rimbauds eru sprottin úr og
svipaða eftirsókn eftir fullnægingu
sem fyllir þó ekkert tóm.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 15. ágúst
NÝJARTÖLUR UMAT-
vinnuleysi á þessu
sumri valda miklum
áhyggjum. Þegar at-
vinnuástand er svo
erfítt sem raun ber
vitni að sumri til má
búast við, að harðni á
dalnum þegar kemur fram á haust og
vetur og mjög dregur úr verklegum fram-
kvæihdum. Gengið er út frá því sem vísu,
að umsvif verktaka- og byggingafyrir-
tækja minnki verulega þegar kemur fram
á haustið og tölur, sem birtar voru í við-
skiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag
sýna samdrátt í ýmsum greinum verzlun-
ar og þjónustu. Sérfræðingar spá meira
atvinnuleysi á næsta ári.
Margt bendir til, að viðvarandi atvinnu-
leysi geti orðið hér á næstu misserum en
slíkt hefur ekki gerzt í u.þ.b. aldarfjórð-
ung. Viðvarandi atvinnuleysi skapar veru-
legan óróa í þjóðfélaginu og margvísleg
átök. Þetta er sama þróun og orðið hefur
í öðrum löndum, þótt hún hafi orðið mun
seinna hér. Á móti kemur minnsta verð-
bólga í áratugi, sem leitt hefur til stöðug-
leika í efnahagsmálum, sem almenningur
vill áreiðanlega halda í svo lengi sem kost-
ur er. Slíkt gerist ekki átakalaust eins og
dæmin sanna bæði hérlendis og erlendis.
Nú þegar má sjá merki þess, að vax-
andi atvinnuleysi á eftir að leiða til harðra
átaka á vettvangi stjórnmálanna. Tíminn
birtir í dag, laugardag, mjög harðorða
ályktun þingflokks og landsstjórnar Fram-
sóknarflokksins, sem haldinn var á Egils-
stöðum í gær, föstudag, þar sem segir
m.a.: „Meiri átök eru nú framundan í ís-
lenzkum stjórnmálum en verið hefur um
langan tíma. Þau stafa af þeirri samdrátt-
ar- og gjaldþrotastefnu, sem ríkisstjórn
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks rekur.
Þessi stefna hefur nú þegar leitt til stöðn-
unar, samdráttar og gjaldþrota margra
fyrirtækja. Almennt atvinnuleysi er ört
vaxandi í fyrsta sinn í marga áratugi,
með þeim alvarlegu afleiðingum, sem það
hefur í för með sér.“
Þing Alþýðusambands íslands kemur
saman í fyrsta sinn í fjögur ár nú í haust.
Ef svo fer fram sem horfir í atvinnumálum
verður atvinnuleysið stærsta málefni þess
þings og í kjölfar þess má búast við, að
verkalýðshreyfingin leiti leiða til þess að
láta að sér kveða svo um munar. Ekki
er nema rúmlega hálft ár þar til kjara-
samningar renna út. Þeir samningar verða
mun erfíðari viðureignar en þeir síðustu
m.a. vegna þess, að bæði í febrúar 1990
og nú í vor voru miklar kröfur gerðar til
þolinmæði launþega.
í kjarasamningunum sl. vor var sett á
stofn atvinnumálanefnd á vegum ríkis-
stjórnar og aðila vinnumarkaðar. Sú nefnd
hefur engum tillögum skilað enn sem
komið er, en ef marka má orð Ólafs Dav-
íðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðu-
neytinu, í Morgunblaðinu í dag, laugar-
dag, en hann.er formaður nefndarinnar,
má gera ráð fyrir, að ráðgjöf hennar verði
almenns eðlis.
Fyrir aldarfjórðungi þótti sjálfsagt, áð
ríkisvaldið hefði bein afskipti af atvinnu-
málum, þegar atvinnuleysi sótti að og
þáverandi Viðreisnarstjórn tók til hendi
með margvíslegum hætti. Þetta þykir ekki
jafn sjálfsagt nú. Á síðustu árum eða ára-
tug hefur sú skoðun orðið almenn, að ríkis-
valdið eigi lítil afskipti að hafa af atvinnu-
málum og markaðurinn eigi að ráða ferð-
inni. Afskipti ríkisvalds geri jafnvel illt
verra og leiði ekki til frambúðarlausnar
heldur skyndilausna, sem engan vanda
leysi, þegar til lengri tíma er litið. Þessi
viðhorf eru mjög almennt ríkjandi nú um
stundir innan beggja stjórnarflokkanna.
Afskipti op-
inberra að-
ila af at-
vinnumálum
EITT AF HELZTU
markmiðum núver-
andi ríkisstjórnar
er að draga úr þátt-
töku opinberra að-
ila í atvinnumálum.
í samræmi við það
markmið hefur rík-
isstjórnin hafízt handa um svonefnda
einkavæðingu, þ.e. að selja atvinnufyrir-
tæki í eigu ríkisins eða hlut ríkisins í ein-
stökum fyrirtækjum. Um þessa stefnu er
nokkuð almenn samstaða og verulegt fylgi
í landinu eins og ný skoðanakönnun Hag-
vangs sýnir. Opinber rekstur atvinnufyrir-
tækja hefur reynzt illa og það er líka al-
menn skoðun meðal fólks, að einkafyrir-
tæki séu betur rekin, eins og könnunin
sýnir einnig.
Afskipti ríkisvaldsins hafa ekki einung-
is verið með þeim hætti, að opinberir aðil-
ar hafi rekið fyrirtæki í eigu ríkisins eða
að ríkið hafi átt hlut í fyrirtækjum. Stjórn-
málamenn hafa beitt áhrifum sínum til
þess að dæla peningum í nýjar atvinnu-
greinar með hörmulegum afleiðingum eins
og loðdýrarækt og fiskeldi eru skýr dæmi
um. Síðasta ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar ætlaði að koma atvinnulífinu
til bjargar með því að beina aðstoð ríkis-
valdsins í gegnum sjóði eins og Atvinnu-
tryggingasjóð og Hlutafjársjóð. Sú aðferð
hefur heldur ekki gengið upp eins og staða
fyrirtækjanna nú sýnir.
Beinir peningastyrkir til atvinnufyrir-
tækja hafa ekki tíðkazt árum eða áratug-
um saman og mörgum kemur vafalaust á
óvart, að núverandi ríkisstjórn hefur orðið
sú fyrsta í langan tíma til þess að orða
slíkar peningagreiðslur, þótt síðustu frétt-
ir bendi til, að sá stuðningur eigi ekkert
síður að vera í formi eftirgjafar ávöxtum
í einstökum lánasjóðum en beinum pen-
ingagreiðslum. Það er hins vegar ekki
alveg út í hött, þegar Ingibjörg Pálmadótt-
ir, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr,
hvort slíkar greiðslur flokkist ekki undir
sértækar aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur
lýst sig mótfallna.
Á sama tíma og ríkisstjórnin vinnur að
því að draga úr afskiptum hins opinbera
í atvinnulífinu og menn standa frammi
fyrir gjaldþroti sjóðaleiðar Steingríms
Hermannssonar og ríkisstjórnar hans,
verður hins vegar ekki horft fram hjá
því, að opínber afskiþti og opinber þátt-
taka í atvinnulífi eru að aukast á öðrum
vettvangi, eins og glögglega kemur fram
í grein í þessu tölublaði Morgunblaðsins.
Þar er um að ræða beina eða óbeina þátt-
töku sveitarstjórna víðs vegar um landið
í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hér er
ýmist um að ræða, að sveitarfélögin ganga
í ábyrgðir fyrir fyrirtækin eða leggja þeim
beinlínis til hlutafé og verða þar með stór-
ir eignaraðilar að þeim. Það er því ekki
fráleitt að tala um, að bæjarútgerðir séu
að skjóta upp kollinum á nýjan leik á tím-
um einkavæðingar. Það er hins vegar al-
veg ljóst, að það er ekki markviss stefna
sveitarfélaganna að verða þátttakendur í
atvinnulífínu heldur telja þau sig ekki eiga
annarra kosta völ til þess að tryggja at-
vinnu í viðkomandi byggðarlagi.
Á meðan ríkisstjórnin berst fyrir einka-
væðingu og sveitarfélögin telja sig knúin
til að fara í þveröfuga átt eru umræður
um atvinnumál í sjálfheldu. Andstaðan
við kvótakerfið er orðin svo mögnuð, að
jafnvel talsmenn þess eru byijaðir að ljá
máls á einhveijum breytingum. Umræður
um beina peningastyrki til útgerðar hafa
vakið upp raddir um að nú eigi að af-
henda kvótahöfunum meira fé. Sjálfheldan
í umræðum um fískveiðistefnuna er aug-
ljós. Hvorki gengur né rekur í störfum
þeirrar nefndar, sem ríkisstjórnin skipaði
til að endurskoða fiskveiðistefnuna.
Raddir eru uppi um nauðsyn gengisfell-
ingar en andstaða við gengisfellingu er
gífurleg enda mundi hún kollvarpa þeim
árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum
og baráttunni við verðbólguna. Aðgerðir
til endurskipulagningar og hagræðingar í
sjávarútvegi virðast ekki ná lengra en til
sameiningar fyrirtækja og margir spyija
hvaða gagn sé af slíkri sameiningu, ef
um sé að ræða sameiningu illa staddra
fyrirtækja og ekkert nýtt komi til.
ÞEGAR SJÁLF-
heldan í umræðum
um atvinnumál er
svo augljós er
gagnlegt að líta til
umræðna í öðrum
löndum og sjá hvað
þar er að gerast en
eins og Morgun-
blaðið hefur margsinnis bent á, er við
svipuð vandamál að stríða beggja vegna
Atlantshafsins og hér og þess vegna má
kannski eitthvað af slíkum umræðum
læra.
í nýju tölublaði tímaritsins Harvard
Business Review er birt grein eftir mann
að nafni Kevin P. Philips, sem hefur skrif-
að ýmsar bækur um atvinnu- og þjóðfé-
lagsmál í Bandaríkjunum. I grein þessari
fjallar höfundurinn um þær umræður, sem
fram hafa farið þar síðasta áratuginn
þess efnis, hvort yfirleitt ætti að vera til
staðar einhver opinber atvinnumálastefna.
Slíkar umræður hafa farið fram vestan
hafs m.a. vegna þess, að í Japan hefur
verið svo náið samstarf opinberra aðila
og einkafyrirtækja um atvinnumálastefnu,
að sumir hafa fullyrt, að hinni japönsku
iðnaðaruppbyggingu og markaðssókn er-
lendis hafi verið stýrt úr ráðuneytum þar
í landi. Þá hafa menn einnig veitt eftir-
tekt sterkri stöðu þýzks atvinnulífs á und-
anförnum áratugum en þar hefur verið
um að ræða náið samstarf stjórnvalda,
banka og fyrirtækja í atvinnumálum. Loks
hefur athyglin einnig beinzt að Frakk-
landi seinni árin en á Vesturlöndum hefur
því verið veitt eftirtekt seint og um síðir,
að franska efnahagsundrið __ er kannski
ekkert minna en það þýzka. í Frakklandi
hefur verið um að ræða mjög náið sam-
starf stjórnvalda og einstakra fyrirtækja
í atvinnumálum og raunar fullyrt, að heild-
arstefna um uppbyggingu einstakra iðn-
greina hafi verið mörkuð í nánu sam-
starfi stjórnenda fyrirtækjanna og
franskra embættismanna.
Deilur um þessi málefni komu upp í
brezka íhaldsflokknum á síðasta áratug
og voru m.a. undirrót að þeirri spennu,
sem ríkti á milli Margrétar Thatcher og
Michael Hezeltine, en framboð hans gegn
henni leiddi að lokum til falls Thatcher.
Hezeltine hefur verið boðberi opinberrar
atvinnumálastefnu í einhverri mynd en
Thatcher trúði á markaðinn.
í fyrrnefndri grein í Harvard Business
Review minnir höfundur á umræður í
Bandaríkjunum á síðasta áratug um kosti
og galla opinberrar atvinnumálastefnu.
Talsmenn slíkrar stefnu hafí mælt með
því, að opinberir aðilar legðu hinar stóru
línur til þess að auka samkeppnishæfni
bandarísks atvinnulífs en gagnrýnendur
hafi haldið því fram, að einungis markað-
urinn sjálfur gæti verið grundvöllur að
ákvörðunum opinberra aðila um efnahags-
mál. Höfundur heldur því fram, að í upp-
hafi þessa áratugar hafi smátt og smátt
byrjað að mótast málamiðlun á milli þess-
ara tveggja ólíku sjónarmiða. Báðir stóru
stjómmálaflokkamir vestan hafs leggi nú
minni áherzlu á, að markaðurinn einn eigi
að ráða ferðinni og fáir dragi í efa rétt-
mæti þess, að af opinberri hálfu verði lagð-
ar línur eða einhvers konar rammi settur
utan um starfsemi atvinnulífsins.
Athyglisverð eru þau viðhorf höfundar,
að ýmis tízkufyrirbrigði síðasta áratugar
hafí ekki reynzt sem skyldi. Hann heldur
því fram, að aukið frelsi á fjármálamark-
aði, í rekstri kapalkerfa og í flugi hafi
leitt til brasks, misbeitingar í verðlagningu
og minna öryggis. Þá hafi trú manna á,
að vestræn þjóðfélög væru komin svo
langt á þróunarbrautinni, að þjónusta
mundi taka við af framleiðslu beðið hnekki
og nú sé til staðar sannfæring um, að
öflugur framleiðsluiðnaður sé forsenda
velmegunar, útflutningsstarfsemi og há-
launastarfa.
Það er svo sem ekkert nýtt að viðtekn-
ar skoðanir séu teknar til endurmats í ljósi
fenginnar reynslu. En spurning er, hvort
við Islendingar, sem erum þrátt fyrir allt
svo einangraðir, að það tekur hugmynda-
strauma nokkur ár að berast hingað til
lands, höfum einhveija tilburði til að beita
aðferðum síðasta áratugar til lausnar á
vandamálum þessa áratugar.
Reynsla okkar af opinberum rekstri í
nánast hvaða mynd sem er verður að telj-
ast slæm. Við sitjum uppi með stórkost-
lega skuldabyrði vegna rangra ákvarðana,
sem teknar hafa verið um fjárveitingar,
hvort sem er í Kröfluvirkjun, loðdýra-
rækt, fískeldi, ullariðnaði og útflutningi,
svo að dæmi séu nefnd. Sjóðaaðferðin,
þ.e. fjárveitingar til atvinnulífs í gegnum
Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð,
var ekkert annað en sjálfsblekking.
Hvað er þá eftir? Hvaða aðferðum eig-
um við að beita til þess að ná okkur á
strik og bijótast út úr þeirri sjálfheldu
kreppu og samdráttar, sem við höfum
verið í sl. íjögur ár? Markaðsöflin eiga
að ráða ferðinni segja sumir og það er
áreiðanlega rétt að vissu marki. Markað-
urinn hefur skilað stórkostlegum árangri
í lækkun matvöruverðs, svo að dæmi séu
nefnd. En á öðrum sviðum og alltof mörg-
um er nánast enginn markaður á íslandi.
Fyrr var að því vikið, að þýzkt atvinnu-
líf hefði verið byggt upp með náinni sam-
. vinnu atvinnufyrirtækja, banka og stjóm-
valda. Hér á landi eru bankar og aðrar
fjármálastofnanir mjög veigamikill aðili
að atvinnulífínu, þótt ekki sé um að ræða
beina eignaraðild að atvinnufyrirtækjum
eins og í Þýzkalandi nema í undantekning-
artilvikum. í bönkum og öðrum lánastofn-
unum hefur byggzt upp mikil þekking á
atvinnulífínu. Af hálfu bankanna hér er
nú veitt ráðgjöf um rekstur í stórauknum
mæli. í raun og veru er fráleitt að tala
um einhver umtalsverð átök í atvinnulífi
Morgunblaðið/Kristinn
hér án þess að bankar og aðrar fjármála-
stofnanir komi þar við sögu.
Myndin, sem við blasir er sú, að tals-
menn atvinnulífsins og þá sérstaklega
sjávarútvegsins standa í eilífu þrasi við
stjórnvöld og einstaka ráðherra. Það á
ekkert frekar við um þessa ríkisstjórn en
fyrri ríkisstjórnir. Ráðherrar standa í stöð-
ugu þrasi sín í milli. Stundum mætti ætla,
að ekki væri um að ræða eina ríkisstjórn
heldur tíu vegna þess, að hver fagráð-
herra berst svo hart fyrir hagsmunum
síns ráðuneytis að því er virðist án þess
að hafa heildaryfirsýn. Bankarnir beijast
fyrir sínum hagsmunum, hækka þjónustu-
gjöld og auka vaxtamun, ef rekstrarstaðan
krefst þess.
íslenzkt þjóðfélag er hins vegar svo lít-
ið, að það er ekki við góðu að búast, ef
þeir aðilar, sem ættu að starfa saman,
stefna hver í sína átt eða hugsa fyrst og
fremst um þrönga eiginhagsmuni. Stór-
aukið samstarf þeirra þriggja aðila, sem
mestu skipta í atvinnulífi okkar, þ.e. at-
vinnufyrirtækjanna sjálfra, banka og ann-
arra lánastofnana og stjórnvalda, bæði
ríkis og sveitarfélaga, hlýtur að vera ein
af forsendum þess, að okkur takist að
bijótast út úr þessum vítahring. Almenn
stefnumörkun, sem þessir þrír aðilar koma
að, leggur hinar stóru línur, náið sam-
starf banka og einstakra fyrirtækja trygg-
ir framkvæmd þeirrar stefnumörkunar.
í stórum dráttum eru þetta þær aðferð-
ir, sem notaðar hafa verið með mismun-
andi tilbrigðum í Þýzkalandi, Frakklandi
og Japan. Hugmyndaheimur okkur íslend-
inga hefur hins vegar verið tengdari hinum
engilsaxneska m.a. vegna málakunnáttu
okkar. En staðreyndin er sú, að banda-
rískt og brezkt atvinnulíf hefur átt undir
högg að sækja á undanförnum árum og
áratugum á sama tíma og uppgangur
hefur verið í hinum löndunum þremur.
Bandaríkjamenn og að nokkru leyti Bretar
horfa til reynslu þessara þjóða. Er ekki
kominn tími til að við gerum það líka?
Umræður
um atvinnu-
málastefnu í
öðrum lönd-
um
A
„Islenzkt þjóðfé-
lag er hins vegar
svo lítið, að það
er ekki við góðu
aðbúast, ef þeir
aðilar, sem ættu
að starfa saman,
stefna hver í sína
átt eða hugsa
fyrst og fremst
um þrönga eigin-
hagsmuni. Stór-
aukið samstarf
þeirra þriggja að-
ila, sem mestu
skipta í atvinnu-
lífi okkar, þ.e. at-
vinnufyrirtækj-
anna sjálfra,
banka og annarra
lánastofnana og
stjórnvalda, bæði
ríkis og sveitarfé-
laga, hlýtur að
vera ein af for-
sendum þess, að
okkur takist að
brjótast út úr
þessum vítahring.
Almenn stefnu-
mörkun, sem
þessir þrír aðilar
koma að, leggur
hinar stóru línur,
náið samstarf
banka og ein-
stakra fyrirtækja
tryggirfram-
kvæmd þeirrar
stefnumörkun-
ar.“
/