Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 15 þegar veiðileyfín lækka í verði. Þá er laxinn búinn að sjá allar þessar algengustu flugur. Ég byija gjarnan á því að líta í veiðibókina til að sjá á hvað menn hafa verið að veiða til að nota ekki það sama. Mér finnst betra að reyna eitthvað nýtt og það hefur oft gefið góða raun. Ég trúi því að laxar hafi misjafnan smekk. Hugsum okkur hyl með 100 löxum sem aldrei hefur verið kastað á. Þú byijar á að kasta Blue Charm og ákveðinn hluti laxanna tekur hana. Svo kastar þú Frances og aðrir taka. Þegar það er búið verður að reyna eitthvað nýtt. Ég á mikið af laxa- flugum en tegundunum sem ég nota hefur fækkað með árunum. Reyndar set ég aldrei á Blue Charm eða Frances, það er einhver sérviska í mér.“ Þegar viðvaningar veiða Fjölbreytnin skiptir máli við lax- veiðar bæði hvað varðar gerð og stærð agnsins. Þá hefur handbragð- ið sitt að segja og ekki víst að þjálf- un og fæmi hins þrautreynda gefí alltaf bestan árangur. „Þegar við, sem þykjumst vera séní, fáum ekk- ert koma viðvaningarnir og veiða,“ segir Kolbeinn. „Það er ekki óal- gengt, þegar karlamir hafa ekki fengið neitt, að þeir leyfí konunni og krökkunum að taka í stöngina og þau fái fisk! Fyrir mörgum ámm var ég að veiða í Elliðaánum. Þá kom veiðimaður og ætlaði að létta á sér á bak við bílinn minn. Hann lét dóttur sína, á að giska 14 ára, halda í stöngina á meðan. Maðurinn var ekki fýrr kominn í hvarf við bílinn en stelpan setti í lax. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að hjálpa henni með fískinn. Hann steingleymdi erindinu og þau lönd- uðu laxinum. Seinna um morguninn vom þau að veiða í Hólsstreng og þar gerðist svipað. Hann þurfti eitt- hvað að laga hjá sér og stúlkan setti í lax á meðan. Við hittumst í veiðihúsinu um miðjan dag og dótt- irin spurði hvað ég hefði fengið marga. „Ég fékk þrjá“, svaraði ég. „Sama og ég“, sagði stelpan, „en pabbi fékk ekki neinn!“ Annars held ég að menn séu misjafnlega físknir og svo em menn misiðnir við kol- ann.“ - Hvernig stendur á því að það er alltaf „sá stóri“ sem menn missa? „Það er ósköp eðlilegt, þeir eru miklu sterkari, erfíðari og klókari. Laxarnir eru misjafnir eins og mannfólkið, Sumir gefast ekki upp, þeir halda áfram alveg endalaust. Aðrir láta strax undan og guggna. Þú getur fengið tvo jafnstóra og það tekur þig 10 mínútur að landa öðr- um en ert klukkutíma með hinn. Veiðifélagi minn var einu sinni í rúma tvo tíma með 23 punda lax. Ég sagði alltaf að menn væm svona lengi af því að þeir þyrðu ekki að taka á fiskunum. En þessi maður er þrælvanur og hann var að allan tímann með stöngina í keng. Fisk- urinn vildi bara ekki gefast upp og var búinn að þreyta veiðimanninn svo að hann var nær uppgefínn. Það er merkilegt að maður man físka misvel. Stefán Jónsson fréttamaður vakti athygli mína á þessu. Ég var að koma úr góðum túr í Laxá í Leirársveit og hann spurði: „Hvað manstu eftir mörgum?" Þá var það einn sem skar sig úr. Það er oft þannig að einhver einn hefur meiri karakter en hinir.“ Þroskabraut veiðimannsins Kolbeinn heldur mest upp á Grímsá af íslenskum laxveiðiám og telur hana af Guði gerða fyrir flugu- veiði. Aflasældin skiptir ekki meg- inmáli fyrir fluguveiðimanninn, kasttæknin er mikil íþrótt og í henni verða menn aldrei fullnuma. „Þegar ég byrjaði fyrir 50 árum veiddi ég á hvað sem var. Þannig byija flestir. Flot og fluga, sökka og. maðkur, spúnn. Þegar menn þroskast fara þeir út í fluguveiði. Ég sneri mér alfarið að henni fyrir 40 árum og hef ekki beitt öðru síð- an. Það er mjög skemmtilegt að kasta og maður getur alltaf bætt sig. Málið er að láta vindinn hafa sem minnst áhrif á fluguna. Næsta skref á þroskabrautinni er að létta tækin; nota léttari línu og samsvar- andi stöng. Ég er með fisléttar græj- ur, númer 3 í silung og 6 - 8 í lax- inn. Þetta er beint framhald af taugakerfinu." - Nú mæla margir veiðigetuna eftir stærð stanga og sverleika línu. Er ekki vandasamt að veiða á svo veikburða tæki? „Það er ekki eins erfitt og menn halda. Ég mæli með því að menn byiji með 9 feta stöng og línu 8. Þetta má nota jafnt í lax og silung. Menn eiga að kaupa sér vandaða stöng strax í upphafí. Það er mikill misskilningur að kaupa of billeg tæki, þá er ekki hálft gaman af þessu. Þetta er líkt og með bíla. Það er ekki hvetjandi til aksturs að setj- ast upp í einhveija ódýra druslu miðað við að aka vel stilltum glæsi- vagni!“ I veiðiskap skiptir miklu að eiga góða veiðifélaga og oft sækjast menn ekki síður eftir félagsskapn- um en veiðinni. Kolbeinn er einn af stofnendum Veiðifélagsins Ár- manna og á þar góða félaga á svip- aðri línu - flugulínu. Líta fluguveiði- menn ekki niður á þá sem beita„G- arden Brown“ (ánamöðkum) eða nota flot og flugu? „Það er bölvuð þvæla að líta niður á þá. Svona veiddi maður sjálfur! Þetta eru bara menn sem eiga eftir að þroskast. Sumir veiða á það sem þeir halda að gefí flesta fiska hveiju sinni og nota maðk og flugu jöfnum höndum. Ég hef aftur mjög gaman af því að ná í einn við erfíð skilyrði." Ekki lífsbjargarviðleitni - Veiðin mótast þá fremur af íþróttinni en lífsbjargarviðleitni? „Þetta er ekki lífsbjörg hjá nein- um núna. Meðan hátt verð var á laxinum og. veiðileyfín ódýr var keppikefli hjá sumum að veiða upp í kostnað. Það er útilokað í dag.“ Kolbeinn telur verðið á veiðileyfum komið fram úr öllu hófi og telur umfjöllun um veiðar bera mikinn keim af sölumennsku. „Ég brosi að dagblöðunum, þessar greinar um veiði eru alveg hreint hlægilegar. Um daginn segir hér úm eina á að þriggja daga holl hafi verið hvað eftir annað að taka 100 laxa, en úr sömu á eru ekki komnir nema 800 laxar á land. Hvað fengu þá hinir? Þessar upplýsingar, sem eru meiri og minni ýkjur, eru komnar úr veiðihúsunum. Sölumennskan er orðin svo stór þáttur í þessu.“ - Er ekki stangveiðin bæði frek á tíma og peninga? „Ég var kennari í mörg ár og það er þrennt gott við kennarastarfið: Júní, júlí og ágúst. En það er ekki nema fyrir sterkríka menn að vera kennarar! Laxveiðileyfín eru dýr, en lækka þegar líður á sumarið. Venju- lega deili ég stöng með öðrum. Sil- ungsveiðin er miklu viðráðanlegri í verði.“ Nú berast fréttir af vaxandi ásókn íslenskra veiðimanna í útlend- ar veiðiár, meðal annars á Kóla- skaga. Er eitthvað betra að veiða þar en hér? „Það er billegra að fara þangað ef maður veiðir eitthvað að ráði. Þeir sem hafa verið að veiða þar láta mjög vel af því. Ég héf fylgst með skrifum í erlendum tímaritum. Stu Aft heitir blaðamaður sem hefur veitt hér og skrifað mjög sannar og áreiðanlegar greinar um ísland. Maður hefur því tilhneigingu til að trúa því sem hann segir um veiðina á Kólaskaga og hann gefur henni mjög góða dóma. Munurinn er sá að hér eru leiðsögumönnum gefnir peningar í þjórfé en í Rússlandi salernispappír, einnota rakvélar og þess háttar.“ Litir skipta máli - Þarf ekki mikinn útbúnað í kringum veiðina, veiðiföt og þess háttar? „Ég er venjulega í vöðlum, því það er gott að geta tyllt sér þótt blautt sé á. Annars er ég enginn vaðfugl. Að sumu leyti er gott að vaða ekki of mikið. Með bökkunum er mikið dýralíf og æti, maður skemmir það með því að ganga of mikið um. Það er mikilvægt í sil- ungsveiði að fara sér hægt og reyna að styggja ekki fískinn. Munurinn á urriða og laxi er sá að urriðinn flýr ef hann styggist en laxinn held- ur sig á sama stað. Ég trúi að físk- urinn sjái okkur fyrr en við sjáum hann. Litir skipta máli, fiskifræðing- ur skrifaði að hvítt vaeri afleitur lit- ur fyrir veiðimann. Ég er í hefð- bundnum veiðifötum og mér þykir gott að vera með húfu með löngu deri. Svo veiði ég aldrei án þess að hafa Polaroid gleraugu, bæði vegna þess að með þeim sér maður fískinn betur og svo er nauðsynlegt að hlífa augunum. Það getur komið fyrir hvern sem er að fá fluguna í sig, jafnvel þótt maður sé vanur.“ Kolbeinn er tekinn að ókyrrast í sæti sínu enda fjölgar viðskiptavin- um í búðinni. Hann segir að dans- kortið sé þéttbókað í ágúst. Fyrst í Flóku, þá Vatnsdalsá, síðan nokkra daga í Hlíðarvatni og loks í Grímsá. Dansfélaginn er tilbúinn í hólknum, grannur og spengilegur, og flugum- ar sem hnýttar voru í vetur bíða þess óþreyjufullar að taka flugið. BMW 730i árgerð '87, til sölu. Beinskiptur, ABS, rafmagn í rúðum, útvarp/segulband og fleira. Ekinn aðeins 64 þ.km. Verð 2.750 þ, - Skipti á ódýrari eða jeppa á svipuðu verði, t.d Toyota Landcruiser eða Range Rover. Upplýsingar í síma 91-656062 BREYTTUR OPNUNARTÍMI UM HELGAR SUNNUDAGSTILBOÐ BREYTTUR OPNUINARTÍMI UM HEUGAR í HAGKAUP í dag verða 9" Pan-pítsur á frábæru sunnudagstllboði. 6 mlsmunandi tegundir á verði frá aðeins 99 kr. Opið í Hagkaup Grafarvogi, Hólagarói, Seltjamarnesi og Skeifunni í dag, sunnudag frá kL 13-17. Acr^KU i 3ff. *- ,.y HAGKAUP — aUt í einni ferö BREYTTUR OPNUNARTÍMI UM HELGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.