Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 31 Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur Skuldadansinn Sá sem lifir í voninni, dansar án hljóðfæris, er orð dagsins í dagbókinni minni á þessum drottinsdegi. Svona orðtak léttir lundina í morgunsárið. Maður sér fyrir sér dansarana fremja kúnst- ugar furðuhreyfingar án áforms eða tilefnis. Kannski ekkert skrýtið, eftir á að hyggja. Líkist ekki samfélagsdansinn okkar dulítið slíkum tiiburðum án markmiðs eða fyrirheits? Og þó! Ef að er gáð kemur oftast í ljós „system í galskap- inu“. Hreyfingarnar beina dönsurunum í sömu átt, svo þeir lenda allir í sama horninu á fé- lagsheimilinu okkar, rétt eins og halli sé á gólfinu. Allir í horni skuldasúpunn- ar - opinberir dans- arar, fyrirtækja- dansarar og þeir sem dansa einir. Þeir bara lenda þarna án rytma eða leiðsagn- ar. Þótt lagið heyrist ekki er það vísast alls staðar. Viðhorfið í samfélaginu er eins og gólfhalli, beinir öllum í skúldaátt. Einu sinni var maður á íslandi, sem kallaður var Óli þjóf- ur - af því stolið var frá honum snemma á ævinni. Þessi saga kom upp í hugann í fyrra þegar banki stöðvaði lán til fyrir- tækis, sem þegar skuldaði honum eitthvað um 200 milljónir króna og ekki líklegt til að borga. Upphófst hávær um- ræða. Og hver var skúrkurinn? Sá sem lánaði auðvitað. Skuldar- inn átti alla samúð. Ekki eins- dæmi. Með ýmsum aðgerðum virðast verslanir t.d. beina einstakl- ingunum í skuldaátt. Gera þeim sem kjósa að staðgreiða það a.m.k. illmögulegt án skaða. Skrýtið! Nýlega var haft eftir einum athafnasamasta kaup- manni í tískuverslun undanfarin ár, Hjördísi Gissurardóttur, sem rak m.a. Benetton, og var að útskýra af hvetju hún hætti öllum rekstri: „Þá fer stór prósenta af sölu í kortasölu og fólkið í þjóðfé- laginu er orðið það auralaust að oft þarf að skipta kortagreiðslum í tvennt. Það sér hver heilvita maður, sem kann að leggja sam- an tvo og tvo og fá út fjóra, að þegar lánað er vaxtalaust á sama tíma og þarf að staðgreiða auk prósenta til kortafyrirtækjanna þá er orðið ansi lítið eftir.“ Um- mælin komu upp í hugann um daginn við Borgarfjarðarbrúna, þar sem við ísborðið stóð ung kona með lítinn dreng til að kaupa ís og rétti stúlkunni kortið sitt til greiðslu. Hvað skyldi nú þurfa að leggja mikið aukalega á þennan litla ískúf í brauðformi til að greiða kostnaðinn vegna kortaskuldarinnar? Fyrir jólin í vetur, er fyrir dyr- um stóðu stórinnkaup í matvör- um, spurðist ég fyrir í fjölmörg- um stórverslunum og mörkuðum hvar væri gefinn afsláttur vegna staðgreiðslu. Erfitt var að finna nokkurn sem kærði sig um slík viðskipti. Þegar svo Landsbank- inn hækkaði nýlega verðið á ávís- anablöðunum svo að hvert blað kostar 25 krónur fer tap þess sem vill staðgreiða með ávísun að verða nokkuð dijúgt. Hann er beinlínis neyddur út í kortavið- skipti, sem hann borgar ekkert V fyrir, úr því staðgreiðslan er ekki talin eftirsóknarverð. Skrýtið? Ekki er langt síðan Jóhannes í Bónus, einn fárra í matvöruversl- un sem kýs fremur staðgreiðslu, lét hafa eftir sér í viðtali sem skýringu á því að hann hafnaði greiðslukortum og selur ódýrar gegn staðgreiðslu: „Það þótti nokkuð djarft, en gerði það að verkum að peningar komu hraðar inn og við gátum greitt okkar birgðir miklu hraðar en tíðkast hafði í smásöluverslun hér. Heildsalar treystu sér því til að bjóða okkur betra verð sem við létum eranea beint til við- skiptavinanna. Við það fjölgaði þeim og við gátum fjölgað. Þessi verslanafjöldi hefur gert okkur kleift að hagræða enn frekar í rekstrinum." Eftir að hafa iesið heilræði dagsins tók við lestur Morgunblaðsins með þær fréttir að stærstu verslanakeðjurnar, Hagkaup og Bónus, hefðu tekið saman. Ætluðu að stíga saman dansinn hér eftir. Þótt báðir fari ekki alveg í sömu átt, annar lán- ar út á kort og hinn lætur kúnn- ann njóta staðgreiðslu, þá er ekki endilega ástæða til að halda að annar stígi á tæmar á hinum. Enda fullvissað um að báðir aðil- ar verði reknir alveg eins og fyrr og hver stjórni sínum sporum. Dulítið kúnstugt var svo að sjá formann Neytendasamtakanna vera að snupra fyrirfram á skján- um einmitt þessa tvo aðila, sem á undanförnum árum hafa verið útsjónarsamastir og duglegastir að ná niður vöruverði á matvæl- um í landinu, þótt þeir ætli sam- an í dansinn. Ætti ekki að saka svo lengi sem viðskiptavinurinn á val um að kaupa á lægra verði og staðgreiða í kjarakaupaversl- un í fábrotnu húsnæði eða greiða heldur hærra verð fyrir að versla í glæsihúsakynnum við lengri opnunartíma, jafnvel um helgar, og fá greiðslufrest út á plast- kort. Auðvitað verður að greiða eitthvað fyrir það. Er það samt ekki skrýtið hve umhugað öllum er um hylli skuld- aranna umfram þá sem stað- greiða? Víst ekkert við því að gera. Hver er svo vitlaus að borga 25 krónur á hveija ávísana- greiðslu í stað þess fá að skulda í margar vikur út á kort án þess að greiða krónu fyrir? Sá verður hið snarasta að stíga í skulda- dansinn. Þeim sem ekki gerir það verður troðið um tær. Líka af ríkisvaldinu með sína ráðdeildar- skatta. Það sér í skuldlausum sinn Óla þjóf. ÚTSALA! Laugavegi 49 Okkar vinsæla útsala byrjar í fyrramálið kl. 9.00. Mjög gott úrval af ýmis- konar íþrótta- og sportvörum. Nýjar eða nýlegar vörur á aldeilis frábæru verði. Verslið ódýrt á börnin fyrir skólann. Allt að 70% afsláttur Adidas Wisdom glansgalli. Nr. 140-176 ogXS-XL. Verð 3.990 (áður 7.230). Adidas Senorita. Nr. 38-40-42. Verð 1.490 (áður 6.900). Adidas Reason. Tvöfaldur galli. Nr. XS-XL. Verð nú 5.990 (áður 13.600). Adidas Hallen innanhússskór. Nr. 39-47. Verð 1.990 (áður 3.750). Adidas Weekend leðurskór. Eróbikk og götuskór. Nr. 36-42. Verð 2.990 (áður 5.080). Adidas Trifoggio takkaskór. M__.■ _■ .... Annao, t.o.: Skólajakkar nr. XS-S-M. Verð 4.990 Sundbolir, öll nr. Verðfrá690 Sundskýlur. Verð frá 590 Leikfimi- og eróbikkfatnaður Hjólabuxur Stuttbuxur og bolir Hettupeysur Stakar buxur Töskur Sokkar 10% afsláttur af öllum öðrum vörum en útsöluvörum. Við rúllum boltanum til þín, nú er tækifærið til þess að gera góð kaup. Nr. 28-33. Verð 1.990. Einnig fleiri teg. af takkaskóm. Adidas Improve. Nr. 31-36. Verð 1.990 (áður 3.520). M9208P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.