Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 20
r20 MORGUNBLAÐIÐ SUNN.UDAGUR 16, ÁG.ÚST.1992 TERRACINABRÉF A ármótum fótbolta-, menningar- og peningastraum Ein af árlegum uppákomum í ítölskum Ijölmiðlum er fót- boltamarkaðurinn svokallaði. Um mitt sumar á að vera búið að ganga frá hver leikur með hvaða liði næsta vetur og í kringum það eru sölur og kaup. Fótbolti er þjóðaríþrótt ítala, bæði i þeim skilningi að æði margir Italir, jafnt háir sem lágir, fylgjast með ferðum fót- boltans yfir leiktímann, en lika í þeim skilningi að þetta er sú iþrótt, sem mest er hampað og mestir peningar eru lagðir í. Því er allt fréttnæmt í kringum fótboltann, hvort sem er sjálfur leikurinn, líf frægra fótbolta- manna utan vallar og innan og svo kaupin og sölurnar. í sumar yfirgekk markaðurinn sig í pen- ingaupphæðum. Sagt var að Milan-Iiðið hefði gert samning við fótboltamanninn Lentini um að greiða honum samsvarandi 400 milljónum ÍSK árlega næstu þrjú árin, auk þess að tryggja honum 500 milljónir í auglýs- ingatekjur á þessum sama tíma. Hvort hann sé svona góður— Hann er rétt rúmlega tvítugur, en þykir mjög efnilegur. Nú er það svo að vegna gamal- gróins fótboltaáhuga landsmanna er ekki undarlegt að allt í sam- bandi við fótbolta veki athygli. En áhuginn er líka rækilega ræktaður af eigendum fótboltaliðanna. Milan er í eigii fjölmiðlakóngsins Berlusconis, Juventus í eigu Agn- elli, sem á Fiat-samsteypuna. Því meiri sem áhuginn er, því meira auglýsingagildi hafa liðin og fót- boltinn í heild og það eru auglýsin- gatekjurnar, sem allt snýst um. í kringum upphlaupið um Lentini rak Agnelli upp ramakvein og hann og fleiri kvörtuðu um sið- leysi. Berlusconi varði sig með því að segja að ef hann hefði ekki reitt fram ríflega upphæð, hefði Agnelli bara gert það. Lögmálið um framboð og eftirspum sæi fyr- ir því. Samtök fótboltaáhangenda blönduðu sér í umræðuna og þeir voru reiðir, stjómmálamenn höfðu sínar skoðanir og það vantaði bara að páfínn úttalaði sig um siðsemi og siðleysi. Sé ítölskum blöðum flett, kemur fljótt í ljós hveijir eru menn með mönnum á Ítalíu. Stjórnmálamenn skipa sinn fasta sess fremst í blöð- unum. Á skemmtisíðunum er fjöl- miðlafólkið, eða sá hluti þess er fer með aðalhlutverkið í viðtals- og skemmtiþáttum, sem draga landsmenn að skjánum og um leið að auglýsingaflaumnum. Svo koma fótboltamennimir á íþróttas- íðunum. Þar birtast líka fréttir af stöku íþróttagreinum öðrum, en sjaldan með sömu flennimyndun- um og rassaköstunum og fótbolt- inn fær. Þegar einn af ítölsku ólympíufömnum, frj álsíþrótta- maður, var beðinn um viðtal, hreytti hann út úr sér að hann sæi enga ástæðu til að mæta. Sér og félögum sínum væri aðeins sýndur áhugi fjórða hvert ár, en þess á milli væri allt fullt af fótbolta. Vegna þess hve peningar em áberandi hluti af ítalska fótboltan- um glöddust margir hérlendir yfír því að Danir skyldu krækja í Evr- ópumeistaratitilinn í sumar. Þarna skeiðuðu Þjóðveijar árangurslaust á eftir boltanum og á leggjum flestra leikmanna dingluðu verð- miðar upp á tugi og hundmð millj- óna, en margir þeirra leika ein- mitt með ítölskum liðum. Svo komu dönsku leikmennirnir, með öllu verðlausir og skoruðu. í hjart- næmri grein minnti fótboltaskrí- bent ítalska blaðsins La Repubblica á að Danirnir hefðu leikið af áhuga og eldmóði eins og einu sinni var. Arangur þeirra væri ekki í takt við peningahyggju ítölsku fótboltajarlanna, sem væru örugglega ekki áfjáðir í að-muna frammistöðu Dananna. í ljósi þess hvað Lentini og margir starfs- bræður hans fá greitt, má reikna með að það fari eins fyrir ítölum í næstu stórkeppni og Þjóðveijum núna. Peningar em ekki allt. Nú er áhugi minn á fótbolta ekki einlægur fótboltaáhugi, held- ur bundinn því að ég smitast af áhuga annarra í kringum mig. Ég er meira en til í að fara á ítalskan fótboltaleik einu sinni á ári eða svo til að upplifa frábæran leik en einkum til að sjá og heyra við- brögð áhorfenda, hrifningaryrðin og mergjað orðbragð. í mínum augum er það með fótbolta eins og ballett. Ef þetta er gert af list, þá er unun á að horfa. Og í útsend- ingum ítalska sjónvarpsins er hægt að dást að hve sjónvarps- mennirnir eru snjallir að mynda leikina. Þegar fréttirnar um Lent- ini og hýruna hans tóku að ryðja forsíðurnar tók það mig nokkra daga að setja mig inn í um hvað málið snerist. Ég ber ekki skyn- bragð á svona háar tölur, yppti öxlum og hugsaði sem svo að það væri ekki að spyija að fótboltaiðn- aðinum og hæfíleikum hæstráð- enda þar að ná athygli lands- manna. Sem ég sat og skellti mér á lær yfír fótboltagalskapnum, rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum heyrði ég tónlistarmann tala um starf sitt og hvað hann bæri úr býtum. Líkt og Lentini var hann uppgötvaður snemma og þótti hafa afburða hæfíleika á sínu sviði. Hann sýndist geta orðið á heimsmælikvarða, en á þeim mæli- kvarða mælast ekki aðeins hæfi- leikar, heldur einnig hvort viðkom- andi komist að á þeim stöðum, sem skipta máli, hvort sem eru fót- boltalið, óperuhús, eða aðrir mikil- vægir staðir í grein viðkomandi. Þessi tónlistarmaður var svo hepp- inn að komast ungur á einkasamn- ing hjá hljómplötufyrirtæki, sem síðan gefur út klassíska tónlist með honum í síbylju. Síðan tóku tónleikaferðirnar við, að spila við öll helstu hús í heiminum, með öllum helstu hljómsveitum, helstu stjórnendum, á helstu tónlistarhá- tíðum og með öðrum helstu tónlist- armönnum samtíðarinnar og allt þetta stendur enn óslitið. Fyrir utan allt þetta gerir það sig að ganga í augun á Japönum, því þeir eru bæði sjúkir í klassíska tónlist og fræg nöfn, en þurfa að borga útlendingum vel, því tíma- munurinn gerir skyndiferðalög frá Evrópu og Bandaríkjunum ófýsi- leg. Tónlistarmaðurinn hafði því ærna ástæðu til að gleðjast yfir að þegar á unga aldri komst hann á Japanslínuna. Þarna sat hann á vel búnu herbergi á einu af glæsi- hótelum Tókíó og skemmti sér við að horfa á sjónvarpið, meðan áhrif tímamunarins liðu hjá. Á borðinu lá samningurinn og tölurnar voru með langt skott af núllum. Sem hann sat þarna í einlægri gleði yfir velgengni sinni fylltist skjár- inn af japönskum glímumanni, en þeir eru þjóðhetjur í Japan. Um leið og kappinn bjó sig undir að varpa andstæðingnum í gólfíð, birtist á skjánum upphæðin sem kappinn fengi í vasann fyrir þenn- an eina hnykk. Fölskvalaus gleði tónlistarmannsins fölnaði, því sjá... hlutur hans var skipti- myndin ein í samanburði við talna- röð_ glímukappans. Ég er ekki í vafa um hvað hann hugsar, tónlistarmaðurinn, þegar hann les um hlut Lentinis. Og hann verður ekki einn um þær hugsanir. Hjartað í öllum þeim, sem mæla sig á heimsmælikvarð- ann, hvort sem er í íþróttum, list- um eða öðru, tekur kpp þegar þeir lesa um hvað Lentini getur borið úr býtum. Það eru vart aðr- ir sem bera skynbragð á tölurnar. Þeir skilja þær hins vegar til fulln- ustu, vega þær og meta... og fínna sig léttvæga í samanburði við fótboltakappann. Sálarró þeirra er jafn óstöðug og skopp- andi fótbolti. Græðgin ríður sjaldn- ast við einteyming, öfundin er dyggur förunautur hennar og þær vinkonur, græðgi og öfund nærast á fréttum af óðavelgengni ann- arra. Sambyggð diesel rafstöð og rafsuðuvél, 300 AMP. Rafstöð stærð 5,4 kw einfasa, 6,4 kw þriggjafasa. Til afgreiðslu strax. Pallar hf. Dalvegi 16, Kópavogi, sími 64 10 20 V' Rauði kross Islands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF ERLENDIS í Munaðarnesi 25.-30. október 1992. Þátttökuskilyrði eru: — 25 ára lágmarksaldur — góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska — góð starfsmenntun (ýmis störf koma tii greina) — góð almenn þekking og reynsla Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er þátttökugjald kr. 13.000 (innifalið er fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðames - Rvk.). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18, Rvk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 1. september nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir nánarí upplýsingar. Rauði kross Islands Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722 EFTIR TILKOMU NÝJU REYKJANESBRAUT- ARINNAR ERUM VIÐ MITT í ALFARALEIÐ OGÞVÍ ÖRSTUTT OG FUÓTLEGT FYRIR FÓLK ÚR BREIÐHOLTI OG KÓPAVOGIAÐ KOMA í FJÖRÐINN. BOÐHÐ ER UPPÁ BARNAGÆSLU Á MEÐAN ÞÚ PÚLAR. HRESS LIK AMSRÆKT OG LJOS BÆJARHRAUNI4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/ SÍMI65 22 12 Sigrún Davíðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.