Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 11 Tekjur sveitarfélaga miða í engu að biörgunaraðgerðum fyrirtækja - segir Þóróur Skúlason, framkvæmdasljóri Sambands islenskra sveitarfélaga „SVEITARFÉLÖGIN hafa á undanförnum misserum setið undir miklum þrýstingi í þá veru að koma fjárhagslega til aðstoðar sjávarútvegsfyrirtælyum í erfiðleikum þeirra. Sveitarstjórnar- menn hafa látið undan þessum þrýstingi, m.a. til þess að tryggja áframhaldandi atvinnu heima fyrir. Það er réttlætingin. Sveitarfé- lögin eru alls ekki lögskyld til þess að standa í atvinnurekstri. Þeirra lögbundnu verkefni eru af allt öðrum toga. Og auðvitað eru menn hræddir um að aukin þátttaka sveitarfélaganna í fyrir- tækjarekstri verði til þess að draga úr getu þeirra til þess að sinna sínum lögskyldu verkefnum, enda er niðurstaðan sú að þau sveitarfélög sem hafa orðið að taka þátt í atvinnurekstrinum eru miklu skuldugri en hin,“ segir Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. “órður segir að tekjur sveitarfé- laga miði í engu að því að þau séu í björgunaraðgerðum heima fyrir gagnvart atvinnulífinu. Eina leið- in væri aukin lántaka og þar með aukin skuldsetning sveitarfélag- anna. Takmörk væru á skattaá- lögum og þau takmörk væru mis- mikil eftir sveitarfélögum hvað varðar útsvar, aðstöðugjöld og fasteignaskatta. „Reyndar má segja að ekkert sveitarfélag full- nýti sína tekjustofna eins og er. Mörg hver fullnýta útsvarsheim- iidina, en álagningaheimildir að- stöðugjalda og fasteignaskatta eru víða ekki fullnýttar." Ákaflega misjafnt er hvernig þessi atvinnuþátttaka sveitarfé- laganna hefur gengið fyrir sig. í sumum tilvikum er hún gríðarlega mikil miðað við rekstrarumfang og árstekjur sveitarfélaganna. Sums staðar er um að ræða bein fjárframlög. Annars staðar er um það að ræða að sveitarfélögin taka lán, sem þau síðan endurlána fyr- irtækjunum og í þriðja lagi gang- ast þau í ábyrgðir fyrir fýrirtæk- in. Þá hefur það aukist að lána- stofnanir setji það sem skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu að sveitar- félög veiti fjárhagsaðstoð um leið með einum eða öðrum hætti. Fimm miiyarðar á fimm árum Á síðustu fímm árum, 1987- 1991, hafa sveitarfélög í landinu lagt fyrirtækjum til yfir fimm milljarða króna á núvirði í formi hlutabréfakaupa, lána, niðurfell- ingar gjalda, beinna framlaga og ábyrgða, mest til sjávarútvegsins, samkvæmt upplýsingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur safnað. Samdráttur í þor- skafla á næstu árum getur því strax á næsta ári haft stórkostleg áhrif á hag sveitarfélaga og farið illa með marga bæjarsjóði. Ríflega helmingur er í formi ábyrgða, en reynslan hefur sýnt að stóran hluta þeirra skulda sem sveitarfé- lögin hafa ábyrgst fyrir atvinnu- fyrirtækin hafa sveitarfélög fyrr eða seinna þurft að greiða. Át- hygli vekur að frá árinu 1988 aukast framlög til atvinnulífsins mjög verulega. Þá var einmitt mikil kreppa í íslensku atvinnulífi og gripið til þess ráðs að stofna Atvinnutryggingarsjóð og Hluta- fjársjóð til að reisa atvinnulífið við. i tengslum við þær aðgerðir voru sveitarfélöginjafnframt knú- in til mikillar fjárhagslegi'ar þátt- töku í atvinnulífinu og síðan hefur Þóróur Skúlason sú þátttaka sveitarfélaganna farið vaxandi. Fram kemur í samantektinni að sveitarfélög á Vesturlandi og á Vestfjörðum hafa veitt mesta aðstoð, en þar munar mest um Ólafsvík og Bolungarvík sem lagt hafa gífurlega fjármuni í útgerð og fiskvinnslu, sérstaklega á síð- ustu tveimur árum. Árið 1991 lagði Ólafsvík t.d. fram aðstoð til atvinnulífsins er nam 200% af öllum skatttekjum þess það árið og á sama tíma lagði Bolungarvík fram aðstoð er nam 79% af skatt- tekjum. Af ársreikningum sveitarfélag- anna má ráða að afkoma sveitar- félaganna á síðasta ári er lakari en á árinu 1990 og enn mun hún versna á árinu 1992 hjá þeim sveitarfélögum sem enn eru með framfærslu atvinnulífsins á sínum herðum, segir í niðurstöðunum. „Nýlega hafa einstök sveitarfélög tekið ákvarðanir um milljónatuga fjárframlög til atvinnulífsins, sem í raun er langt umfram ijárhags- lega getu þeirra. Niðurstaðan er sú að þau sveitarfélög er mest fé hafa lagt til atvinnumála að und- anförnu eru nú svo skuldug að svigrúm þeirra til ijárútláta vegna frekari ráðstafana í atvinnumál- um er ekkert. Það er mikill ábyrgðarhluti og raunar ófært að vísa þeim vanda sem nú er við að fást í atvinnumálum yfír á sveitarfélögin," segir ennfremur. Auðvitað hljóta sveitarstjórna- menn að vera tvístígandi í málum sem þessum, ekki síst þegar von er á enn frekari samdrætti í veið- um og vinnslu sjávarfangs, að sögn Þórðar. „En sveitarstjóma- menn telja sig vera að veija hags- muni íbúanna, sérstaklega í at- vinnulegu tilliti. Það er örugglega það sjónarmið sem ræður þegar menn ráðast í fjárútlát af þessu tagi. Ekki má gleyma því að í samdrætti minnka tekjur sveitar- félaganna enda skapast þeirra tekjur fyrst og fremst af atvinnu- þátttöku einstaklinganna svo og af fyrirtækjarekstri. Og í sam- drætti eiga sveitarfélögin jafn- framt erfiðara með að koma til móts við óskir atvinnulífsins.“ Framlög og ábyrgðir sveitarfélaga vegna atvinnurekstrar 1987-1991 2000- millj.kr. 1500 1000 Skipting eftir atvinnugreinum Á verðlagi ársins 1991 150---------------- þús.kr. á hvern íbúa 125---------------- 100- Framlög og ábyrgðir samtals 1987-91 M.v. íbúa þeirra kaupstaöa sem aðstoö veita atvinnufyrirtækjum 75- — Ábyrgðir — Framlög 50- 25- 1000-í---------77.--------7T------- miiij.kr. Framlog og abyrgðir kaupstaða 800- ------------------------ “* Á verðlagi ársins1991 Útgerð F'sk- iðnaður Verslun/ Annað Atvinnu- vinnsla Þjónusta þr. félög Reykja- Reykja- Vestur- Vest- Norður- Norður- Austur- Suður- vik nes land firðir landV. landE. land land 1987 1988 1989 1990 1991 sett fyrirtæki til þess að reyna að ná fram hagræðingu, sem gæti snú- ið þessari þróun við. „Gallinn er bara sá að í fæstum tilvikum rétta þessar ráðstafanir fyrirtækin nægi- Íega vel af þannig að þau geti áhyggjulaust endurskipulagt sig og tryggt rekstur sinn í nánustu fram- tíð,“ segir Magnús Gunnarsson, for- maður SamstarfsnSfndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi. „Þetta segir okkur það að sjávar- útvegsfyrirtækin hafa ekki nægar tekjur til þess að standa undir sínum skuldum," segir Guðmundur Malmquist. „Og arðsemi eigin fjár er ekkert sérstaklega mikil, jafnvel þó fyrirtækin hafi töluvert mikið eigið fé. Greinin í heild þarf meiri afrakstur. Útflutningsatvinnuvegir okkar eiga mjög undir högg að sækja, líklega vegna þess að gengið er of hátt skráð. Eg geri mér auðvit- að grein fyrir því hvaða áhrif geng- isfellingar hafa. Þær eru fljótar að skila sér inn í verðbólgu og annað því um líkt, en tekjur greinarinnar myndu óneitanlega aukast við geng- isfellingu. Verðjöfnunarsjóðurinn kemur til með að létta verulega á vanskilum sjávarútvegsins, en við skulum ekki gleyma því að skuldirn- ar eru miklar,“ segir Guðmundur. Gjaldþrotaleið Magnús Gunnarsson segist vera ósammála þeim, sem vilja fara gjaldþrotaleið til hagræðingar í sjávarútveginum. „Dæmin sanna að gjaldþrotaléiðin, eins og hún hefur verið farin, skapar ekkert hagræði í sjávarútveginum. Ég vil ekki sjá fyrirtækin verða gjaldþrota upp á það að þeim verði haldið áfram í rekstri. Þessi gjaldþrotaleið, sem menn hafa verið að boða, gengur ekki upp ef lánastofnanir og sveitar- félög koma til bjargar, og er til þess eins að lengja í hengingar- ólinni. Það verður að eiga sér stað raunveruleg hagræðing. Það að fjármálastofnanir afskrifi lítið eða ekkert af skuldum eftir gjaldþrot og selji fyrirtækin síðan strax aftur í hendur nýjum aðilum, sem síðan sprengja upp markaðinn, hvort sem um er að ræða vinnumarkað eða hráefnismarkað fyrir þeim sem fyr- ir eru, leysir ekkert af þeim vanda- málum, sem við erum að glíma við,“ segir Magnús. „Við höfum nýleg dæmi þess að fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið gjaldþrota. Sjóður eða banki eignast þessi fyrirtæki og það er jú venjan og verkefni þessara aðila er að korna fyrirtækjunum í rekstur á ný eða selja þau aftur til nýrra aðila,“ seg- ir Guðmundur Malmquist. „Oftast eru þau seld á mun lægra verði en það myndi kosta að byggja nýtt. Og þá er nýr aðili í fiskvinnslu jafn- vel kominn í betri aðstöðu en sá við hliðina sem alltaf hefur staðið við sínar skuldbindingar. Sá lendir í gjaldþrotameðferð alls að ósekju. Þetta er auðvitað ekki réttlátt, en svona er þetta bara í mörgum grein- um, ekki bara í fiskvinnslunni. Við gætum sjálfsagt rekið mörg álíka dæmi í verslunarrekstri hér á höfuð- borgarsvæðinu. Neyðin kennir mönnunum Ég leyfí mér að segja að ef ein- hver fjármálastofnun hefur tekið þátt í hagræðingu, þá sé það fyrst og fremst Byggðastofnun sem það hefur gert. Þegar verið er að úrelda skip og færa kvóta yfir á önnur og nýrri, þá er það oftast Byggðastofn- un sem gerir það mögulegt. Sú stofnun tekur þá áhættu, sem til þarf við að færa lán yfir. Fiskveiða- sjóður hefur lögbundinn fyrsta veð- rétt í skipunum. Hann fylgist grannt með því að kvóti sé ekki færður af skipum án þess að skuld við Fisk- veiðasjóð sé þá lækkuð um leið ef þörf er talin á. Byggðastofnun hefur alls ekki verið sú stofnun, sem hindrað hefur hagræðingu í sjávar- útvegi. Það er miklu frekar á hinn veginn. Byggðastofnun hefur beitt sér fyrir hagræðingu víðs vegar um land og tekið þátt í að vinna með aðilum heima fyrir að sameiningu fyrirtækja. Ég nefni sem dæmi sam- einingu Glettings í Þorlákshöfn og Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Og sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja á Stöðvarfírði og Breiðdalsvík. Þá átti sér stað mikil hagræðing í Skagafirði ekki alls fyrir löngu þeg- ar Fiskiðjan á Sauðárkróki keypti frystihúsið á Hofsósi. Byggðastofn- un hefur komið til á öllum þessum stöðum. Hún hefur þorað að treysta áætlunum og reikningum með því að lána eða færa lán á milii veða. Þannig hefur verið hægt að hag- ræða með því að selja skip kvóta- laus. Jafnt og þétt er verið að vinna að hagræðingu með því að taka tvö, þtjú eða fjögur fyrirtæki fyrir í einu. Það hefur t.d. margítrekað verið reynt að ræða sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í Grundar- firði. Þar hefur ekki gengið saman ennþá, en ég vonast til þess að menn sjái það fljótlega að betra er að sameinast heldur en að vera að reka þar þtjú frystihús með mjög litlu hráefni. Það er neyðin, sem kennir mönnunum," segir Guð- mundur. Sjófrysting „Það var ekki fyrr en á síðasta ári að byijað var að hagræða í landi og það er einmitt sá þáttur, sem menn einblína á í dag. Vinnsian er jú, eins og við vitum, að færast meira út á sjó. Sjófrystingin virðist hagkvæmari eins og er, kannski vegna þess að ekki eru gerðar eins miklar kröfur til allra hluta úti á sjó eins og í landi. Þar á ég annars vegar við samninga við sjómenn, aðbúnað þeirra og vinnutíma og hinsvegar starfsaðstöðu og vinn- utíma landverkafólks. Vinnsluleyfi Er þá ekki nærtækast að stofna til úreldingarsjóðs fiskvinnsluhúsa? „Úreldingarstyrkir í fískvinnslunni yrðu bara eitthvað sem yrði tekið af greininni sjálfri. Öðruvísi gengi það ekki, en það sýnist á margan hátt mjög erfítt að koma þeim við og ég sé ekki í fljótu bragði hvern- ig það yrði í framkvæmd. Auk þess er verið að tala um mjög háar fjár- hæðir. Mjög mikil lán eru áhvílandi á þessum húsum. Mörg hver eru fullbúin og fullkomin frystihús, dýr í byggingu, en með ónóg hráefni og þar af leiðir að nýtingin er sára- lítil í mörgum tilfellum. Væntanlega yrði að byija á því að ákveða hveij- ir hefðu vinnsluleyfí og hveijir ekki. Jafnhliða þyrfti að úthluta ákveðn- um vinnslukvótum á hvert hús, líkt og veiðikvótum er úthlutað á hvert skip. Þá yrði að meta hvert hús og verðleggja og samkvæmt því leggja á ákveðið gjald til þess að standa straum af úreldingu annarra, sem ekki væri þörf á. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í nefnd, sem sett var á laggirnar til að móta sjáv- arútvegsstefnuna," segir Guðmund- ur. Stólarnir Hann segir að sú aðstoð, sem Byggðastofnun hafi veitt viðvíkj- andi hagræðingu og sameiningu fyrirtækja, hafi verið fólgin í veit- ingu lána til langs tíma svo hægt væri að laga lausafjárstöðuna. Sömuleiðis í ráðgjöf og aðstoð við að ná fram lánalengingum þannig að fyrirtækin hefðu efni á því að sameinast því alltaf kostaði hagræð- ingin eitthvað fyrst í stað. „Svo má ekki gleyma öðrum fylgikvilla ha- græðingar, sem reynist mönnum gjarnan mjög sársaukafullur, en það er fækkun stjórnunarstarfa og milli- stjórnunarstarfa. Mönnum er sárt um stólana sína í sjávarútveginum sem og í öðrum greinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.