Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUÐAGUR 16. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA Fjöldi erlendra íeikmanna á Ítalíu veldur þar áhyggjum FLESTIR af bestu knattspyrnumönnum heims leika með félagslið- um á Ítalíu. Þar eru peningarnir og fá félög í öðrum löndum eru samkeppnisfær, þegar gull og grænir skógar eru íboði. En böggull fylgir skammrifi. Heimamenn verða að víkja fyrir stjörnun- um og eru allt annað en ánægðir með það, benda á að ítalska landsliðið líði fyrir, sem sjáist best á því að það komst ekki í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrr í sumar og U-23 ára liðið stóð ekki undir væntingum á Ólympíuleikunum. Erlendir knattspymumenn á ítal- íu eru ánægðir með hlutskipti sitt, en heimamenn kvarta og í lok síðasta tímabils hótuðu þeir að fara í verkfall til að mótmæla fyrirhug- aðri fjölgun útlendinga hjá hvetju liði. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tekið málstað ítalskra knattspymumanna og í Evrópumót- unum í vetur má hvert lið aðeins vera með þijá erlenda leikmenn, en fjórir vom leyfðir á síðasta tíma- bili. UEFA styður ekki að deildar- keppni innan sambanda þess verði samsafn ólíkra manna frá ýmsum þjóðum. Þetta stangast á við at- vinnufrelsi Evrópubandalagsins, sem á að taka gildi um næstu ára- mót, en EB hefur látið ákvörðun UEFA afskiptalausa. Þrátt fyrir þessar takmarkanir hafa eigendur ítalskra knattspym- uliða ekki setið auðum höndum í sambandi við kaup á erlendum leik- mönnum og nýta sér óspart smugur í kerfinu. Samið við efnilega unglinga Algengt er að félög kaupi leik- menn og láni þá síðan til annarra félaga, þar til þau þurfa sjálf á þeim að halda. Til að mynda er Bari með Króata í láni frá AC Milan, sem á einnig Brasilíumann, sem leikur í Sviss. Samkvæmt reglum UEFA má lið leika með þijá erlenda leikmenn í Evrópumótunum, en auk þess mega þrír útlendingar, sem hafa leikið með unglingaliðum í viðkomandi landi eða eru keyptir sem ungling- ar, vera í liðinu hveiju sinni. Loker- en lék þennan leik í sambandi við Arnór Guðjohnsen á sínum tíma. Anderlecht gerði einnig samning við Brasilíumanninn Luid Olivera, þegar hann var 15 ára, en nú átta árum síðar, er hann orðinn belgísk- ur landsliðsmaður. Ekki allt gull sem glóir í knattspyrnunni eins og almennt í íþróttum, er engin trygging fyrir árangri, þó dýrir Ieikmenn séu keyptir. Erlendar stjörnur eiga oft . í erfiðleikum með að falla inní hóp innlendra manna og talsmenn tak-- markana benda á að ítölsk lið hafi ekki náð að sigra í Evrópumótum félagsliða í ár. Vita ekki hvort fjöl skyldan er á É BOSNIA Herzegóvína, eitt lýð- veldanna í Júgóslavfu hefur ver- ið mikið f fréttum vegna strfðs- ástands á sfðustu vikum. Átök hafa geysað í landinu og þeim hefurfylgt skortur á nauðsynja- vörum auk þess sem dauðsföll eru tfð hjá aimennum borgurum. Það hefur óneitanlega snert þá Izudin Dervic og Salih Porca sem leika með 1. deildarliði Vals f knattspyrnu. Þeir eru Bosnfu- menn og hafa ekki fengið neinar fréttir að heiman ítæpa þrjá mánuði. Þeir Dervic og Porca voru ná- grannar í Bosníu nálægt landa- mærunum við Króatíu og léku með sama knattspyrnul- iðinu þegar þeir Eiðsson ákváðu að koma skrifar hingað til Islands á útmánuðum ársins 1989 til að leika knattspymu með Selfossi í 2. deildinni. Ári síðar fór Dervic til FH og á þessu keppnistíma- biii lágu leiðir þeirra aftur saman hjá Val. Símasambandslaust Síminn er þarfaþing og ekki síst fyrir menn sem búa sjö þúsund kíló- metra frá heimaslóðum. Síminn brú- ar fjarlægðir og er eina tækið sem hægt er að notast við til að heyra fréttir af fjölskyldunni. í vetur gátu þeir félagar stundum hringt heim til sín þrátt fyrir að oft væri erfitt að ná sambandi. Eftir klukkustunda til- raunir bar þolinmæðin stundum árangur og samband náðist. Það var þó oft skammgóður vermir, símtölin gátu slitnað fyrirvaralaust eða eins og Dervic lýsir því: „Stundum gat maður haldið sam- bandi í nokkrar sekúndur en síðan rofnaði það. I gegnum símann gat maður fengið að vita það nauðsyn- legasta, hvort allir í fjölskyldunni væru á lífi og hvort hana vanhagaði um eitthvað. Ég spurði aldrei hvem- ig ástandið væri, því það er ekki hægt að ræða þau mál í símann. Einhver annar gat verið á línunni að hlusta og maður vildi ekki hætta á að koma fjölskyldunni í vandræði." „Nú er landið hins vegar algjör- lega sambandslaust. Það hefur verið það frá því 20. maí og á því tínia- bili höfum við ekki fengið neinar fréttir af fjölskyldunni og vitum ekki einu sinni hvort hún er á lífí,“ segja þeir. „Við vitum þó að fjölskyldur okkar eru ekki í peningavandræðum, ein- faldlega vegna þess að peningar eru gagnslausir í Bosníu þar sem allar búðir eru lokaðar," bætti Porca við. Dervic getur þó haldið sambandi við yngri bróður sinn, Irvud sem leik- ur knattspymu með Víkingi á Ólafs- vík í 4. deildinni. Faðir þeirra lést í mars á þessu ári en hvorugur þeirra komst heim til að vera við jarðarför- ina né til að styðja aðra meðlimi fjöl- skyldunnar í sorginni. Vaknar upp um nætur „Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir. Helst vildi ég geta gleymt þessu og hætt alfarið að hugsa um þessi mál en það er mjög erfítt. Það kem- ur fyrir að ég stend upp frá sjónvarp- inu og geng að símanum og byija ósjálfrátt að velja númerið heim. Á næturnar vaknar maður stundum upp eftir að hafa dreymt illa og stundum getur maður ekki sofnað," sagði Dervic sem sagði iðjusemi vera skásta meðalið við þessum þrenging- um. „Besta ráðið til að gleyma þessu, er að vinna mikið. Maður gleymir sér í vinnunni og fótboltanum og hugsar þar að leiðandi minna um ástandið heima fyrir heldur en þegar maður situr aðgerðarlaus." Dervic og Porca vinna báðir í Mik- lagarði við Sund hálfan daginn auk þess sem þeir þjálfa kvennaflokka hjá Val. Dervic er með 2. flokk og Porca með 4. og 5. flokk félagsins. Þeir koma báðir úr sex manna fjöl- skyldu, eiga tvo bræður og systur auk þess sem þeir eiga hvor um sig eitt barn í Bosníu. Hlutirnir fljótir að breytast „Fólk heldur að ég sé að segja ósatt, en ég veit ekki af hveiju það er stríð í Bosníu. Menn heyra í frétt- um að Serbar drepi hundrað Króata og að Króatar drepi hundrað Serba en ég held að fólk verði að fara til Júgóslavíu og sjá þetta með eigin augum. Sjálfur veit ég ekki hvað er að gerast þarna núna. Ég er ekki heima átta eða níu mánuði ársins og veit því lítið hvað er að gerast. Síðast var ég í Bosníu í desember og þá var ekkert að gerast, fólk vann og skemmti sér en hlutirnir eru mjög fljótir að breytast," sagði Dervic og rifjaði upp atvik úr heimabænum frá því í fyrra þegar Serbar og Króatar hefðu skemmt sér saman í Bosníu. 30-40 km vestar, inní Króatíu var blóðug styijöld á milli þessara sömu hópa. „Ég veit lítið annað en stendur í blöðunum og hvorki vil né þori að ræða þessi mál. Ég óttast að ef ég segði eitthvað þá gæti það valdið misskilningi hjá öðrum Júgó- slövum hér á landi.“ Að halda hópinn Þeir leikmenn sem koma frá Júgó- slavíu hafa haldið hópinn mikið hérna á iandi og að sögn þeirra Dervic og Porca skiptir ekki máli hvort menn eru Króatar, Serbar eða annars stað- ar frá. „Ég hef eignast marga vini en enga óvini og það skiptir ekki máli fyrir mig hvort menn koma frá Króatíu eða Slóvaníu eða annars staðar frá,“ sagði Dervic. „Við förum saman að skemmta okkar og engin OLYMPIULEIKARNIR/LUKKUDYR „Hvaðer'etta“ dansar á lokaathöfn Ólympíuleikanna í Barcelona. Reuter „Hvaðer’etta" fær misgóðar undirtektir Lukkudýr Ólympíuleikanna í Atl- anta, sem kynnt var á lokaat- höfn Barcelona leikanna, hefur fallið í misgóðan jarðveg. í skoðanakönn- un sem gerð var meðal íbúa Atlanta fljótlega eftir athöfnina kom fram að meirihluti þeirra líkaði ekki dýrið, sem kallað hefur verið Whatizit, eða „Hvaðer’etta". Billy Payne, forseti framkvæmda- nefndar Ólympíuleikanna í Atlanta, sagði að þeir hefðu búist við gagn- rýni á dýrið. „Sumir gagnrýna eitt og aðrir gagnrýna annað,“ sagði hann og virtist kæra sig kollóttan um gagnrýnina. „Við þurfum ekki að veija þetta val. Þetta er okkar lukkudýr og við munum kynna það fyrir heiminum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.