Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 29
- - - anuc i 'M igQHÆm/iíMgxgflÆifm ,Tm, MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 29 Sjónvarpið með stórborgarkynningar; Reynt að finna ann- an flöt en fólk þekkir Er hægt að gera eitthvað annað í Glasgow en innkaup? Tökuferð í Helsinki. Frá vinstri: Haraldur Friðriksson, kvikmynda- tökumaður; Sigmar B. Hauksson, Henrik frá Ferðamálaráði Hels- inki og Vilmundur Þór Gíslason, hljóðmaður. Texti: Hildur Friðriksdóttir í KVÖLD sýnir Sjónvarpið fyrsta hlutann í þáttaröðinni Sjö borg^ir. Undirbúningur að gerð þáttanna hófst fyrir rúmu ári, en hugmyndin varð til í tengslum við Evrópskt ferðamálaár 1991. „Þetta eru helstu borgir sem Islendingar heimsækja og við erum að reyna að finna annan flöt á borgunum en fólk kannski þekkir,“ sagði Sigmar B. Hauks- son umsjónarmaður þáttanna í samtali við Morgunblaðið. „Markmiðið er að reyna að fanga andrúmsloft og stemmn- ingu hverrar borgar fyrir sig og finna út að hvaða leyti ein borg er frábrugðin annarri. Einnig vonumst við til að þeir sem sjá þættina og hafa hug á að fara til einhverra þessara borga hafi meiri ánægju af ferð- inni og viti þá að hverju þeir eiga að leita þegar þeir koma á staðina." í hveijum þætti er ein borg tek- in fyrir og varð Amsterdam fyrsta borgin sem varð fyrir valinu. „Amsterdam er meðal annars sér- stök fyrir það að íbúarnir hafa verið mjög frjálslyndir í verki. Þar hafa ofsóttir aðilar eins og gyðing- ar átt griðstað. Sömuleiðis hafa ýmsir fyrrum nýlendubúar Hol- lands sest þar að og sagt er að á fáum stöðum í heiminum sé eins lítið kynþáttamisrétti og í Amster- dam. Það eru gyðingar sem stjóma gimsteinaviðskiptunum og Asíu- fólkið hefur nánast yfirtekið veit- ingareksturinn og ýmis þjónustu- störf.“ Hvað býður Glasgow upp á? Borgimar sem kynntar verða í næstu þáttum eru Trier, Helsinki, Vínarborg, Glasgow, New York og Lúxemborg. Sigmar tekur eina þessara borga sem dæmi. „Þegar Islendingar fara til Glasgow em langfiestir með verslunarferð í huga. Við lítum hins vegar á hvað hægt er að finna þar annað en verslanir. Glasgow var eitt sinn næststærsta borg breska heims- veldisins. Þegar Bretum tókst að bijóta niður skoska ættarveldið fluttu höfðingjamir til borga eins og Glasgow og gerðust þar kaup- menn. Á sama tíma vom Bandarík- in að opnast sem framleiðsluland og þessir menn urðu feikilega rík- ir, aðallega á viðskiptum á tóbaki við Bandaríkin, en einnig á sykri og öðmm vömm frá Vestur-Ind- íum. Þannig myndaðist mjög auðug stétt manna í Glasgow og borgin varð fljótt öflug. Þetta má m.a. sjá á byggingum, sem era feikilega merkilegar. Einnig eru þama merkileg listastöfn sem byggjast á verkum sem þessir efnuðu tóbaks- kaupmenn og fýrram höfðingjar höfðu safnað." — Er þá andrúmsloft Glasgow- borgar að þínu mati þessar gömlu byggingar og listasöfnin? „Já, ég tel það. Borgin er kannski meiri menningarborg en margar aðrar borgir á Bretlands- eyjum, enda hlaut hún nafnbótina Menningarborg Evrópu 1990. í Glasgow er til dæmis Sinfóníu- hijómsveit Skotlands með aðsetur og þar er skoska óperan, svo dæmi séu tekin. Fólk þarf sem sagt ekki að Ieita til London til að hlusta á góða tónlist eða fara í leikhús, því Citizen leikhúsið er einnig ljómandi gott. Auk þess halda merkir menn eins og Pavarotti og fleiri tónleika." Rætt við aðstoðarmann Taggarts, MacPherson — Þið eigið síðan viðtöl við ís- lendinga og aðra, sem búa í borg- unum. Geturðu nefnt dæmi um ein- hverja? „I Glasgow tala ég meðal annars við MacPherson, þann sem leikur aðstoðarmann rannsóknarlög- reglumannsins Taggarts í sjón- varpsþáttunum, en hann er sann- kallaður Glasgowbúi. í Vínarborg tála ég m.a. við Manuelu Wiesler flautuleikara, sem ólst þar upp. í þættinum frá Amsterdam, sem sýndur er í kvöld, tala ég við Þóm Kristínu Johnsen semballeikara og tónlistarkennara, en hún hefur búið lengi í borginni og þekkir hana vel. Auk þess tala ég við Daníel Þorsteinsson ungan píanóleikara sem stundar nám í Amsterdam. Þau segja frá því hvernig borgin kemur þeim fyrir sjónir og við reyn- um að finna að hvaða leyti hún er sérstök." Sigmar segir að hver borgarferð um sig hafi tekið 5-6 daga og að- spurður hvort eitthvað skemmtilegt hafi hent í ferðunum svarar hann: „Ég get nefnt dæmi um hvað Bandaríkjamenn em markaðssinn- aðir. Við vomm að kvikmynda í Greenwich Village í New York. Þama var djassband að skemmta og við spurðum hvort við mættum mynda þau. Jú, jú, það var alveg sjálfsagt. Skiljanlega vom þau for- vitin hvaðan við væmm og við sögðum þeim það. Þegar mynda- tökum lauk bað söngkonan um nafnspjaldið mitt, sem hún fékk. Ég var ekki fyrr kominn heim en mér bárast geisladiskar og allar upplýsingar um söngkonuna frá umboðsmanni hennar með ósk um tónleika á íslandi eftir að búið væri að senda út þáttinn frá New York.“ — Gastu orðið við óskum kon- unnar? Ætlar hún að halda tónleika hér á landi? „Ja, ég er ekki í skemmtana- bransanum, þannig að ég kom því til viðeigandi aðila. — Þetta er ekki nein fræg söngkona, en þarna get- ur maður séð hvað Bandaríkjamenn em markaðshugsandi og fjölmiðla- vanir. Við tókum meðal annars kvik- myndir af blökkumanni ásamt öðr- um af kínverskum ættum, sem spiluðu gömul Jimi Hendrix lög. Jú, jú, við fengum að leyfí til að taka skot af þeim og ætluðum að hefjast handa, en þá sagði blökku- maðurinn: Nei, heyrðu, taktu held- ur hérna vinstra megin við mig, ég kem betur út þannig!" Slöð 2: Ein og yfirgefin ■■■■■ Eng- OO 15 >nn "" — veit sina ævi fyrr en öll er, er máltæki sem á sérstak- lega vel við sjón- varpsmyndina Ein og yfirgefin (The Last To Go). í upphafi myndarinnar er Slattery-fjöl- skyldan að flytja Slattery-feðginin á góðri stundu. í hús drauma sinna í Connecticut í Bandaríkjunum. Hins vegar gerist margt sem ekki var hægt að sjá fyrir, sumt gleðilegt annað sorglegt og allir þessir atburðir em blaðsíður í óskrifaðri sögu heimilisins. Rás 1; Brot úr Irfi og starfi IMínu Sveinsdóttur ■ í þættinum Þau stóðu í sviðsljósinu í dag verður sagt frá 00 Nínu Sveinsdóttur, en þessi þáttur var upphaflega fluttur í þáttaröðinni í fáum dráttum. Nína var gamanleikari og ásamt Emelíu Jónasdóttur og Auróru Halldórsdóttur talin með fyndn- ari konum á fyrri hluta aldarinnar. í þættinum verður leitað fanga í segulbandasafninu og eins ræðir umsjónarmaðurinn, Viðar Eggerts- son við vini Nínu og samferðamenn. VERKTAKAR s! Til sölu steypuhrærivél 350 It. með rafmótor og vökvalyftu á skúffu, á hjólum og með dráttarbeisli. Verð aðeins kr. 378.510 m/vsk. staðgreitt. Til afgreiðslu strax. Pallar hf. Dalvegi 16, Kópavogi, sími 64 10 20 V ————^ 390 MANNS TRYGGÐU SERIVIKUNNI BORGARVEISLU I EDINBORG, 3ja daga ferð frá 14ra daga ferð frá o *Verð miðast við staðgnsiðslu ferðakostnaðar. Föst aukagjöld, samtals 3550 kr., eru ekki inrirfalin í verði. 5 daga ferð frá ^fÚRVAL-ÚTSÝN /Mjódd: sími 699 300; við Austurvöll: s(mi-2 69 00 ( Hafnarfirði: simi 65 23 66; við Ráóbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmörinum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.