Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 26
ÍSIENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF. 26 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 TILBOÐ ÓSKAST í Toyota 4-Runner árgerð ’89 (ekinn 49 þús. mílur), Jeep Wrangler 4x4 árgerð '90 (ekinn 13 þús. mílur), Chevrolet BlazerS-10 Tahoe 4x4 árgerð '87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 18. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA SKAGAROKK Pottaplöntur o g púkar á sviðinu Það hyllir nú undir ann- ars ólíklega uppá- komu þar sem er Skaga- rokkið svokallaða sem fram fer daganna 25 og 26. september með þátt- töku tveggja gamal- reyndra og heimsþekktra rokkhljómsveita, Jethro Tull og Black Sabbath. Tónleikahölduðir eru á þönum við undirbúninginn, en fregnir berast að utan af væntanlegum gestum, liðsmenn Jethro Tull senda með símritum undarlegar kröfur um hvað skuli vera til staðar í búningsklefan- um og á sviðinu er þeir leika og liðsmenn Black Sabbath eiga í sínum enda- lausu erjum við sértrúar- hópa sem telja þá útsendara Lúsifers til að svala fýsnum þeirra sem illt stunda. Sigurður Sverrisson ritstjóri á Akranesi er forsprakki Skagarokks og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að þó hann hefði vitað fyrir- fram að hann myndi hafa í nógu að snúast er málið færi að vinda upp á sig þá vjeri slík lýsing nú augljóslega hlægileg. Svona lagað væri ótrúleg snúið og sýndi alltaf á sér nýjar hlið- ar. Eitt er sérviska hinna erlendu listamanna. Skömmu eftir að samið var við skosku rokkaranna í Jethro Tull kom t.d. langur listi yfir það sem þurfti að vera til staðar til þess að þeir næðu réttu andlegu ásigkomu- lagi. Sem dæmi má nefna að tiltek- inn fjöldi handklæða átti að vera til staðar. ÖII ný, en samt þvegin einu Ian Anderson situr til borðs og tveir fé- laga hans eru skammt undan. sinni! Það nýjasta nýtt kom á símrita frá herbúðum laxabóndans Ians Andersons, forsprakka sveitarinnar fyrir stuttu. „Þeir krefjst þess nú, að útvegaðar verði tíu tveggja metra háar pottaplöntur sem eigi að vera á sviðinu hluta af tónleikunum. Sveit- in hefur einnig beðið um hringlaga borð og fjóra stóla að hætti franskra kaffihúsa. Við vitum ekki enn þá hvað þeir félagar ætlast fyrir og bíð- um eiginlega spenntir eftir því hvað verður beðið um næst,“ sagði Sigurð- ur Sverrisson. Og hann bætti við, að félagarnir í Jethro Tull séu svo spenntir fyrir íslandsheimsókninni, að þeir hafa óskað eftir því að dvelj- ast á landinum tveimur dögum leng- ur en til stóð í fyrstu til að geta heilsað aðeins upp á land og þjóð. Það gustar meira um Black Sab- Ronnie James Dio söngvari Black Sabbath þenur raddböndin. bath sem er á tónleikaferð um Bandaríkin. Er sveitin að kynna nýj- ustu breiðskífu sína, „Dehumanizer", heitir hún og hvar sem þeir koma taka á móti þeim fulltrúar sértrúar- hópa. Frá fyrstu tíð hefur það orð farið af sveitinni að hún sé hand- bendi hins illa og trúarhóparnir hafa efnt til mótmæla við tónleikahallirn- ar. „Þeir telja sig vera illa mis- skylda," segir Sigurður. „Frá fyrstu tíð hafa þeir .verið með tákn á svið- inu hjá sér, kross á hvolfi og þvíum- líkt, en þeir fullyrða að slíkt sé að- eins til merkis um ævarandi átök góðs og ills í heiminum. Þeir fullyrða að þeir séu ekki djöflatrúar, þvert á móti trúi þeir á guð og ganga allir með krossa um hálsinn. Hins vegar hafi þeim snemma orðið ljóst að illt umtal hafi verið betra en ekkert í hinum harða heimi samkeppninnar og því hafi þeir um tíma ekki neitað ásökunum. Á ferðalagi sínu nú eru þeir með risastóran kross að baki sér á sviðinu og situr púki vopnaður þrí- forki uppi á honum. Þeir segja þetta enn eitt táknið um baráttu góðs og ills, en sértrúarhóparnir segja þetta staðfesta djöflatrúnna og storka sannkristnum," segir Sigurður. Sídustu sæthi að sefast Costa del Sol með sérstöku hausttflboði Vikuferðir: 1.-8. sept. 7 sæti laus 8. - 15. sept. 12 sæti laus Verð Jíf.* á mann í tvíbýli í stúdíói á Costa Lago. Tveggja vikna ferðir: 1. - 15. sept. 5 sæti laus 15. - 29. sept. Laus sæti Verð 'fJMv Jf.* á mann í tvíbýli í stúdíói á Costa Lago. Þriggja vikna ferðir: 18 ágúst. - 8. sept. Uppselt 8. - 29. sept. Laus sæti Vérð Ét h tJ)-s) II ifi f * Jh á mann í tvíbýli í stúdíói á Costa Lago. ^ÍIVAL-ÍTSÝI íMjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sfmi 2 69 00 f Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sfmi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allt EXPð’92 *Verð miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar og er án fastra aukagjalcJa, samtals 3.450 kr. á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.