Morgunblaðið - 16.08.1992, Side 6

Morgunblaðið - 16.08.1992, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. AGUST 1992 Fornleifarannsóknum á rústinni að Hofsstöðum í Mývatnssveit lokið Rústín gætí verið af óvenjustórum bæ frá 10. eða 11. öld RANNSOKNUM á 45 metra langri og 9 metra breiðri rúst á Hofsstöðum í Mývatnssveit er nú lokið. Við uppgröftinn fundust ekki neinir munir sem benda til heiðins helgihalds og telur Adolf Friðriksson fornleifafræðingur sem stjórnaði uppgreftrinum að rústin sé naum- ast af hofi. Hann álitur að Hofsstaðarústin gáeti allt eins verið af óvenju stórum bóndabæ. Rústin á Hofsstöðum þykir stórmerk og hennar er getið í öllum helstu yfirlitsritum um sögu og fornleifafræði víkingaaldar. Aldursgreining hefur leitt i ljós að rústin er frá 10. eða 11. öld. Sex vísindamenn unnu að uppgreftrinum á Hofsstöðum og fundu minjar um enn eldri byggingar vestan við stóru rústina. Munnmæli hafa lengi hermt að hof hafí ver- ið á Hofsstöðum í heiðnum sið en að sögn Adolfs Friðrikssonar hefur engin óyggjandi staðfesting á því fundist við rannsóknir þar. Þetta er í þriðja sinn sem rannsóknir eru gerðar á rústinni á Hofsstöðum. Fyrst grófu þeir Daniel Bruun og Finnur Jónsson prófessor þar árið 1908 og kom- ust að þeirri niðurstöðu að um rústir af hofi væri að ræða. Á þeim tíma voru ekki til nákvæm- ar aðferðir til aldursgreiningar á rústunum og í niðurstöðum sínum tóku þeir Daniel og Finnur meðal annars mið af lýsingum íslendingasagna á hofum. Þar er þeim svo lýst að aðalbyggingin hafi verið stór salur til veisluhalda og út úr honum minna hús þar sem goðalíkneskjur voru geymdar. Þessi lýsing kemur heim og saman við Hofsstaðarústina því að við norðurenda hennar mótar greinilega fyrir minna afhýsi. Daniel og Finnur fundu ekki margt gripa við rannsóknir sínar. Þó komu í ljós naglar, brýni og vaðsteinar við uppgröftinn árið 1908. Olav Olsen, núverandi þjóðminjavörður Dana, reit á sjöunda áratugnum doktorsritgerð um heiðin hof. I tengslum við þá vinnu stundaði hann rannsóknir á Hofsstöðum og gróf þá með- al annars í holu 9 metrum sunnan við aðalrúst- ina. Holan reyndist vera full af beinum, ösku og eldsprungnum steinum. Þeir Finnur og Dani- el álitu á sínum tíma að um væri að ræða' ein- hvers konar ruslholu en Olav Olsen taldi hana vera soðholu. Adolf Friðriksson segir að þarna sé um að ræða holu sem er 6 metrar í þvermál og því sé fremur ósennilegt að hún hafi verið hentug til þess að elda fyrir heimamenn ein- göngu. Þetta var einnig niðurstaða Olavs Olsen sem lagði í kjölfar rannsókna sinna fram þá tilgátu að á Isiandi hafi til forna ekki verið sérstakar hofbyggingar heldur hafi menn komið saman á stærri bæjum til þess að blóta goðin. Við rannsóknimar í sumar fundu vísindamenn- imir soðholu inni í rústunum og reyndist hún vera í kringum einn metri í þvermál. Segir Adólf líklegt að sú hola hafí verið notuð við daglega matseld á bænum. Adolf Friðriksson segir að við uppgröftinn í sumar hafi verið lögð mikil áhersla á að greina aldur rústarinnar. I þeim tilgangi var gerður 27 metra langur skurður þvert yfír norðanverða tóftina. Þannig fundust yfír rústinni gjóskulög frá árunum 1104 til 1717, en í rústinni og und- ir henni fundust gjóskulög frá landnámsöld. Það er því niðurstaða Adolfs að Hofsstaðarústin sé frá 10. eða 11. öid. Adolf segir að það sem hvað mest hafi komið á óvart við uppgröftinn hafí verið uppgötvun enn eldri minja um byggingar vestan við tóftina á Hofsstöðum. Þær minjar voru ekki rannsakað- ar til hlítar í sumar en þó fundust þar torfvegg- ir og gólflag. Rannsóknirnar á Hofsstöðum stóðu í þijár vikur og vom styrktar af Vísindasjóði og At- vinnumálasjóði námsmanna. Auk Adolfs unnu að rannsóknunum þau Mjöll Snæsdóttir forn- leifafræðingur, Orri Vésteinsson fomleifafræð- Morgunblaðið/Mjöll Snæsdóttir Vísindamenn við vinnu í skurði sem graf- inn var þvert yfir rústina á Hofsstöðum. ingur, Magnús Sigurgeirsson gjóskulagafræð- ingur, Garðar Guðmundsson fomvistfræðingur og Guðmundur Jónsson fornleifafræðinemi. Fornleifarannsóknir hafa að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar staðið yfír á þremur öðrum stöðum á landinu í sumar. Þjóð- minjasafnið hefur veg og vanda af uppgreftri og rannsóknum á Bessastöðum undir stjórn Sigurðar Bergsteinssonar fomleifafræðings. Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður leiðir rannsóknir á klausturbænum í Viðey og Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson fomleifafræðingur er um það bil að ljúka rannsóknum sínum á Stöng í Þjórsárdal. Tillaga þjóðminjavarðar: Þjóðminjasafn flytji í SS-húsið o g listaskólar fái hús safnsins GUÐMUNDUR Magnússon, sett- ur þjóðminjavörður, hefur farið þess á leit við Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra að kannað verði hvort hægt sé að flytja Þjóð- minjasafnið í SS-húsið svokallaða í Laugarnesi. Rætt hefur verið Gjaldþrot Þykkva- bæjarkartaflna: 33% af al- mennum kröfum greiddust SKIPTUM í þrotabúi Þykkvabæj- arkartaflna hf. er lokið, en fyrir- tækið varð gjaldþrota í janúar 1990. Forgangskröfur greiddust að fullu og þriðjungur almennra krafna greiddist. Tap kröfuhafa nemur um 15 milljónum króna að höfuðstóli. Lýst var 747 þúsund króna for- gangskröfum og greiddust þær að fullu. 33%, eða rúmar 7,8 milljónir króna, greiddust upp í almennar kröfur sem samþykktar voru tæp- lega 23,8 milljónir króna. um að húsið verði notað fyrir listaháskóla, en Guðmundur telur vænlegra að listaskólarnir fái núverandi hús Þjóðminjasafnsins til umráða. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir að ákvörðun verði tekin um nýtingu SS-hússins'í vikunni. „Þjóðminjasafnið hefur áhuga á að fá annað húsnæði vegna þess að stofnunin getur ekki búið öllu lengur við núverandi aðstæður. Jafnvel þótt gert hafí verið við hluta húsnæðisins er það óviðunandi bæði í bráð og lengd. Við höfum fyrst og fremst spurt hvaða aðrir mögu- leikar séu í stöðunni svo ekki þurfí að koma til lokun safnsins,“ sagði Guðmundur Magnússon í samtali við_ Morgunblaðið. í tíð fyrrverandi menntamálaráð- herra var gerð áætlun um endumýj- un húss Þjóðminjasafnsins við Suð- urgötu, sem meðal annars gerði ráð fyrir allstórum viðbyggingum við húsið. Markmiðið var að tryggja að húsið hentaði safninu til frambúðar. Guðmundur Magnússon sagði að áætlunin rykfélli nú í menntamála- ráðuneytinu, sem ekki hefði tekið til hennar afstöðu. „Jafnvel þótt af úrbótunum yrði væri aðstaða safns- ins algerlega ófullnægjandi að mínu mati og mjög óhentug upp á fram- tíðina. Ég hef !ýst þeirri skoðun minni bæði við þjóðminjaráð og menntamálaráðherra," sagði Guð- muridur. „Húsnæði safnsins er að- eins til fárra ára og auk þess er aðkoma að safninu ómöguleg, ef þar á að vera hægt að koma við ferða- þjónustu." Ríkið keypti SS-húsið í fyrravor og var þá rætt um að listaháskóli, sem lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um að stofna, yrði þar til húsa. Myndlista- og handíðaskólinn og Nemendaleikhúsið hafa þegar áformað að flytja í húsið. Guðmund- ur Magnússon sagði að um leið og hann hefði beðið um að kannað yrði hvort Þjóðminjasafnið gæti fengið húsið, hefði hann lagt áherzlu á að húsnæðisvandi listaskólanna yrði leystur. „Hugsanlega myndu lista- skólar frekar geta nýtt húsnæði Þjóðminjasafnsins. Það væri að mörgu leyti hagkvæmur kostur. Þeir gætu þannig nýtt sér stjórn- sýslu Háskólans, bókabúðir, stúd- entagarða, Þjóðarbókhlöðu og ein- staka námskeið, sem hægt væri að tengja listaskólunum í öðrum bygg- ingum Háskólans," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að SS-húsið væri nógu virðulegt hús fyrir Þjóðminja- safnið og gæti hentað safninu afar vel. Möguleikar gæfust á fleiri byggingum í framtíðinni og nóg pláss væri utan húss fyrir tií dæmis tækni- og sjóminjasöfn Þjóðminja- safnsins, sem nú væru hýst að mestu í geymsium. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra átti síðastliðinn föstudag fund með Bjarna Daníelssyni, skóla- stjóra Myndlista- og handíðaskól- ans, þar sern þeir ræddu framtíð SS-hússins. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu kom- ið sér saman um að segja ekki frá því, sem rætt hefði verið á fund- inum. Hann sagði hins vegar að ákvörðunar um framtíðarnýtingu hússins væri að vænta nú í vikunni. Samkvæmt venju mun þingheimur hlýða á guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem hefst kl. 13.30. Þar mun predika séra Árni Bergur Sigurbjömsson sóknarprestur í Ásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Áuk Vigdísar Finnbogadóttur for- seta og séra Bolla Gústavssonar vígslubiskups og alþingismanna verða viðstaddir ýmsir æðstu emb- ættismenn þjóðarinnar, fulltrúar er- lendra ríkja og margt af starfsliði Alþingis. Að lokinni guðsþjónustu munu þingmenn ganga til fundar í Alþing- ishúsinu. Þar mun forseti lýðveldisins ávarpa þingheim og setja 116. lög- gjafarþingið. Samtímis lýkur 115. löggjafarþinginu sem frestað var í vor. Eftir að forseti hefur sett þingið mun hún kalla til fundarstjórnar ald- ursforseta þingsins, Matthías Bjarnason fyrsta þingmann Vest- fjarða. Fundarstjóri mun bjóða þing- menn og starfsmenn Alþingis vel- komna til starfa og óska þeim allra heilla í verkum sínum. Síðan verður þessum fyrsta þingfundi frestað til Hoogovens tapar 1,6 milljörðum HOLLENZKI málmframleiðand- inn Hoogovens, eitt fyrirtækið í Atlantsáls-hópnum, tapaði 49 milljónum gyllina, eða um 1,6 miiljörðum íslenzkra króna, á fyrri helmingi ársins. Verð á áli og stáli, helztu framleiðsluvörum fyrirtækisins, er lágt og eftir- spurn litil. Þetta kemur fram í bandaríska blaðinu Wall Street Journal. Þrátt fyrir aukahagnað vegna sölu eigna fyrir tíu milljónir gyllina og skattafrádrátt að upphæð 37 milljónir gyllina, gekk rekstur fyrir- tækisins mjög illa fyrri helming ársins. Á sama tíma í fyrra var hagnaður Hoogovens 55 milljónir gyllina eða tæplega 1,8 milljarðar króna. Wall Street Journal vitnar í tals- mann fyrirtækisins, sem segir að allt stefni í svipaða rekstrarafkomu á seinni helmingi ársins. Forsvars- menn Hoogovens sjá engin bata- merki á stál- og álmörkuðum í Evrópu, en álverð hefur hrunið vegna gífurlegs framboðs á ódýru áli frá Rússlandi og öðrum Austur- Evrópulöndum. Hoogovens, bandaríska fyrirtæk- ið Alumax og sænska fyrirtækið Grángers standa að Atlantsáls- hópnum, sem áformar byggingu álvers á Keilisnesi. Framkvæmdum við álverksmiðjuna hefur verið sleg- ið á frest vegna slæms ástands á álmörkuðum og versnandi afkomu fyrirtækjanna. -----»-♦ ♦---- Þorlákshöfn: Brotist inn í heilsu- gæslustöðina BROTIST var inn í heilsugæslu- stöðina í Þorlákshöfn aðfaranótt föstudags. Lögreglan á Selfossi segir að nokkru magni af margs konar lyfj- um hafi verið stolið og biður hún fólk, sem gefið geti upplýsingar um mannaferðir um kvöldið eða nóttina, að hafa samband við sig. Innbrotsmennirnir ollu töluverðum skemmdum í heilsugæslustöðinni. næsta dags, þriðjudags. Á þriðjudaginn verða forseti og varaforsetar þingsins kosnir og hlut- að um sæti í þingsal. Ennfremur á samkvæmt þingsköpum að kjósa í fastanefndir þingsins. Á miðvikudag- inn er gert ráð fyrir að fyrsta um- ræða um samninginn um evrópskt efnahagssvæði, EES, hefjist. Samkvæmt samkomulagi sem gert var milli forystumanna stjórnmála- flokkanna 8. maí um þingmeðferð EES-samningsins var samkomudegi þingsins flýtt til 17. ágúst. En reglu- legur samkomudagur Alþingis er 1. október. Samkomulagið tilgreinir einnig að stefnt skuli að því að sem flest lagafrumvörp tengd EES fái afgreiðslu fyrir lok september. Sam- komulagið gerir einnig ráð fyrir því að stefnt skuli að þinghléi síðari hluta septembermánaðar en stefnuræða forsætisráðherra og framlagning fjárlagafrumvarpsins verði á hefð- bundnum tíma. Því er fyrirhugað í starfsáætlun Alþingis þinghlé frá 19. september til 6. október. Forseti setur Alþingi íslendinga á mánudag VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, setur á mánudaginn Alþingi Islendinga, 116. löggjafarþing. Reglulegur setningardagur Alþingis er 1. október en samkomulag var gert í vor um að flýta þingsetningu vegna afgreiðslu EES-samningsins. í t I > & \ \ 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.