Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 2
2661 H3ÖM3T433 ,SS HUOAGTJlQIH<í QIQAJÖVIUDHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Morgunblaðið/Agúst Fyrsta síldin kom á land í Neskaupstað FYRSTA síldin sem veiðist á þessari vertíð barst til Neskaupstaðar í gærdag. Það var Þðrshamar GK sem kom með um 150 lestir sem hann fékk í einu kasti á Papagrunni. Síldin var stór og falleg. Fituinni- hald reyndist 17-18%. Hún verður flökuð og söltuð fyrir Norðurlandamarkað. Einnig er ætlunin að frysta hluta af sfld þessari í beitu. Á síðustu vertíð barst fyrsta síldin til Neskaupstaðar mánuði seinna en nú eða 21. október. Börkur NK kom til hafnar í dag og skipti um nót og hélt síðan á síldarmiðin en þar voru fjórir aðrir bátar að veiðum þegar Þórs- hamar fékk sfldina. Agúst. / Grundarbotni við Grundarfjörð hafa um 5.000 rúmmetrar af jarð- vegi horfíð 7 Hafið í dag Jarðsig Súsanna Svavarsdóttir skrifar um uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Olafs Hauks Símonarsonar 14 Skordýrœitur í vodka___________ Óleyfilegt magn skordýraeiturs hefur fundist í rússneska vodkanu Stolitsnaja 27 Leiðari________________________ Hvert nú, Evrópa? 28 Landsbankinn hafnar viðskipt- um að óbreyttu Á FUNDI sem þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra áttu með tveimur bankastjórum Landsbankans í gærdag um rækjuvinnsluna Meleyri hf. á Hvammstanga kom fram að Landsbankinn mun ekki taka Meleyri í afurðalánaviðskipti aftur að öllu óbreyttu. Hinsvegar mun Landsbankinn reiðubúinn til viðræðna við forráðamenn Meleyr- ar og mun Guðmundur Tr. Sigurðsson stjórnarformaður Meleyrar eiga fund með bankastjórunum í fyrramálið. íþróttir ► Aðeins selt í sæti á HM-leik- inn gegn Grikklandi - Margir knattspyrnumenn á faraldsfæti - Eyjólfur frá í tvær vikur - Nýliðarnir efstir í handboitanum Rækiuvinnslan Meleyrí á Hvammstanga Morgunblaðið/Júlíus Aðalleikvángurinn flóðlýstur KVEIKT var á nýju flóðljósunum á aðalleikvanginum í Laugardal í gærkvöldi, en 38 ljóskastarar eru á hveiju hinna fjögurra mastra. Þau verða fyrst notuð í landsleik í knattspyrnu 7. október nk. Þorski úr Barentshafi landað til vinnslu í Ejfjum Vestmannaeyjum. FRYSTIHUSIN í Vestmannaeyjum hafa keypt 187 tonn af frystum og hausskornum þorski úr Barentshafi af rússneskri útgerð. Fiskin- um var landað úr togara frá Murmansk í Eyjum í gær. Fimmtán hringanna voru saman í einum kassa. Þeir voru skreyttir með rúbín- og safírsteinum og út- söluverð hvers þeirra er 7.900 kr. Níu hringar voru saman í öðrum kassa og var útsöluverð þeirra frá 19-115 þúsund kr. Hringamir voru í glerskáp sem festur er á vegg verslunarinnar og voru engar læsingar á skápnum. Afgreiðslustúlka verslunarinnar var ein að störfum og var að af- greiða viðskiptavin þegar hún sá tvo menn koma inn. Hún sá þá skoða sig um en veitti þeim ekki frekari athygli. Þegar hún hafði lokið við að afgreiða viðskiptavin- inn tók hún eftir því að mennirnir voru famir út úr versluninni og hringarnir í skápnum voru horfnir. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Vinnslustöðin kaupin tvo þriðju þorsksins og ísfélagið þriðjung. Úlfar Steindórssón fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í gær að fiskurinn virtist vera ágætur, en nokkuð misstór. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði að eftir væri að taka út gæði og meta fiskinn. Vinnslustöðin ætlar að láta hluta aflans í vinnslu í saltfiskpökk- unarverksmiðju sinni en nota hinn hlutann í frystingu þegar lítið er um hráefni. Úlfar sagði að framhald þessara viðskipta færi eftir því hvemig þetta hráefni kæmi út í vinnslunni en þeir og seljendurnir vildu skoða málið áfram. Grímur vilji af hálfu bankastjóranna að ræða þetta mál við forráðamenn Meleyrar og kanna hvort hægt væri að finna flöt á málinu. Guðmundur Tr. Sigurðsson segir að staða fyrirtækisins verði mjög erfið komi Landsbankinn ekki að nýju inn í þessi viðskipti og atvinna þeirra 50-60 manna sem vinna hjá fyrirtækinu verði í mikilli hættu. Skuldir Meleyrar nema nú um 200 milljónum króna og eignir á móti nema svipaðri upphæð. Ástæða þess að Landsbankinn lokaði fyrir afurðalánaviðskipti Meleyrar er að í ljós kom í sumar að fyrirtækið hafði farið 20-25 milljónir króna framyfir veðheimildir sínar í bank- anum miðað við birgðir, að sögn Guðmundar. ------» ♦ »----- Viðræður við Shevardnadze EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, mun hafa stutta viðdvöl hér á landi í dag. Hann ræðir þá við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanrikisráðherra. Shevardnadze er á leið til New York til viðræðna við bandaríska ráðamenn. Flugvél hans á að milli- lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis og mun Shevardnadze hitta ís- lenzku ráðherrana að máli í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Pálmi Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir að þingmenn- imir hafí viljað ræða við banka- stjóra Landsbankans um þann vanda sem við væri að etja á Hvammstanga og athuga þá mögu- leika sem til væm í þessari stöðu um áframhaldandi fyrirgreiðslu. Sverrir Hermannsson og Halldór Guðbjamason sátu fundinn af hálfu bankans. Pálmi segir að greinilega hafi komið fram að bankinn sé ekki tilbúinn, að öllu óbreyttu, að halda áfram afurðalánaviðskiptum við Meleyri. En jafnframt kom fram Hollendingar staðfesta áform um sæstrengsverksmiðju hér Hagkvæmnisathuganir vegna sæstrengs hefjast væntanlega í október YFIRVOLD í Hollandi hafa mik- inn áhuga á umhverfisvænni orku frá íslandi og eru ánægð með þá viljayfirlýsingu sem gerð hefur verið á milli þriggja hol- lenskra orkufyrirtækja, Reylga- víkurborgar og Islenskra sæ- strengja hf. Líkt og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu byggist yflrlýsingin m.a. á því að kanna skuli hvort hagkvæmt sé að flytja orku frá Islandi í gegnum sæstreng til HoIIands og að reist verði verksmiðja til kapalframleiðslu í Reykjavík. Að sögn Piet Wijnen, sem er upplýs- ingafulltrúi verkefnisins í Hol- landi, hafa hollensku fyrirtækin þrjú, NKF Kabel, EPON og PGEM, áhuga á að samningur um hagkvæmnisathugun náist og munu vera ánægð með að ís- lenskir aðilar séu fúsir til sam- starfs. Wijnen staðfesti að m.a. væri áformað að byggja kapal- verksmiðju í Reykjavík en gert er ráð fyrir að slík verksmiðja geti skapað um 400 atvinnutæki- færi. „Kapall frá íslandi til Hollands myndi vera um 1.800 km og nauð- synlegt er að byggja verksmiðjuna á íslandi. Mér skilst að það sé mikil- vægt fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem slík verksmiðja myndi skapa atvinnu og styrkja efnahagslífið," sagði Wijnen í samtali við Morgun- blaðið. Að undanfömu hafa þessar hugmyndir verið kynntar fýrir ráða- mönnum í Hollandi og í gær voru þær fyrst kynntar fyrir fjölmiðlum í Hollandi. NKF Kabel er stórt kapalfram- leiðslufyrirtæki, EPON er orku- . framleiðslufyrirtæki fyrir austur- og norður-Holland og PGEM er orkudreifingarfyrirtæki í héruðun- um Gelderland og Flevoland í Hol- landi, þar sem alls búa um 2 milljón- ir manna. Árleg velta þessara þriggja fyrirtækja er um 120 millj- arðar króna og hjá þeim em um 5.000 starfsmenn. í fréttatilkynningu sem send var til fjölmiðla í Hollandi í gær segir frá viljayfirlýsingunni sem gerð hafi verið. í tilkynningunni kemur fram að í hagkvæmnisathugun þurfi að kanna þijá meginþætti. Byggingu vatnsaflsstöðva með 1.000 MW-afli á íslandi, flutning á raforkunni til Hollands með há- spennukapli á sjávarbotni og einnig þurfí að kanna byggingu sæ- strengsverksmiðju í Reykjavík til að framleiða þessa kapla. Gert er ráð fyrir að fyrri hluti hagkvæmnisathugunar hefíst um miðjan október en ljúki fyrir ára- mót. Þá verður tekin ákvörðun um hvort athuguninni verður haldið áfram og ef svo verður þá mun hagkvæmnisathugun að fullu verða Skartgriparán Hringnm fyrir hálfa millj. stolið 24 gullhringum að verðmæti um 550 'þúsund kr. var stolið skömmu fyrir hádegi sl. laugar- dag úr skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi. Hringarnir voru í sýningarkassa inni í versluninni og svo virðist sem þjófarnir hafí teygt sig eft- ir skartgripunum. lokið á næsta ári. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er gert ráð fyrir að heildarkostnað- ur við hagkvæmnisathugun verði um 100 milljónir króna, Hollending- ar greiði 80% þess kostnaðar en Reykjavíkurborg 20%. Ef hag- kvæmnigathuganir reynast jákvæð- ar er gert ráð fyrir að hollenskir neytendur fái aðgang að umhverfis- vænni raforku á árunum 2005 til 2010.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.