Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTBMBER 1992
7
Jarðsig í Grundarfirði
Grundarfirði.
í SVOKÖLLUÐUM Grundarbotni við
Grundarfjörð hafa um 5.000 rúmmetr-
ar af jarðvegi horfið, Um er að ræða
400 m langan, 7 m breiðan og að
meðaltali 2 m djúpan skurð sem mynd-
ast hefur meðfram vegarkafla sem
liggur upp að réttum Eyrarsveitar.
Skurður þessi var ekki þarna í fyrra-
haust og enginn veit hvernig hann
hefur orðið til.
Þegar starfsmenn Eyrarsveitar hugð-
ust lagfæra réttarveginn nú fyrir skömmu
gengu þeir fram á þennan skurð.
Grundarbotn er talinn vera gamall sjávar-
botn og er þar þykkt lag af sjávarmöl
en ofan á því er u.þ.b. metra þykkt mold-
arlag og grassvörður efst. Hefur grass-
vörðurinn og moldin og 1 m þykkt lag
af möl sópast burt á þessum 400 m langa
kafla, en engin leið er að sjá hvert þess-
ir 5.000 rúmmetrar hafa farið, því ekki
eru sjáanleg nein merki um að jarðvegur-
inn hafi runnið úr skurðinum eftir yfir-
borði jarðar. Dettur mönnum helst í hug
að holrúm hafi verið undir þessu svæði
og þangað hafi jarðvegurinn runnið. Þetta
eru þó eingöngu vangaveltur leikmanna,
því að sérfræðingar hafa ekki enn skoðað
þetta. Gamlir menn í sveitinni segja eftir
öfum sínum að á þessu svæði hafi stór-
fljót runnið neðanjarðar hér áður og fyrr-
meir, en hvort svo er enn er með öllu óvíst.
- Hallgrímur
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Skurðurinn, þar sem jarðsig hefur orðið í Grundarfirði. Drengurinn á myndinni heit-
ir Björn Þór Þorsteinsson.
0,l%hækkun
á húsaleigu
og bygging-
vísitölu
VÍSITALA byggingarkostnaðar
eftir verðlagi um miðjan septem-
ber reyndist vera 188,9 stig sam-
kvæmt útreikningum Hagstof-
unnar og hækkar um 0,1% frá því
í ágúst. Þessi vísitala gildir fyrir
október 1992. Vísitala byggingar-
kostnaðar hefur hækkað um 1%
síðastliðna 12 mánuði, en síðustu
þijá mánuði hefur vísitalan hækk-
að um 0,2% og samsvarar það um
0,6% hækkun á ári.
Hagstofan hefur jafnframt reikn-
að launavísitölu fyrir september-
mánuð 1992 miðað við meðallaun í
ágúst síðastliðnum, og er vístalan
130,2 stig, eða óbreytt frá fyrra
mánuði. Samsvarandi launavísitala
sem gildir við útreikning greiðslu-
marks fasteignaveðlána er einnig
óbreytt og er því 2.848 stig í októ-
ber 1992.
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði sem samkvæmt
samningum fylgir vísitölu húsnæðis-
kostnaðar eða breytingum meðal-
launa hækkar um 0,1% frá og með
1. október, og reiknast þessi hækkun
á þá leigu sem er í september 1992.
Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo
mánuði, þ.e. í nóvember og desem-
ber.
Bóluefnið
ekki notað
hérlendis
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir
vill taka fram vegna frétta í
fjölmiðlum um aukaverkanir
MMR-bóluefnisins að sú teg-
und af þessu bóluefni sem hér
um ræðir hafi ekki verið notuð
hérlendis.
Bóluefni þetta er gefið gegn
mislingum, rauðum hundum og
hettusótt. Fréttir hafa verið um
aukaverkanir samfara notkun
þessa bóluefnis í Englandi en
landlæknir segir að þar sé um
aðra tegund af þessu efni að
ræða en notuð hefur verið hér á
landi.
Stýrimenn
samþykktu
Atkvæðagreiðsla um kjarasamn-
ing fyrir stýrimenn á farskipum milli
'Stýrimannafélags íslands annars
vegar og Vinnuveitendasambands
íslands og Vinnumálasambands
Samvinnufélaganna hins vegar, sem
undirritaður var 1. september 1992,
er lokið og hafa atkvæði verið talin.
Atkvæðu greiddu 60 félagar eða
48,4%. Atkvæði féllu þannig að já
sögðu 48 og nei sögðu 12.
TIL ÞJÓNUSTU REIDUBÚNIR:
KRISTJAN OSKARSSON
ÆGIR ÁRMANNSSON
STEINAR BIRGISSON
ELLERT STEFÁNSSON
JÓN HEIÐAR PÁLSSON
GUNNAR ÓLAFSSON
JÓHANN ÁKI BJÖRNSSON
SVEINN ÁKI LÚÐVÍKSSON
MAGNÚS ÓLASON
(A
2
á töhíum og tölvubúnaði
24. og 25. september
í Borgartúni 6
Fulltrúar frá Innkaupastofnun ríkisins
og Tæknivali verða á sta&num.
Sýningin verður opin frá kl. 1 3-17.
26. september er lokadagur
pantana i 3. hluta
rikissamnings
Tæknival bý&ur ríkisstofnunum,
sveitarfélögum landsins, starfs-
mönnum ríkis og bæja, kennurum,
nemendum á háskólastigi og
framhaldsskólum vildarkjör á tölvum
og tölvubúnabi.
Pantanir vegna 3. hluta þurfa að
berast í síðasta lagi 26. september
n.k. til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá
Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7,
sími 91-26844, fax 91-626739.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
ya Tæknival
SKEIFAN 17- V (91) 681665, FAX: (91) 680664
A FRAMTIÐINA