Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 STRAUMÞUNGT HAFFÓLK _________Leiklist______________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið HAFIÐ Höfundur: Ólafur Haukur Sím- onarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Það má segja að þetta nýjasta leikrit Ólafs Hauks og frumupp- færsla Þjóðleikhússins á nýju leik- ári Qalli um blákaldan íslenskan veruleika. Um leið og höfundurinn tekur fyrir ólík sjónarmið hvað varðar sjávarútveg og lífsafkomu þjóðarinnar er það þó öllu fremur íslenska fjölskyldan sem er í for- grunni: Sú staðreynd að á íslandi hefur löngum þótt eðlilegra en víða annars staðar að fjölskyldan héldi saman, einstaklingarnir innan hennar hefðu vináttusamband sín á milli — og hér hefur ekki þótt eðlilegt að spyija hvort manni líki almennt við fólk sem af einhverjum ástæðum er í sömu fjölskyldu og maður sjálfur. Fjölskylda er fjöl- skylda, blóð er þykkara en vatn og svo framvegis. í Hafinu stillir Ólafur Haukur upp mjög áhugaverðri fjölskyldu. Samsetning hennar er ótrúleg þvæla eins og gerist og gengur á Islandi. Ættfaðirinn, Þórður, býr með systur fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kristínu. Með Sunnu, fyrri eiginkonu sinni, á hann fimm börn — á heimilinu er dóttir Kristínar sjötta barnið og Bergur, sem alinn er upp á heimili Þórðar. Einnig er móðir Þórðar, Katrín, á heimilinu. Persónurnar eru fremur hægt kynntar til sögunnar og virðist til- gangurinn með því fremur þjóna þeim þætti verksins sem að breytt- um aðstæðum við sjávarútveg lýtur heldur en að undirbyggja persónu- sköpun. Það er strax tekist á um gildismat; Þórður byijaði með tvær hendur tómar en er nú útgerðar- maðurinn í þessu litla sjávarplássi þar sem verkið gerist. Það eru ára- mót og Þórður hefur kallað bömin sín heim til að tjá þeim fyrirmæli sín varðandi framtíð fyrirtækisins. Þórður er harðstjóri við fjölskyldu sína og réttlætir þá staðreynd með því að hann beri hag byggðarlags- ins fyrir bijósti. Börnin hans hafa öll hypjað sig eins langt í burtu frá honum og þau komast, nema einn sonurmn, Haraldur, sem lifir í þóknun við föður sinn, hefur hlotið vissa umbun fyrir — en hefur í rauninni alla tíð verið að undirbúa valdarán, ef svo mætti að orði kom- ast. Þórður hefur mestu skömm á bömum sínum og gerir sér enga grein fyrir því að harðstjórar fá aldrei neitt annað en svik að laun- um fyrir óbilgimi í samskiptum. Þórður hefur gefíð skipanir, sem bömin hans hafa ekki getað hlýtt. Hann er munnstór með engin eyru — og hefur því aldrei reynt að skilja bömin sín. A meðan hann klifar á því að hann hafí hagsmuni byggð- arlagsins að leiðarljósi — rétt eins og öll landsbyggðarstefnan sé und- ir hans stífni komin — hafa hags- munir þeirra sem nær honum standa — bamanna hans — aldrei komið honum við. Fyrir honum em þau spillt og ágjöm og hafa valdið honum vonbrigðum. En hvemig á annað að vera. Það em gömul og ný sannindi að böm taka svikinn tíma gjaman út í peningum um leið og þau hafa vit til — sé þess nokkur kostur. Og reiðin — hún er nánast sýni- leg á sviðinu, rétt eins og leikmynd- in. Öll böm Þórðar eru ofsalega reið. Þau em reið vegna þess að það er aldrei hlustað á þau. Þau em reið út í Kristínu frænku sína, sambýliskonu Þórðar, sem þau hafa þurft að alast upp hjá. Þessari meðfærilegu, snyrtilegu konu sem er svo Ijúf og lágvær — svoddan mús. En krakkamir vita það sem aldrei hefur hentað Þórði að sjá; það læðast ekki allar mýs. Þetta er ákaflega nútímaleg fjöl- skylda. Þórður viðheldur gamla tímanum og hefur móður sína á heimilinu — en það er augljóst að ekkert af bömunum hans ætlar að taka hann inn á sitt heimili. Þau vilja losna við hann á ömggan stað; flytja hann búferlum og koma hon- um út úr harðstjórahlutverkinu við sjóinn — og þar með vera í hag- stæðari stöðu til að eiga við hann. Um þetta em systkinin nokkuð samtaka — en það er líka það eina. Þau eiga nánast enga samleið og reyna það ekki einu sinni. Gömlu íjölskyldugildin em að gliðna. Þar fyrir utan em þau fulltrúar fyrir ólíkt gildismat í samfélaginu og ftest þeirra ágætlega skrifuð sem slík. Það er tekist á um gildismat; Þórður hefur verið aðal atvinnu- veitaridinn á staðnum og í stað þess að hugsa um að fólkið komi honum ekki við vill hann reyna að vera ábyrgur gagnvart þeim sem hafa fest fjármuni sína þar. En af eðlislægri stífni sér hann ekki að breytingar verða að eiga sér stað ef hann á að geta staðið undir þeirri ábyrgð. Höfnun hans á stað- reyndum má því alveg flokka und- ir ábyrgðarleysi. Sum bamanna vilja bara selja allt draslið, fá sinn hluta af peningum, pakka Þórði og Kristínu í hálfgerða geymslu í Reykjavík; geymslu sem er svo fullkomin að þau þurfa aldrei að hafa sektarkennd yfír því að líta ekki einu sinni inn hjá honum. Önnur vilja breyta rekstri útgerðar- innar til samræmis við nýja tíma, þótt til þess þurfí að færa vissar fómir. Og það er ljóst að kostir og gallar felast í öllum möguleikunum sem upp á borðið koma. A sviðinu á sér því stað hatrömm valdabar- átta, valdabaráttunnar vegna, fremur en að hún einkennist af sameiginlegum eða sundmðum hagsmunum. Hvað sem því líður, þá tekur Ólafur Haukur hér á máli sem brennur í dag, því þótt hlutfallslega fáir hafí beina afkomu af sjávarút- vegi í dag — þá er sjávarútvegur ennþá eina „auðlind" okkar. Með þvv að tefla saman ólíkum hags- munum tekst Ólafi að beina at- hygli manns að því að málið kemur okkur öllum við. Það kemur okkur við, að það er fólk í landinu sem á allt sitt undir því að raunhæft sé tekið á sjávarútvegsmálum. Það kemur okkur við hvort verið er að reka gamla koppa (sem skapa at- vinnu fyrir marga) eða afkastamik- il frystiskip (sem skapa fáum at- vinnu). Það kemur okkur við hvort gamalt gildismat eða nýtt er Iátið ráða ferðinni þegar tekin er ákvörð- un um verðmæti. Ólafur Haukur stillir upp þeim andstæðum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur snú- ist um og þegar maður gengur út úr leikhúsinu er efst í huga að það hljóti að vera millivegur — bara ef málið snerist ekki um valdatog- streitu, fremur en hagsmuni þeirra sem með málið fara. Það væri skemmtilegt að velta vöngum yfír ótal fleiri hlutum í þessu nýja leikriti Ólafs, því það er svo fínofið net af andstæðum og hliðstæðum og allir þættir verksins koma manneskjunni við: Þjóðfélagsumrótið og átökin þar vísa beint inn i fjölskylduna. Sam- skiptamunstrið og sambandsleysið innan fjölskyldunnar vísa beint út í þjóðfélagið. Hagsmunahóparnir eru ekkert að tala sama tungumál. Texti verksins er ákaflega skemmtilegur: Hann er persónu- skapandi um leið og hann er raun- sæislegur, bráðfyndinn um leið og hann er mjög alvarlegur. Þetta er vel skrifað og það sem betra er, vel hugsað, verk, laust við Ijóðræn og út í bláinri flog með einhvem „listrænan" merkimiða. Markviss hugsun og góð tilfínning gerir það að listaverki. í hlutverki Þórðar er Helgi Skúlason og leikur þennan vel meinandi harðstjóra, með gamal- dags viðhorf í vitsmununum og hjartað á röngum stað, á óhugnan- lega sannfærandi hátt. Þórður læt- ur ekki aldeilis grípa sig á við- kvæmninni og þegar eitthvað snertir hann, tekur hann sér „grand exit“ út úr fjölskyldunni; stjómar með Ijarveru og þögn. Hann leyfir engum að gagnrýna sig, heldur að hann viti alltaf hvað er hinum fyr- ir bestu og telur réttlætið sín meg- in. Að bömin hans em ekki sama sinnis eru auðvitað bein svik við hann. í hvert sinn sem Þórður fær tækifæri til að líta í eigin barm heggur hann, slær eða dregur sig í hlé. Reiðin í fjölskyldunni byijaði ekkert með börnunum. Móðir Þórð- ar, Katrín, lætur hann heyra sitt af hveiju — en á milli þeirra er greinilega þegjandi samkomulag um að hann þurfí ekkert að taka mark á eiturörvum hennar — og hann afgreiðir málið með því að tala til hennar eins og gamallar, hálfkalkaðrar kerlingar. Þann vegg er Katrín ekki fær um að bijóta, enda gæti það orðið til þess að Þórður gæti hvergi slakað á stríð- um andlitsdráttunum og sýnt ein- hveija umhyggju. Á meðan kerling- in heldur sig á „íróníu“ mottunni hefur Þórður örlítinn blíðuventil. Að því er virðist, ömurlegur mað- ur. En leikur Helga gæðir Þórð auðvitað meira lífí og meiri mennsku en þetta og það er ljóst að Þórður er hræddur. Hann er hræddur við að tapa valdabarátt- unni við börnin. Hann er hræddur við að enda með tvær hendur tóm- ar, hann er hræddur við að falla úr þeim jákvæða sessi að vera horn- steinn byggðarlagsins, hann er hræddur við að missa stjórnina og treystir ekki. Þess vegna er Þórður einangraður, hræddur og óörugg- ur. Bríet Héðinsdóttir leikur Katrínu, móður Þórðar. Það verður að segjast eins og er að Bríet á snilldarleik í gervi þessarar kald- hæðnu gömlu konu, sem þekkir sko karlmennina í sinni fjölskyldu; kann takmarkanir þeirra og ósveigjanleika út og inn — enda hefur hún snúið sér að því að fylgj- ast með heimsmálunum og notar þau óspart til að snú sig út úr sam- ræðunum, þegar hún finnur að hún er komin hættulega nálægt kvik- unni í syninum. Katrín er sterk kona og hreinskiptin, líkamlega beygð en athyglisgáfan í 100% lagi. Hún fíflast með það að hún ætli ekki að deyja á meðan hún hefur koníak að dreypa á og Þórður sér henni fyrir nægum birgðum af því. Það er jú ein leið til að sljóvga þessa sterku konu. Margrét Guðmundsdóttir leikur Kristínu, sambýliskonu Þórðar. Túlkun hennar er framúrskarandi góð. Kristín er ljúf og góð húsmóð- ir, virkar ósköp öiyggislaus innan um vargaflokk Þórðar — en viti menn! Hver stjórnar? Margrét leik- ur þessa yfirborðsmjúku en í raun- inni ísköldu, útsmognu konu — sem bregst við öllum aðstæðum af ein- stakri herkænsku — af svo mikilli nákvæmni að maður er stöðugt að skipta um tilfínningar gagnvart henni; allt frá djúpri samúð, yfir í undrun, andstöðu og á endanum fyrirlitningu. Fyrirlitningu vegna leyndarmáls sem hún hefur varð- veitt og ætlar að varðveita áfram til að verða ekki blettótt. Henni er alveg sama um fómarlömbin. Jóhann Sigurðarson leikur Har- ald, son Þórðar, sem hefur tekið við rekstri útgerðarfélagsins. Har- aldur á sér háleita drauma um valdayfírtöku og þykist þóknast föður sínum í hvívetna — og nú á að láta reyna á kraftana. En Har- aldur er enginn bógur og þegar til kastanna kemur þarf hann sterkan stuðning, ef hann á að sigra. Jó- hann fer vel með þetta hlutverk og er ósköp ánalegur forstjóri, rétt eins og hundur sem bíður eftir að eigandinn umbuni honum með beini. Ragnheiður Steindórsdóttir leik- ur Áslaugu, konu Haraldar. Sú rekur einu tískuverlun staðarins. Persóna Áslaugar er ein brotalömin í verki Ólafs. Hún er of einhliða, drykkfelld, ofskreytt drusla; ein- hver karikatúr af manneskju. Kannski fulltrúi fyrir græðgi — en það er sama hvemig manneskja er, hún hlýtur að hafa meira en eina hlið. Þrátt fyrir það Iék Ragn- heiður hana mjög vel, var trú þess- ari týpu og gerði hana jafnvel dálít- ið skemmtilega. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fer með hlutverk Ragnheiðar, dóttur Þórðar. Hún er kvikmyndaleik- stjóri, framagjörn og afar slæm á taugum. Öryggisleysi hennar er algert og um leið og einhver andar á hana, öskrar hún (ekkert svo ólík karli föður sínum í viðbrögðum). Lilja Guðrún fer eins vel með hlut- verkið og efni standa til en það er lítið vægi í persónunni — hún er bara hávær, svo tilefnin em fá til að gæða hana mennsku. Eiginmann Ragnheiðar, Guð- mund, leikur Randver Þorláksson. Meðferð hans á hlutverkinu er vandvirknislega og vel unnin. Guð- mundur er fremur einfaldur og veikgeðja náungi, hlýðir skipunum konu sinnar og svíkur hana þegar færi gefast til að afbera niðurlæg- inguna. Hann reynir að sigla milli skers og bám í samskiptum við þessa reiðu fjölskyldu, en það tekst ekki alltaf jafn vel til, vegna þess að Guðmundur er ekkert útsmog- inn. Hann er nánast gegnsær. Pálmi Gestsson leikur Jón, ann- an son Þórðar. Jón er flugmaður, sem hefur starfað víða um heim en er nú kyrrsettur vegna sjón- galla. Hann hefur átt margar kær- ustur og hefur nú enn eina með sér í farteskinu. Hann er rótlaus, ósvíf- inn, árásargjam og illkvittinn; vöm hans í fjölskyldunni er að höggva stöðugt í kvikuna á hinum. Pálmi kom persónu Jóns óhugnanlega vel til skila; var mjög uppáþrengjandi án þess að fara yfír mörkin. Lóu, lagskonu Jóns, leikur Edda Amljótsdóttir. Lóa virðist til að byija með fremur heimsk gella — en hún hefur eðlisávísun og óbrenglaða dómgreind og er fljót að sjá hvemig hún á að komast af við þessa reiðu fjölskyldu. Þótt hlutverkið sé lítt afgerandi — frem- ur lítið og skiptir litlu máli fyrir framvindu verksins — er meðferð Eddu frábær. Hún er leikkona sem ég vona að við fáum að sjá mikið af; hún hefur mikla útgeislun, nærvera hennar er sterk og hún hefur mikinn sviðssjarma. Hjördísi, dóttur Þórðar, leikur Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hjördís er önnur brotalöm í persónusköpun- verksins. Hún er kennari, ljóðskáld og ritstjóri kvennablaðs — púkó, alvörugefin og samkvæmt Jóni (flugmanni) karlahatari. Það er lát- ið gott heita í verkinu. Jón gefur líka upp ástæðuna fyrir því, svo Hjördís er ekkert skýrð á eigin forsendum. Ólafía Hrönn gerði þessari einhliða stúlku ágæt skil, en í rauninni býður hlutverkið ekki upg á nein tilþrif. Ágúst, yngsta son Þórðar, leikur Stefán Jónsson, og Maríu, dóttur Kristínar, leikur Þórey Sigþórsdótt- ir. Ágúst er svo hræddur við föður sinn að hann þorir ekki að segja honum hvað hann er að stúdera í Þýskalandi. María er svo frjálsleg og hispurslaus að það er eins og hún hafi ekki alist upp í fjölskyld- unni. Leikur þeirra Stefáns og Þó- reyjar virkaði ósannfærandi á mig. Raddbeitingin var ónákvæm og uppspennt. Látbragð Þóreyjar var yfírdrifið fremur en ungæðislegt og Stefán virkaði fremur heftur — enda fremur óljóst hvaða tilgangi hlutverk hans þjónaði í sýning- unni. Það er eins höfundurinn hafí skrifað þau Ágúst og Maríu til að hafa eitthvað krassandi leyndarmál í verkinu. Að lokum er það Bergur sem Sigurður Siguijónsson Ieikur. Þótt verkið snúist að miklu leyti um hlutverk Bergs í fjölskyldunni er hann lítið á sviðinu — en Sigurður skilar líflegri og aðlaðandi persónu, allt öðruvísi en systkinin eru, og stendur því Þórði nær en börnin hans. Enda er Bergur sama aflakló- in og veðrajaxlinn og Þórður sjálfur — bara kátari. Leikstjómin er harla góð, þótt hún bæti ekki upp þær brotalamir sem mér fínnst vera í persónum Áslaugar, Ragnheiðar, Hjördísar, Ágústs og Maríu. Andrúmsloflið er þrungið spennu og henni tekst að halda, jafnvel eftir að Þórður tilkynnir um framtíð fyrirtækisins. Þá magnast átökin og fjölskyldu- meðlimir grípa til sinna ráða. Hreyfíngin í sýningunni er góð, þrátt fyrir mikinn texta, skiptingar hraðar og nákvæmar og áhorfand- inn er aldrei látinn „bíða“ eftir að eitthvað gerist. Leikmyndin er raunsæisleg og í fullu samræmi við verkið; snyrtileg stór stofa sem rúmar alla fjölskyld- una. Ríkmannlega stór, en innrétt- uð af stakri íhaldssemi, í takt við húsbóndann. Konan sem hefur ver- ið húsmóðir þarna í tuttugu ár hefur ekki skapað þetta heimili. Búningar eru vel unnir og undir- strika oft persónugerð hvers og eins og allt útlit sýningarinnar styður verkið til hins ítrasta. Faðir og synir takast á um gildismat, fortíð og framtíð. Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson, Helgi Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverkum sinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.