Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
27
Japanski kommúnistaflokkurinn
Sviptu 100 ára gamlan
félaga heiðurstitlinum
Tókíó. Reuter.
JAPANSKI kommúnistaflokkurinn hefur svipt 100 ára gamlan
félaga, Sanzo Nosaka, heiðursformannstitli fyrir að svíkja einn
flokksfélaganna í hendur Stalíns árið 1938, að því er upplýst
var í gær.
árinu 1928. Nosaka segir í bréf-
unum, að hugsanlegt sé, að
Ymamoto sé njósnari fyrir jap-
önsk stjómvöld.
Kenzo Yamamoto var tekinn
af lífi árið 1939. í fréttatilkynn-
ingu Kommúnistaflokks Japans
segir, að hann hafi aldrei verið
njósnari og staðhæfíngar í sjálf-
sævisögu Nosakas um að hann
hafí reynt eins og hann framast
gat að bjarga lífí Yamamotos séu
rangar.
Akvörðunin um að svipta
gamla manninn heiðurstitli sín-
um verður formlega afgreidd á
næsta flokksþingi.
Þegar Nosaka skrifaði fyrr-
nefnd bréf, dvaldist hann í útlegð
í Bandaríkjunum og tók þátt í
neðanjarðarstarfsemi, sem fólst
í að lauma kommúnískum áróð-
ursritum inn í Japan.
Árið 1946 sneri Nosaka til
Japans sem hetja. Hann varð
þingmaður og var auk þess kjör-
inn í miðstjórn kommúnista-
flokksins, sem þá var nýlega
orðinn löglegur í landinu. For-
maður miðstjórnarinnar varð
hann árið 1958.
Evrópubandalagið
Grænfriðungar vilja
umhverfisvæna '
Nosaka, sem gekk í Kommún-
istaflokk Japans árið 1922, árið
sem flokkurinn var stofnaður,
var handtekinn og fangelsaður
og varð að sæta útlegð árum
saman fyrir málstaðinn. Eftir
síðari heimsstyijöldina varð hann
virtur þingmaður og var formað-
ur miðstjórnar flokksins í aldar-
fjórðung. Þegar hann lét af störf-
um árið 1982, var hann kjörinn
heiðursformaður.
En nú hefur Nosaka verið ýtt
út í kuldann. Komið hefur í ljós,
að einn af flokksfélögunum var
ranglega sakaður um njósnir og
lét fyrir það líf sitt frammi fyrir
aftökusveitum Stalíns.
Samkvæmt fréttatilkynningu
flokksins komu tvö sendibréf
Nosakas frá árinu 1938 og 39 í
leitirnar í Moskvu fyrir
skemmstu, þegar aðgangur opn-
aðist að skjalasafni Kommúni-
staflokks Sovétríkjanna. í bréf-
unum nefnir hann Kenzo Yama-
moto, sem um þær mundir átti
sæti í stjórn Alþjóðasambands
kommúnista, Comintem, fyrir
hönd japanskra kommúnista, og
hafði búið í Sovétríkjunum frá
sjávarútvegsstefnu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Umhverfisverndarsamtök Grænfriðunga hafa skorað á aðildarriki
Evrópubandalagsins (EB) og framkvæmdastjórn að taka sjávarút-
vegsstefnu EB til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að
gera hana vistvænni.
Talsmenn Grænfriðunga benda á
að stefnan hafí beðið fullkomið
skipbrot og ekki verði komið í veg
fyrir frekara hrun fískistofna án
þess að endurskoða markmið henn-
ar. Það meginmarkmið að banda-
lagið verði sjálfu sér nægt um sjáv-
arafurðir gangi aldrei upp og leiði
til ofuráherslu á veiðiheimildir utan
bandalagsins. Grænfriðungar
gagnrýna jafnframt harðlega að
hvergi er minnst á umhverfisþætti
í þeirri umræðu sem fer fram um
endurskoðun stefnunnar um þessar
mundir.
Talsmenn Grænfriðunga segja
að sjávarútvegur innan EB sé í úlfa-
kreppu ofveiði og hnignandi físki-
stofna án þess að bent hafí verið á
nokkra leið út úr kreppunni. Ljóst
sé að engin breyting verði á ef
grundvallaratriðum stefnunnar
verði ekki breytt. Leggja verði meiri
áherslu á umhverfísþætti í stefn-
unni og hún byggð á því að raska
sem minnst lífríki sjávar en ekki
byggt eingöngu á efnahagslegum
markmiðum sem iðulega séu til
skamms tíma.
Talsmenn samtakanna lýstu sér-
stökum áhyggjum vegna þeirrar
áherslu sem lögð er á það innan
EB að afla veiðiheimilda innan lög-
sagna annarra ríkja. Grænfriðung-
ar vara við þessari þróun sem sé í
rauninni einungis útflutningur á
vandamáli sem EB verði að leysa.
Nú þegar stundi floti EB rányrkju
bæði á úthöfunum og í lögsögum
ríkja sem gerðir hafí verið samning-
ar við.
í tillögum sem Grænfriðungar
hyggjast kynna fyrir framkvæmda-
stjórn EB er gert ráð fyrir að vernd-
un fískistofna og umhverfisins í
sjónum verði sett á oddinn. Græn-
friðungar telja að þróa verði tölvu-
líkön sem taki mið af þeim upplýs-
ingum sem liggja fyrir á hveijum
tíma um ástand fískistofna og al-
mennt ástand sjávar. Þrátt fyrir
mikla óvissu og takmarkaðar upp-
lýsingar megi með því móti a.m.k.
tryggja að verstu kostirnir verði
útilokaðir sem eigi alls ekki við
þegar heildaraflamagn er ákveðið
á póhtískum forsendum eins og nú
sé.
Samkvæmt tillögum Grænfrið-
unga á það alltaf að vera í verka-
hring þeirra sem hafa fjárhagslegan
ávinning af veiðum að sýna fram á
að fískistofnar séu ekki í hættu.
-----*—♦—«---
Skordýra-
eitur í
Stolitsnaja
Prag. Reuter.
Oleyfilegt magn skordýraeit-
urs hefur fundist í rússneska
vodkanu Stolitsnaja sem selt er
í Tékkóslóvakíu. Heilbrigðisyfir-
völd þar í landi hafa sökum þessa
bannað sölu á vodkanu.
Að sögn Höskuldar Jónssonar
forstjóra ÁTVR hefur Stolitsnaja
ekki fengist hérlendis í langan tíma
og þar af leiðandi þurfí ekki að
bregðast við þessum fréttum frá
Tékkóslóvakíu nú. Hann segir að
áformað sé að ÁTVR fái þessa
vodka-tegund í framtíðinni frá Dan-
mörku. Þeir muni hinsvegar fylgj-
ast grannt með þessum fregnum
frá Tékkóslóvíku enda líti þeir al-
varlegum augum á ef vara frá þeim
reynist gölluð.
SJÓÐSBRÉF5
Mjög öruggur sjóður
sem eingöngu fjárfestir
í ríkistryggðum skuldabréfum.
VlB
Arsávöxtun uinfrnm wröhólgu s.l. 6 mán.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sírrii 68 15 30.
l¥ress í 33 ár
Hressingarleikfimi kvenna og karla
Haustnámskeið heQast fimmtudaginn 24. september nk.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Lauearnesskóla oe
Góðfúslega leitið upplýsinga hjá okkur
STALGRINDARHÚS
Getum boðið mjög vönduð stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin eru
samþykktaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og henta m.a. vel
sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallir og iðnaðarhúsnæði..
Einnig getum við boðið stálbita ásamt þakjárni á mjög hagstæðu verði.
UMBOÐ/SALA:
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500
VERÐDÆMI:
Stærð:: 1 1.20 x 12.40= 138m2
— 11.20 x24.40=273m2
— 14.20 x24.40=346m2
— 20.20 x 40.40=816m2
Kr.
Kr.
Kr.
Kr.
1.025.000
1.540.000
1.932.000
4.975.000
SALA:
Eyrarvegi 37
800 Selfoss
Sími 98-22277