Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
Afhending sjúkranuddbaðs frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar. Talið
frá vinstri: Karl Loftsson, Asdís Hauksdóttir, forstöðumaður dval-
arheimilisins, Páll Guðjónsson, Sigsteinn Pálsson, Halldór Krist-
insson, Róbert B. Agnarsson bæjarstjóri, Magnús Sigsteinsson,
Halldór Runólfsson, Magnús Pálsson og Björn Ástmundsson.
Afhending lyftubaðstóls frá Kvenfélagi Lágafellssóknar. Talið frá
vinstri: Svava Ámadóttir, Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Magnús-
dóttir, Ása Einarsdóttir, Fríða Bjarnadóttir, Róbert B. Agnarsson
bæjarsljóri, Sigrún Sigtryggsdóttir og Ingunn Árnadóttir.
Mosfellsbær
Nýbygging við dvalarheimili
aldraðra að Hlaðhömrum
ANNAR áfangi dvalarheimilis aldraðra í Mosfellsbæ var formlega
tekinn í notkun 9. ágúst sl. Þann dag fögnuðu íbúar Mosfellsbæjar
einnig fimm ára afmæli bæjarins og af því tilefni gátu bæjarbúar
gert sér dagamun víðs vegar um bæinn. Nýbygging við dvalarheim-
ilið bætir úr brýnni þörf fyrir húsnæði aldraðra í Mosfellsbæ.
Yfír eitt hundrað gestir voru
viðstaddir opnun dvalarheimilis
aldraðra að Hlaðhömrum í Mos-
fellsbæ. Róbert B. Agnarsson bæj-
arstjóri bauð gesti velkomna og
stjómaði samkomunni. Páll Guð-
jónsson, formaður byggingar-
nefndar dvalarheimilisins,_ rakti
byggingarsögu hússins. í máli
Páls kom m.a. fram að nýbygging-
in hefði á núvirði kostað um 200
milljónir króna. Þar em 14 ein-
staklings- og hjónaíbúðir, en í 1.
áfanga dvalarheimilisins voru fyrir
6 íbúðir. Stór hluti nýbyggingar-
innar er sameiginlegt rými, sem
nýtast mun til margvíslegrar þjón-
ustu við aldraða, tómstundaiðkun-
ar og samkomuhalds. Sr. Jón Þor-
steinsson, sóknarprestur í Mos-
fellsbæ, vígði húsið. Kór aldraðra
flutti ættjarðarlög við undirleik
Páls Helgasonar, stjórnanda kórs-
ins. Fulltrúar Kjalarness- og Kjós-
arhrepps fluttu dvalarheimilinu
kveðjur, en hrepparnir em sam-
starfsaðilar Mosfellsbæjar um
dvalarheimili aldraðra. Að athöfn
lokinni bauð bæjarstjóm Mosfells-
bæjar gestum upp á kaffiveitingar.
Margar veglegar og góðar gjaf-
ir bámst dvalarheimilinu í tilefni
af opnun nýbyggingarinnar. Lions-
klúbbur Mosfellsbæjar færði heim-
ilinu setbað með vatnsnuddi. And-
virði gjafarinnar er 679 þúsund
krónur og aflaði klúbburinn þess
fjár með sölu blóma, sem ræktuð
era í Reykjadal í Mosfellsbæ á
vegum klúbbsins og sjálfboðavinnu
við Lágafellskirkju á vegum sókn-
amefndar. Kvenfélag Lágafells-
sóknar færði heimilinu lyftubað-
stól. Andvirði gjafarinnar er 177
þúsund krónur og aflaði kvenfélag-
ið þess fjár með kaffisölu og þorra-
blótshaldi í Mosfellsbæ. Áður hafði
Kaupfélag Kjalarnesþings fært
dvalarheimilinu fé til kaupa á
hljóðfæri í tilefni af 40 ára af-
mæli Kaupfélagsins. Keypt var
píanó af gerðinni Samick sem kost-
aði 260 þúsund krónur.
Höggmynd var afhjúpuð utan
við dvalarheimilið að Hlaðhömrum
17. júní sl. Höggmyndin kallast
Stúlka með ljós og er eftir lista-
manninn Guðmund Einarsson frá
Miðdal. Hún er gjöf fjölskyldu
listamannsins til Mosfellsbæjar.
Myndin er úr jaspis og er í fullri
líkamsstærð. Skömmu fyrir vígslu
nýbyggingarinnar var höggmynd-
inni komið fyrir á endanlegum stað
norðan heimilisins, þar sem hún
stendur á náttúrusteini. Stúlka
með ljós er áhrifamikið og fallegt
verk sem verður augnayndi öllum
vegfarendum sem þarna eiga leið
um.
(Fréttatilkynning)
Stúlka með ljós eftir Guðmund
Einarsson frá Miðdal er gjöf
ættingja hans til Mosfellsbæjar.
Höggmyndin stendur við dval-
arheimili aldraðra að Hlaðhöm-
rum í Mosfellsbæ.
Eru
þeir að
fá 'ann
Búðardalur
Nemendum fjölgar
í grunnskólanum
svona. Skólinn hér hefur haft sam-
starf við sveitaskóla á Vesturlandi
og verður einnig svo í vetur.
Skólastjóri grunnskólans er
Þrúður Kristjánsdóttir.
- Kristjana
Morgunblaðið/Kristjana R. Agústsdóttir
Nemendur Grunnskólans í Búðardal við setningu skólans.
tala því ekki alveg í höfn. Ljóst er
þó að þetta er miklu meiri veiði en
í fyrra, er heildarveiðin var aðeins
681 lax. Það var, eins og í Víðidaln-
um, þriðja lélega sumarið í röð, en
veiðin í sumar er með því mesta
sem komið hefur á land á einu
sumri. Þó sögðu sérfræðingar við
ána í sumar að aldrei hefði komið
veruleg ganga í ána, það hefði
verið að reytast fiskur í ána stans-
laust og góð gönguskilyrði í Flóðinu
hefðu gert að verkum að fiskurinn
safnaðist ekki saman f Hnausa-
streng eins og algengt er, heldur
dreifði sér fljótt og vel um alla á.
Urmull veiddist af silungi í ánni,
mest góð sjóbleikja. Margir 20 til
23 punda laxar veiddust í Vatns-
dalsá.
Gott í Miðfirði
Veiði er nú lokið í Miðfjarðará
og lokahollið veiddi 52 laxa sem
er til marks um veiðibatann. Loka-
tölurnar em milli lv300 og 1.400
laxar, en áin rétt skreið yfir 1.000
laxa í fyrra. Þarna er því einnig
um góðan bata að ræða. Tveir rúm-
lega 20 punda fiskar vom stærstir
í sumar, en mikið veiddist af 11
Mikill veiðibati í
Húnavatnssýslum
Lokatölur úr laxveiðiánum
streyma nú inn og ljóst er að
helstu árnar í Húnavatnssýslum
hafakomið vel út í sumar.
Rífandi gott sumar
í Víðidalnum
Alls veiddust 1.520 laxar í Víði-
dalsá í sumar og er það feikna fjör-
kippur frá síðasta sumri, en þá
veiddust aðeins 655 laxar og var
sumarið það þriðja magra í röð.
Þessi lokastaða er ekki síst athygl-
isverð þegar það er skoðað að
óvenjulega vond skilyrði vom til
veiða mikinn hluta veiðitímans, rok
og kuldi. Mikið veiddist einnig af
vænni sjóbleikju í ánni. Stærstu
laxamir voru 23 punda, en margir
20 til 22 punda komu einnig á land.
Einnig mikill bati í
Vatnsdalsá
Vel á ellefta hundrað laxar
veiddust í Vatnsdalsá, en skráning
í ánni er í þrennu lagi og endanleg
/
Búðardal.
GRUNNSKÓLINN var settur 7.
september sl. Nemendur eru
heldur fleiri en siðasta vetur,
verða 75 á þessu skólaári.
Við skólann starfa átta kennarar
og er starfslið skólans mjög stöðugt
og litlar breytingar á milli ára.
Grunnskólinn hefur eingöngu fag-
menntaða kennara við störf og hef-
ur svo verið um árabil. Skólahúsið
er rúmgott og vel að skólanum búið.
Ýmsar aðgerðir eru í gangi til
þess að mæta niðurskurði í tíma-
kvóta, samkennsla hefur verið auk-
in og fyrirkomulagi í lengd kennslu-
eininga breytt. Samstarf verður
haft við Leikskólann í Búðardal um
gæslu yngstu nemendanna sem em
hér í skólaakstri og reynt á allan
hátt að haga tímatöflu nemenda
þannig að hún verði samfelld.
Eins og undanfarna tvo vetur
verður sundkennslunni lokið fyrir
áramót en nemendur frá Búðardal
sækja sundkennslu að Laugum og
hentar því betur að haga þessu til
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Borgarstjórn
Tillögu um
umbætur í at-
vinnumálum
vísað til
borgarráðs
TILLÖGU Nýs vettvangs um að
borgarsljórn samþykki auk-
afjárveitingu til atvinnuskap-
andi framkvæmda á þessu ári,
var vísað til borgarráðs til nán-
ari skoðunar á fundi borgar-
sljórnar á fimmtudagskvöld.
Kristín Á. Ólafsdóttir, sem flutti
tillöguna, sagði atvinnuástandið
í Reykjavík það alvarlegt að
borgarstjórn bæri að bregðast
við með því að auka fram-
kvæmdir frá því sem ákveðið
hefði verið í fjárhagsáætlun yf-
irstandandi árs.
Tillagan gengur út að að borgar-
stjórn nýti 500 milljón króna auka-
fjárveitingu til fjögurra verkefna,
hjúkrunarheimilis fyrir aldraða,
leikskóla, skólahúsnæðis í Grafar-
holts- og Borgarholtshverfum og
loks í framkvæmdir í þágu aukins
umferðaröryggis, annars vegar til
að leggja mislæg gatnamót á
Kringlumýrarbraut/Miklubraut og
hins vegar í undirgöng undir
Miklubraut við Rauðagerði.
Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sjálf-
stæðisflokki, sagði tillöguna al-
mennt ágæta en þó væri nauðsyn-
legt að binda sig ekki við ákveðin
atriði. Jóna Gróa lagði til að tillög-
unni yrði vísað til borgarráðs til
nánari athugunar og var það sam-
þykkt samhljóða.
-----♦ ♦ «-----
Slátrun hafin
í Búðardal
Búðardal.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst 14.
september hjá Afurðastöðinni í
Búðardal. Slátrað mun verða
28.000 fjár.
Unnið hefur verið að hagræð-
ingu í rekstri afurðastöðvarinnar *
og reynt að ná niður sláturkostn-
aði sem hefur þótt nokkuð mikill.
Vegna þessa verður færra fólk við
vinnu nú en undanfarin haust,
70-80 manns, að mestu leyti
heimafólk.
Unnið verður fjóra daga í viku
og mun sláturtíðin þess vegna
standa lengur en venjulega, eða
fram í október.
- Kristjana
til 18 punda löxum. Fremur lítið
var af sjóbleikjunni að þessu sinni,
þó komu skot af og til.
Þrefalt í Sandá
Sandá hafði gefið um 300 laxa
fyrir nokkru og var veiði ekki lok-
ið. Allt síðasta sumar var veiðin
aðeins 100 laxar og aðeins 81 lax
sumarið 1990, þama hefur því
aukningin orðið vemleg. Að sögn
Stefáns Á. Magnússonar, sem gjör-
þekkir Sandá, hafa skilyrði til veiða
seinni hluta sumars verið afleit og
því sé aldrei að vita hvað hefði
getað veiðst við aðrar og betri
kringumstæður. „Við vomm þarna
fyrir skömmu og það hafði rignt
sleitulítið í þijár vikur. Þetta var
orðið eins og eitthvert vatnaland.
Heimafólkið man ekki aðra eins
tíð. Við ætluðum að veiða klaklax
í kistur, höfðum tvær með okkur,
en önnur skolaðist langt niður með
á og brotnaði í spón, en hinni kom-
um við aldrei út vegna vatnselgs.
Þrátt fyrir þetta fékk hópurinn
okkar 10 laxa á fjómm dögum, en
þetta var eins og júníveiði í stór-
flóðum, laxinn var að taka í harða-
landi,“ sagði Stefán.