Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
Athugun á orkusölu til Hollands
Engir samningar undirritaðir eða
skuldbindingar um fjárframlög
••
- segir Markús Orn Antonsson, borgarstjóri
Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag kom fram gagnrýni á borgar-
stjóra vegna leyndar sem hvílt hafi yfir viðræðum hans við Hollend-
inga um hugsanlega orkusölu til Hollands og byggingu verksmiðju
í Reylqavík til að framleiða sæstreng. Umræðan í borgarstjórn var
framhald umræðu sem fram fór í borgarráði á þriðjudag, en þar
var viljayfirlýsing borgarstjóra, um að kanna grundvöll á samstarfi
við Hollendinga rædd. I bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins sem þar var lögð fram segir að engir samningar hafi verið undir-
ritaðir eða skuldbindingar um fjárframlög borgarinnar. I bókun
fulltrúa minnihlutans er harðlega átalið að borgarfulltrúar hafi feng-
ið fyrstu fréttir af athuguninni i fjölmiðlum. Jafnframt lagði Sigrún
Magnúsdóttir Framsóknarflokki fram fyrirspurn til borgarstjóra um
ástæðu þess að Reykjavíkurborg legði fé í sérstaka hagkvæmniathug-
un á virkjunum og hvort það væri ekki hlutverk Orkustofnunar og
Landsvirkjunar, en borgin er eigandi að 45% í Landsvirkjun.
Borgarstjóri gerði grein fyrir við-
ræðum við hollenska aðila um
möguleika á orkusölu til Hollands
og byggingu verksmiðju í Reykjavík
til að framleiða sæstreng, á fundi
borgarráðs á þriðjudag. Fulltrúar
minnihlutaflokkanna lögðu fram
bókun þar sem þeir átelja harðlega
að jafn viðamikið mál eins og aðild
borgarinnar að undirbúningi að
hagkvæmnisathugun á sölu á raf-
ma'gni um sæstreng skuli fyrst hafa
borist þeim til eyma í fjölmiðlum,
nær tveimur mánuðum eftir að
borgarstjóri hafi undirritað viljayf-
irlýsinguna. „Greinilegt er að borg-
arstjóri treystir borgarfulltrúum
ekki til að fara með viðkyæm trún-
aðarmál, þótt fjöldi embættismanna
hafi haft vitneskju um málið allt
frá upphafi. Vantraust borgarstjóra
á kjömum borgarfulltrúum er að
okkar mati ámælisvert," segir í
bókuninni.
í bókun sjálfstæðismanna segir
að það hafí verið að ósk hollensku
aðilanna að málið yrði ekki tekið
upp til pólitískrar umræðu og al-
mennrar umíjöllunar meðan það var
á undirbúningsstigi. „Engir samn-
ingar hafa verið undirritaðir. Engar
skuldbindingar hafa verið gerðar
um fjárframlög Reykjavíkurborgar
til verkefnisins." Borgarstjóri hafi
eingöngu undirritað viljayfírlýsingu
um að kannaður verði grundvöllur
til samstarfs við Hollendinga er
meðal annars taki til hugsanlegrar
verksmiðju sem reist yrði í Reykja-
vík til að framleiða sæstreng til
orkuútflutnings. „Til slíkrar undir-
ritunar hefur borgarstjóri umboð
og var leitað sérstakrar staðfesting-
ar lögfræðinga borgarinnar þar um.
Leiði undirbúningsvinnan sem nú
fer fram til þess að fyrir liggi til-
laga að samkomulagi um hag-
kvæmnisúttekt verður hún að sjálf-
sögðu lögð fyrir borgarráð og borg-
arstjórn til afgreiðslu," segir í bók-
uninni.
í fyrirspurn Sigrúnar Magnús-
dóttur til borgarstjóra, kemur fram
að atvinnuskopun í borginni sé já-
kvæð og að bygging sæstrengs-
verksmiðju gæti verið skref í þá átt
en hún óski eftir ítarlegri greinar-
gerð borgarstjóra um málið og svör
við nokkrum spurningum. Spurt er
hvaða ástæða sé til að borgin leggi
fjármuni í hagkvæmniathuganir á
orkusölu til Hollands, þar sem slíkt
sé á verksviði Markaðsskrifstofu
Landsvirkjunar og iðnaðarráðu-
neytisins. Jafnframt hvaðan borg-
arstjóra komi heimild til að lofa fjár-
framlögum til verkefna sem hvorki
borgarráð eða borgarstjórn hefur
verið gerð grein fyrir.
Á fundi borgarstjórnar á fímmtu-
dag var borgarstjóri gagnrýndur
fyrir þá leynd sem hvílt hefði yfir
viðræðunum. Sigrún Magnúsdóttir
sagði að henni hefði nánast á götu-
horni, verið boðið að fá trúnaðar-
skjalið. „Þetta mikla trúnaðarplagg
sem búið er að halda leyndu fyrir
borgarráði í tvo mánuði er að þvæl-
ast um borgina," sagði Sigrún.
Guðrún Zoega, Sjálfstæðisflokki,
gagnrýndi einnig málsmeðferðina
og sagðist undrast af hveiju slík
leynd hafí þurft að hvíla yfir mál-
inu. Þá gagnrýndi hún efni málsins
og sagðist í því sambandi telja að
betra væri að bíða og sjá hvað
kæmi út úr könnunum Markaðs-
skrifstofunnar og Landsvirkjunar.
„í þriðja lagi tel ég að borgin eigi
ekkert erindi inn í svona samninga
og athuganir, ekki fyrr en á miklu
seinni stigum ef það kæmi í ljós
að þetta gæti reynst áhugaverður
kostur," sagði Guðrún.
Markús Orn Antonsson, borgar-
stjóri, sagðist hafa kannað það hjá
lögfræðingum borgarinnar áður en
viðræður við Hollendingana hófust,
hvort honum væri heimilt að eiga
frumkvæði að slíkum viðræðum.
Þegar ljóst hefði verið að svo væri
hefði hann hafið viðræðurnar ásamt
nokkrum embættismönnum borgar-
innar. Hann sagði að þó borgarráð
og borgarstjóri færu með fram-
kvæmdavald í borginni fæli það
ekki í sér að borgarstjóri aðhefðist
ekkert nema að fylgja eftir fyrir-
framgerðum samþykktum borgar-
ráðs eða borgarstjórnar.
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Vetrarmitcell B.S.Í.
Fyrsta kvöld Vetrarmitcell var í
Sigtúni 9, föstudagskvöldið 18. sept-
ember. 18 pör mættu til leiks og efstu
pör urðu:
N/S:
Oli Bjöm Gunnarsson - Eyjólfur Magnússon 268
Höskuldur Gunnarsson - Þórður Sigfússon 260
Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 225
A/V:
Elín Jónsdóttir - lilja Guðnadóttir 276
FriðrikJónsson-RúnarHauksson 226
Bemódus Kristinsson - Þórður Bjömsson 224
Vetrarmiteell verður spilaður með
sama sniði og í fyrravetur, eins kvölda
mitcell keppni og hefst kl. 19 í Sig-
túni 9. Allir velkomnir. SKráning á
staðnum.
Bridsdeild Víkings
Vetrarstarfið hefst í kvöld með eins
kvölds tvímenningi. Spilað er í Víkinni
og hefst spilamennskan kl. 19.30.
Félagar fjölmennum strax á fyrsta
spilakvöld vetrarins.
Bridsfélag Breiðfirðinga
Átján pör spiluðu michell-tvímenn-
ing sl. fimmtudag og urðu úrslit þessi:
Norður/suður:
Gísli Steingrimsson - Sigurður Steingrimsson 268
AlbertÞorsteinsson-KristóferMagnússon 233
SveinnÞorvaldsson-PállÞórBergsson 226
Austur/vestur:
Matthías Þorvaldsson—Ljósbrá Baldursdóttir 261
Eyþór Hauksson - Bjöm Svavarsson 237
Þorleifur Þórarinsson - Jóhannes Laxdal 228
R AÐ/A UGL YSINGAR
Sinfóníuhljómsveit
íslands
óskar eftir að ráða í stöðu starfsmannastjóra
sem fyrst.
Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með mann-
leg samskipti og hafa áhuga á sígildri tónlist.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar í Háskólabíói og í síma 622255.
KENNSLA
Raddbeiting - söngur
Langi ykkur að fá leiðsögn þá er ég til í að
hjálpa ykkur. Nú er að drífa sig.
Upplýsingar í síma 36084, Svanhildur.
Málverkauppboð
Gallerí Borg heldur málverkauppboð á Hótel
Sögu sunnudaginn 4. október nk.
Verk, sem bjóða á upp, þurfa að berast eigi
síðar en mánudaginn 28. september nk.
BORG
listmunir - sýningar - uppboð,
Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík.
Sími 24211. Pósthólf 121-1566.
Fax 624248.
Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Bókaútgáfu
Menningarsjóðs, óskar eftir kauptilboðum í
útgáfurétt, bókalager og prentfilmur útgáf-
unnar.
Tilboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri í Borg-
artúni 7, Reykjavík, á kr. 1.500,-
Kauptilboð verða opnuð á sama stað kl.
11.00 f.h. þann 1. október 1992 í viðurvist
viðstaddra bjóðenda.
IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS
________BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK_
Barnakór í Seljakirkju
Fyrirhugað er að stofna yngri og eldri barna-
kór í Seljakirkju.
Viðtöl vegna inntöku verða í kirkjunni mið-
vikudaginn 23. september nk.
Yngri kór 7-8 ára börn kl. 17.30-18.30.
Eldri kór 9-12 ára börn kl. 16.30-17.30.
Kórstjórar Seljakirkju.
Samband
veitinga- og gistihúsa
heldur aðalfund á Hótel KEA, Akureyri,
5. og 6. október nk.
Þátttaka óskast tilkynnt í síma 27410
eða 621410.
IIFIMDAIIUK
Aðalfundur
Heimdallar
Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna I Reykjavík, verður haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 24.
september kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Heiðursgestur Markús Örn Antonsson.
Ath. Skrlfleg framboð til stjórnar og for-
manns skulu hafa borist stjórn félagsins
á skrifstofu þess fyrir kl. 20.00 í kvöld,
þriðjudag 22. september.
I.O.O.F. Rb. 1 = 1429228 - F.L.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
FerAir um næstu helgi
1. Laugardagur 26. sept.
kl. 09: Hagavatnsskáli 50 ára.
Skemmtileg afmælisferðað
Hagavatni. Áhugavert land-
svæði, sem alltof fáir þekkja.
Það þarf að skrá sig f ferðina
á skrifstofunni, Mörkinni 6,
sími 682533.
2. Sunnudagur 27. sept.
kl. 10.30. Þjóðleið 8: Heiðar-
vegur-Ólafsskarðsvegur-Geita-
fell.
3. Sunnudagur27. sept.
kl. 13. Fjölskyldudagur í
Heiðmörk. Gönguferðir, söng-
ur, leikir, pylsugrill.
Nánar auglýst síðar.
Munið helgarferðirnar 25.-27.
sept. 1. Landmannalaugar-Jök-
utgil. 2. Fjailahjólaferð á Land-
mannalaugasvæðinu í sam-
vinnu við (slenska fjallahjóla-
klúbbinn; tilboðsverð. 3. Þórs-
mörk-Langidalur. Brottför kl.
20. Pantið tfmanlega.
Ferðafélag Islands.
KFUM/KFUKog SÍK
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboðssalnum, Háaleitis-
braut 58. Ræðumaðurverðursr.
Berisha Hunde frá Eþíópíu. Upp-
hafsorð og bæn: Anna Lúðvíks-
dóttir. Hljómsveitin „Góðu frétt-
irnar" leikur. Allir eru velkomnir
á samkomuna.
Sálarrann-
sóknafélag
íslands
hefur sitt 74. starfsár. Skrifstofa
félagsins er opin alla virka daga
frá kl. 9-17. Símar skrifstofu eru
18130 og 618130.
Miðlarnir Þórunn Maggý Guð-
mundsdóttir og Zena Davies
starfa í október á vegum félags-
ins. Miðar í einkatíma hjá þeim
verða seldir á skrifstofu félags-
ins, Garðastræti 8, 25. septem-
ber kl. 13.
Þriggja kvölda slökunar- og
fræðslunámskeið verða haldin
í vetur og hefst það fyrsta 6.
október. Leiðbeinandi er Anna
Herskind.
Bókanlr á námskeiðin eru hafnar.
Stjórnin.
Hljómplötur
frá 7. og 8. áratugnum óskast
keyptar. T.d. Icecross, Pelican,
Náttúra, Svanfríður, Trúbrot o.fl.
Vel borgað fyrir góð eintök.
Uppl. í síma 17087.
i