Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 42

Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Sigurrós Oddgeirs- dóttir - Minning Fædd 24. júlí 1917 Dáin 13. september 1992 Á haustdögum árið 1958 stóð ég í eldhúsi í föðurhúsum ásamt móður minni. Henni var litið út um gluggann og segir mér að gera það sama og virða fyrir mér piltinn, sem var á leið upp Flensborgartúnið að skólanum. Eg sá aftan á háan og grannan pilt, sem gekk rólegum og föstum skrefum upp brekkuna og virtist hugsi. Móðir mín sagði mér að pilturinn væri sonur Sigurrósar Oddgeirsdóttur frá Ási, sem nú væri búsett austur á flörðum, en hún bætti við, að Sigurrós væri sérstak- lega vel gefin, og væri því ekki und- arlegt, að piltinum hefði gengið vel til náms, en nú lærði hann til lands- prófs. Þetta voru fyrstu spumir mínar af Sigurrósu Oddgeirsdóttur. Síðar kynntist ég henni persónulega fyrir um 22 árum er ég og pilturinn, sem getið er hér að ofan, sonur Sigur- rósar, Geir, urðum svilar. Við Sigur- rós heitin höfum síðan haft allnáið samband og hist iðulega hjá syni Fædd 5. febrúar 1951 Dáin 12. september 1992 Hvað er í heimi, Hulda, líf og andi? Hugsanir, Drottins sálum §ær og nær, þar sem að bárur brjóta hval á sandi, í brekku, þar sem Qallaljósið grær, þar sem að háleit hugmynd Ieið sér brýtur, Hann vissi það, er andi vor nú lýtur. (Úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrimssonar) Þessi hljóðláta kyrralífsmynd, þar sem báran rennir sér hlemmiskeið eftir sandöldunum við ströndina og myndar með því samhljóm milli fjalls og fjöru, lands og sjávar, ber vitni hinum nákvæma náttúruvísinda- manni og skáldi er ávallt leitaðist við að kalla fram hinn eina sanna tón í því sigúrverki sem heimur sam- anstendur af. Svo fallegar eru þess- ar ljóðlínur að þær minna á tónsmíð- ar Verdis þar sem róið er út á djúp- sævi mannlegra örlaga og þau túlk- uð af slíkri fágun og andagift að enn í dag geta áheyrendur í gjörvöll- um tónleikasölum veraldar gleymt stund og stað. En stundum er það svo að þær hinar sömu eigindir sem að ofan getur eru skráðar feiknistöfum milli himins og jarðar, fluttar af slíkum þrótti og krafti, að það er sem allt efni umskapist í frumeindir sínar og þyrlist niður á hvern og einn sem á hlýðir. Slíkir voru Einar Benedikts- son og Wagner. Þannig getur verið staðfest slíkt hyldýpi milli listamanna, að allur samanburður er út í hött. í þversögn sinni nást þó sættir sem eigi verða rofnar meðan heimur stendur. Mér koma í hug persónur tvær úr Brekkukotsannáli Halldórs Lax- ness sem á annan veg var farið en urðu þar af hvorki stærri né smærri. Greint er frá konu nokkurri undir Eyjafjöilum er vildi skrifa bréfkom nokkurt. Svo vandfýsin var hún í orðavali að svo fór að lokum að ekkert bréfið var sent. Og stórsöngv- arinn Garðar Hólm leitaði svo lengi að hirium eina hreina tóni að öllu tónleikahaldi var aflýst um síðir, en dómkirkjan ein geymdi hið helga leyndarmál. Og þannig má færa að hennar og tengdadóttur. Þessi kynni hafa staðfest það, sem móðir mín sagði mér í eldhúsinu forðum, að konan hafí verið sérstaklega vel gefin. Hún þekkti vel til eldri Hafn- firðinga, kunni vel að bæta inn nöfn- um, mæðgum eða ættum, er ég velti fyrir mér.tengslum eða skyldleika hins eða þessa. Hún var stálminnug og hafði gott „taumhald" á forfeð- rum og afkomendum hinna fjöl- mennu ætta, sem að henni stóðu. Sigurrós var fædd að Ási 24. júlí 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Árnadóttir og Oddgeir Þor- kelsson, bóndi þar á bæ. Fyrri mað- ur Guðrúnar var Sigurður Jónsson sjómaður, sem fórst með þilskipinu Geir frá Hafnarfirði árið 1912. Hann hafði átt tvö böm af fyrra hjóna- bandi, Siguijón og Guðfinnu. Guð- finna var móðir Sigurðar Bjömsson- ar, óperusöngvara. Þegar þau Guð- rún og Sigurður gengu að eigast, gekk hún fyrri bömum Sigurðar í móður stað. Þau Sigurður eignuðust síðan saman 10 böm og em tvö þeirra enn á lífi, Anna, saumakona og Jónas, fyrrverandi skólastjóri Sjó- því rök að þegar dauðlegir menn em þess albúnir að hlusta á þögnina eina og þegja um eilífð að þá hafi þeir komist til nokkurs þroska. Mér er fyrrum mágkona mín, Dóra, fyrir margra hluta sakir minnisstæð. Ekki var hún einasta tíguleg og glæsileg í allri framgöngu heldur var hún slíkur eldhugi að lífskraftur hennar hreif með sér hvem og einn nær- staddan. Hún átti afar létt með að koma orðum að hugsun sinni, sem um flest bar vitni leiftrandi gáfum. Og nú á þessum degi þegar hún hefur verið leyst frá þrautum sínum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast marg- brotnum persónuleika hennar og því hugrekki sem hún bjó að. Dóra var leitandi í hugsun sinni og hinztu rök tilvemnnar hugleikin. Er mér vel kunnugt, að hún var vel lesin á þessu sviði og man vel hversu hugsun hennar var fijó, framsetning efnis frumleg en umfram allt minn- ist ég þeirrar græskulausu gaman- semi sem hún átti svo létt með að vefa efnisþráð sinn í. Mér er það enn í fersku minni að á heimili hennar við Rauðavatn var litið á æðandi snjóbyl og mannhæð- arháa snjóskafla sem normalt ástand sem engin ástæða væri til að fjarg- viðrast yfir hvað þá að hafa uppi æðmr. Slík afstaða segir meira en mörg orð. Ég geri mér grein fyrir því að svo fullkomlega vanmáttug orð og fá- tækleg ná ekki að sefa hugi þeirra sem nú eiga um sárt að binda. En rétt eins og eitt lítið sandkom á sjávarströndu hefur í sér fólginn samhljóm alls sem lifir svo skulum við öll leita þess jafnvægis og þeirra sátta sem öll tilvera stefnir að. Aðstandendum, venzlafólki og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guðni Björgúlfsson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Halldóm Elínborgar Ingólfsdótt- ur eða Dóm eins og hún var alltaf mannaskólans. Guðrún giftist síðan árið 1915 Oddgeiri Þorkelssyni, ætt- uðum frá Þorbjarnarstöðum í Hraun- um. Systkini Oddgeirs voru fjölmörg og má þar til dæmis nefna Ingólf Þorkelsson, föður þeirra bræðra Finnboga og Benedikts, sem starfaði um árabil innanbúðar í Dröfn. Móðir Oddgeirs og móðir Jónínu Guð- mundsdóttur frá Urriðakoti, eigin- konu Björns Jóhannessonar, fyrmrn bæjarfulltrúa í Hafnarfírði, móður Guðmundar Björnssonar, augnlækn- is, og Hafsteins Bjömssonar, fyrram gjaldkera Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, vora systur. Guðmundur augnlæknir og Sigurrós vom jafn- aldrar og vom bekkjarsystkin í barnaskóla. Þá ólu þau Guðrún og Oddgeir upp Sigríði Bjamadóttur hárgreiðslukonu, bróðurdóttur Guð- rúnar, svo og Sigurð Rúnar Jónas- son, bifvélavirlq'a, son Jónasar skóla- stjóra, sonar Guðrúnar. Ég man sjálfur eftir Oddgeiri Þorkelssyni, þegar hann daglega kom gangandi til Hafnarijarðar frá Ási, með hestvagn í taumi. í vagnin- um var Qöldi mjólkurbrúsa, sem hann skildi eftir á tröppunum hjá því fólki sem keypti af honum mjólk. Hann var einn af mjólkurpóstum þess tíma. Þama var mikið haft fyr- ir að afgreiða tiltölulega fáa lítra af mjólk. Þótt Ás á þessum ámm væri stað- settur í Garðahreppi, litu íbúamir á kölluð. Kynni okkar hófust fyrir um það bil 26 áram en þá kom hún heim með bróður mínum, Ólafi Rún- ari Björgúlfssyni. Já, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Hvað mér fannst hún myndarleg. Það geislaði alveg af henni. Hún var alltaf svo hress og kát. - Alltaf gat hún gert að gamni sínu. Já, þeir voru ófáir brandaramir sem hún sagði. Og þegar ég og dóttir mín heimsóttum hana í júnímánuði þar sem hún lá mikið veik á Brom- ton-sjúkrahúsinu í London var hún enn sú sama Dóra sem ég leit forð- um. Hún mun hafa skynjað vanmátt okkar við þessar aðstæður og brá á glens sem fyrr og fór svo að við veltumst um af hlátri yfír gaman- semi hennar. Þannig var Dóra alltaf. Hún lagði ævinlega allt sitt af mörkum til þess að tilveran mætti verða bjartari; bætti umhverfi sitt; áhyggja hvers- dagsins gleymdist þegar hún var annars vegar. Ég þakka af alhug að hafa orðið þess aðnjótandi að kynnast henni og ég bið almáttugan Guð að styrkja bömin hennar í þeirra miklu sorg og einnig aðra ástvini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Sigrún Björgúifsdóttir. Halldóra Ingólfs- dóttir — Minning Ferðamálaskóli íslands Höföabakka 9, Reykjavík. Sími 671466. Starfsnóm fyrir þó, sem starfa vilja við ferðaþjónustu. Nóm, sem er viðurkennt af Félagi ísl. ferðaskrifstofo. Alþjóðleg próf og réttindi (IATA). sig sem Hafnfírðinga. Bömin sóttu skóla, íþróttir og skemmtanir til Hafnarfjarðar, og afrakstur búsins, eins og áður segir, var að hluta til seldur til Hafnarfjarðar. Sigurrós stundaði íþróttir með báðum Hafnarfyarðarfélögunum, FH og Haukum. Hún var í fímleika- flokki undir stjóm Hallsteins Hin- rikssonar, íþróttafrömuðar, frá árinu 1929. Þær uppeldissystur, Sigga litla (Sigríður Bjamadóttir) og Sigga stóra (Sigurrós), eins og þær voru kallaðar í gögnum frá þeim tíma, sýndu fimleika á Melavellinum í Reykjavík árið 1933 með öðmm hafnfírskum yngismeyjum. Sigurrós tók þátt í stofnun kvennadeildar hjá Haukum árið 1938, hannaði og saumaði búninga fyrir deildina, sinnti markvörslu fyrir deildina í keppnum og sat um hríð í stjóm Hauka, m.a. ritari stjómar. Á þessum ámm lærði Sigurrós fatasaum og vann við þá iðn í nokk- ur ár. Sigurrós kynntist Jens Pálssyni, loftskeytamanni, syni Páls Sigurðs- sonar, prests í íslendingabyggðum í Kanada og síðar í Bolungarvík. Jens ber nafn Jens Pálssonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, sem um síðustu aldamót sinnti preststörfum í Hafn- arfirði og Garðahreppi. Þau giftust og fluttu austur á Reyðarfjörð árið 1947. Gerðist Jens þar póst- og síma- málastjóri staðarins. Sigurrós hóf fljótlega störf við embættið. Í litlu samfélagi sem Reyðarfjorður var á þeim ámm, var símstöðin einn af miðpunktum samfélagsins. Þar kom fólk saman, sótti póstinn sinn, ræddi mál dagsins og vandamál morgun- dagsins. Þeir, sem bjuggu á símstöð- inni, hvort sem það vom þau hjónin eða synimir, voru kennd við Stöð- ina. Þar tók Sigurrós þátt í félags- starfí svo sem stjómarstörfum í kvenfélaginu, Sambandi austfírskra kvenna og beitingu raddbandanna í kirkjukómum svo eitthvað sé nefnt. Fýrir hjúskap eignaðist Sigurrós Geir Amar Gunnlaugsson, forstjóra Marel í Reykjavík. Geir er kvæntur Kristínu Ragnhildi Ragnarsdóttur, meinatækni, Ólafssonar heitins, hæstaréttarlögmanns í Reykjavík og konu hans, Kristínar Ólafsson. Þau eiga 3 börn. Sonur Sigurrósar og Jens er Páll, prófessor í verkfræðideild Háskóla Islands. Kona hans er Anna, fóstra, Jensdóttir Sigurðssonar, skipstjóra í Þorlákshöfn, og konu hans, Þor- bjargar Jónsdóttur. Þau eiga 2 börn. Þau Jens og Sigurrós fluttu suður árið 1967, skildu og hefur hann búið í Reykjavík síðan, en hún flutti til æskustöðvanna, Hafnarfjarðar, enda var taugin til æskustöðvanna römm. Þrátt fyrir skilnað þeirra Jens var sérstaklega góður vinskapur með þeim. Sigurrós var hápólitísk kona, vinstrisinnuð, kaus kommúnista til Alþingis hér á ámm áður, en í Hafn- arfirði hefur hún kosið Guðmund Áma til bæjarstjómar. Eftir að hún flutti aftur suður, stundaði hún póstmannastörf í Reykjavík. Undanfarið hefur hún verið í dagvistun á Hrafnistu í Hafn- arfirði, og lofaði starfsfólkið fyrir góða umhyggju og velvilja á allan hátt. En fljótt skipast veður á lofti. Síðastliðinn sunnudag var komið að henni látinni í íbúð hennar við Álfa- skeið. Enginn átti von á því, að hún svo snögglega og fyrirvaralaust hyrfi á braut á vit feðra sinna. Ég og fjölskylda mín kveðjum góða konu, þökkum henni samfylgd- ina og vottum aðstandendum hennar samúð okkar. Hrafnkell Ásgeirsson. Bjami J. Guðmunds- son — Minning í dag verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju frændi okkar, Bjami Júlíus Guðmundsson, Baddi, eins og við systkinin kölluðum hann. Alltaf þurftum við að tala mikið við hann og oftast um bfla, því það var hans yndi alla tíð frá því hann fékk bílpróf. Margar sögur sagði hann okkur gegnum árin. Ekki er langt síðan við kynnt- umst syni hans, Bjama Þór. Við sendum honum og Maríu langömmu okkar samúðarkveðjur. Rabbi, Sigurlaug og María Hlíf. í dag er til grafar borinn frændi okkar, Bjami Júlíus Guðmundsson, fæddur 24. ágúst 1948 á Akureyri. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Jónatanssonar frá Siglu- fírði og Maríu Júlíusdóttur frá Hvassafelli í Eyjafirði. Baddi, eins og við systumar köll- uðum hann ávallt, kom inn á heim- ili okkar þá 17 ára og var hjá okkur í nokkur ár. Hann var að læra vél- virkjun hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Baddi á einn son, Bjarna Þór, og vottum við honum okkar samúð. í sumar ákváðum við tvö systk- inabömin að það væri kominn tími til að við afkomendur afa og ömmu á Ránargötunni fæmm að kynnast betur og hittumst við öll eina helgi og áttum þar góðar stundir í góðu veðri. Það vom seinustu stundir okkar með Badda frænda. Hann var ljúfur og mjög viðkvæmur allt frá barnæsku og hafði mjög af gaman að tala við okkur frænkum- ar þegar við hittumst. Hann hélt mikið upp á þá bæn sem hér birtist, sem ég sendi honum einu sinni og vitnaði hann oft í hana þegar við hittumst. Guð gef mér æðruleysi, til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, 1 kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Höf. ókunnur) Elsku amma, Bjami Þór og systkini hins látna, megi Guð vera með ykkur í dag og í framtíðinni. Systurnar Hanna Stína, Beta og Maja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.