Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 18
18____________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992_
Er einka- og kennsluflug
Reykvíkingnm hættulegt?
eftirHákon Helgason
Hinn 13. október birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir Ólínu Þorvarð-
ardóttur borgarfulltrúa undir fyrir-
sögninni Tímasprengja á Reykja-
víkurflugvelli. Þar fjallar hún um
þá hættu sem Reykvíkingum stafi
af flugumferð á og í nágrenni
Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem hún sýnir þessu
máli áhuga. Að fólk sýni öryggi í
flugi áhuga er góðra gjalda vert
og aðhald í þeim efnum nauðsyn-
legt. Eins er það flestum sem að
flugi starfa ljóst að margt má gera
til að bæta þar um betur, svo sem
fullkomnari aðflugstæki á jörðu,
betri akbrautir á vellinum, stækkun
öryggissvæða, fullkomnari aðgang-
ur að veðurupplýsingum svo nokkuð
sé nefnt.
Þegar einhver tekur sig til og
fjallar um mál sem þetta á opinber-
um vettvangi, að ekki sé talað um
þegar viðkomandi gegnir ábyrgðar-
stöðu hjá hinu opinbera, hlýtur að
verða að gera þá kröfu að fjallað
sé um málið af þekkingu og raun-
sæi, en í grein Ólínu skorti þar
nokkuð á.
Skortur á þekkingu
Ég býst við að flestir þeir sem
vinna að einhveiju leyti sérhæfð
störf hafi tekið eftir því að oft er
það orðaval fólks sem kemur upp
um vanþekkingu þess þegar rætt
er um tiltekin málefni. Þetta hendir
Ólínu t.d. þegar hún talar um að
flugvélar „detti“ niður á húsin.
Flugvélar detta ekki svo lengi sem
þær eru í heilu lagi hvort heldur
mótorar eru í gangi eða ekki; hvern-
ig heldur hún að svifflugur fljúgi?
Þegar henni finnst hjólin næstum
stijúka húsþökin eða hefur áhyggj-
ur af ljósastaurunum við Hring-
brautina þá má hún það mín vegna,
en þegar hún setur það á prent sem
borgarfulltrúi þá sýnir hún skort á
skynsemi. Því aðflugsgeislar við
suður/norðurbraut, sem flugvélar í
blindflugi fljúga eftir, og aðflugs-
hallaljós við sömu braut auk sebra-
strika á brautinni miða að því að
fjarlægð flugvéla frá öllum hindrun-
um í aðfluginu sé samkvæmt
ákveðnum stöðlum sem notaðir eru
um nær allan heim. Þegar hún held-
ur að „stórslys“ hljóti að eiga sér
stað fari „eitthvað“ úrskeiðis, þá
sýnist mér það svipuð rökleiðsla og
að það hljóti að kvikna í húsinu
hennar missi hún logandi eldspýtu
á gólfið.
Sömuleiðis þá rann Fokker Flug-
leiða ekki „stjórnlaus“ útá Suður-
götuna, hann var undir stjórn flug-
stjórs sem sýndi þá ábyrgð að hætta
við flugtak frekar en að fara í loft-
ið, því hann taldi eitthvað vera að
öðrum mótomum og koma þannig
í veg fyrir slys. Þegar það sorglega
slys varð er flugmaður lítillar
tveggja hreyfla flugvélar náði ekki
inná brautina heldur endaði í sjón-
um útaf Ægissíðunni þá „sveimaði“
hún ekki yfír bænum heldur var
þetta nær einn stór sveigur frá flug-
velli þar til vélin Ienti í sjónum,
ekki ólíklegt að flugmaðurinn hafi
einmitt verið að forðast byggðina.
Nýr flugvöllur
Þegar borgarfulltrúinn sýnir
þann frumleik eftir slysið 1990 að
reyna að finna kennslu- og einka-
flugi nýjan samastað má benda á
að þegar nokkrum árum áður hafði
hópur einkaflugmanna reynt hið
sama og fundið staðinn sunnan við
Hafnarfjörð en þeir fengu lítfnn
stuðning hjá opinberum aðilum.
„Er Reykjavíkur-
flugvöllur hættulegur?“
Það hvort eitthvað telst hættu-
legt, Reykjavíkurflugvöllur, gatna-
mót Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar eða eitthvað annað, er
alltaf spurning um mat. í öllu lífinu
tökum við áhættu, mér skilst t.d.
að eldhúsið sé sá mesti slysastaður
sem nokkur kemur á. Það að sanna
hvort hættan af Reykjavíkurflug-
velli er ásættanleg eða ekki 'er ekki
hægt. Það snýst eingöngu um
hvaða áhættu við erum reiðubúin
að taka. Ég tel reyndar að Ólína
hafi í sinni grein sýnt fram á hve
hættan er lítil, hún nefnir að eitt
árið hafi hreyfíngar á Reykjavíkur-
flugvelli verið yfir 100.000 og slys
og óhöpp á og við völlinn verið 60
frá upphafi. Nú veit ég ekki ná-
kvæmlega hve hreyfingar hafa ver-
ið margar frá upphafi vallarins, en
ef 100.000 .er notað sem viðmiðun
a.m.k. síðustu 10-15 ár, eitthvað
færri þar áður, þá geta 60 óhöpp
varla talist mjög slæmt. Aðrar
viðmiðanir má einnig nota. Þó tölur
um dauðaslys séu engum ánægju-
efni þá eru þær staðreynd. Benda
má á t.d. að af 372 dauðaslysum á
íslenskt skráðum vélum frá upphafi
flugs á íslandi og til loka 1987
verða 33 í eða við Reykjavík; 20
fórust 1951 í grennd við Vatns-
leysuströnd og 5 í Kistufelli, 2 þeg-
ar farþegi gekk í skrúfu. Þar af
leiðir að 6 slys urðu í flugi í næsta
nágrenni Reykjavíkur á íslenskt
skráðum vélum frá upphafí. Enn-
fremur má benda á að af þessum
372 dauðaslysum urðu 210 erlend-
is. Ef þetta er svo borið saman við
dauðaslys í umferð og á sjó þá lítur
það þannig út.
Sjá töflu.
Það má vera að þessi samanburð-
ur sé ekki með öllu raunhæfur en
hann hlýtur þó að gefa einhveija
hugmynd um þá áhættu sem um
er að ræða. Þá má einnig benda á
að af áðurtöldum 372 slysum í flugi
urðu um 300 í farþegaflugi. Þannig
sést að ijöldi slysa í einka- og
Flug Umferð Sjór
1991 0 27 9
1990 4 24 9
1989 1 28 7
1988 0 29 11
1987 5 24 10
1986 8 24 26
1985 0 24 14
1984 1 27 18
1983 . 8 18 17
1982 7 24 14
1981 5 24 17
1980 5 26 32
* Ath. 44 288 að allar tölur um 184 slys em
fjöldi látinna.
kennsluflugi er ekki mikill, enn-
fremur á kennsluflug ekki nema
um 10 af áðurtöldum slysum.
Peningar
Ég tel mig geta fullyrt að allir
sem að flugi starfa séu einhuga um
að hafa öryggi sem mest má verða,
en hvort sem okkur líkar það betur
eða verr verðum við að sætta okkur
við það að öryggi kostar oft tölu-
verðar íjárhæðir og þá kemur
spurningin; erum við reiðubúin til
að borga og ef svo er hver á þá
að borga? Hefur Ólína t.d. gert sér
grein fyrir því hvað það myndi kosta
að byggja nýjan flugvöll og veit hún
um einhvern sem er reiðubúinn til
að borga? Eitt er víst að eins og
málum er háttað í dag þá hefur
einka- og kennsluflug ekki efni á
síku, ef það er það eina sem hún
vill flytja. Ef hún vill leggja Reykja-
víkurflugvöll niður þá kostar það
slíka fjármuni að það nálgast
draumóra, ekki síst ef hafðir eru í
huga þeir peningar sem lagðir hafa
verið til flugmála af hinu opinbera
síðustu árin, ef undan er skilin
Leifsstöð. Það yrði hinn mesti bjam-
argreiði ef Bandaríkjamenn tækju
„Tannlæknirinn hefur í
grein sinni forðast að
komast að kjarna máls-
ins, sem er einfaldlega
sá að hann er ónauðsyn-
legur milliliður og hon-
um er svona mikið niðri
fyrir, því milliliða-
greiðslan til hans fellur
niður.“
stjórnvalda án þess að hafa erindi
sem erfiði.
Hann vitnar í 6. gr. laga um tann-
lækningar nr. 38/1985, sem fjallar
um verksvið tannlækna. Hann birtir
hana orðrétta, svo hann kannast við
hana, en hvemig hann les úr henni
að gervitannasmíði sé verksvið
tannlækna er hulin ráðgáta og væri
nauðsynlegt að hann skýrði þessa
lögskýringu sína. Fyrir þá sem ekki
muna hvemig greinin hljóðar vil ég
birta hana aftur, svo hver fyrir sig
geti myndað sér eigin skoðun á lög-
skýringu tannlæknisins. Lagagrein-
in hljóðar þannig: „Verksvið tann-
lækna tekur til varna, greiningar
og meðferðar á tannskemmdum,
tannskekkju og tannleysi, til sjúk-
dóma, slysa og galla er þessu tengj-
ast, þar með talið í mjúkvefjum og
beinum." Hvergi stendur í greininni
eitt eða neitt um að gervitanna-
smíði sé verksvið tannlækna. Tann-
leysi sem ekki stafar af sjúkdómi,
slysi eða galla og þarfnast ekki sér-
stakrar meðferðar fellur ekki undir
hans verksvið. Hvaða tannlækning-
ar samkvæmt 6. grein ætlar tann-
læknirinn að stunda hjá þeim sem
hefur t.d. verið tannlaus í 20 ár og
fengið á því tímabili 5-6 gervi-
góma? Sambærilegt dæmi er að sá
sem af einhveijum ástæðum hefur
Er smíði gervitanna
tannlækning?
eftir Bryndísi
Kristinsdóttur
í Morgunblaðinu 3. nóvember sl.
ritar Guðjón Axelssón tannlæknir
grein með lögskýringum sínum á
tannlæknalögunum. Þar sem tann-
læknirinn hefur fram til þessa hald-
ið þessum einkalögskýringum sínum
eingöngu fyrir sig og ef til vill breitt
þær út með kennsluefni sínu í tann-
Iæknadeild HÍ hef ég ekki séð
ástæðu til þess að amast við þeim
fram að þessu. Allir eru fijálsir
skoðanna sinna, en þegar hann fer
að birta kenningar sínar í víðlesn-
asta dagblaði landsins og einhveijir
MAZDA323F
FJÖLSKYLDUBlLL?
SPORTBÍLL ?
HVORUTVEGGJA!!
Sportlegt útlit og eiginleikar
• Álfelgur • Aflmikil 16 ventla
vél «5 gíra eða sjálfskiptur •
Útvarp • Allur luxusbúnaður
og að auki gott pláss fyrir 5
manns og farangur!
Verðfrákr. 1.165 þús.stgr.
(Meö ryövóm og skráningu).
Opið laugardaga frá kl. 10 • 14.
gætu glapist á að halda þær réttar
er skörin farin að færast upp í bekk-
inn.
Nokkrar athugasemdir er því
nauðsynlegt að gera við grein tann-
læknisins, svo lesendur blaðsins fái
að heyra mína hlið málsins.
Tannlæknirinn virðist ganga út
frá því að lög um tannlækningar
eigi við gervitannsmíði. Þar er ég
honum algjörlega ósammála, enda
hefur mér aldrei dottið í hug að
hægt væri að stunda tannlækningar
í tannlausum munni. Ég hlaut meist-
araréttindi í tannsmíði 16. október
1975, en tannsmíði er löggild iðn-
grein. Þau lög sem um mig fjalla
eru iðnaðarlög nr. 42/1978, og
væri tannlækninum í lófa lagið að
lesa þau og vildi ég vekja athygli
hans sérstaklega á 2. mgr. 10. gr.,
en þar segir: „Meistarabréf veitir
meistara leyfi til að reka þá iðn-
grein er meistarabréf hans tekur
til.“ Þessi grein tryggir mér óheft
atvinnufrelsi og það gerir 69. gr.
stjómarskrárinnar einnig. Undir
þessa skoðun mína hafa þau stjóm-
völd líka tekið sem fara með ákæm-
vald og heilbrigðismál á íslandi og
það ætti tannlækninum og skoðana-
bræðmm hans að vera fullkunnugt
um, svo mikið hafa þeir reynt und-
anfarin ár að kæra mig til þessara
SKÚLAGÖTU 59, S.61 95 50
Hákon Helgason
„Tel ég það bæði hið
mesta óráð og þarf-
leysu að reka einka- og
kennsluflug frá Reykja-
vík og að leggja flug-
völlinn niður með öllu
væri álíka gáfulegt og
að flytja umferðarmið-
stöðina upp á Sand-
skeið eða Reykjavíkur-
höfn upp á Kjalarnes."
uppá því að gefa okkur Keflavíkur-
flugvöll og við yrðum að sjá um
rekstur hans. Það vrðist ennfremur
standa í mönnum að afla 30 millj-
óna fyrir nýjum aðflugstækjum við
braut 29 í Keflavík.
Hveijum þjónar völlurinn?
Að því er best verður séð er í
aðalatriðum um fernskonar þjón-
ustu að ræða:
1. Aætlunar- og leiguflug innan-
lands
2. Kennsluflug.
3. Einkaflug.
4. Feijuflug.
Ef þetta er skoðað og svolítið
tekið í öfugri röð þá er það um
feijuflug að segja að feijuflug-
misst fót fer ekki til skurðlæknisins
sem tók fótinn af til þess að fá
-nýjan skó þegar sá gamli er ónýtur.
Hann fer til skósmiðs sem hefur
sérhæft sig í þannig skósmíði.
Tannlæknirinn hamrar á „skottu-
lækningum" án þess þó að vita hvað
skottulækningar eru. Um skottu-
lækningar er fjallað í lögum nr.
53/1988, V. kafla, 22. og 23. gr. í
annarri mgr. 22. gr. er skilgreint
hvað skottulækning er, en þar seg-
ir: „Það eru skottulækningar er sá .
sem ekki hefur til leyfi samkvæmt
lögum þessum býðst til þess að taka
sjúklinga til lækninga, gerir sér
lækningar að atvinnu, auglýsir sig
eða kallar sig lækni, ráðleggur
mönnum og afhendir þeim lyf sem
lyfsalar mega einir selja.“
Tannlækninum er tíðrætt um
„sjúklinga" í grein sinni. Það er
fróðlegt að sjá að hann vill gera það
að aðalatriði í grein sinni og segir
að um það snúist deila, þ.e. lækning-
ar á sjúklingum. Mér er spurn:
Hvernig getur sá maður sem þarfn-
ast gervitanna og hefur þurft þess
í 20 ár og af eðlilegum ástæðum
ekki þurft að koma til tannlæknis
verið flokkaður af tannlækninum
sem sjúklingur, ef hann kemur svo
að 20 árum liðnum til þess að end-
umýja tannsettið sitt? Hvaða Iækn-
ingar ætlar hann að stunda á „sjúkl-
ingnum"? Tannlæknirinn hefur í
grein sinni forðast að komast að
kjama málsins, sem er einfaldlega
sá að hann er ónauðsynlegur millil-
iður og honum er svona mikið niðri
fyrir, því milliliðagreiðslan til hans
fellur niður. Hann er alfarið á móti
því að ríkið og sá sem nýtur þjón-
ustunnar sleppi við að greiða sér.
Tannlæknafélag íslands (TÍ) sá
sitt óvænna þegar samningur milli
mín og Tryggingastofnunar ríkisins
var gerður um að það fólk sem
nyti þjónustu minnar fengi endur-