Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Skyldi KOLBRÚN JÓHANNSDÓTTIR ekki vera orðin leið eftir499 leiki? Bannað aðhælta! KOLBRÚN Jóhannsdóttir hefur þrettán sinnum orðið íslands- meistari, var kosin besti markvörður íslandsmótsins fimm ár í röð og hefur tvívegis verið kjörin besti leikmaður íslands- mótsins. Kolbrún nær þeim merka áfanga í dag að standa í marki meistaraflokks Fram í 500. skipti er liðið mætir KR í 1. deildinni. Kolbrún er 34 ára, kvænt Guðmundi Kolbeinssyni handknattleiksdómara og liðsstjóra kvennaflokksins hjá Fram og eiga þau tvö börn: Koibein 14 ára og Örnu Kristínu, sem er að verða sjö ára. Morgunblaðið/Skapti Kolbrún Jóhannsdóttir er vön að standa við stangir. Hér er hún við snúrustaurinn heima á Hofteig í góða veðrinu i gær. Að leiknum í dag loknum hefur Kolbrún tekið þátt í leikjum með Fram í samtals 30 þúsund mínútur, sem eru Skapti 500 klukkustundir Hallgrímsson eða ríflega 20 sól- skrífar arhringar. Og meirihlutann hef- ur hún eflaust staðið í markinu, lítið verið á varamannabekknum. Ertu ekkert orðin leið á þessu eftir 499 leiki? „Það kemur fyrir. Þetta er orð- ið svolítið erfíðara en áður, ég þarf að hafa meira fyrir þessu. ■ Það er stundum erfítt að drífa sig á æfíngu — en þegar komið er á staðinn og æfíngin byrjuð er allt í lagi,“ sagði Kolbrún við Morgun- blaðið í gær. Hvað er eiginlega langt síðan þú byrjaðir? „Eg spilaði fyrsta meistara- flokksleikinn þegar ég var 15 ára, þannig að þetta er 19. tímabilið; það er svolítið mikið!“ Manstu hvaða leikur var fyrstur? „Já, það var á íslandsmóti utan- - húss á Húsavík 1973. Og ég held að við höfum meira að segja unn- ið það mót.“ Þegarþú hugsar til baka, finnst þér kannski ótrúlegt hvað þú hef- ur enst lengi í handboltanum? „Já, ætli þaó ekki bara því það fer ótrúlega mikill tími i þetta. Maður fórnar alltaf einhverju. En fjölskyldan stendur vel með mér, annars gæti ég ekki staðið í þessu og væri eflaust löngu hætt.“ En hvað er það sem heldur þér í þessu? „Ætli það sé ekki félagsskapur- inn. Og líka að svo margar hafa hætt á undanfömum tveimur árum — ég gat því ekki hætt um leið og hinar, þó mig hafí kannski langað til þess. Það hefði orðið of mikið fyrir liðið að missa okkur allar í einu.“ Þannig að þú hefur verið að hugsa um það í alvöru að hætta? „Já, var að hugsa um það eftir síðasta vetur en yngri stelpumar bönnuðu mér það! Strákurinn [Kolbeinn] fermdist í vor og yngri stelpumar hjálpuðu mér með veisluna í Framheimilinu. Þær vildu enga borgun en kröfðust þess að ég myndi spila áfram.“ / mörg ár? „Nei, bara þennan vetur.“ Hvað heldurðu að þú eigir eftir að vera lengi í þessu — stefnirðu kannski að því að spila með dóttur þinni!? „Nei, ætli það. Annars borgar sig ekki að segja neitt, það kemur bara í ljós hvað maður gerir.“ Er einhver sem er tilbúin að taka við? „Já, já. Hugrún, sem er vara- markvörður — sem hefur verið á bekknum í nokkur ár.“ Þú ert varla í uppáhaldi hjá henni, ef hún þarf alltaf að sitja á bekknum? „Nei, ætli hún sé ekki orðin þreytt á mér. En hún hefur alltaf fengið eitthvað að fara inn á þó það sé kannski ekki voðalega mik- ið. Þú virkar alveg svakalega róleg á velli... „...já, er það“ Já, ótrúlega yfírveguð. Ertu alltaf svona róleg? „Nei, maður er stressaður fyrir leiki en þegar þeir eru byijaðir gleymir maður því kannski.“ Mig grunar að í gegnum árin hafi mjög margir andstæðingar þínir hér á landi verið beinlínis hræddir við að spila á móti þér. Hefurðu haft það á tilfinningunni? „Maður hefur svosem heyrt það. Það getur verið að þær beri einhveija virðingu fyrir manni og verði ragari við að skjóta þess vegna. Maður græðir á því.“ En hefurðu alltaf verið ímarki? „Nei, ég hef fengið að spila úti, í gamla daga á útimótum. Og ég hefði frekar viljað vera útileik- maður, það er miklu skemmtilegra en að vera í marki. Ég hef aldrei æft stöðu útileikmanns, en fengið að leika mér stundum að því á æfíngum og mér fannst það mjög gaman. En þegar maður var að byija var maður settur í markið — stóð sig vel, og hefur verið haldið þar síðan." ' Svo varstu í fótbolta líka, ef ég man rétt? „Já, já — byijaði með Fram, svo fór ég í FH, næst í Val og endaði í KR því stelpurnar sem höfðu verið í Fram fóru margar þangað? Segðu mér eitt; eignaðistu bömin á heppilegum tíma með tilliti til handboltans? „Já. Ég átti strákinn í apríl, missti þá reyndar af seinni hluta mótsins en spiiaði alveg fram í desember. Stelpuna átti ég svo í desember. Missti þá úr haustið en var byijuð að æfa aftur í jan- úar eða febrúar." Komast krakkarnir þínir nokk- uð hjá því að vera í íþróttum? „Ja, ég hef ekkert pínt þau svakalega til þess, en strákurinn er í handbolta og fótbolta og stelp- an í handbolta." Og er annað hvort þeirra kannski í marki? „Já, strákurinn er í marki í handbolta en spilar úti í fótboltan- um eins og ég gerði.“ Hver er galdurinn á bak við það að verða svona góður mark- maður og þú ert? „Aðallega að mæta vel á æfíng- ar held ég, og taka vel á. Og stefna að því að vera best - stefnir maður ekki alltaf að því? Jú, og það tókst. „Kannski - það getur verið,“ segir Kolbrún af kunnri hógværð. c « € € < < i Minnkandi aðsókn að leikjum í 1. deild íknattspymu: Aukinn áhugi fyrir föstum leikdögum AÐSÓKN að leikjum 1. deildar karla íknattspyrnu á síðasta keppnistímabili stóð ekki undir væntingum frekar en mörg undan- farin ár. 1981 greiddu 90.930 manns aðgangseyri, en samsvar- andi tala f ár var 62.617, sem er 31% fækkun. Síðan 1982 hefur fjöldi áhorfenda á ári verið frá liðlega 52.000 til tæplega 68.000, nema 1987, þegar aðsóknin varð tæplega 83.000 manns. For- svarsmenn knattspyrnuhreyfingarinnar hafa vaxandi áhyggjur af gangi mála og hugmynd um fasta leikdaga hefur fengið auk- inn byr undir báða vængi. Aðsókn að leíkjum 1. deildar 1981-1992 cN' 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Mótanefnd KSÍ hefur undan- farin ár lagt til að leikir hverrar umferðar færu fram á sama degi. Hins vegar hafa félögin haft síðasta orðið og vegna mismunandi óska þeirra hafa leikir flestra um- ferða dreifst á marga daga. Þungaviktarmenn í hreyfíngunni hafa enda sagt að með slíku fyrirkomulagi væri von á meiri aðsókn. Tölur nýliðins tíma- bils og reyndar lengra aftur í tím- ann leiða annað í ljós. Hefð, sókn og árangur Allir eru sammála um að fastur áhorfendakjami byggist ekki upp á einni nóttu, en er þeim mun fljót- ari að þynnast. Einnig að lið, sem leikur skemmtilega knattspyrnu, dregur að flesta áhorfendur og enn fleiri, ef leikurinn er jafnframt ár- angursríkur. KR og FH tala sínu máli; KR-ingar hafa verið með frekar stöðugan fjölda áhorfenda í nokkur ár og fengu bestu aðsókn- ina s.l. sumar, en FH-ingar hafa aldrei náð að byggja upp traustan stuðningsmannahóp og fengu fæsta áhorfendur í ár. Þórir Jónsson, formaður knatt- spymudeildar FH, sagði við Morg- unblaðið að hefðin og sagan hefðu greinilega mikið að segja og skemmtileg knattspyrna bætti um betur. „Að þessu leyti er KR eina alvöru félagið í landinu og með algera sérstöðu. Félagið byggir á nær aldargömlum grunni og er því félagslega sterkast; stuðnings- mennimir mæta alitaf á KR-völl- inn, þó ekki sé nema til að hittast, en við emm hvorki með sterkar rætur í fótboltanum né stjörnur.“ Skagamenn gera miklar kröfur til liðs síns og sætta sig ekki við neitt nema toppinn. Fyrir tveimur ámm hallaði undan fæti og áhorf- endur snem baki við liðinu á Skag- anum, en í ár var annað upp á teningnum — íslandsmeistararnir fengu næst flesta áhorfendur. Þeir hafa einnig átt góðan stuðning frekar vísan á útivöllum, sem má rekja aftur til svonefndra „gullald- arára". Ólafur Már Sigurðsson, starf- andi formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði að sögulegar rætur ÍA ættu stóran þátt í að félagið hefði ýfírleitt dregið mest að gegn Val. „A sínum tíma var ÍA eina utanbæj- arfélagið gegn Reykjavíkurfélög- unum og því snerist landsbyggðin á sveif með Skagamönnum og sá stuðningur hefur haldist. Þeir eiga breiðan stuðningsmannahóp, sem sætir lagi til að sjá liðið spila.“ Þegar Valsmenn vom hvað sig- ursælastir í deildinni fengu þeir mjög góðan stuðning, en bikar- meistararnir undanfarin þrjú ár hafa lent í 4. sæti í deildinni á sama tíma, sem hefur ekki fallið í nógu góðan jarðveg. Ahorfendum hefur fækkað til muna og þeim fjölgaði ekki í sumar, þó liðið hafí leikið einna skemmtilegustu knatt- spymuna — það var í þriðja neðsta sæti hvað aðsókn á heimavelli varð- ar. „Sóknarleikur skiptir öllu,“ sagði Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspymudeildar KR. „Ef hann er ekki fyrir hendi í nokkur ár dett- ur áhorfendatala fljótt niður. Við lentum í þessu í byijun síðasta ára- tugar og Valsmenn hafa fengið að fínna fyrir því nú, þrátt fyrir að hafa leikið skemmtilegan bolta í sumar.“ Aðstæður •Framarar hafa átt mestri vel- gengni að fagna í mörg ár; hafa teflt fram öflugu liði, sem hefur leikið markvissan og skemmtilegan sóknarleik. Þeir hafa einnig búið við bestu aðstæður landsins og fengið bestu aðsóknina, þar til s.l. sumar. Jóhann G. Kristinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Fram, sagði að fækkunin væri „fyrst og fremst vegna þess að við þurftum að rokka á milli valla, en spilamennska liðsins veg- ur einnig þungt.“ Lárus Jakobsson, framkvæmda- stjóri ÍBV, tók í sama streng. „Það gefur auga leið að árangur hefur mikið að segja, en hjá okkur bætti AF INNLENDUM VETTVANGI Eftir Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.