Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 5 Kópavogur Heildarskuldir lækka um 230 milljónir í ár - segir Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs GUNNAR Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að rekstur bæjarfélagsins sé í mjög góðu jafnvægi. Endurskoðað uppgjör vegna fyrstu átta mánaða ársins lá nýlega fyrir og þar kemur fram að rekstrargjöld eru heldur lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir og tekj- ur ívið hærri. Undirbúningur að fjárhagsáætlun vegna ársins 1993 er nú í fullum gangi og er gert ráð fyrir að hún verði afgreidd fyrir áramót. Miðað við áætlaða stöðu um ára- mót er reiknað með að heildarskuld- ir bæjarfélagsins lækki um 230 milljónir á árinu og nettóskuldir um 130 milljónir, að sögn Gunnars. Þrátt fyrir þetta framkvæmir Kópa- vogsbær fyrir um 700 milljónir króna í ár. Hann sagði að ástæðum- ar fyrir aukinni niðurgreiðslu skulda væru annars vegar rekstrar- afgangur og hins vegar aukin sala á lóðum í Kópavogsdal, en til sam- anburðar hefði Kópavogsbær út- hlutað svipuðum fjölda lóða það sem af væri þessu ári og Hafnarfjörður, Garðabær og Reykjavík til samans og það segði sína sögu. „Við höfum náð mjög góðum tökum á rekstrinum og höfum gert það með því að vera með mánaðar- legar útkeyrslur úr bókhaldi bæjar- ins. Við höfum notað bókhaldið sem hagstjórnartæki, þannig að það kemur okkur svo sem ekkert á óvart sem fylgjumst með þessu frá mán- uði til mánaðar að reksturinn sé innan þeirra marka sem við drógum í fjárhagsáætlun," sagði Gunnar. Hann sagði að tímabundin skuldaaukning hefði komið fram í síðasta ársreikningi, þar sem öll fjárfesting í Kópavogsdal í fyrra hefði verið gjaldfærð. Nú væru tekj- urnar að koma inn vegna sölu lóða þar. 10-12 lóðir væru eftir á Nón- hæð og lóðir í Digraneshlíðum seld- ust mjög vel. Reuter Albert Reynolds forsætisráðherra Irlands afhendir Helga Jóhanns- syni framkvæmdastjóra Samvinnuferða-Landsýnar írsku ferðamála- verðlaunin í Dyflinni í gær. Samvinnuferðir-Landsýn Verðmætast að fá tækifæri * * til að kynna Island á Irlandi HELGI Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar, tók á móti heiðursverðlaunum Ferðamálaráðs írlands úr höndum Alberts Reyn- olds, írska forsætisráðherrans, við hátíðlega athöfn á hótel Berkley Court í Dyflinni í gær. Verðlaunin eru árlega veitt þeim aðila sem talinn er hafa lagt mest af mörkum til írskra ferðamála. Helgi segir að það verðmætasta við verðlaunin sé að með þeim fáist tækifæri til að kynna ísland sem ferðamannaland á írlandi. Helgi sagði að sér hefði komið á óvart hversu verðlaunin væru álitin þýðingarmikil á írlandi. Hann benti því til stuðnings á að fjallað hefði verið um verðlaunin í blöðum og sagt yrði frá þeim í útvarpi og sjón- varpi. Aðspurður um þýðingu verðlaun- anna sagði hann að sér þætti afar ánægjulegt að íslendingar fengju verðlaun af þessu tagi. Slíkt sýndi að eftir þeim væri tekið. „Það sem mér finnst hins vegar lang þýðingar- mest er sá möguleiki sem við fáum í tengslum við umfjöllun fjölmiðla hér um verðlaunin til þess að kynna Island fyrir Irum. Það er ótvírætt að kynning af þessu tagi skiptir meira máli en nokkur heiðursskjöl sem við fáum,“ sagði Helgi. Hann lagði ríka áherslu á að þörf væri fyrir slíka kynningu vegna þess að írar hefðu áhuga á íslandi en vissu ekki mikið um landið. Margir þeirra giskuðu t.d. á að 5-7 tíma flug væri til landsins en flug milli landanna tekur aðeins 2 klukkustundir. Verðlaunin fær ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn fyrir fram- lag sitt til írskra ferðamála. Helgi sagðist hins vegar telja að það sem vakið hefði mesta furðu væri hversu mikill árangur hefði náðst á skömm- um tíma því aðeins væru liðin 3 ár síðan ferðaskrifstofan hefði af alvöru farið að snúa sér að írlandi. Talið er að um 7.500 íslendingar fari á vegum ferðaskrifstofunnar til írlands í ár og hátt í 300 írar komu hingað til Jands í sumar. I tengslum við verðalaunaafhend- inguna var 250 manna matarboð á Berkley Court hótelinu í Dylfinni í hádeginu í gær. Meðal viðstaddra voru fulltrúar ferðamála á írlandi og frammámenn í atvinnulífi landsins. Skandia Innlausnir um 5 millj- ónirígær INNLAUSNIR í verðbréfasjóðum í vörslu Fjárfestingarfélagsins Skandia námu alls tæpum 5 millj- ónum króna í gær, en þar af voru 4 milljónir í Skyndibréfum. Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, framkvæmdasljóra verðbréfa- sjóðanna, eru þetta mun minni innlausnir en búist var við. Engin viðskipti hafa ennþá átt sér stað með hlutdeildarskírteinin á fijálsum markaði í framhaldi af því að ákveðið var að sækja um skrán- ingu þeirra á Verðbréfaþingi. Átta aðilar lögðu fram óformleg kauptil- boð í skírteini í gær fyrir samtals 9 milljónir króna en gáfu ekki upp ákveðið kaupverð. Aftur á móti bár- ust engin sölutilboð frá eigendum skírteinanna og kvaðst Brynhildur telja að einhvern tíma tæki fyrir fólk að átta sig á þessum möguleika. -----» ♦ ♦---- Kom með amfetamín frá Amsterdam MAÐUR um tvítugt var handtek- inn á Leifsstöð við komu frá Amst- erdam á þriðjudag með um 160 grömm af amfetamíni. Tveir aðrir menn voru handteknir vegna gruns um aðild að málinu en þeir látnir lausir eftir yfirheyrslur. Sá sem efnið fannst á hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. nóvember. Hann hefur áður komið við sögu fíkniefnamála, að sögn Björns Halldórssonar, lögreglufull- trúa í fíkniefnadeild. BMW ARGERÐ - Frumsýning á sjálfskiptum BMW 316ÍA - BMW bílar eiga langa og merkilega sögu hér á landi. Þeir sem átt hafa BMW vita aö honum fylgir sérstök tilfinning sem ekki finnst í öörum bílum. BMW hefur þá nútímatækni, fágun og stílbragð í hönnun og útliti, sem þarf til aö gefa þessa tilfinningu. BMW '5 línan er vinsæll og eftirsóttur fólksbíll meðal vandlátra kaupenda um allan heim. Stærsta bílatímarit Evrópu "auto, motor und sport" tók árið 1990 tíu tegundir fólksbíla til árekstrarprófunar. Þar var BMW '5 línan öllum fremri hvaö snerti öryggi ökumanns og farþega. BMW '3 línan er sportlegur fjölskyldubill sem býöur upp á nýtískulegt útlit, mikiö rými og tækni sem byggir á áratuga reynslu sérfræöinga BMW. Bæöi '3 og '5 iínan hafa hina eftirsóttu 50% þyngdardreifingu á milli fram- og afturöxla sem tryggir bestu aksturseiginleika viö allar aðstæöur. í báðar gerðir er hægt aö fá fjögurra eöa fimm þrepa sjálfskiptingu meö sérstakri vetrarstillingu, sem ásamt 50% þyngdardreifingunni tryggir öruggan og þægilegan akstur í snjó og hálku. Laugardaginn 7. nóvember kl. 10-17 og sunnudaginn 8. nóvember kl. 13-17 kynnum viö 1993 árgerðir af BMW. Merkasta nýjungin aö þessu sinni er sjálfskiptur BMW 316iA sem frumsýndur veröur um þessa helgi. Til nýjunga má einnig telja búnaö sem hlotið hefur nafniö "VANOS", en þetta er tölvustýröur búnaður til stillingar á opnunartíma ventla í 6 strokka vélum, sem meðal annars eru í BMW 520i. Viö vonum aö þú sjáir þér fært aö heimsækja okkur um helgina til að skoöa og reynsluaka 1993 árgeröum af BMW. Engum líkur Ðflaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.