Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR -7. NÖVEMBER 1992 37 Langur laugardagur TILBOÐ 30% afsláttur af öllum úlpum Mikið úrval - stærðir 74-1 76 Aðeins í dag en&labörnín Bankastræti 10, Reykjavík. Árni Jónsson golfkennari með ungum og áhugasömum verðlaunahöfum. GOLF Morgunblaðið/Björn Björnsson Krakkarnir héma hafa uppgötvað golfið VERKFRÆÐINGAR í tilefni af 80 ára afmæli VFÍ býður Landsvirkjun verkfræðingum í „opið hús“ í dag kl. 16-18 í stjórnstöðinni á Bústaðavegi 7, Reykjavík. Verkfræðingafélag íslands. Sauðárkróki. Flestar helgar sumarsins er mik- ið um að vera á athafnasvæði golfmanna á Sauðárkróki, við Hlíð- arenda, og ekki minnkar álagið þegar sígur að hausti og háð er „Bændaglíma", og allskonar mót, sem nefnd eru hinum ýmsu nöfnum og eru mörg samantekt á sumrinu. Eitt slíkt var nú síðla hausts, og var þá venju fremur líflegt á Hlíð- arenda. Verið var að gera upp sumar- starfið í unglingadeild golfklúbbs- ins, og var það gert á veglegan hátt, með því að haldið var mót, þar sem leiknar voru 18 holur, en að því loknu var öllum þátttakend- um ásamt foreldrum og öðrum aðstandendum boðið í pylsu- og kókveislu. Reynir Barðdal, formaður ungl- inganefndar, ságði að áformað hefði verið að bjóða til mótsins unglingum af Norðurlandi vestra, en því miður hefðu kylfingar í þess- um aldurshópum frá nágranna- sveitarfélögunum ekki séð sér fært að koma og því væru aðeins heima- menn á mótinu að þessu sinni. Þáttakendur voru 26, á aldrinum 8 til 14 ára, og var keppt í þrem flokkum, í stúlknaflokki, A flokki drengja, en þar keppa þeir sem teljast ekki byijendur og komnir eru með forgjöf, en í B flokki eru þeir sem tóku til við golfiðkunina nú í vor. Reynir sagði að þetta væri ann- að sumarið sem klúbburinn væri með öflugt unglingastarf, og væri nú að koma í ljós árangur af því starfi, með mörgum mjög efnileg- um ungum golfleikurum. „Krakk- arnir hérna hafa uppgötvað golfið, og þau eru vissulega enn fleiri hér í dag I keppninni, en nokkur sem hafa verið hér fastagestir á æf- ingasvæðinu frá því í vor, eru í sumarfríum með foreldrum sínum, og gátu því ekki verið með.“ „Við höfum verið rnjög heppnir, haft afbragðskennara, Arna Jóns- son frá Akureyri, sem er einn reyndasti kylfingur landsins, og hann hefur náð mjög vel til krakk- anna. Hér á æfingasvæðinu hafa verið um 40 krakkar upp á hvern einasta dag í allt sumar, hvernig sem hefur viðrað, og sum hafa komið hingað uppeftir fyrir klukk- an tíu á morgnana, haft með sér nesti, sem þau hafa borðað hér efra, ef þau þá höfðu tíma til, og síðan verið alveg fram að kvöld- mat.“ Reynir sagði það býsna gott að vera með rúmlega 30 virka krakka í golfinu, eftir sumarið, og einnig væri mjög ánægjulegt hversu vel margir foreldrar fylgdust með börnum sínum í þessari íþrótt. Árni Jónsson golfkennari ávarp- aði keppendur og gesti og þakkaði þeim ánægjulegt sumar, og af- henti nokkra verðlaunapeninga, sem ekki höfðu komist til réttra eigenda, frá mánudagsmótum sumarsins. Að lokum afhenti Árni ýmis aukaverðlaun, svo sem fyrir bestu hegðunina, bestu umgengni á vellinum, mestu framförina, og fleiri góða eiginleika, sem verða að vera með, ef menn ætla sér að verða góðir golfleikarar. Úrslit sumarmótanna urðu þessi: í stúlknaflokki, Dúfa Ás- björnsdóttir, Dagmar Birgisdóttir og Lilja Ingimundardóttir. í A-flokki drengja: Gunnlaugur Erlendsson, Guðmundur I. Einars- son og Gestur Siguijónsson. í B-flokki drengja: Snorri Stef- ánsson, Þorsteinn Hjálmar Gests- son og Rúnar Guðlaugsson. Að lokum þökkuðu nemendur og foreldrar Árna Jónssyni fyrir skemmtilegt sumar, og lofuðu báð- ir hinum, að hittast örugglega að vori. Styrktaraðilar mótsins voru: Búnaðarbanki íslands, Golfbúð Davids, Akureyri, Vífilfell, og Kaupfélag Skagfirðinga. - BB. Langur laugardagur til lukku í Dimmalimm frá kl. 10-17. Bjóðum 20% afslátt af úlpum og útigöllum. Aðeins í dag. DIMMALIMM Bankastræti 4 ,101 reykjavík, st'mi 11222 Liegelind®Oualilát barnaföt á o e ára COSPER - Ég kann vel við þessa mynd. Mér þykir hrossa- kjöt svo gott. Royai INSTANT PUDOINC ... pu nuiNt 'Vt Ungir og aldnir njóta þess aö borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu og jarðarberja. LANGUR LAUGARDAGUR VIÐ LAUGAVEGIDAG Á Laugavegi 12 Allt nýjar vörur er veittur 10% afsláttur X&Z Póstsendum barnaföt, Laugavegi 12, sími 62 16 82. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.