Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 36
 fclk í fréttum Samningunnn frágenginn, f.v. Arnór Benónýsson, Jón Pétursson formaður Lögreglufélagsins, Gunnar Bender og Kristján Kristjánsson. VEIÐI Leikari og ritstjóri leigja regnbogalj ömina Þeir Amór Benónýsson leikari og Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins hafa tekið hönd- um saman og leigt veiðitjömina í Hvammsvík í Kjós af Lögreglufé- lagi Reykjavíkur. Samningurinn er í gildi í vetur og ætla þeir félagar að leyfa silungsveiðar allar helgar í vetur, stangaveiði á meðan að veður leyfír, en dorgveiði er ís hneppir tjömina í vetrarfjötra. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að um 5000 regnbogasil- ungar væm í vatninu, allt fískur af góðri stærð og myndu þeir félag- ar passa vel upp á að aldrei skorti físk. „Það er hugmyndin að hafa þetta svolítið Qölbreytt, efna til námskeiða af ýmsu tagi og dorg- veiðimóta í vetur. Svo gæti farið að Norðurlandamótið í dorgveiði fari fram hér á landi í janúar eða febrúar og þá gæti það allt eins gerst að hluti mótsins færi fram í Hvammsvík. Við gemm okkur von- ir um að þetta sé aðeins byrjunin á blómlegu samstarfí okkar við Lögreglufélagið, en næsta vor verða málin rædd á ný og þá skor- ið úr því hvort að leigan verði fram- lengd,“ sagði Gunnar. Veiði hófst um síðustu helgi og veiddist nokkuð er á daganna leið, en morgunkuldi dró úr fiskeríi B/LALE/GA Úrval 4x4 fólksbila og statlon bfla. Pajero jeppar o.tl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bllar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 iníerRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð7 framan af. Er það hlýnaði með deginum fór fískur að vaka víða um vatnið og nokkrir drógu væna físka. Þeir em orðnir margir sem Elle McPherson. hafa dregið sína fýrstu físka í Hvammsvík, en þangað hafa löng- um streynmt bæði vanir og óvanir veiðimenn. Hinn sálsjúki Gary Moore. HARMLEIKUR Sálsjúkur maður veittist að súpermódelinu Súpermódelið Elle McPherson fékk að fínna fyrir því að frægðin er ekki alltaf geðþekk og full unaðar og munaðar. Hún tók þátt í undirfatasýningu f 6 hæða stórmarkaði í Adeleide í Ástralíu og þar varð sú uppákoma sem hún vildi helst gleyma en mun aldrei geta. Undirfatasýningin var í djarfari kantinum og var margt um mann- inn í risavöxnu verslunarhús- næðinu. Meðal þeirra var hinn 22 ára gamli Gary Moore sem fór allt í einu að hreyta ókvæðisorðum að ungfrúnni er hún sprangaði um í nærfötunum. Kallaði hana fúlum nöfnum á borð við „gleðikonu" og fleira í sama dúr og hafði Moore sig svo mikið í frammi, að sýningar- hölduðir kusu að hringja í lögregl- una. Fjarlægði hún Moore sem braust nokkuð um og æpti enn hærra er hann var leiddur burt. Ekki fengu Elle MePherson, stöll- ur hennar og áhorfendur lengi að halda uppteknum hætti því Moore birtist á ný. Fór hann mikinn, mælti ekki orð af vörum, en hljóp sem skjótast upp á efstu hæð versl- unarkeðjunnar. Þar mölvaði hann rúðu í veitingasal og fór svo að þruma yfír sýningargestum niður rúllustigaganginn, en við enda hans fór sýningin einmitt fram. Eftir nokkrar fortölur vó Moore sig upp á handrið og kastaði sér niður. í opinn dauðann. EFTIRLAUN Reagan nýtur lífsins að var glaðbeittur Ronald Reagan, sem birtist ásamt konu sinni Nancy á tennismóti sem haldið var í hennar nafni fyrir skömmu. Það hefur lítið heyrst og sést af þessum fyrrum forsetahjónum Bandaríkjana síð- ustu fjögur ár. Ekki verður annað sér en að þau njóti lífsins, en hætt er við að brosið sé ekki al- veg eins breitt nú, í ljósi úrslita forsetakosningana þar í landi. Nancy og Ronald glerfín á einni af fínni samkomum ársins. Ronald og Nancy Reagan, ásamt Evu Gabor og Merv Griffen. ÞORSHÖFN Norðurljósin heilluðu tón- listarkennarann Þórshöfn. Við Tónlistarskólann á Þórshöfn hefur verið ráðinn nýr tónlist- arkennari. Það er ung kona frá Belgíu, Sophie Schoonjans að nafni. Þó að franska sé hennar móðurmál hefur það ekki valdið samskiptaerfíðleikum, því hún er ágætlega enskumælandi og auk þess fljót að læra íslensku og hún óskaði eftir að búa á íslensku heim- ili í því skyni að verða fljótari að læra málið. Sophie kennir á píanó, hljóm- borð, blokkflautu og gítar auk hörpu sem er hennar sérgrein. 41 nemandi er í Tónlistarskólanpm. Sophie flutti með sér tvær hörp- ur frá Belgíu, aðra fremur litla en hina stóra. Minni hörpuna hefur hún í skólanum þar sem hún kenn- ir á hana en þá stóru hefur hún heima. Innan skamms eiga Þórshafn- arbúar og nærsveitarmenn þess kost að hlýða á hörpuleik Sophie en hún mun leika á hörpuna á árshátíð Hestamannafélagsins Snæfaxa 7. nóvember nk. Víst er að enginn ætti að verða fyrir von- brigðum því þarna er listamaður á ferð. Sophie hóf sitt tónlistarnám að- eins sex ára gömul og lauk námi árið 1985. Aðspurð sagði Sophie að henni líki vel á Þórshöfn og hún varð ekki fyrir menningarsjokki við komuna hingað. íslenskur mat- ur finnst henni góður, hún borðaði jafnvel glerhákarl og sagði hann bragðast líkt og gamlan gráðost. Hún er afar hrifin af hestum og langar á hestbak. Vélsleða langar hana einnig að reyna en snjórinn hefur enn ekki komið nema í mý- flugumynd. Sophie fær vonandi óskir sínar uppiylltar innan skamms. Fyrir komuna til Islands vann Sophie Schoonjans við hörpuna sína. Sophie í Kína þar sem hún spilaði í sinfóníuhljómsveit í Hong Kong. Hún segist kunna betur við Þórs- höfn þar sem allt er yfírhlaðið bæði af fólki og farartækjum svo ekki sé talað um mengunina. Sop- hie fer mikið út að ganga og kann vel að meta hreina loftið. Norður- ljósin heilluðu hana mjög og hafði hún ekki áður séð það fyrirbæri. Ef til vill þarf útlendinga til að opna augu okkar íslendinga fyrir því hve mikill fjársjóður hreina landið okkar er, þegar mengunin í heiminum er orðin alvarlegt vandamál. Norðausturhornið er nú orðið ágætlega mannað af tónlistar- kennurum því að tii Raufarhafnar hefur verið ráðinn tékkneskur tón- listarkennari og pólsk hjón til Vopnafjarðar. - L.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.