Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR IAUGARDAGUR 7. NÖVEMBER 1992 47 HANDKNATTLEIKUR / KORFUKNATTLEIKUR Jakob sleit krossband Valsmennirnir Jakob Sigurðs- son, landsliðsmaður í hand- knattleik og Svali Björgvinsson þjálfari og leikmaður úrvalsdeild- arliðs félagsins í körfuknattleik eru báðir meiddir og ljóst er að hvorugur verður með á næstunni. Jakob sleit krossbönd í vinstra hné á æfingu hjá Val f gærkvöldi og er ljóst, að sögn Stefáns Carls- sonar læknis, að hann verður lengi frá, og getur ekki verið með í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð í mars. „Ég var að gera gabb- hreyfingu þegar ég rann einhvem vegin út úr hnéinu, ef þannig má að orði komast“ sagði Jakob við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það er ljóst að maður verður ekki með í HM í Svíþjóð og sjálf- sagt eitthvað lítið á þessi íslands- móti. Þetta er það sama og í fyrra, bara hitt hnéið. Þá var ég frá í þijá og hálfan mánuð en eiginlega er ég fyrst núna orðin góður í hægra hnéinu. Þetta er alveg furðulegt. Maður meiðir sig ekki í ein tíu ár, allan sinn feril, en svo kemur þetta eins og á færibandi. Ég fór í hinu hnéinu 8. október f fyrra þannig að maður er alveg árið að jafna sig fullkomlega. Nú verður maður bara að bíða og sjá til. Vonandi verð ég skorinn sem allra fyrst,“ sagði Jakob. íhné Svali Björgvinsson þjálfari og leikmaður úrvalsdeildarliðs Vals í ' körfuknattleik sleit liðbönd f vinstra hné í annað skipti, í leik á dögunum og verður ekki meira með í vetur. Þetta er f þriðja sinn sem hann slitur liðbönd, fyrst á vinstra hné, sfðan á því hægra og nú aftur á því vinstra. ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Blikar lögðu Skallagrím og féngu sín fyrstu stig UBK - Skallagrímur99:85 Digranes, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 6. nóvember 1992. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 4:11, 12:20, 24:20, 28:23, 30:30, 35:36, 39:42, 49:44, 62:54, 69:66, 75:70, 83:81, 91:81, 99:85. Stig UBK: Hjörtur Amarsson 30, Pétur Guðmundsson 17, Lloyd Sergent 15, Egill Viðarsson 14, Eiríkur Guðmundsson 13, ívar Webster 10. Stig Skallagríms: Alexander Ermoiinskij 30, Birgir Mikaelsson 25, Henning Henn- ingsson 15, Þórður Helgason 8, Sigurður Elvar Þórólfsson 3, Gunnar Þorsteinsson 2, Skúli Skúlason 2. Áhorfendur: Um 150. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Brynjar Þór Þorsteinsson. Dæmdu vel en vom stund- um full smámunasamir. UMFIM - KR 90:76 íþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 4:0, 4:3, 14:5, 20:11, 24:21, 33:21, 41:28,49:34, 54:45, 60:54, 68:59, 76:73, 82:73,90:76. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 31, Gunnar Örlygsson 14, Rondey Robinson 12, Jóhann- es Kristbjömsson 10, Rúnar Ámason 8, Sturla Örlygsson 7, Atli Árnason 4, Ástþór Ingason 4. Stig KR: Hermann Hauksson 21, Hrafn Kristjánsson 14, Láras Ámason 14, Guðni Guðnason 11, Matthias Einarsson 8, Óskar Kristjánsson 4, Tómas Hermannsson 2, Sig- urður Jónsson 2. Dómarar: Bergur Steingrfmsson og Einar Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 300. 1. deild kvenna: UMFN-ÍS....................31:53 Bikarkeppni karla: ÍA-Þrymur.................132:60 Þór-UMFB..................102:79 BLeikurinn tafðist nokkuð á Akureyri þar sem leikmenn bratu aðra körfuna í upphitun I leikhléi. Breiðablik fékk sín fyrstu stig í úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið sigraði Skallagrím 99:85 f frekar daufum leik Skúli Unnar sem var Þó mun Sveinsson skemmtilegri í síðari skrífar hálfleik. Gestimir náðu átta stiga for- skoti snemma í leiknum en þá kom góður kafli heimamanna sem kom- ust 28:23 yfir. í síðari hálfleik kom- ust Blikar fljótlega yfir og héldu forystunni til leiksloka, þó oft mun- aði litlu. Blikar léku svæðisvörn allan tím- ann en Skallagrímsmenn skiptu yfir í pressuvöm um tíma með litl- um árangri. Blikar léku gríðarlega skynsamleg undir lok leiksins, gáfu sér góðan tíma og létu boltann ganga vel manna á milli. Hjá þeim léku eiginléga allir vel á köflum, nema Hjörtur sem lék vel allan tímann. Hann var reyndar dálítið óöruggur í fyrstu en lék síð- an mjög vel. Pétur og Sergent léku vel og voru sterkir í fráksötum og ekki má gleyma ívari Webster sem tók ófá fráköstin þegar mikið lá við. Egill og Eiríkur hmkku síðan í gang á réttum tíma þegar á þurfti að halda og hittu mjög vel. Hjá Borgnesingum var Alexandr bestur og Birgir átti þokkalega spretti. Aðrir léku ekki vel. UMFN skellti KR-ingum Njarðvíkingar unnu ákaflega þýðingamikinn sigur gegn KR í gærkvöldi, 90:76 - og em því ■■■■■ enn með í barátt- Bjöm unni um íslands- Blöndal meistaratitilinn NjarðJik ^rátt. fyrir slakt gengi að undan- fömu. KR-ingar urðu að leika án Bandaríkjamannsins Larry Houzer þar sem hann var ekki orðin lögleg- ur en eigi að síður náðu þeir að veita Njarðvíkingum harða keppni. Njarðvíkingar höfðu forystuna frá upphafí og náðu oft ágætum köflum en þess á milli datt allur botn úr leik þeirra og þá sérstak- lega í síðari hálfleik. Ljóst var að það yrði á brattan að sækja hjá KR-ingum en þeir börðust vel og vom nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik, en Njarðvíkurliðið stóðst prófið að þessu sinni. „Við lékum vel í fyrri hálfleik og náðum ágætu forskoti, en síðari hálfleikur var slakur og það er eins og mínir menn þurfi alltaf að slaka á þegar þeir hafa náð þægilegu forskoti," sagði Paul Colton þjálfari Njarðvíkingar eftir leikinn. „Það vom mikil vonbrigði fyrir okkar að Banaríkjamaðurinn skyldi ekki fá að leika og því var ljóst að þetta yrði erfítt. Eg er ekki 'ánægður með tap en ég er samt ánægður með leik ungu mannanna í liðinu sem börðust vel og við emm greinilega á réttri leið,“ sagði Friðrik Rúnars- son þjálfari KR-inga. ekki úr skák að hafa ekki Hásteins- völlinn. Vallaraðstæður áttu stóran þátt í fækkuninni." Þrátt fyrir fækkun vom Fram- arar með þriðju bestu aðsóknina í ár og vóru viðmælendur sammála um að aðstæður hefðu þar mikið að segja. Auðvelt væri að komast að vellinum, fljótlegt að fara í burtu og áhorfendur sætu undir þaki, sem væri mikill kostur. íslandsmeistar- ar Víkings frá fyrra ári og jafnvel Valur njóta langt því frá sömu aðstæðna og er það ein skýring þeirra á fáum áhorfendum. Aðrar skýringar Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði að samkeppnin væri mikil og greini- legt væri að Evrópukeppnin i knatt- spyrnu s.l. vor og Ólympíuleikarnir síðsumars hefðu haft mikil áhrif. „Fólk var örugglega búið að fá nóg af íþróttaefni.“ Andrés Pétursson, varaformaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, var á sama máli og Sveinn R. Brynjólfson, formaður knattspyrnudeildar KA, bætti við að beinar útsendingar frá íslands- mótinu hefðu einnig dregið úr að- sókn, einkum þegar veður var ekki eins og best verður á kosið. Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs á Akur- eyri, sagði að Þórsarar væru ánægðir með aðsóknina hjá sér, en aðsóknin almennt væri umhugsun- arefni. Hann nefndi sömu ástæður °g þegar hefur verið greint frá en tiltók einnig miðaverðið. „Við vor- um á móti því að hækka verðið og kannski er það of hátt.“ Lárus Eyjamaður sagði að knattspyrnan yrði að taka mið af þjóðfélagsað- stæðum. „Hugsanlega er miðaverð- ið fráhrindandi, einkum fyrir Ijöl- skyldufólk." Fastir leikdagar Áhorfendur eru veigamikill þátt- ur í knattspyrnunni og án þeirra eiga félögin sér ekki viðreisnar von. Staðreyndin er að 500 eða færri áhorfendur voru á einum þriðja hluta leikja sumarsins og 700 eða færri á tveimur af hvetjum þremur leikjum. Þó sumir vilji gera lítið úr áhorfendafækkuninni og segja sem svo að hún haldist í hend- ur við stórmót erlendis, eru for- svarsmenn félaganna nær á einu máli um að sameiginlegt átak þurfí til að bæta um betur. í því sam- bandi bentu flestir viðmælenda á að tími væri til kominn að láta reyna á fasta leikdaga, en Vals- menn hafa þegar skipað nefnd, sem á að koma með tillögur um úrbæt- ur. Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði að fækk- unin væri kannski eðlileg vegna annarra stóratburða á íþróttasvið- inu s.l. sumar, en ógnvænlegast væri hvað aðsóknin hefði verið lítil í síðustu umferðunum, þó úrslitin hefðu ekki verið ráðin. Fastir leik- dagar væri mál, sem yrði að fara að skoða alvarlega og forysta KSÍ væri fylgjandi slíku fyrirkomulagi, en hefði ekki viljað fara gegn félög- unum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins leggur mótanefnd til í drögum sínum fyrir næsta sumar að mánudagar og fimmtudagar verði fastir leikdagar, en laugar- dagar í tveimur síðustu umferðun- um. Tölurnar tala sínu máli, vanda- málið er til staðar, en boltinn er hjá.félögunum. HANDKNATTLEIKUR Hörkuleikir - segir Kristján Arason þjálfari FH-inga ÍSLANDSMEISTARAR FH leika tvo leiki í 16 liða úrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða gegn sænsku meisturunum Ystad um helgina. Báðir leikirnir verða í Kaplakrika, sá fyrri í dag kl. 17 og sá síðari á morgun kl. 20.30. Kristján Arason þjálfari og.leik- maður FH telur að leikimir við Ystad um helgina verði skemmtilegir enda leggi bæði liðin mikið upp úr hraðaupphlaupum. „Það er mikil- vægt fyrir okkur að fá báða leikina hér heima og þá sérstaklega ef við fáum mikið af áhorfendum. Ef stemmningin verður svipuð og var í úrslitakeppninni í fyrra þá trúi ég að við getum komist áfram í keppn- inni. Ef það á að takast verður vam- arleikurinn og markvarslan að vera góð því annað gengur ekki I Evrópu- keppninni," sagði Kristján Arason þjálfari og leikmaður FH um ieikina um helgina. „Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að við fáum báða leikina heima en ætli Svíamir trúi því ekki að þeir vinni okkur enda sýnir sagan að Svíum gengur oftast vel gegn íslendingum. Þetta verða örugglega hörkuleikir þar sem úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðari leiknum og fímm marka sveifla, á hvorn veginn sem er, er ekkert sem liðin geta ekki lag- að í síðari leiknum. Ég hef skoðað Ystad á myndbandi og þeir eru með gott lið og Per Car- len er þeirra bestur. Hann bindur í rauninni tvo menn í vöminni, hann er svo gríðarlega sterkur. Annars leggja þeir mikla áherslu á hraðaupp- hlaupin en ef þau ganga ekki upp leika þeir ef til vill ekki áferðarfalleg- asta handknattleik sem sést en þeir leika mjög skynsamlega eins og Svíar gera oftast. Allflestum sóknum þeirra lýkur með skoti og þeir gera ekki mikið af mistökum. Markmiðið hjá okkur verður að vera meira í vöminni og keyra á hraðaupphlaupin. Þeir eru líka sterk- ir í þeim þannig að þetta verður ör- ugglega skemmtilegur og hraður leikur. Það veltur mikið á því hvort liðið leikur betri vörn.“ KNATTSPYRNA Dregið í Evrópukeppninni Dregið var í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu í gær. Fyrstu leikirnir verða 25. nóvember, en liðin fjögur leika innbyrð- is heima og að heiman, og efsta liðið í hvorum riðli kemst í úrslit. Fyrstu leikirnir eru þessir; A-riðill: Club Brugge-CSKA Moskvu, Glasgow Rang- ers-Marseille, og B-riðill: Porto-PSV Eindhoven, AC Milan-IFK Gautaborg. Iþróttir helgarinnar Körfuknattleikur LAUGARDAGUR Bikarkeppni karla: Grindavík, UMFG b - UFA......16 1. deild karla: Hagaskóli, ÍS - Þór...........17 SUNNUDAGUR Úrvalsdeild karla: Borgames, Skallagrímur - ÍBK.16 Grindavík, UMFG - UMFN..........20 Hlíðarendi, Valur - Haukar....,.20 Seltj.nes, KR - Tindastóll....20 Stykkish., Snæfell - UBK......20 1. deild karla: Sandgerði, Reynir - Þór.....14 MÁNUDAGUR 1. deild kvenna: Kennarahásk., ÍS - lR.........20 Handknattleikur ■íslandsmót f 6. flokki karla og kvenna og 7. flokki karla verður um helgina. 14 félög senda 69 lið til mótsins og reiknað er með um 1.000 bömum til keppni. Víkingur er fram- kvæmdaraðili. Keppni hófst í gær en heldur áfram í dag og úrslit hefj- ast kl. 15 á morgun. Leikið er í íþróttahúsi Réttarholtsskóla og í Vfk- inni. LAUGARDAGUR 1. deiid kvenna: Austurberg, Fylkir - Ármann ...16.30 Laugard.höll, Fram - KR......14 Seltj.nes, Grótta - Selfoss.16.30 Valsheimili, Valur - Haukar.16.30 MÁNUDAGUR 1. deild karla: Laugardaishöll, Fram-Valur..20 1. deild kvenna: Garðabær, Stjaman - FH........20 ■FH leikur tvo Evrópuleiki við Ystad, í dag og á morgun. Sjá nánar hér til hliðar. Badminton Afmælismót Badmintonsambandsins hófst í gærkvöldi f TBR-húsinu við Gnoðarvog. Keppni heldur áfram kl. 13 f dag. Fimleikar Nýtt mót í áhaldafimleikum, Haust- mótið, verður haldið í Ármannshús- inu við Sigtún á morgun, sunnudag. Keppt er í fijálsum æfmgum og verða keppendur 40, meðal þeirra fslandsmeistaramir í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst kl. 11 með keppni í kvennaflokki og lýkur þeim hluta mótsins kl. 13. Karlamir keppa svo kl. 14 til 16.30. Sund Unglingameistaramót fslands fer fram um helgina f Sundhöllinni í Reykjavfk. Billjard Opið forgjafarmót verður haldið f dag og á morgun, annað mótið af sex. Mótið verður í Ingólfsbilliard og Billardstofunni Klöpp. Allir bestu billjardspilarar landsins taka þátt í mótinu auk nýliða. Þátttökugjald er 2.000 kr. Veitt verða verðlaun fyrir átta efstu sætin út úr þessum sex mótum, en verð- launin era tólf daga ferð til Eng- lands. Einnig verður veittur eignar- bikar fyrir þijú efstu sætin, bikar verður veittur fyrir hæsta skorið, og sigurvegarinn fær farandbikar til varðveíslu í eitt ár. Allir geta tekið þátt í mótinu því forgjöf er allt upp f 60 stig. Styrkta- raðilar era Flugleiðir og veitinga- staðurinn Hrói höttur. Hátíð í Digranesi Kópavogsbær afhéndir Handknatt- leiksfélagi Kópavogs fþröttahús Di- granes formlega tii reksturs f dag og af þvf tilefni verður viðamikil dagskrá í húsinu. Hún hefst kl. 15 en þá marsera keppendur allra flokka f öllum deildum félagsins f salinn. Gunnar Birgisson, formaður bæjar- ráðs og Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri, flytja ávörp ásamt Þorsteini Einarssyni formanni HK og séra Kristján Einar Þorvarðarson flytur helgistund með aðstoð fulltrúa deild- anna og samningur Kópavogsbæjar við HK verður undirritaður. Að þessu loknu fara fram kapp- leikir milli HK og Breiðabliks f 5. flokki 1 knattspymu og f 4. flokki í handknattleik, og síðan verður blak- deild félagsins með kynningaratriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.