Morgunblaðið - 08.11.1992, Side 6

Morgunblaðið - 08.11.1992, Side 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Heildarskuldir sjávarútvegsins komnar í 92,3 milljarða króna Skuldirnar hækkuðu um milljarð kr. á 3 mánuðum við stöðuna 30. september og hafa þær lækkað um 600 milljónir króna frá 30. júní sl. / Veðhæfni rýrnar Heiidareignir sjávarútvegsins voru bókfærðar um 133 milljarðar kr. í árslok 1990 og 135 milljarðar í lok síðasta árs. Um seinustu ára- mót var húftryggingamat fiski- skipa lækkað um 3,5 milljarða kr. eða úr 60,7 millj. í 67,2 millj. Ný§- árfestingar ( skipaflotanum eru taldar nema rúmlega 5 milljörðum á árinu en að teknu tilliti til 4,7% afskrifta áætlar hagfræðideild Seðlabankans að eignastaða sjáv- arútvegsins á þessu ári sé 134-135 millj- arðar kr. Veðhæfni kvótans rým- ar um sömu krónutölu og kvótaskerð- HEILDARSKULDIR sjávarútvegsins í dag nema 92,3 millj- örðum króna samkvæmt nýrri samantekt hagfræðideildar Seðlabanka íslands en uppgjörið miðast við 30. september sl. Hafa skuldirnar hækkað um rúmlega einn milljarð króna frá 30. júní sl. þrátt fyrir 2,7 milljarða kr. greiðslur inni- stæða úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins í sumar. Skuld- ir sjávarútvegsins við innlánsstofnanir nema 39,6 milljörð- um, skuldir við fjárfestingarlánasjóði nema 23,8 milljörð- um, skuldir við Atvinnutryggingasjóð 7,2 milljörðum og samtals nema heildarskuldir sjávarútvegsins við lánakerfið 73,1 milljarði kr. Áætlað er að skuldir sjávarútvegsfyrir- tækja utan lánakerfisins, þ.e. viðskiptaskuldir, nemi 19,2 milljörðum. Af heildarskuldum sjávarútvegs- ins eru um 52 milljarðar í erlendri mynt. Af heildarskuldum sjávarút- vegsins við bankakerfíð og fjárfest- ingarlánasjóði eru rúmlega 70% lána gengistryggð og tæplega 20% verðtryggð lán. Ef koma á afkomu greinarinnar í núllstöðu með lækk- un gengis þyrfti að lágmarki um 20% gengisfellingu sem myndi hækka höfuðstól lánanna um 12-14 milljarða í það minnsta. Á gjaldþrotabraut Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hélt því fram á aðalfundi LÍÚ á dögunum að 20 milljarðar af skuldum sjávarút- vegsins væru í raun tapað fé, sem á endanum myndi lenda á skatt- borgurum landsins, þar sem skuld- irnar lægju fyrst og fremst hjá rík- isstyrktum fjárfestingarlánasjóð- um og ríkisbönkum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á sama fundi að ætla mætti að fyrirtæki með fímmtung eða fjórðung umsvifa í sjávarút- vegi, sem eiga í mestum erfíðleik- um, skulduðu 25 til 30 milljarða króna og að vafalítið tapaðist mik- ill hluti þeirra. Hagfræðingar sem talað var við voru ekki á einu máli um þetta og sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, mjög erfítt að komast að vafalausri niðurstöðu um fjölda fyrirtækja sem væru í raun gjaldþrota. Þetta veltur á endanum á mati lánastofnana á veðum og eignastöðu fyrirtækj- anna, rekstrarhorfum og hvort ákveðið verður að halda áfram að fíármagna fyrirtæki enda þótt þau séu á heljarþröm. Þröstur Ólafsson, annar tveggja formanna nefndar um endurskoðun fiskveiðistefnunnar, sagði að tap- aðar skuldir fyrirtækja sem haldið væri gangandi, þrátt fyrir að þau væru í raun komin í þrot, næmu svipaðri upphæð og fram kom í máli Jóns Baldvins. Þjóðhagsstofn- un skilaði nefndinni skýrslu um skulda- og greiðslustöðu sjávarút- vegsfyrirtækja í febrúar sl. þar sem m.a. kom fram að 59% fyrirtækja væru á gjaldþrotabraut og ættu vart fyrir afborgunum lána og vöxtum. Þótt afborgunartími lang- tímalána fyrirtækja yrði lengdur úr um 6 árum í 8,5 ár ættu um 45% fyrirtækjanna við áframhald- andi greiðsluerfiðleika að etja. í nýrri úttekt hagdeildar ASÍ á uppgjöri Þjóðhagsstofnunar á af- komu sjávarútvegsins á árinu 1991 segir að á þvf ári hafi fyrirtæki með tæplega 60% af veltunni í sjáv- Heildarskuldir sjávarútvegsins 1988-92 912 88,0 míl|ar8ar króna 5 milljarðar í ný fiskiskip 47,3 milljarðar af erlendum skuldum sjávarútvegsins eru við innlánsstofnanir og fjárfestingar- lánasjóði, gengistryggð lán At- vinnutryggingasjóðs nema 2,4 milljörðum og endurlán ríkisins nema á annan milljarð króna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um í hvaða myntum erlend lán sjávarútvegsins eru en til samanburðar má benda á að um helmingur heildarskulda þjóðarbúsins erlendis eru í banda- 25,2 milljarðar hjá Landsbankanum Skuldir sjávarútvegsins við banka og sparisjóði námu 39,6 milljörðum króna 30. september sl. Þar af námu innlend lán 19 millj- örðum en endurlán erlendra lána 20,6 milljörðum. Landsbank- Eiginfjárhlutfall sjávarútvegsfyrirtækja iunar fyrir 1991 Hslirilld: Hagfraðideild Seílabankans, Þjóðhagsstofnun og Hagdeild ASl Elgið fé af eígnum ads Fjöldi fyrir- tekja Eigið fé af eignum alls Hlutfall af eignum Hagnaður eðatap aftekjum <-20% 21 -54,2% 3,9% -12,9% -20--10% 13 -13,1% 8,2% -9,1% -10- 0% 15 -2,9% 11,9% -7,4% 0-10% 22 4,5% 13,0% -9,4% 10-20% 26 14,0% 19,0% -3,8% 20-30% 14 25,3% 13,7% 1,4% 30 - 40% 21 35,0% 11,5% 1,9% 40 - 50% 12 44,6% 14,3% 1,6% > 50% 20 61,8% 4,4% 3,4% Samtals: 164 16,3% 100% -3,1% arútvegi verið rekin með tapi sem nam að meðaltali 8,7% af tekjum. Skuldastaða þeirra sé mjög slæm og eigið fé nánast uppurið í árslok. „ ... fjórðungur fyrirtækjanna sem var með um 15% af framleiðsl- unni var þegar á árinu 1991 rekinn með 19% tapi. Skuldir þessara fyr- irtækja voru tæplega 50% hærri en tekjur þeirra og eigið fé alger- lega uppurið. Gera má ráð fyrir að næsti fímmtungur fyrirtælg- anna sem á síðasta ári var rekinn með 8% tapi að meðaltali og var í svipaðri skulda- og eiginfjárstöðu, lendi einnig í verulegum vandræð- um. Samtals skulduðu þessi fyrir- tæki (en þau eru 45% af fjölda fyrirtækja með um 35% af velt- unni) 25 milljarða kr. í árslok 1991,“ segir ( skýrslu hagdeildar ASÍ. Ný samantekt Þjóðhagsstofn- unar um dreifingu eiginfjárhlutfalls 164 sjávarútvegsfyrirtækja í sér- stöku úrtaki fyrir árið 1991 leiðir í ljós að stór hluti fyrirtækja eða tæplega þriðjungur voru með nei- kvæða eiginflárstöðu og voru sam- tímis rekin með tapi, sem nam að meðaltali tæplega 10% af tekjum þeirra (sjá töflu). Hlutfall eigin fjár 21 fyrirtækis var að meðaltali nei- kvætt um 54,2% af heildareignum og þau rekin með um 13% tapi að jafnaði. Ásgeir Daníelsson hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun bendir á að hjá fyrirtækjum sem eiga lítið eigið fé og bera miklar skuldir séu vaxtagreiðslur mjög stór kostnaðarliður sem leiði til. mun verri afkomu. Sum fyrirtækj- anna hafí einnig verið í taprekstri ár eftir ár og þannig gengið á eign- ríkjadölum, 30% íþýskum mörkum, 10% japansk jen, 6% svissneskir frankar og 1,6% í pundum. Heildarskuldir sjávarútvegsins námu 89,6 milljörðum um seinustu áramót. Talið er að skuldastaðan hafi hríðversnað á fyrstu mánuðum ársins en sl. vor var ákveðið með lögum að greiða út innistæður sjáv- arútvegsfyrirtækja í Verðjöfnunar- sjóði til draga úr skuldum við banka, sjóði, sveitarfélög og við- skiptaaðila. Einnig tóku stjómvöld ákvörðun um að lengja lán At- vinnutryggingasjóðs og fella niður afborganir í tvö ár og lengja láns- tímann að sama skapi. Þá varð Fiskveiðasjóður við tilmælum sjáv- arútvegsráðuneytisins um skuld- breytingar fyrirtækja í tengslum við hagræðingaraðgerðir. 30. júní sl. hafði höfuðstóll skulda sjávarútvegsins hækkað í 91,2 milljarða og 30. september voru skuldimar komnar í 92,3 millj- arða en þá var lokið greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði. Að sögn Helga Ólafssonar hjá hagfræðideild Seðlabankans er ekki orðið Ijóst hversu stór hluti þessara greiðslna fór til að greiða niður skuldir en hagdeild Alþýðusambandsins gerir ráð fyrir að heildarskuldir sjávarút- vegsins verði komnar í 95 milljarða kr. um næstu áramót og hafa þær þá hækkað um á sjötta milljarð kr. frá áramótum. Þá verður að taka með í reikninginn mikla fjárfest- ingu í frystiskipum á árinu en áætlað er að hún nemi um fímm milljörðum króna á árinu. Þjóð- hagsstofnun áætlar í þjóðhagsspá sinni hartnær 60% aukningu §ár- festingar útgerðarfyrirtækja, að- allega vegna kaupa frystiskipa. inn hefur 65-70% af lánaviðskipt- um sjávarútvegsfyrirtækja við innl- ánsstofnanir og þar með talið eru mest öll afurðalánaviðskipti sjávar- útvegsins í landinu. Heildarupphæð útlána bankans til sjávarútvegsins nemur 25,2 milljörðum króna. Hlutfall innlendra lána bankans er 24% eða um 6 milljarðar króna en 76% eru erlend endurlán og gengis- bundin afurðalán. Hlutdeild ann- arra banka er mun minni. íslands- banki er talinn með um 15% lána, Búnaðarbanki rúmlega 10% og sparisjóðirnir minna. 23,8 milljarðar af skuldum sjáv- arútvegsins eru við fjárfestingar- lánasjóði. Samkvæmt yfírliti Seðla- bankans yfír skuldastöðuna 30. júní námu skuldir við Fiskveiðasjóð 15 milljörðum en talið er að inn ( þá tölu vanti hluta af endurlánum sjóðsins. í árslok 1991 átti Fisk- veiðasjóður 21 milljarð kr. í úti- standandi lánum, þar af voru 16,7 milljarðar í fískiskipum en 3,9 millj- arðar fasteignalán. Þá voru 5 milljarðar af skuldum sjávarútvegsins í Byggðasjóði 30. júní og um hálfur milljarður hjá ríkisábyrgðasjóði. Skuldir við At- vinnutryggingasjóð eru taldar nema 7,2 milljörðum kr., eignale- igulán nema um einum milljarði og beinar lántökur einkaaðila er- lendis 1,5 milljarði kr. Hagfræði- deild Seðlabankans áætlar að heil- arskuldir sjávarútvegsins við lána- kerfið nemi þannig 73,1 milljarði kr. Loks er áætlað að 19,2 milljarð- ar af skuldum sjávarútvegsins séu utan lánakefísins, þ.e. einkum við- skiptaskuldir s.s. við olíufélög, tryggingafélög og fleiri aðila miðað eigna- - rýrn- unar í landi. Fasteignaverð lækkar og þar með minni tryggingar fyrir lánum. Ýmsir viðmælendur blaðsins bentu á að bókfært verð sé yfir- leitt nokkru Iægra en vátrygginga- verðmæti eignanna en mestu máli skipti að söluverðmæti eignanna gæti svo verið allt annað og minna. Asgeir Daníelsson sagði að búast mætti við að aðeins brot af trygg- ingaverðmæti eigna fengist á opn- um markaði ef fyrirtæki færu á hausinn og yrðu seld á uppboði. Helst að kvótinn yrði einhvers virði en þó mætti einnig efast um virði hans þar sem dregið hefur úr kvó- takaupum að undanförnu. Þröstur Ólafsson sagði að almennt mætti ætla að mjög lítið fengist fyrir fyr- irtæki sem yrðu gjaldþrota nema þá kvótann þegar um útgerð væri að ræða en eignir fiskvinnslu gætu oft talist nánast verðlausar. Þá mun hrikta í stoðum fjármálakerfisins Samkvæmt upplýsingum mínum komst Landsbankinn að þeirri nið- urstöðu sl. vor að 6-7% útlána bankans til sjávarútvegsins lægju hjá fyrirtækjum sem væru komin á heljarþröm og þeim hefði fjölgað á síðustu mánuðum. Um seinustu áramót námu töpuð útlán innláns- stofnana 2,1 milljarði kr, en fram- lög á afskriftasjóði hafa stóraukist. í nýlegu yfírliti Hagtalna mánaðar- ins kemur fram að sé útlánahætta banka og sparisjóða rétt metin voru um 5,7 miiljarða útlánatöp í vænd- um um síðustu áramót. Þar vegur versnandi afkoma sjávarútvegsins efalaust þungt. Framlag á af- skriftareikning Fiskveiðasjóðs nam samtals tæplega 600 millj. kr. í lok síðasta árs. Islandsbanki lagði 1 milljarð kr. í afskriftareikning á fyrstu 8 mánuðum ársins og Bún- aðarbankinn 360 millj. á sama tíma og hefur hækkað um 880 millj. frá áramótum. Bankarnir búa sig þannig undir veruleg töp á næstu mánuðum. Hagdeild ÁSÍ telur að fyrirtæki með rúmlega þriðjung veltunnar í sjávarútvegi séu í bráðri hættu, heildarskuldir þeirra nemi 30 millj- örðum á sama tíma og eigið fé sé talið innan við hálfur milljarður. Við gjaldþrot megi reikna með að lágmarkstap yrði yfír helmingur skulda eða 15-20 milljarðar sem mynþu falla á þjónustufyrirtæki, banka, sveitarfélög og ríki. Þröstur Ólafsson segir að ef ekki verði tek- ið skipulega á þessum málum, hvort sem skuldir sem myndu tap- ast nemi 15, 20 eða 25 milljörðum, muni hrikta mjög alvarlega í stoð- um íslenska fjármálakerfísins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.