Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 Sagan segir að lygin geri menn langnefjaða. SPILAÐ Á KERFIÐ 24 vinna að skattrannsóknum Þá hefur ríkisskattstjóri beitt sér fyrir sérstakri skráningu svokall- aðra vsk-bíla, sem brögð eru að að einstaklingar kaupi í gegnum fyrir- tæki til að fá endurgreiddan virðis- aukaskatt af en eru til einkanota. „Þessi svik eru talin nokkuð algeng en könnun á þeim, sem fram fór seinni hluta sumars reyndist erfið,“ segir Guðmundur Guðbjarnarson, skattrannsóknarsjóri. „Menn vildu ekki viðurkenna að þeir notuðu bíl- ana í einkaerindum og þá gripum við til þess ráðs að fara á samkomu- staði og skrá þá bíla sem þar voru. Þannig kom í ljós fjöldi slíkra bíla. Eftir áramót munu vsk-bílar fá sér- stakar númeraplötur, sem auðveld- ar eftirlit, auk þess sem almenning- ur sér hvers kyns er,“ segir Guð- mundur. 24 stöðugildi eru við rann- sóknardeild ríkisskattsjóra og vinna starfsmenn þar að rannsóknum og eftirliti. Þegar fólk er staðið að skattsvik- um, eru viðbrögðin ákaflega misjöfn og ekki eru allir iðrandi syndarar. „Hvers vegna takið þið mig, en ekki skattsvikarana," er algengt svar. Ásgeir Heimir segir starfs- menn skattsins oft ekki vita hvað liggi að baki skattsvikum en í staffi sínu hafí hann rekist á ástæður allt frá klaufaskap og slóðaskap, upp í það að menn hafi verið að prófa hversu langt þeir kæmust og þá sem séu einfaldlega bífræfnir svikahrappar. Ásgeir segir ómögu- legt að segja til um umfang skatt- svika en te.lur að þau fari vaxandi í versnandi árferði. Komist upp um skattsvikara eru þeir krafðir greiðslu eða endur- greiðslu á því sem þeir hafa svikið undan skatti. Málum er vísað til yfirskattanefndar, til skattsektar- meðferðar og þau alvarlegri eru kærð til opinberra aðila. Sektin nemur yfirleitt svipaði upp- hæð og þeirri sem svikin var undan skatti. Rannsókn á skattsvikum Verið er að skipta í nefnd á veg- um fjármálaráðherra, sem kanna á umfang svartar atvinnustarfsemi. í henni munu eiga sæti fulltrúar op- innberra starfsmanna, aðila vinnu- markaðarins og ijármálaráðuneyt- isins. Síðasta úttekt sem gerð var á umfangi slíkrar atvinnustarfsemi, var framkvæmd á árunum 1984- 1985. Niðurstaða starfshópsins sem vann að úttektinni, var sú að um- fang dulinnar starfsemi hér á landi gæti verið á bilinu 5-7%. Ef miðað væri við 6% væri upphæðin fram- reiknuð til ársins 1991, 23 milljarð- ar. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra á Alþingi í mars sl. er hann svaraði fyrirspurn um svarta atvinnustarfsemi. Mestar líkur voru taldar fyrir dulinni starfsemi og skattsvikum í byggingastarfsemi, i persónulegri þjónustustarfsemi eins og t.d. bíla- þjónustugreinum, gúmmíviðgerð- um, hárgreiðslu- og snyrtiþjónustu og loks í iðnaði, verslun, veitinga- og hótelrekstri. Engin leið var talin að áætla söluskattsvik. Nú er kom- inn á virðisaukaskattur og sagði fjármálaráðherra í svari sínu að það ætti að vera auðveldara að rekja hann. En þar sem hann væri undan- þægur að hluta, gerði það yfirvöld- um allt eftirlit erfiðara. Meðal ástæðna skattsvika taldi starfshópurinn vera tvíbenta skatt- vitund almennings, sem yrði óljós- ari eftir því sem einstök skattaleg ívilnunarákvæði einstakra hópa ykj- ust og skattaeftirlit versnaði. Þá var einnig nefnt hátt skatthlutfall og flókið skattkerfi. Snorri Olsen, deildarstjóri í Fjár- málaráðuneytinu telur mestu skipta að skattkerfið sé einfalt, skilvirkt og réttlátt. „Ef fólk greiðir skattana sína samviskusamlega og sér svo að náunginn í næsta húsi sleppur, er hætt við því að því finnist það ekki eins slæmt að svindla á skatt- kerfínu, fyrst allir aðrir geri það. Því er mjög mikilvægt að skattaeft- irlit sé skilvirkt og að fólk geri sér grein fyrir því að þeir sem náist, fái viðeigandi refsingu. Gallinn í kerfinu er sá að refsing er ekki nógu þung. Það er ekki nóg að menn endurgreiði þá skatta sem þeim stálu undan, því slíkt getur hvatt menn til að reyna svik, þar sem þeir telji að í versta falli verði þeir að greiða það sem þeím beri. Refsingin þarf að vera það þung að fólk íhugi það ekki í alvöru að svíkja undan skatti." Tveggja barna tnóðir í sambúð MEÐ VONDA SAMVISKU „ÞAÐ VORU fyrst og fremst dagvistarmál sem ráku mig út í þetta,“ segir tveggja barna móðir í sambúð, sem sleit samvistum við mann sinn á pagp- írpum og var skráð einstæð móðir í nokkur ár. „Eg vildi fara í nám en vegna útlánareglna LÍN og dagvistunarmála leit út fyrir að ég fengi lítil sem engin lán og ekki dagvistun á dagheimili. Við vor- um að borga af íbúð sem við höfðum keypt og hefðum ekki getað staðið við skuldbindingar okkar ef við hefðum ekki gripið til þess óyndisúrræðis að „slíta samvistum“.“ egar þetta var, átti sambýiisfólkið eitt barn, sem var hjá dagmömmu. Og það var hún sem benti konunni á þann möguleika að skrá sig einstæða. „Mér fannst þetta mjög óþægilegt og fyrstu dagana var ég svo viss um að einhver kæmi frá hinu opinbera að kanna sannleiksgildi þessara sambúðarslita, að ég faldi skó mannsins míns, ef bankað yrði upp á hjá okkur. Þrátt fyrir að ég væri með vonda samvisku, fannst mér þetta vera réttur minn, þar sem þetta var eina leið mfn til að komast í nám.“ Með því að vera orðin einstæð móðir, fékk konan námslán, mæðralaun og barnabætur. „Eg kunni því ekki vel að fá barnabæturnar, ég var ekki að þessu til að fá þær. En ég varð að ganga alla leið, ég gat ekki skráð mig einstæða hjá Lánasjóðnum en í sambúð hjá skattinum. Með því að skrá mig ranglega voru tekjur mínar svipaðar og þegar ég var í vinnu.“ Móðirin segir dagvistarmálin hins vegar hafa tekið lengri tíma að leysast. Þrátt fyrir að vera einstæður námsmaður beið hún í eitt og hálft ár eftir plássi á dagheimili. „Eg kunni ekki við að rífast til að koma barninu inn af ótta við að það kæmist upp um okkur. En þegar barnið fékk loks inni gerði ég mér grein fyr- ir því hversu mikil forréttindi það eru ef börnin komast á dagheimili. Mér finnst skammarlegt að allir eigi ekki þess kost að senda börn sín á dagheimili." Þann tíma sem kerfið taldi sambýlisfólkið hafa slitið samvistum var engin athugasemd gerð við skráninguna. Ekki einu sinni þegar þau eignuðust sitt annað barn, Heimilisfaðirinn er fluttur en býr samt hér. sem fæddist allnokkru eftir að móðirin skráði sig ein- stæða. Skammur tími leið frá því að konan lauk námi þar til að hún pg sambýlismaður hennar skráðu sig aftur í sambúð. „Ég hef sjaldan orðið eins glöð á ævinni og þegar ég hafði loks efni á því að vera í sambúð og gat hætt þessum feluleik. Ég sé ekki eftir því að hafa gert þetta þó að ég myndi ekki þora það aftur vegna þess herta eftirlits sem heilbrigðisráðherra boðar. Ég vona bara að það verði til þess að þeir sem ráða geri sér greinxfyrir ástandinu og geri einhveijar. úrbætur. Kerfið eins og það er núna er fjandsamlegt fjölskyldunni." SVIK OG PRETTIR NÁMSLÁH ■ UNGUR háskólanemi bjó heima hjá foreldrum í fríu fæði og húsnæði en gerði málamyndaleigusamning við vinafólk sitt. Hann fékk fullt námslán og notaði drýgstan hluta þess til að kaupa sér verðbréf. Þau reyndust hins vegar ekki sú trausta fjárfesting sem hann hugði og þótti sumum þar koma vel á vondan. Neminn verður engu að síður að greiða af námslánunum og dugar andvirði verðbréfanna tæplega til. FERDA- TRYGGINGAR ■ KONA hafði það fyrir venju þegar hún fór erlendis, að koma við á lög- reglustöð í því landi sem hún var stödd og tilkynna stuld á því sem hún hefði verið að kaupa sér. Konan varð sér út um kvittanir fyrir fötum sem hún eða ferðafélagar hennar höfðu keypt, sigt- áði út staði þar sem líklegt -var að fingralangir væru á ferð og fór svo til lögreglunnar, sem skráði söguna sam- viskusamlega niður. Með frumrit af lögregluskýrslu í höndum, gat trygg- ingafélagið ekki vefengt sögu hennar og greiddi henni dálaglegan skilding út. SLYSA- TRYGGINGAR ■ MAÐUR lenti í umferðarslysi, þar sem keyrt var aftan á bíl hans. Hann kvartaði yfir miklum verk í öxlum og hálsi og setti læknir kraga á hann og sagði manninn óvinnufæran. Trygg- ingafélag mannsins hafði í fyrstu engar athugasemdir við slysið en þegar einn starfsmanna þess sá manninn niður í bæ, kragalausan og fullfæran um alls kyns hálsteygjur nokkrum klukku- stundum eftir að hann hafði sig hvergi mátt hræra, var mál hans tekið til at- hugunar. í ljós kom að þetta var þriðja slysið sem hann hafði lent í á árinu og hlotið svipuð meiðsl. Nokkrum dögum síðar kom hann aftur á skrifstofu tryggingafélagsins, jafn stífur í hálsi og fyrr. Þaðan lá leið mannsins í annað tryggingafélag þar sem hann lék sama leikinn eins og síð- ar kom í ljós. Félagi hans sem var með í bílnum, var einnig tryggður á tveimur stöðum. Frá tryggingafélaginu fór maðurinn og hirti bætur hjá lífeyrissjóði sínum, auk þess sem hann var á dagpeningum. Að því búnu tók hann af sér kragann og virtist ekkert ama að honum, m.a. fór hann á vinnustað sinn og dvaldist þar lengi. Tryggingafélagið ákvað að kæra manninn en þegar málið var at- hugað nánar, var ákveðið að falla frá kæru, þar sem vottorð læknisins kvað skýrt á um að maðurinn væri óvinnufær og talið var að dómarar myndu fremur taka mark á orðum læknis en starfs- manna tryggingafélags, sem átti hags- muna að gæta. SKATTSVIK 06 SITTHVAO FLEIRA M SÚ saga sem hér fer á eftir hefur ekki fengist staðfest, en kunnugir segja hana vel geta staðist. Hún segir af konu sem er dag- mamma. Konan gefur ekki upp neinar tekjur af pössuninni, sem sagt er að nemi um 150-200.000 krónum á mán- uði og eru skattfrjálsar að sjálfsögðu. Konan er skráð einstæð móðir og hefur því fengið pláss fyrir börn sín á dag- heimili auk þess sem gæslan er niður- greidd. Þá fær konan barnabætur, bamabótaauka, mæðralaun o.fl. Þar sem hún er skráð einstæð, fékk hún fyrirgreiðslu í félagslega kerfinu og á íbúð í verkamannabústöðum, sem hún leigir út en gefur ekki leigutekjur upp til skatts. Sjálf býr konan ásamt barns- föður sinum í raðhúsi, sem maðurinn byggði að mestu sjálfur með aðstoð vina og kunninga, og má nærri geta hvort sú vinna var gefín upp til skatts.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.