Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 16

Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 16
flBDAŒIWHTI TI 16 iiuoaí MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 Atvinnulíf í Höfnum STEFIMR ÍÓEEM eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ATVINNUÁSTAND á Suðurnesjum hefur verið mikið í umræðu manna á meðal að undanförnu. Þótt víða sé at- vinnuleysi hefur það óvíða verið eins ógnandi og þar, né heldur varað eins lengi. Fiskveiðikvóti hefur eins og kunn- ugt er verið seldur til annarra staða á landinu svo fisk- vinnslan hefur goldið þar mikið afhroð. Einnig hefur varn- arliðið dregið saman seglin í framkvæmdum sínum, svo verktakar hafa orðið að segja upp starfsfólki. Nú er rætt um sértækar aðgerðir í atvinnumálum Suðurnesjamanna, en allt er í óvissu um þau mál ennþá. Allt þetta kom upp í hugann þegar blaðamaður Morgunblaðsins ók um þessar slóðir fyrir skömmu er hann heimnsótti Björgvin Lúthers- son oddvita í Höfnum. Þar var áður fjölmenn byggð og útræði mikið frá stórskipum allt fram til síðustu aldamóta en nú er þar fremur fátt fólk og umhverfi þess er þannig að helst mætti halda að tíminn hafi gleymt því. Bjðrgvin Lúthersson býr þó í ^nýlegu og glæsilegu húsi ásamt konu sinni, Boggu Sigfúsdóttur. Auk þess að vera odd- viti í Höfnum, eins og fyrr sagði, er hann símstöðvarstjóri í Keflavík. Björgvin sagði að menn hylltust gjaman til að tala um Suðurnesin sem eina heild. í því sambandi væri ástæða til að vekja athygli á að Hafnahreppur hefði ekki orðið eins illa úti í atvinnulegu tilliti og t.d. Keflavík. Hins vegar hefðu Hafnir orðið fyrir tilfínnanlegu tjóni þegar brann þar frystihús fyrir þremur mánuðum. „Þar voru nokkuð margir menn í vinnu og húsið verður ekki endurreist í þeirri mynd sem það var,“ sagði Björgvin. „Hér hefur ekki verið nærri eins mikið atvinnu- leysi og víða annars staðar hér um slóðir. En nú virðist stefna í óefni. Hér voru margir bátar gerðir út og margir lögðu hér upp afla, en þeir hinir sömu hurfu á braut eftir að við réðum mann til starfa við höfn- ina svo menn þurftu að greiða hafn- argjöld." Stutt á fengsæl mið „Sveitarstjórnin í Hafnahreppi hefur á pijónunum að kaupa frysti- húsið sem brann, byggja það upp og leigja smábátaeigendum aðstöðu þar. Við erum þannig að reyna að byggja upp atvinnu hér, það er nauð- synlegt í ljósi þess mikla samdráttar sem er í samfélaginu. Þessir bátar sem hafa verið hér eru með svokall- að krókaleyfi, þá mega þeir sækja sjóinn á ákveðnum tímum á ári. Hér er sérstaklega stutt á fengsæl mið, það tekur um tuttugu mínútur að sigla héðan á móti þremur og allt að fjórum tímum, sé siglt frá Kefla- vík eða Vogum. Það þyrfti hins veg- „En ýmislegt má þó gera“, segir Björgvin Lúthersson oddviti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.