Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 17
r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 17 ar að loka svæðinu frá Stafnnesi að Önglabijótsnefí. Ef það væri skammtað fyrir trillusjómenn myndi uppbyggingin hér verða mikil.“ Hvað snertir samdráttinn á Kefla- víkurflugvelli, sem margir spá að verði meiri að loknum forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum, sagði Björgvin að menn yrðu að gá að því að mjög margir sem þar vinna búi í Reykjavík. „Mér fínnst eðlileg krafa að komi til meiri samdráttar gangi Suðumesjamenn fyrir vinnu hjá varnarliðinu. Jafnvel þótt mjög mikið verði dregið saman í kringum vam- arliðið þarf að halda þar við bæði byggingum og öðru og Suðumesja- menn ættu að vinna þau verk sem til féllu vi.ð það. Ég er ekki á þeirri skoðun að það komi til þess sam- dráttar sem menn hafa talað um í sambandi við vamarliðið. Banda- ríkjamenn væm ekki að byggja allar vjQp r >j ■[ / þessar nýju byggingar ef þeir hefðu í huga að draga stórlega úr öllum framkvæmdum eða jafnvel leggja herstöðina niður. Fyrir röskum tveimur mánuðum vora þeir t.d. að taka í gagnið nýjar, vandaðar og myndarlegar byggingar, sem búnar era margvíslegum nýtísku tækjum. Ég er á því að herstöðin á Miðnes- heiði verði síðasta varnarstöðin sem Bandaríkjamenn leggja niður. Þeir þurfa á herstöð að halda hér til eftir- lits í Norðurhöfum." Lít björtum augum á saltsöluna „Við Suðumesjamenn lítum einnig til álversins á Keilisnesi, hvort sem það verða Kaisers eða aðrir sem þar verða ráðandi aðilar. Ég lit líka björt- um augum á saltsöluna eða sjóefna- vinnsluna á Reykjanesi. Þar er unnið mikið verk. Þar verður framleitt heilsusalt og ég er sannfærður um að þegar búið verður að þróa upp þá framleiðslu og koma henni í gott horf verður byggð þama verksmiðja til þess að pakka inn heilsusaltinu, sem selt verður um allan heim. Ég hef líka mikla trú á ferðamannaiðn- aði og þá ekki síður á fríiðnaðar- svæði, sem felur í sér að hér komi verksmiðjur til þess að setja saman og jjúka við hluti sem síðan verða settir á markað í Evrópu. Þetta verð- ur léttur iðnaður og þá er hagstætt hvað við eram nálægt flugvelli. Hér gæti einnig orðið ein aðalviðgerðar- og eftirlitsstöð með öllu Norður-Atl- antshafsfiugi hjá þeim erlendu flug- félögum sem vilja nýta sér aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. Þá er einnig til umræðu að stofna hér þilplötu- verksmiðju. Keflavíkurbær hefur áhuga á þeim framkvæmdum og hefur þegar hafíð undirbúning að þeim. Það á kannski eftir að sannast það sem getspakir menn sögðu fyrir um 30 áram, að Hafnahreppur og Grindavík verði með lífvænlegustu stöðum þegar fram líða stundir. Hér á Suðurnesjum er mikil orka bundin í heitu vatni sem ég er sannfærður VOH 8 /1iU)A(rl/OI{5A]StV':U um að á eftir að koma til góða, ekki bara okkur hér, heldur öllu landinu. Hér í Höfnum er lítið, nýtt fyrir- tæki sem gengið hefur vel undanfar- ið. Þar era tíu manns í vinnu, en þar er reyktur fískur. Hér er líka físk- eldisfyrirtæki sem heitir Stokkfisk- ur, þar sem fram fara kynbætur á físki. Svo má ekki gleyma Lúðubank- anum, þeim fræga banka. Þar era keyptar lúður á þeim tíma sem þær veiðast og aldar þar til sá tími kem- ur að engar lúður veiðast, þá er þeim slátrað og þær seldar, bæði hér á landi og jafnvel til Svíþjóðar. Fær- eyingamir hafa þó stundum verið með undirboð á þessum markaði." Áður en ég hverf á braut sýnir Björgvin mér staðinn. Við skoðum fyrst hraðfrystihúsið sem skemmdist af eldi. Heilmikið er þó nýtilegt í því húsi. Næst skoðum við nýja sjóvar- nagarðinn. „Þar með er flóðahættan horfín, sem menn vora svo hræddir við að þeir fluttu jafnvel hús sín burt úr plássinu," segir Björgvin. „Það síðasta fór í fyrra. Þessar fram- kvæmdir kostuðu um 15 milljónir króna. Það ríkti góður skilningur hjá ráðamönnum þjóðarinnar þegar ósk- að var eftir fyrirgreiðslu vegna þeirra framkvæmda. Hér skráðu margir sig til heimilis í hreppnum sem unnu hjá vamarlið- inu. Yfír 400 menn vora skráðir hér af þessum sökum, þegar mest var. En svo færðu flestir þessara manna búsetu sína til annarra staða á svæð- inu og þá missti Hafnahreppur um- talsverðar tekjur í formi aðstöðu- gjalda. Okkur vantar svona 150 manns til þess að rekstur hreppsins gangi vel. Við erum ekki nema 130 núna, það er of fátt, enda hefur mikið verið rætt um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum." Sveitarfélögin sjö á Suðumesjum hafa, að sögn Björgvins Lúthersson- ar, þegar komið á með sér miklu samstarfí. „Við greiðum fyllilega á við hina í þessu samfélagi sveitarfé- lagana, sem kallað er SSS. Þar hef- ur hvert sveitarfélag einn fulltrúa og atkvæði þar ráðast öll að jöfnu. Svo eram við aðilar að Hitaveitu Suðurnesja og Sorpeyðingarstöðinni. Einnig að heilsuvemdarstöðinni, sjúkrahúsinu og elliheimilinu. Við höfum samning við Njarðvíkurbæ hvað snertir grannskóla, tónlistar- skóla og bamaheimili og eram með skólabíl sem fer sex til átta ferðir á dag og sækir börnin 24 sem hér búa heim til þeirra. Seinna geta þau, eins og önnur böm hér á svæðinu, farið í Fjölbrautaskóla Suðumesja. Versl- un sækjum við í Hagkaup og Sam- kaup. Sumir telja það galla að hafa ekki verslun hér, en aðrir telja það kost, bömin hér þekkja ekki sjoppu- hangs." í Höfnum er gömul, falleg kirkja og litlu sunnar bamaskólinn gamli. Þar er nú ráðhúsið þeirra í Höfnum. Unglingahljómsveit staðarins var þar við æfingar þegar okkur bar að garði. „Ég leyfi strákunum að æfa sig þama, þegar enginn er að vinna í húsinu. Þeir geta kannski einhvem tíma spilað fyrir dansi hér á skemmt- unum,“ segir Björgvin um leið og við göngum frá húsinu. Hann sýnir mér einnig hið sögufræga býli Kot- vog. Þar átti Björgvin heimili sitt sem unglingur, þegar móðir hans keypti það og rak þar búskap. Þá var gamla húsið brannið, sem séra Jón Thorar- ensen ólst upp í og hann segir frá í bókum sínum. í hans tíð vora heim- ilismenn aldrei færri en 30 og flestir um 80. Björgvin og kona hans fluttu frá Keflavík til Hafna fyrir nær tíu áram og höfðu þá gert gömlu húsin í Kotvogi upp og bjuggu þar raunar eitt sumar. „Það eru álög á smiðj- unni í Kotvogi," segir Björgvin er við göngum frá húsunum. „Ef átt er við hana af ókunnugum þá segir sagan að bátur farist í Músasundi. Eitt sinn leyfði ég manni að reykja fisk í útihúsi í Kotvogi, en tók honum jafnframt vara við því að eiga við nokkurn hlut í smiðjunni. Litlu seinna heyri ég að slysavarnafélagið ví er kallað út vegna þess að bátur sé að stranda fyrir neðan Kotvoginn. Þegar ég kom á vettvang rauk úr smiðjunni. Maðurinn hafði þá virt orð mín að vettugi og það var eins og við manninn mælt, nýr bátur varð fyrir vélarbilun og það kom gat á hann við strandið." Eins og sönnum íslendingi sæmir er Björgvin óspar á dulrænar frá- sagnir sem tengjast Höfnum. Á leið- inni að bílnum segir hann mér frá Virkishólnum í Kotvogstúninu, þar sem búa álfar sem eiga sér álfa- kirkju. „Bannað var að slá ákveðnar þijár þúfur þar,“ segir Björgvin. „Svo komu hér eitt sinn krakkar og vora að atast með mótorhjól á þess- um þúfum. Þeim var sagt að þetta væri álagablettur og ráðlagt að vera annars staðar, en þau vildu ekki sinna því. Svo þegar þau ætluðu að fara komust þau ekki héðan af því að hjólin duttu af, keðjumar slitnuðu og svona mátti iengi telja. Það varð að fá aðstoð til að koma hjólunum þeirra í burtu.“ Að skilnaði segir Björgvin mér eina sögu sem séra Jón Thorarensen skráði í Rauðskinnu sinni um Kot- vogshúsin. „ Fyrir framan Kotvogs- húsin var stétt, lögð úr steinum. Þar heyrðust einu sinni miklir skellir og fóra allir út til þess að gá hveiju þetta sætti, en ekkert sást sem gat skýrt þessi hljóð. Nokkra seinna gerði leiðindaveður og skip fórst hér fyrir utan. Lík skipveijanna rak öll hér fyrir neðan Kotvoginn. Hurðin var tekin af húsinu sem hljóðin heyrðust áður í og líkin borin inn í það hús. Þegar verið var að bera iík- in eftir stéttinni heyrðust nákvæm- lega sömu hljóðin og fólkið hafði sem mest furðað sig á nokkra áður.“ Þess má geta að í gamla húsinu í Kotvogi dreymir Björgvin um að koma upp koníaksstofu, þar sem ferðamenn geti sest inn og fengið sér tár eftir að hafa skoðað staðinn og fundið þá sérkennilega tímalausu „stemmningu" sem ríkir í Höfnum. Hríng eftir hríng í hálfa öld! Íslenskír pakkar fyrir íslendinga Cheerios, vinsælasta morgunkornið frá General Mills, hefur nú verið 50 ár á borðum íslendinga. Alltaf aukast vinsældirnar og á þessum tímamótum er því afar ánægjulegt að geta boðið íslenskum neytendum upp á íslenskar umbúðir. Nýir Cheerios, Honey Nut og Cocoa Puffs pakkar eru nú komnir á markaðinn, skreyttir margs konar fróðleik og skemmtiefni á íslensku. Njjóttu vel og góða skemmtun! Mt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.