Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
HHMsraa
Framtíðarvon
skólakerfisins
eftir Ágúst Borgþór Sverrisson
HEIMSPEKI fyrir börn er nú orðið nokkuð þekkt fyrirbæri hér
á landi eftir árangursríkt og vaxandi starf Heimspekiskólans síð-
ustu árin. Brautryðjandi í þessari starfsemi, Bandaríkjamaðurínn
Matthew Lipman, var staddur hér á landi ekki alls fyrir löngu
og hélt tvo vel sótta fyrirlestra í húsakynnum HÍ í Odda við
Suðurgötu. Fyrri fyrirlesturinn fjallaði um siðfræðikennslu fyrir
böm en sá síðari um mannlega dómgreind og sérstöðu hennar.
í fyrri fyrirlestrinum kom fram að í barnasiðfræði er lögð áhersla
á það að bömin rannsaki sjálf siðfræðihugtök og siðferðileg
vandamál með rökræðum í stað þess að þau tileinki sér tilbúnar
skoðanir. í þessu vegur þjálfun dómgreindarinnar þungt en eins
og fyrr sagði tileinkaði Lipman síðarí fyrirlestur sinn mannlegri
dómgreind og sagði meðal annars um hana: „Dómgreindin hefur
alveg sérstakan sess i lífi mannsins og greinir frá öllum hæfileik-
um hans. Dómgreindin er hluti af einstaklingnum sjálfum, öll
önnur hæfni hans er það ekki.“
Lipman kom fram með
aðferðir sínar í lok sjö-
unda áratugarins en
áður hafði hann starfað
um tæplega tveggja
áratuga skeið sem
heimspekiprófessor við
Kólumbíuháskóla enda er hann afar
vel menntaður í hefðbundinni heim-
speki. Þróunarstöð sína í bamaheim-
speki stofnaði Lipman fyrir rúmlega
tuttugu árum og hefur henni vaxið
mjög fiskur um hrygg síðustu árin
og skólastarf í anda kenninga Lip-
mans breiðst út um heiminn. Heim-
speki er nú hluti af námskrá í æ
fleiri grunnskólum í Bandaríkjunum
auk þess sem sjálfstæðum heim-
spekiskólum á borð við þann sem
rekinn er hér í Reykjavík hefur fjölg-
að mjög vestra. „Samt erum við rétt
farin að gára yfirborðið,“ segir Matt-
hew Lipman um útbreiðslu starfsins.
í aðferðum Lipmans má segja að
tími Sókratesar og Platóns sé runn-
inn upp á ný. í ritum Platóns er
heimspekin sett fram með samræðu-
sniði og persónumar rannsaka
vandamál og hugtök með rökræðum.
Þetta er það sem bömin gera í bama-
heimspekiskólum. í stað þess að inn-
byrða upplýsingar og harðar stað-
reyndir eru hin ýmsu vandamál tek-
in til rannsóknar með aðferðum sam-
ræðunnar, þar sem börnin skiptast
á um að hafa orðið, hlusta hvert á
annað og vega og meta rök hvers
annars. Sum vandamálin em úr sér-
skrifuðum bókum eftir Lipman sem
ljalla um börn í ýmsum hversdags-
legum vanda. í einni bókinni er tek-
ið á ölium helstu vandamálum rök-
fræðinnar, í annarri á ýmsum sið-
ferðisspurningum og i hinni þriðju á
frumspekilegum vandamálum. Allt
er þetta sett fram á hversdagslegan
og auðskiljanlegan hátt.
Að gefa þekkingunni gildi
Þessi lærdómsaðferð hefur verið
mjög fjarri vestrænu skólastarfi til
þessa, hvort sem um er að ræða
hefðbundið nám eða jafnvel nám í
heimspeki. Hún vekur upp mýmarg-
ar spumingar um eðli þekkingar og
náms og heimspekina sem slíka.
Fyrstu spumingar blaðamanns til
Lipmans snerta þann grundvallar-
mun sem er á hefðbundnu grunn-
skólanámi og heimspeki fyrir börn.
— Ég varð mjög snortinn af
nokkrum ummælum í fyrirlestrunum
þínum sem mér fínnast vera ná-
tengd: Þú sagðir að við þörfnuðumst
ekki endilega heimspeki sem slíkrar
heldur miklu fremur þess sem heim-
speki getur veitt okkur. Ennfremur
sagðirðu að það væri mikilvægara
að geta beitt þekkingunni en að afla-
sér þekkingar. Er það rétt til getið
að í þessum fullyrðingum sé komist
að kjarna alls þess sem heimspeki
fyrir börn stendur fyrir og hefur
fram að færa?
„Fyrsta atriðið í þessu. sambandi
sem mig langar til að nefna er þetta:'
Það er að mínum dómi ekki næg
ástæða til að bæta nýrri grein á
námskrá í skóla að greinin sé góð
sem slík. Hún þarf einnig að vera
góð fyrir allar hinar námsgreinarn-
ar. Hún þarf að styrkja þær, gera
auðveldara að læra þær, auka skiln-
ing á þeim o.s.frv. til að það sé rétt-
lætanlegt að bæta henni á nám-
skrána.
Annað atriði er þetta: Amerísk
heimspeki hefur alltaf Iagt áherslu
á gagnsemi, hinar hagnýtu hliðar.
Mikilvægi hugtaka fer þá eftir því
hvemig við beitum þeim, hvernig
þau virka í raunveruleikanum, þau
eru ekki bara mikilvæg í ljósi skil-
greininga sinna eða uppruna síns.
Taki maður þennan hugsunarhátt
alvarlega þá hljótum við að segja
að merking og gildi þess sem böm
læra í skóla sé að finna fyrir þau í
þvf sem gerist þegar þau beita þess-
ari þekkingu úti í lífinu. Ef böm
kvarta undan því að skólinn sé til-
gangslaus þá er meginorsökin sú að
þeim er ekki kennt að beita því sem
þau læra.
Það er ekki nóg að hafa upplýs-
ingar og þekkingu, því þekkingin
ein og sér getur verið mjög afmörk-
uð, fræðileg og óhagnýt, en annað
gerist þegar við bytjum að rannsaka
þessa þekkingu sem við höfum í
höndunum og skilja hana. Skilningur
er mjög mikilvægur og nauðsynlegur
til að þekkinginsé til einhvers gagns;
og síðan auk efniviðs þekkingarinnar
og skilnings þurfum við hina hag-
nýtu beitingu þekkingarinnar."
— Þegar við beitum þekkingunni
breytum við henni þá um leið? Breyt-
ist þekkingin sjálf þegar hún hættir
að vera einangruð og gagnslaus?
„Það mætti færa rök fyrir því að
svo sé, en hagsemisjónarmaðurinn
myndi svara sem svo að við værum
að skerpa skilning okkar á þekking-
Matthew Lipman
unni, ekki breyta henni. Maður er
ekki að fara á villigötur þegar mað-
ur beitir þekkingunni úti í lífinu sem
maður innbyrti hjá kennaranum eða
prófessomum heldur er maður að
uppgötva hina sönnu merkingu
hennar.
Þegar við beitum þekkingunni fær
hún jafnframt siðferðilegt gildi, ekki
bara fræðilegt. Því þá erum við að
gera eitthvað við þekkinguna, ekki
bara að tileinka okkur hana.“
>
Hlutverk rökfræðinnar
— Mig langar til að víkja að öðru
sem hefur vakið athygli mína: í einni
af bókunum þínum sem notaðar eru
á námskeiðum í barnaheimspeki
glímir aðalpersónan við ýmis klass-
ísk rökfræðivandamál í daglegu lífí.
Um leið eru þessi vandamál af sið-
ferðilegum toga. Geturðu sagt okkur
eitthvað um tengsl siðfræði og rök-
fræði? Hefur rökfræði siðferðilegt
gildi?
„Rökfræði færir okkur ákveðnar
reglur um ályktanir sem við sam-
þykkjum öll sem form í rökfærslum,
sem form röklegrar hugsunar. Rök-
færslurnar geta verið um siðfræðileg
efni eða hvaðeina. Rökfræði hefur
því ekkert annað gildi fyrir siðfræði
en hún hefur fyrir hvað sem er.
Engu að síður þá höfum við í ýmsum
siðferðisefnum hvað skörpust og
áhrifamest dæmi um það sem rök-
fræði getur gert fyrir siðfræði. Tök-
um dæmi: Við samþykkjum öll þá
grundvallarforsendu að allir borgar-
ar verði að hlýða lögunum. Þetta
þýðir að skilji ég einföldustu rök-
fræði þá get ég ekki haldið því fram
í senn að ég sé góður borgari en ég
þurfi samt ekki að hlýða lögunum.
Engu að síður er margt fólk sem
gerir einmitt þetta. Menn segja
kannski: Ég keyri stundum yfir leyfi-
legum hámarkshraða af því ég er
ekki sáttur við hraðatakmarkanim-
ar, en samt er ég góður borgari.
Þetta er ekkert annað en það að
vilja bæði eiga kökuna og borða
hana. En slíkt er ekki hægt að gera
án þess að lenda í mótsögn við sjálf-
an sig. Þarna getum við séð hvað
rökfræði verður áhrifamikil þegar
við skoðum hana í þessu ljósi og
beitum henni á siðferðileg málefni.
Ég hallast hins vegar ekki að því
að rökfræði ein og sér hafi siðferði-
legt eða siðfræðilegt gildi. Þá værum
við líka komin út á þá braut að
blanda saman aðskildum greinum
heimspeki og eigna þeim eitthvað
sem þeim ber ekki.“
Firring, gagnrýnin hugsun
og efahyggja
— / lok síðari fyrirlestrarins kom
til mjög athyglisverðrar umræðu um
það með hvaða hætti þyrfti að út-
breiða heimspeki fyrir börn ískólum.
Mig minnir að niðurstaðan hafí ver-
ið á þá leið að bæði þyrfti að kenna* -
heimspeki sem sjálfstætt fag en
einnig að breyta öðrum námsgrein-
um, Iaga þær að þessum samræðu-
hugsunarhætti sem einkennir þínar
aðferðir. Nú erum við flest sammála
um að hefðbundin skólamenntun
geti verið mjög raunveruleikafírrt,
nemendur tengja ekki námið við
hversdagslega reynslu sína. Jafn-
framt því má halda því fram að
mikil fírring ríki í hversdagslegu lífí
okkar meðal annars vegna skorts á
samræðum og heimspekilegum
hugsunarhætti. Þetta vekur þá
spurningu hvort heimspekikennsla
sem sjálfstætt faggeti aukið á þessa
fírringu, þ.e.a.s. að óbrúanlegt bil
verði milli þess hugsunarháttar sem
börnin tileinka sér í heimspekinni
og þess sem ríkir í öðru námi ann-
ars vegar og hins vegar gagnvart
hversdagslífínu og samskiptum við
foreldra, t.d. þar sem hin heimspeki-
lega samræðuhefð er ekki fyrir
hendi? M.ö.o.: Er hætta á því að
heimspekikennslan geti orðið að
mjög einangruðu fyrirbæri frá öðr-
um þáttum í lífí barnanna?
„Én sjáðu til. í skólunum eins og
þeir eru núna hafa bömin ekkert
tækifæri til að koma lífsreynslu sinni
utan skólans að og skoða hana. í
heimspekinni er þeim fijálst að
draga eigin reynslu fram í sviðsljós-
ið. Þau koma með dæmi úr hvers-
dagsleikanum sem verða innlegg í
umræðuna, segja t.d.: Ég þekki
mann sem gerði þetta eða hitt. Og
þar með verður líf þeirra utan skól-
ans að viðfangsefni.
í öðm lagi þetta. Rétt eins og
heimilið veldur barninu firringu
vegna skorts á heilbrigðri skynsemi
þá veldur skólinn því líka firringu
með skynseminni sem þar' ríkir. Í
fyrstu er skólinn þeim sem himna-
ríki sem þau flýja í frá óreiðunni
heima hjá sér, deilum við systkini
sín og fleiri vandamálum og þau
njóta reglunnar og skynseminnar
sem ríkir í einu og öllu í skólanum.
En smám saman komast þau að því
að reglan og skynsemin sem í skól-
anum ríkja eru algjörlega ósveigjan-
leg og veita börnunum ekkert svig-
rúm til sjálfstæðrar hugsunar. Þetta
er kerfi sem hefur engan áhuga á
sjálfstæðri hugsun barnanna heldur
aðeins að þau tileinki sér tilbúin við-
horf og reglur."
— Mig langar til að nefna aðra
hugsanlega gagnrýni. Er mögulegt
að barnaheimspekin geti leitt börhin
út í öfgafulla efahyggju. Nú vitum
við að engin lausn er til á heimspeki-
legum vandamálum og með gagn-
rýninni hugsun má efast um nánast
allt. Er ekki hætta á því að í námi
þar sem börnin hafa enga fyrirfram-
gefna mælikvarða heldur vega og
meta allt og taka ekkert sem gefíð,
þá leiðist þau út í efahyggju, viður-
kenni engin gildi?
„Já, ég þekki raunveruleg dæmi
um að þetta hafi gerst. Hins vegar
tel ég að það séu kostir til léngri
tíma litið bæti upp margfalt einstök
dæmi um þróun af þessu tagi. Sú
aðferð að skiptast á skoðunum,
hlusta hvert á annað og koma með
gagnrök gera nemenduma jafn-
fijálsa til að vera andsnúnir efa-
hyggju rétt eins og að aðhyllast
hana. Efahyggjumaðurinn í nem-
endahópnum fær andsvör annarra.
Hann getur hins vegar stundum
neitað fram í rauðan dauðann öllum
rökum hinna en í samræðufélaginu
sem þróast í bamaheimspekibekkn-
um fær hann a.m.k. gagnrýni á efa-
hyggju sína.“
— Það hefur komið fram að í
hugmyndum þínum og aðferðum í
siðfræðikennslu fyrir böm þá eru
engin viðhorf tekin góð og gild án
gágnrýni, börnin komast að niður-
stöðu með því að vega og meta rök
en tileinka sér ekki tilbúnar skoðan-
ir í siðferðismálum. í tilefni af þessu
varstu spurður í umræðum eftir fyr-
irlestur þinn hvort þetta gæti ekki
verið mjög hættulegt þar sem börnin
gætu tekið að vefengja viðurkennd
siðalögmál í þjóðfélaginu. — Mér
hefur hins vegar dottið í hug að
þessi aðferð gæti leitt til jákvæðra
breytinga á viðhorfum okkar. Að
siðferðisviðhorf breytist þar sem
þess sé þörf en annars ekki. Ertu
sammála þessu?
„Já og þetta er einmitt aðalatriðið
í málinu. Samræðufélagið í barna-
heimspekibekk er eins og smækkuð
mynd af fyrirmyndar lýðræðisþjóð-
félagi. Eitt einkenni þessa félags er
sjálfvirkt endurmat, hin gagnrýna
umræða tryggir að skoðanir sem
bijóta í bága við skynsemi eru leiðr-
étar. Ef við hefðum raunverulegt
þjóðfélag sem hagaði sér svona í
Rætt við Matthew
Lipman brautryðjanda
í heimspekikennslu barna