Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992
¦ft
Rafmagnseftirlitið
verður lagt niður
innan tveggja ára
Níu manns þegar verið sagt upp störfum
RAFFANGAPRÓFUN Rafmagnseftirlits ríkisins verður lögð niður
frá og með næstu áramótum og Rafmagnseftirlitið verður lagt niður
í áföngum innan næstu tveggja ára. I þessu skyni hefur öllum sem
starfað hafa hjá raffangaprófun, alls níu manns, verið sagt upp störf-
um og taka uppsagnirnar gildi um næstu áramót. I stað raffanga-
prófunar verður sett á stofn markaðseftirlit.
Raftæki sem seld hafa verið á
íslandi hafa verið prófuð hjá raf-
fangaprófun Rafmagnseftirlitsins.
Frá og með áramótum verða próf-
anir á þessum tækjum í öðrum lönd-
um Evrópska efnahagssvæðisins
teknar gildar hér á landi. Innlend
framleiðsla gengur eftir sem áður í
gegnum sérstaka prófun og hefur
iðnaðarráðuneytið gert samninga
við stofnanir í Svíþjóð og Danmörku
um að annast þessar prófanir.
Björn Friðfínnsson, ráðuneytis-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu, sagði
að breytingar þessar væru gerðar í
samræmi við svokallaðan Tampere-
sáttmála sem íslensk stjórnvöld
skrifuðu undir árið 1988. Sáttmál-
inn fjallar um gagnkvæma við-
urkenningu á prófunum á raftækj-
um. Hann sagði að auk þess væri
slík breyting óhjákvæmileg með til-
liti til EES.
Auk raffangaprófunar hefur Raf-
magnseftirlitið nú eftirlit með raf-
lögnum, bæði háspennulögnum og
húsalögnum. Ráðgert er að Raf-
magnseftirlit rfkisins verði mun
minni stofnun en nú er, og fylgist
með því að eftirliti sé sinnt en fram-
kvæmi það ekki sjálft. Sérstakar
skoðunarstofur munu framkvæma
eftirlitið, ýmist á vegum rafveitna
eða sjálfstæðar skoðunarstofur með
samninga við rafveitur. Markaður-
inn muni ráða fjölda skoðunarstofa.
Nú vinna 30 manns hjá Rafmagns-
eftirliti ríkisins en eftir breytingarn-
ar verða 7-9 manns þar í starfí.
Þessar breytingar verða komnar á
árið 1994.
Að sögn Björns snerta þessar
breytingar einnig önnur mál, þ. á m.
svonefnda faggildingu, en frumvarp
um það hefur verið lagt fram á
Alþingi. „Með þessu nýja kerfi fellur
niður einkaréttur opinberra eftirlits-
aðila til að taka út og gera prófan-
ir og í staðinn geta komið einkafyrir-
tæki eða opinber fyrirtæki, en þau
verða öll að uppfylla sömu kröfur,
þ.e. að hafa faggildingu. Til að
hljóta faggildingu þarf fyrirtækið
að hafa hæft starfslið, tækjabúnað-
ur og gæðahandbók verður að vera
fyrir hendi í fyrirtækinu. Löggild-
ingarstofan hefur eftirlit með fag-
gildingunni," sagði Björn.
Björn sagði að hugmyndin að
baki þessu væri einnig sú að efla
eftirlit með raftækjum, því ýmis
tæki hafi verið undanskilin prófun-
um. Ýmiss rafeindabúnaður, t.a.m.
tölvur og sjónvarpstæki, hefði ekk-
ert verið skoðaður fram til þessa.
Hann sagði að á endanum myndu
breytingarnar leiða til sparnaðar í
opinberum rekstri. Lagt er á sér-
stakt rafmagnseftirlitsgjald ofan á
raforkuverð og verður þetta gjald
lækkað er raffangaprófunin verður
lögð niður.
Páll Guðmundsson, myndlistarmaður á Húsafelli, útskýrir verk sín fyrir forseta Islands, Vigdísi
Finnbogadóttur og Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra, við opnun myndlistarsýningar í Lond-
on á fimmtudag.
Agæt aðsókn að íslensk-
um tistsýningum í London
3-400 manns voru við opnun tveggja sýninga á verkum íslenskra
samtiðarlistamanna í London á fimmtudag. Sýningarnar eru haldn-
ar í götu sem kallast Butler's Warf, en þar er fjöldi listhúsa og eru
norrænar myndlistarsýningar nú í sjö þeirra. Olafur G. Einarsson,
menntamálaráðherra, opnaði sýningu íslensku listamannanna og
meðal gesta var forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir.
Ágæt aðsókn var að listvið- að sögn Helga Ágústssonar,
burðunum á norrænu lista- og sendiherra. Á fimmtudagskvöld
menningarkynningunni í London, opnaði forseti íslands norræna
hönnunarsýningu í Design Muse-
um og þá var Bandamannasaga
einnig frumsýnd í Hammersmith-
leikhúsinu og var nær uppselt.
Sigrún Eðvaldsdóttir hélt fíðlu-
konsert í St. Giles-kirkjunni sama
kvöld og sagði Helgi að góður
rómur hefði verið gerður að leik
hennar.
Bláfjöll
Ekkiútlitfyr-
ir skíðaveður
Skíðasvæðið i Bláfjöllum verður
opnað í dag ef skíðaveður verður,
en veðurútíitið er ekki gott.
Nægur snjór er í Bláfjöllum. Veð-
urstofan spáir hins vegar stinnings-
kalda og slyddu eða snjókomu þann-
ig að ekki er útlit fyrir skíðaveður.
Útreikningar Þjóðhagsstofnunar á efnahagslegum áhrifum sæstrengs
Sæstrengur myndi auka
hagvöxt um 2% árlega
Forstjóri Landsvirkjunar telur þátttöku erlendra fjárfesta óhjákvæmilega
HAGVOXTUR myndi aukast um
u.þ.b. 2% á ári ef sæstrengur
yrði lagður héðan til Evrópu og
meira ef af áformum um sæ-
strengsverksmiðju yrði. Þá ykist
hrein þjóðarframleiðsla um tvo
milljarða á ári vegna raforkusöl-
unnar. Þetta kom fram í máli dr.
Friðríks Más Baldurssonar,
stærðfræðings hjá Þjóðhags-
stofnun, sem hélt erindi um efna-
hagsleg áhrif útflutnings á raf-
orku á ráðstefnu Verkfræðinga-
félagsins í gær. í máli Halldórs
Jónatanssonar, forsljóra Lands-
virkjunar, kom fram að vegna
umfangs verkefnisins væri þátt-
taka erlendra fjárfesta óhjá-
kvæmileg.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði í erindi sínu
að undirbúningur verkefnisins yrði
það kostnaðarsamur og tímafrekur
að Landsvirkjun ætti erfitt að fjár-
í dag
Deilur á Ólafsfirði
Innlendur vettvangur um deilurnar
í bæjarstjóm Ólafsfjarðar. 24
Lífstíðarmeistarar
Bridsspilararnir Aðalsteinn Jörg-
ensen ogJón Baldursson hafa hlot-
ið nafnbótina evrópskur iífstfðar-
meistari. 32
Valur vann Maistas___________
Valur vann Maistas frá Litháen
28:24 í fyrrí leik Hðanna í 16 liða
úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik í gærkvöldi. 47
Leiðari_______________________
Uppstokkun lífeyrissjóðakerBsins. 24
WBSSBGB&r
Lesbók
? Á 100 ára afmæli Finns Jóns-
sonar- Samtal við Reykjavíkur-
goda ásatrúarmanna- Sigþrúðar
þáttur úr Keflavík-Rabb eftir
Hannes Pétursson.
Menning/Listir
? Björgvin Björgvinsson skrifar
um finnska nú tímaniy ndlisi -
Ky in i i ng á fyrstu slcáldsögu Þór-
unnar Valdimarsdóttur, sem
nefnist Júlía.
magna hann allan ein. í því sam-
bandi vaknaði spurning um hvort
til greina kæmi að hleypa erlendum
fjárfestum inn í fjármögnun virkj-
anarannsókna auk sæstr'engshönn-
unar. Fjárfestingin væri alls um 210
milljarðar króna og veruleg þátt-
taka erlendra fjárfesta væri því
sennilega óhjákvæmileg.
Halldór sagði að í Evrópu væru
nú þrír stórir framleiðendur sem
hefðu yfir að ráða nægilegri þekk-
ingu' og reynslu til að takast á við
verkefnið. Það væru ABB, Alcatel
og Pirelli.
Friðrik Már taldi að framkvæmd-
ir við virkjanir vegna raforkuút-
flutnings um sæstreng yrðu um
þriðjungur af heildarfjárfestingu á
'hverju ári í fímm ár. Hann lagði
þó áherslu á að mjög mikil óvissa
ríkti enn um ýmsar forsendur vegna
sæstrengsins og því væri erfítt
leggja mat á hin efnahagslegu
áhrif. I útreikningum sínum gerir
hann ráð fyrir að raforkusala hefj-
ist að fullu á sjötta ári frá upphafi
framkvæmda og að þrjár krónur
fáist fyrir hverja kWh. Það hefði í
för með sér tekjur upp á 11 millj-
arða króna árlega sem yrði væntan-
lega um 7% af útflutningstekjum.
Friðrik sagði að þó bæri að hafa
í huga að.viðskiptahalli ykist veru-
lega þessi fimm ár. Hann gerir ráð
fyrir að eignarhald yrði að fullu
innlent og að 57% af virkjanakostn-
aði yrðu innlend, en einungis um
10% af jafnstraumskerfinu. Friðrik
sagði að erlendar skuldir gætu far-
ið nálægt því að tvöfaldast vegna
sæstrengsverkefnis ef það yrði allt
í höndum íslendinga.
? ? ?
KEAvill
kaupa Sjöfn
og Kaffi-
brennsluna
KAUPFÉLAG Eyfírðinga á nú í
viðræðum við Landsbanka ís-
lands um hugsanleg kaup KEA
á eignarhlut bankans í Kaffi-
brennslu Akureyrar og Efna-
verksmiðjunni Sjöfn á Akureyri.
Kaffibrennslan og Sjöfn voru
meðal þeirra eigna sem Hömlur,
eignarhaldsfélag Landsbankans,
tóku yfír fyrr í vikunni, með samn-
ingum bankans og Sambandsins.
Magnús Gauti Gautason, kaupfé-
lagsstjóri, segir að Kaffibrennslan
og Sjöfn séu góð fyrirtæki, svo KEA
sjái fjárhagslegan ávinning af því
að eiga þau.
Sjá frétt á bls. 29.