Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 2
$ *fe ?m&míu^(mmmæ%Fmffiiw&k argir vilja halda því fram að verslun- arferðir til útlanda borgi sig alls ekki þegar upp er stað- ið og gera oft óspart grín að landanum sem kjagar um á erlendri grundu með troðfulla plastpoka í báðum höndum. Ferðaskrifstofan Alís hefur að undanförnu flutt farþega til New- castle á Norður-Englandi og slóst blaðamaður Morgunblaðsins í för með þeim á dögunum og kynnti sér verð á fatnaði. Niðurstöður sýndu að verð í umræddri borg er afar hagkvæmt borið saman við verð hér heima og mættu menn gjarnan velta því fyrir sér hver sé hinn skynsami, þessi með útlendu pokana eða sá sem tæmir budduna hér heima þegar hann borgar hátt verð fyrir sömu vöru. Það var í fyrra sem ferðaskrifstof- an Alís í Hafnarfirði hóf haustferðir sínar til Newcastle og heimsóttu þá um 1.500 íslendingar staðinn. í haust hafa um 1800 manns farið með ferðaskrifstofunni til þeirrar borgar. Ferðin til Newcastle kostaði hjá Alís kr. 26.900 fyrir gengisfellingu og í því verði er flugið innifalið, gisting í þrjár nætur í tveggja manna her- bergi á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat, ferðir frá og til flugvall- ar og flugvallagjöld. Einnig er hægt að dvelja í fjóra dagaog vera þá yfir helgina í Newcastle og kostaði sú ferð kr. 28.900 Verslaó i Reykjavik Til að komast að því hversu mik- ill verðmunurinn væri í raun var ákveðið að gera lauslega verðkönnun á fatnaði hér heima og síðan í Newc- astle. Algengt er að íslendingar kaupi fatnað á alla fjölskylduna ytra og var því ákveðið að kanna verð á fatnaði fyrir 15 ára unglingsstúlku, 10 ára dreng, 2 ára telpu og á nokkr- um flíkum fyrir hjónin. Verslunarferðin hófst hér heima og var byrjað á því að kanna verð á fatnaði fyrir börnin. ÖU skyldu þau fá tvennar peysur og tvennar buxur, dömurnar fengu auk þess rúllukragabol og kjóla, eldri stúlkan fékk kápu og sú yngri útigalla. Drengurinn fékk hins vegar skyrtu, íþróttagalla og úlpu. Auk þess var kannað verð á skó- fatnaði, valdir kuldaskór á stúlkurnar og Nike Jordan íþróttaskór á dreng- inn. Til aðstoðar við „innkaupin" fékk blaðamaður til liðs yið sig tíu ára drengi, 15 ára stúlkur og mæður 2 ára barna, og fór eftir stróngustu fyrirmælum þeirra við val á fatnaði. Vió látum ekki bióoo okkur leng- ur upp ó þetta verö- lag heima. Þetta þiód- ffélag er ruglað og maður er haffður að ffiffli hvað efftir annað þegar versl- un og verð- lag er hafft i huga. I miöborg Hewcastle eru f jölmargar góAar verslanir Fyrir hjónin voru eftirtaldar flíkur valdar: Þykk peysa, síðbuxur, stakur jakki, kjóll og ullarkápa fyrir dö- muna, ogþykk peysa, síðbuxur, stak- ur jakki úr kasmírblöndu, jakkaföt og ullarfrakki fyrir herrann. Einnig voru valdir hælaháir skór fyrir dö- muna og ítalskir spariskór fyrir herr- ann. Eftirtaldar verslanir í Reykjavík voru heimsóttar: Hagkaup, Engla- börn, Bangsi, Hjartað, Krakkar, Sonja, Sportval, Frísport, Sparta, Boltamaðurinn, Levi's-búðin, Kjall- arinn, Sautján, Kókó, Benetton, Cosmo, Stefanel, Taxi, Galleri, Kápan, Joss, Herragarðurinn, Hanz, Blazer, Herraverslun Guðsteins Ey- jðlfssonar, Herramenn, Bossanova, Skæði, RR skór og Skóverslun Axels Ó. Þar sem verð á fatnaði í Hag- kaupi var töluvert lægra en í öðrum verslunum var það skráð sérstaklega þegar um börnin var að ræða. Þess ber þó að geta að ekki fengust kjólar í Hagkaupum á táninginn. Aðrar verslanir voru með mismun- andi verð á sömu vöru og var því fengið þrenns konar verð á hverri tegund fatnaðar og milliverðið skráð. Verðið á gallabuxunum á eldri börn- in var þó eingöngu fengið í Levi'sbúð- inni, en sú tegund gallabuxna var ekki til í Hagkaupum. Ekki var farið í Hagkaup til að versla á hjónin, aðeins í sérverslanir og var oft mikill verðmunur á svipuð- um flíkum, þótt ekki væri annað að sjá en að gæði væru svipuð. Til að mynda var hægt að fá jakkaföt á karla frá kr. 17 til 50 þúsund, og kápur á konur frá 19 til 40 þúsund. Eftir lauslega verðkönnun hér heima kom í ljós að hægt er að fá fatnað í Hagkaup á börnin þrjú, þ.e. fyrir utan kjólinn á eldri stulkuna, fyrir kr. 75.091, en í öðrum verslun- um fyrir kr. 127.590. Skófatnaður kostaði samtals kr.19.800. Fatnaður á hjónin kostaði samtals kr. 158.500 og skófatnaður kr. 11.900. Innkaupafero til Hewcastle Haidið var til Newcastle og verð á sambærilegum fatnaði kannað þar. Borgin sem stendur við ána Tyne í norðvesturhluta Englands byggði afkomu sína áður á kolaiðnaði og skipasmíðum, en þær atvinnugreinar eru nú að mestu horfnar. Newcastle sem er með um 280 þúsund íbúa, er nú orðin ein helsta verslunar- og viðskiptaborg Norður-Englands. í miðborginni eru margar gamlar og glæsilegar byggingar og má greinilega sjá og heyra að mikill uppgangur er á öllum sviðum þar í borg. Ein stærsta verslunarmiðstöð Evrópu, Metro Center er staðsett í úthverfi borgarinnar og í miðborginn sjálfri er önnur stór verslunarmiðstöð sem heitir Eldon Square. Auk þess eru fjölmargar góðar verslanir í mið- bænum og líf og fjör á strætum úti. Ekki var að sjá að íslendingar hefðu hertekið verslanir því breskir viðskiptavinir voru greinilega í meiri- hluta. Hin ímynduðu innkaup fyrir íslensku fjölskylduna voru gerð í miðbænum pg í Eldqn Square, „Litlu Kringlunni" eins og íslendingar kalla hana, þar sem verslanir eru yflr 100 talsins af öllum gerðum fyrir utan veitingahús. íslendingar eru vandlátir á fatnað og því var farið í sérverslanir fyrir alla fjölskylduna nema þá stuttu, þ.e. tveggja ára stúlkuna, en hluti af hennar fatnaði, bómullarpeysan og gallabuxurnar voru valdar í vöru- húsi Marks&Spencer. Ekki var farið í vöruhús C&A, sem telst hafa vörur á lágu verði. Þær verslanir sem meðal annars var farið i bæði fyrir börnin og hina fullorðnu voru: Bainbridge, Benett- on, Burton, Dorothy Perkins, Evans, First Sport, Fenwick, Just Kidding, Levi's, Olympus Sport, Richard Shops, River Island, Mothercare, Arena, Paco Sweaters, Company, Scottish Sweater Store, Snob, Top Shop og í skóverslanirnar Clarks, Dolcis, K Shoes og Barrats. Verðlag kom á óvart einkum þar sem um góða vöru var að ræða. Fatnaður á börnin þrjú, svipaður og valinn var heima kostaði í Newcastle samtals kr. 41.690 og skófatnaður kr. 9.700. Fatnaður handa hinum fullorðnu kostaði kr. 62.100 og skófatnaður kr.9.700. Sem dæmi má nefna að í vand- aðri karlmannafataverslun í mið- borginni var hægt af fá falleg jakka- fót frá Yves Saint Laurent fyrir kr. 18.000 og stakan jakka úr kasmír- blöndu á kr.6.200. Hinar frægu Levi's-gallabuxur á 15 ára stúlku kosta kr. 3.600 í Newc- astle, en kr. 6.590 í Reykjavík. Nike Jordan íþróttaskór númer 35 kosta kr. 3.600 í Newcastle en kr. 8.990 í Reykjavík. Kaupmenn hér heima hafa haft orð á því að íslenskir karlmenn geti ekki notað ensk jakkaföt því númer- SJÁ BLS. 4B HVAÐ SEGJA KAUPMENIM? VÖRUR EKKISAMBÆRILEGAR í SLENSKIR neytendur spyrja sig gjarnan hvers vegna verð á sambærilegum vörum eða söinu vörutegunum er svo miklu hærra á íslandi en í borgum erlendis, þar sem þeir hafa verslað. Gífurlegur verð- munur virðist þó vera milli verslana í Reykjavík og er h'ægt að_fá góða vöru bæði ódýra og rokdýra. I samtölum við kaupmenn kemur fram, að þegar um ódýra vöru er að ræða má helst þakka það hagstæðum innkaupum kaupmanns- ins, en háu heildsöluverði og álagningu þegar um dýra vöru er að ræða. Einnig eru til kaupmenn sem halda því fram að breskar vörur standist ekki kröfur neyt- enda um gæði og séu því ekki sambærileg- ar við vörur hér. Enginn virðisaukaskattur er á barnafatnaði í Bretlandi, en hér er hann 24,5%. Það skýrir þó ekki að fullu þann verðmun sem er á barnafatnaði hér heima og í Newcastle. Aðalheiður Karlsdóttir, eigandi barnafata- verslunarinnar Englabörn, segir að ekki sé hægt að bera saman verð á barnafatnaði nema um nákvæmlega sömu vörutegund sé að ræða. Ef tekið sé dæmi af flauelsbuxum á tveggja ára sé ekki hægt að bera saman annars vegar franskar buxur í hágæða- merki, sem hún selur, og hins vegar venjuleg- ar breskar flauelsbuxur. Telur hún að fólk kaupi ódýra vöru úti beri hana saman við dýra vöru hér heima og telji sér trú um að hafa grætt mismun- Morgunblaðið/Þorkell Þegar um ódýra wöru er aó ræoa mé helat þakka þad hagstaaóum innkaupum koupmannsins. inn. „Fólk sem hefur verslað erlendis hefur komið hingað í búðina og sagt mér að það vilji kaupa vöruna hér gæðanna vegna. Það þekki vöruna og sniðin, börnin vilja þessa vöru og þegar það hefur ætlað að kaupa þessa sömu vöru erlendis sé hún yfirleitt dýrari þar. Ef eitthvað er, þá er álagning minni á góðri merkjavöru hér heldur en er- lendis." Aðalheiður telur að Bretar standist ekki þær kröfur sem íslenskir neytendur gera til hönnunar og vörugæða. „Ég hef reynt að selja breskar vörur en það gengur ekki. Til dæmis er handvegur mjög þröngur á skyrtum og jökkum. Þetta sjá menn ekki þegar þeir kaupa það, en ég sé bara tárin í augum á fólki þegar það kemur hingað inn og vill skipta, því flíkurnar passa ekki á bðrnin þeirra. Það er ekkert undarlegt þótt barnakjólar kosti um tíu þúsund krónur þvi mikil vinna er lögð í þá. Ég get nefnt sem dæmi að sá barnakjóll sem selst best kostar kr. 13.280." í Frísport er hægt að fá Nike Jordan íþróttaskó númer 35 á kr. 8.990, en í Newcastle kosta sömu skór i sama númeri kr. 3.600. Gunnar Svavarsson, versl- unarstjóri, segir enga eina skýringu á þeim verðmun, en frá heildsölunni kostuðu skórnir kr. 4.750, virðisaukaskattur væri kr. 1.800 og fengi verslunin þá kr. 2.440. Bolli Kristinsson, annar eigandi tískuversl- unarinnar Sautján, segir að margar skýring- ar geti verið á miklum verðmun og séu sum- ar eðlilegar eins og til dæmis þegar um skatt- lagningu á fyrirtæki hérlendis er að ræða. En það væri ekki forsvaranlegt þegar mun- aði fleiri þúsund krónum á fatnaði hér heima og erlendis. „Við höfum gert allt sem við getum til að lækka vöruverð hjá okkur enda hefur verið gífurleg söluaukning hjá okkur síðustu mánuði. Við erum til dæmis með peysur núna úr góðri lambsull á kr. 2.900." Aðspurður um það hvernig verslunin fer að því að halda niðri vöruverði segir Bolli að tvennt komi til. „Þegar óðaverðbólgan geisaði voru flestir kaupmenn með verðbólgu- þáttinn inni í álagningunni, því ella hefðu þeir farið á hausinn. En þegar verðbólgan er lítil sem engin geta allir kaupmenn lækk- að sína vöru og það gerðum við. Mér finnst það rangt ef menn hafa ekki gert það. Einnig gerðist það, að á árunum frá 1985 til 1987 reið yfír landið svokallað merkj- asnobb og gengu þá flestir hér heima um í ákveðnum „merkjafötum". Fyrir þann tíma var Sautján með 10% af vörunum í ákveðnum merkjum og hafði okkur gengið mjög vel og verið ódýrastir sem hefur alltaf verið okkar stefha. A þessum umræddu árum gerist það hins vegar að viðskiptavinirnir hafna vörun- um okkar, þannig að Sautján hóf að selja meiri merkjavöru og í fyrra var Sautján dýr eða millidýr verslun. Þá tókum við þá ákvörðun að henda út þessum dýru merkjum, fara aftur í gömlu fyrirtækin okkar og fá fallega, vel valda vöru á sem hagstæðustu verði. Þáð hefur sýnt sig að viðskiptavinir kunna að meta það og þeir fullyrða að varan sé alveg jafngóð, hún bara heiti ekkert. En það er kannski líka athyglisvert, að það hefur gerst um allan heim að undanförnu að fólk hefur hafnað merkjavöru. Ég persónulega er ekkert hrifinn af henni en vil bara selja fallega, vandaða vöru á hagstæðu verði. Með þvf hugarfari verslum við og reynum að standa okkur eins vel og við getum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.