Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 22
££ MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRI ¦Gi ý[UOAGU>i>:UB P NOVEMBER 1992 aHÍAJHVIUOHOlÆ Morgunblaðið/Kristinn BESSASTAÐIR Fatlaðir ólympíufarar heimsóttu for setann Iheiðursskyni fyrir árangur á Ólympíumótum fatlaðra og þroskaheftra í sumar var íþrótta- mönnunum sem þar komu fram fyrir Islands hönd boðið að heimsækja forseta Islands, Vig- dísi Finnbogadóttur, á Bessastaði á miðviku- dag. Forsetinn ávarpaði gestina, ræddi við þá og bauð upp á veitingar en gestirnir þökkuðu forsetanum stuðning og hlýhug í sinn garð og sæmdu hana heiðursmerki hreyfinga sinna. Er sjórinn hugleikinn Iþessum erfiðu vetrarveðrum, þegar borgarfólki finnst það vart komast á milli húsa, verður manni hugsað til hennar Jónínu H. Jónsdóttur, leikkonu, sem alltaf er að leita færis til að aka austur fyrir fjall, milli Reykjavíkur og Eyrarbakka. Jónína er ekkja Jón- asar Guðmundssonar stýrimanns, sem jafnan var svo nefndur. En auk þess að vera sjómaður var hann rithöfundur og listmálari. Sjórinn var honum af eðlilegum ástæðum mjög hugleikinn, svo hann málaði mikið af bátamynd- um. Jónínu er sjórinn líka hugleik- inn, enda sjómannsdóttir, missti föður sinn í sjóinn. Ekki alls fyrir löngu sá hún kvartað undan því í Morgunblaðinu hve lítið væri á ferðinni af póstkortum með mynd- um frá sjónum. En hún hefur vegna þessara tengsla á undan- förnum árum „verið að heimsækja sjávarmyndirnar hans Jónasar", eins og hún orðar það, með það fyrir augum að fá þær á kort. Var nú að koma út sjötta kortinu, en þau hefur hún í tveimur stærðum. Þessi kort er hún að mestu með sjálf heima hjá sér. Jónína býr á Eyrarbakka. Þau Jónas voru, þegar hann dó fyrir rúmum 7 árum, búin að kaupa þar gamla húsið að Bergi, þar sem honum þótti gott að vera til að ST. PETERSBURG BEACH Einstaklings og 2ja herb. íbúðir m/eldhúsi, sundlaug, nólægt strönd. Verð fró 225$ ó viku ó sumrin, 400$ á veturna. LftMJtRft MOTEL ftPTS. TEL. 813/350-7521 FAX. 399-1571 Jónína H. Jónsdóttir Morgunblaðið/Þorkell jf^jfc % ...alltafþegar >5r -& það er betra > Hljómdiskur Hamrahlíðarkórsins falleg tónlistargjöf handa vinum - heima og erlendis! / Pöntunarsímí 91-32070 Diddú syngur fyrir gesti í Barrokki. UTGAFA MorgunDiaOiO/PorKell Sólóplata Diddúar SPANN Astkona konungs Það á fleira kóngafólk í vanda en fjölskylda Bretadrottning- ar. Hörð hríð er nú gerð að Spánarkonungi og er hann ásak- aður um að eiga sér viðhald. Hún heitir Marta Gaia og er innanhús- arkitekt á Mæjorku, þar sem hún hefur m.a. hannað híbýli Michaels Douglas og Claudiu Schiffer. Upp komst um meint samband þeirra Mörtu þegar farið var að grennslast fyrir um tíðar ferðir Jóhanns Karls konungs til Sviss. í fyrstu var talið að hann færi þangað til að leita sér lækninga við einhverjum dularfullum sjúk- dómi en annað kom á daginn. Talið er að samband Mörtu og konungs hafí staðið í hálft annað ár. Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem þjóðin þekkir einfaldlega sem Diddú, hefur í áraraðir verið ein fremsta dægurlagasöngkona landsins. Meira er þó um vert að hún telst með fremstu óperusöngkonum landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrir stuttu kom út með Diddú hennar fyrsta sólóplata, þar sem hún syngur þrett- án aríur úr þekktum óperum. Platan er söguleg fyrir margt annað en að vera hennar fyrsta sólóplata, því sex aríur voru teknar upp í Litháen, þar sem Diddú söfig með Þjóðarfíl- harmóníuhljómsveit Litháens undir stjórn J. Domarkas og Terjes Mik- kelsens. Aðrar aríur eru teknar upp hér heima með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Robins Staplet- ons. Til að kynna plötuna fyrir fjölm- iðlungum og öðrum boðsgestum bauð Diddú til teitis í veitingastaðn- um Barrokk og gat vitanlega ekki á sér setið að taka lagið. Spænsku konungshjónin láta á engu bera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.