Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 6
6 B seei HaaKavön-.es suDAaunvíug aiGAja/iUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NOVEMBER 1992 JON ÞORLAKSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Út er komin bókin Jón Þorláksson forsætisráðherra eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson, dósent í stjórnmálafræði. Aimenna bókafélagið gef- ur bókina út og er hún mikil að vöxtum, 602 blaðsíður með nafna- skrám og tilvísunum, en 32 myndasíður eru að auki í bókinni. Birtast þar margar merkilegar ijósmyudir í fyrsta skipti, en Ásdís Halla Braga- dóttir blaðamaður sá um að safna þeim saman og finna nöfn á mönn- um. Bókin lýsir ævi og örlögum Húnvetningsins Jóns Þorlákssonar frá Vesturhópshólum í Þverárhreppi, sem verður mikill námsgarpur í Lærða skólanum í Reykjavík, einn af fyrstu íslensku verkfræðingun- um, umsvifamikill kaupmaður með sement og aðra byggingarvöru, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóri og fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta, að Jón Þorláksson var einn af stofn- endum Eimskipafélagsins og lengi í stjórn þess, einn af stofnendum Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, og einn af stofnendum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Enn fremur var Jón forgöngu- maður að Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitunni og Vatnsveitunni og fjöldamörgum mannvirkjum um allt Iand. En á Jóni Þorlákssyni voru fleiri hliðar en sneru að flestum samtímamönnum hans. í þessari bók kemur fram að hann var hlýr og nærgætinn vinur og ástríkur heimil- isfaðir. Kona hans var Ingibjörg Claessen frá Sauðárkróki, sem var í móðurætt af hinni fjölmennu og vold- ugu Briems-ætt, en þar sem þau hjón gátu ekki eignast börn vegna veikinda Ingibjargar í æsku tóku þau tvær kjördætur að sér. I bókinni er einnig lögð áhersla á að lýsa þeim mörgu litríku persónuleikum sem voru uppi á fyrri hluta aldarinnar, eins og Arna Pálssyni prófessor, vini og bekkjarbróður Jóns Þorlákssonar, Hannesi Hafstein ráðherra, sam- starfsmanni Jóns, Ólafi Thors, Magnúsi Guðmundssyni ráðherra, Jónasi Jónssyni frá Hriflu og marga aðra. Fyrsta ræða Félagslífið í Lærða skólanum á námsárum Jóns Þorlákssonar náði árlegu hámarki á skólahátíðinni, sem jafnan var haldin á afmælisdegi Kristjáns IX. Danakonungs, en hann ríkti M1863 til 1906 og varð ást- sæll á íslandi fyrir að hafa fært Iandsmönnum stjórnarskrá þjóðhá- tíðarárið 1874. Þegar að loknu miðs- vetrarprófi í síðustu viku febrúar héldu piltar fund á sal, þar sem kos- in var þriggja manna undirbúnings- nefnd hátíðarinnar, og voru þeir úr efri bekkjum skólans. Jafnframt hófu þeir piltar, sem vildu iðka dans á skólahátíðinni, æfingar og fóru þær fram á sal á laugardagskvöldum. Undirbúningsnefndin lét það verða fyrsta verk sitt að fara á fund rekt- ors til þess að biðja leyfis til að halda hátíðina í skólanum og var það oft- ast auðsótt. Síðan hófst sjálfur undir- búningurinn. Einhver bæjarmaður var fenginn til þess að sjá um sölu og framreiðslu matar og kaffis, en skólasveinar önnuðust sjálfir sölu víns og vindla. Þá þurfti að fá borð- búnað og ýmis áhöld að láni, skreyta salinn með myndum af konungi, drottningu og Jóni forseta, setja upp borð og bekki á Langaloftinu, þar sem veitingar voru reiddar fram, og breyta Litlaloftinu í búningsherbergi kvenna. Útvega þurfti lampa og hengja þá upp, hreinsa allt hátt og lágt og gera gólfið á sal svo úr garði, að auðvelt væri að dansa á því. Ekki sótti að jafnaði nema helmingur skólapilta sjálfan dansleikinn, þar eð sumir kunnu ekki að dansa, sumir áttu ekki sómasamlegan samkvæm- isfatnað eða leiddu dansleikinn hjá sér af öðrum ástæðum. Dansmenn voru kallaðir ballistar, en hinir rallist- ar, einnig sumblungar. Ballistarnir buðu stúlkum með sér á dansleikinn og sóttust reykvískar ungmeyjar á þeirri tíð mjög eftir slíkum boðum, enda skólahátíðin þá talin veglegust hátíð í bænum. Hannes Hólm- steinn Gissurar- son hefur skráð sögu Jóns Þor- lákssonarfyrrum forsœtisráðherra ogfrumkvöðuls að stofnun Sjálfstœð- isflokksins Skólahátíðin hófst klukkan hálf sex síðdegis á því, að lúðrasveit lék fjörug lög fyrir dyrum skólans, en ungir sveinar og meyjar gengu prúð- búin upp skólabrúna og safnaðist jafnan alimargt manna saman í Lækjargötu til þess að hlusta á tón- listina og horfa á gesti. Þegar allir voru komnir inn í skólann færði hljómsveitin sig upp á sal og klukkan sex hóf hún að leika fyrir dansi. Áður en dansinn hófst gengu sveinar um salinn og rituðu nöfn sín á dans- kort stúlknanna og þær nöfn sín á kort þeirra. Dux scholae, efsti maður í sjötta bekk, skyldi færa upp dans- inn með þeirri stúlku, sem tignust væri gesta, venjulega dóttur lands- höfðingja eða biskups. Væri hann ekki dansmaður skyldi formaður há- tíðarnefndar færa upp dansinn. „Þarna var æskan ör og hlý að njóta saklausrar gleði eina kvöldstund. Áhyggjum var varpað á brott og all- ur skólaagi var horfmn í bili," sagði einn skóJabróðir Jóns Þoriákssonar. „Ljósin tindruðu, danslögin ómuðu, léttstíg snót og lipur sveinn svifu um dansgólfíð, hjartslátturinn varð hrað- ari og hugurinn dvaldi í ljúfri leiðslu. Á milli dansa var dömunum boðinn einhver hressandi drykkur, en hóf- lega var vínsins neytt, og cigarettur þekktust þá ekki." Um klukkan tíu settust gestir að borðum. Þegar á leið máltíðina hófust ræðuhöld. Var mælt fyrir minni konungs, stiftsyfír- valda, rektors og kennara. Það var venja, að dux scholae flytti ræðu á latínu fyrir minni rektors og skólans og svaraði Jón Þorkelsson jafnan fyrir sig á latínu. Þess er hins vegar ekki getið, að Jón Þorláksson hafi talað á skólahátíð 1897, þótt hann hafi líklega verið viðstaddur. Þeir Sigurður Júlíus Jóhannesson og Guð- mundur Guðmundsson héldu þó ræðu. Eftir máltíðina hófst dans að nýju, en síðar um nóttina var kaffí reitt fram á Langalofti. Þá héldu Jón Þorláksson lækkaði skuldir ríkisins úr 18 milljónum króna í 11,5 milljónir króna, á meðan hann var fjármálaráðherra árin 1924- 1927. Þegar hann tók við stöðunni var aðeins til í sjóði fyrir útgjöld- um tveggja daga. ýmsir ræður, gjarnan fyrir minni kvenna, fósturjarðarinnar og skól- ans, en allt var þá orðið lausbeisl- aðra. Eftir þetta tóku rallistar að láta meira á sér bera, en þeir héldu sig utan danssalarins við spil og drykkju. Klukkan fjögur að morgni skyldi hátíðinni ljúka og áttu ballist- ar síðan að fylgja stúlkum sínum heim. Vorið 1897 urðu nokkrar deilur um það, hvort halda ætti árshátíðina í skólanum eða einhver staðar út\ í bæ. Þá tók Jón Þorláksson, sem áður hafði verið afskiptalítill um félags- mál, til máls og flutti fyrstu ræðu sína á lífsleiðinni. Mælti hann ákveð- ið gegn því, að hátíðin yrði færð úr skólanum. Nær væri að fylgja hinni gömlu venju um hana. „Þegar Jón stóð upp hafði ég ekki hugmynd um, hvernig hann væri máli farinn. Þegar hann settist niður var ég viss um, að ég hefði aldrei heyrt mann tala betur," sagði bekkjarbróðir hans, Árni Pálsson. „Hann hafði tætt sund- ur málstað andstæðinganna með svo rólegum yfírburðum og svo kaldri rökfestu, að það var bersýnilegt, að hann sannfærði marga, sem áður voru á báðum áttum. Hitt duldist og ekki, að miskunnarlaus rökvísi hans hafði snert andstæðingana ákaflega ónotalega." Nægilega margir voru sammála Jóni Þorlákssyni til þess, að árshátíðin var haldin samkvæmt venju og sóttu hana um eitt hundrað manns, sem þótti margt. Kom ekki að sök, þótt þeir, sem viljað höfðu flytja hana úr skólanum, en þar voru nokkrir bekkjarbræður Jóns Þorláks- sonar fremstir í flokki, hefðu haldið sérstaka hátíð nokkrum dögum áður í Iðnó. Skólapiltar gerðu sér sitthvað fleira til dægrastyttingar en halda hina árlegu hátíð sína á afmælisdegi Kristjáns konungs. Málfundafélagið Framtíðin hafði starfað frá 1883 og var stundum róstusamt þar á fund- um, er ungir mælskumenn gengu hart fram í ættjarðarást og Dana- hatri. Valtýr Guðmundsson var fyrsti forseti Framtíðarinnar, en áður höfðu skólapiltar haft með sér tvö félög og var Hannes Hafstein for- ystumaður annars, en þeir Sigurður Stefánsson, síðar prestur í Vigur, og Skúli Thoroddsen framarlega í hinu. Þá færðu skólasveinar upp leikrit á hverju ári, oftast hláturleiki, kómedí- ur, eftir Holberg og Moliére. Leigðu þeir þá samkomusal í bænum, seldu bæjarbúum aðgang og létu ágóðann renna í Bræðrasjóð, sem styrkti fá- tæka nemendur skólans. Mikið fjör var í leikfélaginu þau ár, sem Jón Þorláksson sat í skólanum, og mun- aði þar helst um nokkra bekkjar- bræður hans, svo sem Halldór Gunn- laugsson og Jóhannes Jóhannesson, sem báðir urðu síðar læknar,, og Ásgeir Torfason, síðar efnaverkfræð- ing. Bindindisfélag starfaði einnig í skólanum og gerðu drykkjumenn sér það að leik að ganga í það til þess að „falla" og láta reka sig úr því. Þá börðust skólapiltar gegn Vestur- heimsferðum, héldu meðal annars um skeið uppi sérstöðu „agentaand- blástursfélagi". Gaf Jón Þorláksson sig lítt að félagslffi og var óvíða getið í árbókum skólapilta, þótt hann tæki til máls um tilhögun skólahátíð- ar og væri einn umsjónarmanna bókauppboðsins síðasta vetur sinn í skóla. Á heimili Jóns Þorlákssonar Haustið 1918 sigldi fóstursonur J6ns Þorlákssonar og Ingibjargar, Hannes Arnórsson, til náms í Kaup- mannahöfn og sátu þau hjón þá ein eftir í stórhýsi sínu við Bankastræti ásamt Margréti, móður Jóns, og tveimur vinnukonum. Jón var þá fjörutíu og eins árs, en kona hans ári yngri, og ljóst, að þeim yrði ekki barna auðið; Ingibjörg 'matti ekki reyna neitt á sig vegna berklanna, sem lagst hðfðu á hana árið 1906. Þetta ár gerðust mörg stórtíðindi á íslandi. Veturinn varð hinn versti í manna minnum, „frostaveturinn mikli", ísland fékk fullveldi, Katla gaus, og spánska veikin herjaði á landsmenn. Víða lágu flestir eða all- ir heimilismenn bjargarlausir dögum saman og margir dóu úr veikinni. Urðu hjálparflokkar að fara hús úr húsi í Reykjavík til þess að athuga ástandið. Aðkoman var víða hörmu- leg. Á einu heimilinu kom hjálpar- flokkur að öllu fullorðnu fólki látnu, Kristjáni Hall bakarameistara, konu hans, Jósefínu Jósefsdóttur, og gam- alli fóstru. Lítil og lagleg hnáta, dótt- ir hjónanna, Anna Margrét, sem fæðst hafði þremur árum áður, 21. júlí 1915, skreið uppi á líki fóstru sinnar. Sigurbjörg, systir Jóns Þor- lákssonar, sá þá um það fyrir Hvíta- bandið að koma munaðarlausum börnum í fóstur og hafði meðalgöngu um það, að þau Ingibjörg tóku Önnu litlu til sín og ættleiddu hana. Hjón- in voru alsæl með telpuna, sem var fríð sýnum, með ljósblá augu og sítt, ljóst hár, sem náði niður að mitti. Tveimur árum síðar tóku þau að lit- ast um eftir systur fyrir hana. í árs- byrjun 1921 ákváðu þau fyrir meðal- gðngu Sigurbjargar að ættleiða aðra telpu, sem fæðst hafði sex vikum áður, 18. nóvember 1920. Hún var dóttir Páls Steingrímssonar, bók- bindara í Reykjavík, og konu hans, Ólafar Jónsdóttur. Á afmælisdegi Jóns, 3. mars 1921, var hún skírð Elín Kristín í hornstofunni uppi á þriðju hæð við Bankastræti 11. Elín Kristín man það fyrst eftir Jóni, föður sínum, Þorlákssyni, þegar hann hélt á henni í kjöltu sér og raulaði fyrir hana barnagælur eins og: Fljúga hvitu fiðrildin fyrir utan glugga; þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga, eftir Sveinbjörn Egilsson og: Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litlu telpuhnokkinn. Jón sagði dóttur sinni líka frá Búkollu og Hlyni konungssyni og fór með margar aðrar gamlar sögur, sem foreldrar hafa sagt börnum slnum í þúsund ár á íslandi til þess að hafa of an af fyrir þeim og hann hafði sjálf- ur heyrt hjá Margréti, móður sinni, norður í Vesturhópshólum. „Bæði pabbi og mamma voru alveg einstak- ir foreldrar," sagði Elín. Þegar hún óx úr grasi og fékk frænkur sínar, dætur Eggerts Claessens, í heimsókn las Jón oft fyrir þær upphátt úr sögu- bókum, einn kafla í senn, og hlökk- uðu þær til hvers lesturs. „Hann las fyrir okkur úr Önnu Fíu, sem var þá nýkomin út, og byrjaði alltaf, þar sem hann hafði hætt slðast. Það fannst okkur gaman." Elín var eftir- læti foreldra sinna, kát og brosmild stúlka með stór og sakleysisleg augu, og fannst sumum fjölskylduvinum ekki laust við, að þau dekruðu um of við hana, eins og oft vill verða um yngsta barnið. Til þess var tekið, hversu fallegt heimili Jóns Þorlákssonar á þriðju hæð hússins við Bankastræti var. Gengið var stigaganginn upp á þriðju J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.