Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 4
?e#.i ^•:•¦¦»'.• •¦¦¦•.•/¦ • • •¦ ¦¦.'.-.'./i<y-f« rtKjA.W/"!;"v>!OV; MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NOVEMBER 1992 in séu of lítil, en í samtali við íslensk- an karlmann sem með var í ferð- inni, meðalmann á hæð og þéttan á velli, kom fram að hann hafði keypt sér tvenn jakkaföt úr enskri ull. íslensk kona hafði farið í Benetton verslun og keypt eftirtaldar vörur fyrir kr. 11.000: Ullardress og bó- mullardress, þe. tvennar peysur og tvennar buxur, trefil og íþróttatösku fyrir ttu ára, og bómullardress fyrir tveggja ára. Hér heima er hægt að fá ullarpeysu og buxur á tíu ára í sama vörumerki fyrir kr.7.800. í leiðinni voru ýmsar vörur skoð- aðar, fatnaður eins og húfur og vettl- ingar, kvenundirfatnaður, gleraugu, gjafavörur, leikföng og heimilistæki, og er óhætt að segja að verð hafi í flestum tilvikum verið tvöfalt eða þrefalt lægra en heima. Verómunur nær þref aldur í öllum tilvikum var reynt að velja vöru sem var sambærileg þeirri sem fékkst heima og sýnir þessi lauslegi samanburður að verð á, umræddum fatnaði og skótaui á fímm manna fjölskyldu getur kostað á íslandi kr. 317.780 en í Newcastle kr. 119.990. Mismunur er kr. 197.790. Framkvæmdastjóri Eldon Square, Malcoms Lumsdens, var spurður hvernig þeir færu að því að halda verðinu svo lágu, en hann var fljótur að spyrja á móti hvernig við færum að því að hafa það svona hátt. Ekki virðist kaupið vera lægra þar en hér, því að meðallaun kennara í Newcastle eru um 1.800 þúsund ís- lenskar krónur á ári og laun verka- manna um 720 þúsund. íslendingar greiða að mestu með greiðslukortum og á síðasta ári eyddu þeir tæpum 160 milljónum króna í Newcastle. Eru þá greiðslur með reiðufé ótaldar. Að sögn Andys Cuthbertsons þjón- ustufulltrúa fyrir Eldon Square, hafa íslendingar svipaðan smekk og Eng- lendingar, og hefðu þeir fljótlega tekið eftir því að ekki þýddi að bjóða íslendingum upp á annað en gæða- vöru. Taldi hann Levi's-búðina, skó- verslanir og gleraugnaverslanir vera hvað vinsælastar hjá íslendingunum. Þrek og úthald Borgarfulltrúinn John Hume upp- lýsti að um 2.000 Norðmenn kæmu vikulega á haustin til Newcastle. Kæmu þeir með ferju á hádegi á laugardegi, versluðu fram eftir degi og færu síðan til baka að kvöldi til. Að hans áliti eru íslendingar betri viðskiptavinir en Norðmenn, því þeir dvelja lengur og nota auk þess alla þjónustu á staðnum, til að mynda veitingahús og leigubíla. Enginn vafi væri á því að þeir væru auðfúsugest- ir og mikilvægir fyrir atvinnulíf á staðnum. Sagði hann að þeir hefðu einnig meiri áhuga en Norðmenn á umhverfinu og því sem Newcastle og Norður-England hefðu upp á að bjóða. Bob Harrison sem starfar hjá ferðamálaráði, tók undir þessi orð Hume og sagði að sér virtist íslend- ingarnir bæði vera forvitnir og fróð- leiksfúsir. Ferðaskrifstofan Alís býð- ur upp á margar skemmtilegar skoð- unarferðir þótt dagarnir ytra séu ekki margir, og sagði Harrison að þótt íslendingarnir væru uppgefnir eftir daginn, létu þeir þreytuna ekki aftra sér frá því að skoða hina sögu- frægu borg Durham, hið fræga úti- safn Beamish þar sem tíminn hefur staðið kyrr síðan 1913, og snæða í miðaldakastalanum Lumley. „íslendingarnir eru mjög sérstak- ir," sagði Harrison. „Þeir eru þöglir, allt að því feimnir, en mjög hugsandi fólk." Menn verða að vera fljótir að hugsa og hafa þrek, úthald og góðar fætur ef þeir ætla að gera innkaup fyrir fjölskylduna á tveimur til þrem- ur dögum. Oft er erlendum húsmæð- rum hampað fyrir hagsýni og sparn- að, en það er greinilegt að þær ís- lensku gefa þeim lítið eftir. „Við látum ekki bjóða okkur leng- ur upp á þetta verðlag heima," sögðu þær nokkrar. „Þetta þjóðfélag heima er ruglað og maður er hafður að fífli hvað eftir annað þegar verslun og verðlag er haft í huga." Þær konur sem talað var við voru mjög ánægðar með ferðina, en flest- um fannst tíminn of stuttur. Ekki V SAMANBURÐUR 2ja ára stúlka Hagkaup Aðrar versl. Newcastle Bómullarpeysa 1.498,- 2.370,- 900,- Ullarpeysa 989,- 3.560,- 540,- Rúllukragabolur 989,- 1.330,- 450,- Smekkgallabuxur 1.595,- 5.900,- 900,- Flauelsbuxur 1.595,- 3.700,- 540,- Kjóll 3.495,- 5.900,- 1.080,- Útigalli 8.995,- 9.980,- 2.070,- Samtals 19.156,- 32.740,- 6.480,- lOáradrengiir Hagkaup Aðrarversl. Newcastle Bómullarpeysa Ullarpeysa Skyrta Gallabuxur Flauelsbuxur íþróttagalli Úlpa * Levis-gallabuxur Samtals 3.995,- 4.350,- 1.530,- 3.495,- 4.980,- 1.080,- 2.695,- 3.350,- 720,- 2.695,- *5.450,- *1.980,- 2.695,- 4.980,- 1.440,- 3.495,- 6.150,- 2.070,- 5.995,- 9.980,- 3.600,- 25.065,- 39.280,- 12.420,- iSáraStÚlka Hagkaup Aðrarversl. Newcastle Bómullarpeysa Ullarpeysa Rúllukragabolur Gallabuxur Flauelsbuxur Kjóll Kápa Samtals ¦ 4.995,- 3.995,- 1.695,- 3.695,- 3.495,- 12.995r 30.870,- 7.990,- 3.420,- 7.300,- 3.240,- 2.900,- 1.170,- *6.590,- *3.600,- 3.990,- 2.360,- 8.900,- 2.250,- Í7.900,- 6.750,- 55.570,- 22.790,- * Levis-gallabuxur '" Kjóll ekki til I Hagkaupum »* SkÓfatnaður á bÖrnín Beykjavik Newcastle Kuldaskórá2jaára 3.900,- 2.500,- Nike Jordan íþróttaskór á 10 ára 8.990,- 3.600,- Kuldaskórá15ára 6.900,- 3.600,- Samtals 19.790,- 9.700,- Kvenfatnaður Reykjav. Newcastle Ullarpeysa Síðbuxur Ullarjakki Kjóll Kápa Samtals 6.900,- 6.800,- 16.900,- 17.900,- 26.900,- 75.400,- 2.600,- 2.700,- 4.500,- 3.500,- 13.500,- 26.800,- Karlmannafatnaður Reykjav. Newcastie Ullarpeysa Síðbuxur Stakur jakki úr kasmírull Jakkaföt Ullarfrakki Samtals 6.900,- 3.200,- 6.500,- 2.500,- 16.900,- 6.200,- 29.900,- 8.900,- 22.900,- 14.500,- 83.100,- 35.300,- Fatnaður og skór áfimmmanna fjölskyldu 317.780,- 119.990,- 197.790,- KLYFJAÐIR ÚR KAUPSTAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Saumaskapur hefur aukist hér á landi og ungar stúlkur láta sig ekki muna «¦ aö sauma siea samkvesmiskióla. Reykjavík Newcastle Mismunur SkÓfatnaður á fullOrðna Reykjav. Newcastle Dömuskór með tiáum hælum Herraskór, ítalskir Samtals 6.200,- 5.700,- 11.900,- 3.200,- 3.300, 6.500, w7 voru greiðslukort notuð eingöngu, nokkrar borguðu allt í reiðufé, og töldu margar það hagkvæmt að fara út annað hvert ár til að versla. Að- spurðar um útgjöldin, nefndu þær tölur allt frá kr. 40 þúsundum til 100 þúsund. Saumao á nýfan leik í dýrtíðarþjóðfélagi þar sem laun eru lág og vofa atvinnuleysis og upp- sagna hangir yfir mörgum heimilum, reyna menn að bjarga sér og lái þeim hver sem vill. Verslunarhættir Islendinga virðast hafa breyst síð- ustu misseri. Þegar um er að ræða fatnað, er ekki einungis að íslenskir neytendur kaupi hann nú oftar er- lendis, heldur virðast þeir einnig haga innkaupum sínum á annan hátt hér heima. Til að mynda er nú ekkert óal- gengt að fólk kaupi sér fatnað í gegn- um erlenda pöntunarlista. Enskir og þýskir pöntunarlistar eru fáanlegir hér á landi og ef blaðað er í einum þeirra, Freemans of London, má sjá að hægt er að fá góða kvenullar- jakka á tæpar sjö þúsund krónur með kostnaði og ef gengisfelling er tekin með í dæmið, og samkvæmi- skjóla stutta frá 7-11 þúsund. Maður nokkur hafði til dæmis keypt sér ullarfrakka í verslun í Reykjavík fyrir kr.40.000 en sá síðar sama frakkann í pöntunarlista á kr.14.000. Saumaskapur virðist einnig hafa færst í vöxt, því samkvæmt upplýs- BESTU KAUPINITISKUFATNAÐI „Ég slóst í fðr með saulján konum úr Keflavík, sem voru á leið til Newcastle til að skemmta sér og kaupa jólagjafir," segir Helga Margrét Guðmundsdóttir sem Það 'eru ýmsar vörutegundir sem höfða til barna og ungl- inga hér heima og þær fann ég í Newcastle," segir Helga. „Mér fannst mjög gott að versla þar og held ég að fólk geri bestu kaupin í tískufatnaði, því hann er bæði ódýr og fallegur. Ég keypti til dæmis tvo kjóla á ungl- ingsstúlkur fyrir samtals kr. 4.000 og sítt dömupils, vesti og skyrtu fyrir kr. 6.000. Mikill verðmunur er á skófatn- aði hér heima og ytra og fékk ég til dæmis kuldaskó á fjórtán hundruð krónur, en svipaða skó var ég búin að sjá heima á rúmar fimm þúsund. Ég keypti líka aðra kuldaskó sem þóttu nokkuð dýrir, en þeir kostuðu um 3.900 krónur. Hér heima hafði ég keypt íþrótta- galla á fimm ára dóttur mína fyr- ir kr. 5.600, en fékk svipaðan galla í Newcastle á kr. 1.500. Konur sem ég þekki keyptu undir- fatnað í merki, sem er vinsælt hér heima, á helmingi lægra verði í Newcastle. Jafnvel smáhlutir eins og hárlakksbrúsi sem kostar 500 krónur heima, kostar rúmar Morgunblaðið/Björn Blöndal Helga Margrét Guómunds- dóttir: Hvers vegna-þarf allt að vera svona dýrt heima? 100 krónur úti, sama tegund." Helga Margrét segir að gæði vörunnar í Newcastle séu svipuð og hér heima en verðmunur gífur- legur. En því sé ekki að neita að þriggja daga búðaráp sé hörku- vinna og ekkert annað. „Ég var mjög ánægð með þær fór til Newcastle í þessum mánuði. Segist hún einkum hafa keypt tískufatnað handa unglingsstúlkum, en einnig gjafavörur og leikföng. vörur sem ég keypti, mér fannst ég ekki kaupa neinn óþarfa og ýmist staðgreiddi vöruna eða borgaði með greiðslukorti. En það er ekki aðeins fatnaður sem er ódýrari heldur er öll þjónusta það líka. Það var til dæmis mjög ódýrt að borða á bestu veitingastöðum og eins að ferðast með leigubílum. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hátt verðlag í fríhöfn- inni heima, en því hefur lengi verið haldið fram að þar sé ódýrt að versla. í sjálfu sér finnst mér það ekki rétt að versla erlendis þegar mik- ið er í húfi fyrir íslenskt atvinnu- líf, en þessar vörur eru bara svo dýrar heima. Og maður spyr sig í sífellu, hvers vegna þarf allt að vera svona dýrt hér á landi? Þó finnst mér eins og verð hafi lækkað heima síðustu daga. Ég gekk niður Laugaveginn skömmu eftir að ég kom heim og sá ekki betur en að það væru tilboð í mörgum verslunum. Þannig að ef til vill hafa verslunarferðir ís- lendinga til útlanda haft jákvæð áhrif á verðlag hér heima." ingum frá álnavöruverslunum hefur sala á fataefnum verið mjög góð í haust. Sigríður Jóhannesdóttir eigandi verslunarinnar Seymu í Hafnar- stræti, sem selur metravöru, segir til dæmis að allt kápuefni hafi verið rifið út fyrstu haustmánuðina. Seldi hún til dæmis um 400 metra af kápu- efni úr kasmírull sem dugði í einar 60 flíkur og kostaði þá um sex þús- und krónur í kápuna. Seinna fékk hún um 180 metra af ítölsku ullar- efni og fór það allt á nokkrum dög- um. „Það er áberandi hversu mikið ungar konur sauma núna," segir Sig- ríður. „Ég hef heyrt að öll sauma- námskeið hafa verið fullsetin og þar læra konur að sauma nánast hvað sem er, jafnvel jakka á herrana. Til dæmis sá ung kona kjól á tveggja ára barn á kr. 13.000 hér í verslun í Reykjavík, en keypti hér efni í svip- aðan kjól á kr. 2.400 með öllu tilheyr- andi. Ög ungar stúlkur í framhalds- skólum hafa ekki látið sig muna um að sauma síða samkvæmiskjóla. Þá fá þær efni í kjólinn, snið og allt til- heyrandi fyrir um það bil þrjú þús- und krónur. Ég hef tekið eftir því að þeim finnst það mjög mikilvægt að vera ekki allar eins klæddar, þær vilja hafa sinn stíl." Dentur neytandans Oft er það unga fólkið sem stjórn- ar tískustraumum og í samtölum við framhaldsskólanemendur og ungt fólk undir þrítugu hefur komið fram, að föt í einhverjum ákveðnum merkj- um eru ekki lengur í tísku. Heittelsk- aðar Levi's-buxur fengu þó aðra umfjöllun. Einnig mun vera vinsælt að grafa upp gamla kjóla af mðmmu eða ömmu. íslenskir fatakaupmenn halda því gjarnan fram að aðeins sé seld há- gæðavara á íslandi og því sé hún ekki með nokkru móti sambærileg við vörur keyptar erlendis, nema því aðeins að um nákvæmlega sama vörumerki sé að ræða. Nú eru hins vegar mörg hundruð vörumerki í boði bæði hér heima og erlendis og líklega hafa íslenskir neytendur fullt vit á því hvort þeir eru að kaupa góða vöru eða ekki, þótt hún sé ekki merkt í bak og fyrir einhverjum ákveðnum erlendum fyrirtækjum. Hvort vörur frá Bretlandi eru óboðlegt rusl og ekki sambærilegar við þæf hágæðavörur sem margir íslendingar telja sig selja, dæmir neytandinn sjálfur um. Breskur fatn- aður hefur pó fram að þessu þótt góður og öllum „Lordum" sæm, andi. En hvað sem öllu gæðatali líður er ljóst, að neytandinn hefur rankað við sér þegar vðruverð er annars vegar og hafa verslunarhættir breyst í kjölfar þess. Næstum víst er að verslunarferðir íslendinga til útlanda hafa haft bætandi áhrif á verðlag hér heima, því aldrei hafa verið til- boð og útsolur í nóvember fyrr en núna. Vissulega þarf íslenskt at- vinnulíf á allri verslun hér heima að halda, en ef neytandinn kaupir ekki vöruna, getur kaupmaðurinn líklega aðeins sjálfum sér um kennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.