Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Af ungu fólki... Skólinn iðar allur af lífi Nú hef ég verið hér í Mennta- skólanum í fjögur ár, þetta hafa verið góð ár. Skemmtilegur andi liðinna tíma svífur hér yfir vötnum og skólinn iðar af lífí. Aðalástæða þess að ég kom í MR er hið forna leikfélag skólans sem sýnir verk á Herranótt ár hvert. Leikhúsið hefur ætíð heillað mig og því lá beint við að sækja um í skóla sem státar af elsta leikfélagi landsins. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigð- um með upplifun mína á Herra- nótt. Ég hef tekið þátt í tveimur uppsetningum á Herranótt. í fyrra skiptið var það Hjá Mjólkurskógi eftir velska skáldið Dylan Thomas þar sem ég fór með hlutverk sögu- gyðju. Og síðasta vetur settum við upp Sölku Völku eftir Halldór Laxnes í tilefni afmælis skáldsins. Það er jafnan mikill metnaður sem einkennir sýningar skólans sem gaman hefur verið að taka þátt í að viðhalda. Einnig hef ég lært mjög mikið af Herranæturvinn- Helga Haraldsdóttir Helga Haraldsdóttir VI. bekk unni, e.t.v. ekki síður en lærdómn- um sem ég hef öðlast í skólatíma sl. fjögur ár. Við höfum verið eink- ar heppin með leikstjóra og leið- beinendur á leiklistarnámskeiðum. Reynslan sem ég hef öðlast á án efa eftir að kopma að góðum not- um alla ævi. Mér þykir skemmtilegra í skól- anum með hveiju árinu sem líður og aldrei skemmtilegra en einmitt núna. Félagslífið hefur aukist og batnað jafnt og þétt á undanföm- um árum og hefur starfsemin nú í vetur verið með besta móti. Það sem stendur helst upp úr þetta misseri er án efa árshátíðin sem var reglulega skemmtileg og glæsiegri en nokkru sinni fyrr, síðan ég býijaði í skólanum í það minnsta. Það verður líklega skrítið og erfítt að yfirgefa skólann næsta vor og ég mun minnast mennta- skólaáranna með gleði í hjarta.“ Þýðir lítið að sofa í tímum Lárus Sigurður Lárusson III. bekk enntaskólinn í Reykjavík var metnaður í mínum augum, hálfgerður draumur. Og í ár fékk ég tækifæri til að láta drauma mína rætast og verða skólapiltur í Mennta- skólanhum í Reykjavík, Lærða skól- anum, Latínuskólanum, Skáldaskó- lanum. Takmarkinu var náð og ég er í dag nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Skólinn kom ekki mjög á óvart. Það brakaði notalega í gólfinu," bjall- an var stór og hljómþýð og á Sal glitraði kristallinn í ljósakrónunum, konunga- og rektoramyndir héngu á veggjunum, jónískar súlur, styttur og málverk af herra Jóni Sigurðs- syni. Loftið var mettað af sögu. Fyrstu dagamir voru stirðir, ég þekkti einungis þijár manneskjur í öllum skólanum. En á tolleringu kynntist bekkurinn vel. Tollering er það sem aðrir skólar kalla busavígslu nema hvað í Menntaskólanum er enginn busa- vígsla heldur tollering þar sem ný- nemar eru tolleraðir eftir að hafa leyst nokkrar þrautir, það er að segja fleygt skólapiltum, klæddir eins og forn Rómveijar. A tolleringadaginn vom allir þriðjubekkingamir í tíma en allt í einu heyrðum við lúðrablástur og sáum mikl fylkingu fom Rómveija stefna upp Menntabrautina og fyrst- ur í flokki var Inspeetor Seholae Magnús Geir Þórðarson (forseti Skólafélagsins) með laufkrans á höfði. Inspector ávarpaði skólann og bjöllu var hringt 12 sinnum, hófst þá tollering. Fyrst voru bekkimir látnir vera í stofunum og syngja Gaudeamus sem er eins konar skóla- söngur Menntaskólans á latínu. Svo voru bekkimir Ieiddir út, látnir leysa gátur, syngja Gaudeamus og loks tolleraðir. Eftir allt saman fengu hin- ir nýju menntskælingar kaffí og kök- ur í boði Skólafélagsins. Félagslífið í skólanum er að mínu mati mjög gott. EKki of mikið og Lárus Sigurður Lárusson ekki of lítið. Það er ekki svo mikið að það trufli námið og ekki svo lítið að manni leiðst. Böll reglulega, uppá- komur á hveijum föstudegi og al- mennt góður og hlýr andi í fólki. Jafnvel eldri bekkingar töluðu við nýnemana eins og menn en ekki ein- hveija busaræfla nýkomna úr bama- skóla. Kennarar og annað starfsfólk eru gífurlega miklar „persónur“ ef ég mætti orða svo. Hver hefur sér ein- kenni, brag og aðferðir. En það er eitt sem allir kennarar hafa sameig- inlegt í Menntaskólanum, það er agi og regla. Regla á hlutunum og við rennum í gegnum námsefnið. Maður þarf að vera virkur í tímum, vel vak- andi og eftirtektarsamur, læra lex- íumar heima og þá nær maður próf- unum. Reglusemi er rétti leikurinn. Þetta skildu afar okkar enda hefur feykilegur fjöldi manns útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík. Stjómmálamenn, skáld, listamenn og annað afreksfólk. Sagan ber þess greint vitni um hvílík áhrif skólinn hefur haft á þjóðina og landið. Á hátíðarsal var sjálfstæði íslands bruggað, þarvar Þjóðfundurinn 1851 og Alþingi íslands endurreist svo eitthvað sé nefnt. Saga þjóðarinnar og skólans er samofín. Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jQ v J jóladagatöl án sælgætis Þessi glæsilei Benz og BMW lanc Benz 190E og BMW 316i eru eins og allir vita rómaSir þýskir hágæðabílar - það er hinn nýi Volkswagen Vento líka. Því veldur það okkur litlum áhyggjum þó við stöndum jaeim að baki í verði því að flestu öðru leyti stendur Vento fyllilega jafnfætis hinum og að sumu leyti jafnvel framar, gott dæmi um það er framhjóladrifið í Vento. Það er hins vegar best að bera saman staðreyndirnar um þá alla - fá að reynsluaka þeim og síðan verður hver að dæma fyrir sig. Við erum samt nokkuð viss um hver niðurstaðan verður ef þú ætlar að kaupa hágæðabíl á hagstæðu verði - þá er fátt sem kemur í veg fyrir að þú kaupir Voikswagen Vento! Verðið er aðeins: 1 .321 .000 kr. VENTO m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.