Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 9
MgRqp^ip JVIAWU^ $ i sæti málsvarar þeirra sem njóta þjónustunnar og hinna sem veita hana, einnig fulltrúar fyrirtækja, launafólks og ríkisstjórnar. Heil- brigðisráðið á að semja áætlun fyrir hvert ár um fjárframlög og taka þá mið af því sem það telur forsvaran- legan stuðning við hvern einasta þjóðfélagsþegn, svo sem læknishjálp utan spítala, vist á sjúkrastofnun, nauðsynleg lyf, aðstoð við geðsjúka og mikilvægar forvarnir eins og eft- iriit með barnshafandi konum og ungbörnum. Enginn maður í þessu landi á að þurfa að standa uppi slyppur og snauður vegna langdval- ar á sjúkrastofnun og engin fjöl- skylda ætti að þurfa að velja milli hjúkrunarvistar afa eða ömmu og menntunar barnanna á heimilinu. Ég geri mér grein fyrir að leiðin til bættrar heilsugæslu er ekki auð- farin. En ég er staðráðinn í að halda til streitu þeirri fyrirætlan sem hér hefur verið lýst. Ef ég næ kjöri ætla ég mér að leita samstarfs við alla sem til þarf svo að þetta mál verði lagt fyrir þingið áður en liðnir verða 100 dagar af stjórnartíð minni. Ég hlakka til þeirrar stundar þegar mér auðnast að staðfesta slík lög með undirskrift minni og býð ykkur að taka með mér þátt í að styðja gott málefni. UMHVERFISMAL 7/7///^ / aó bœta hagjarbarbúa? Afkotnan NÚ ÞEGAR framleiðsla kjarnorkuvopna hefur dregist saman og ógn kjarnorkustyrjaldar virðist ekki yfirvofandi, er offjðlgun mann- kyns eitt erfiðasta vandamálið sem blasir við jarðarbúum, að sögn færustu vísindamanna sem leitast við að skilgreina staðreyndir í víðasta samhengi. Samkvæmt nýjustu tölfræðilegu rannsóknum mun mannkyni fjölga um 92 miljónir árlega næstu árin. Jörðin getur ekki séð slikum fjölda farborða. Ábyrgir aðilar verða að koma núlifandi kynslóðum í skilning um þá staðreynd. Þetta kem- ur fram í nýútkomnu riti á vegum hinna merku náttúruverndarsam- taka Worldwatch Institute en með útgáfu þess er ætlunin að gera árlega grein fyrir framvindunni á öllum sviðum umhverfismála með vísindalegri úttekt, svo auðveldara verði að sjá hvert stefni i raun — til hins betra eða verra. Fram til þessa hafa náttúru- verndarsamtök lagt aðal- áherslu á að skýra frá nöturlegum staðreyndum að því er þessi mál varðar vegna rangra aðferða og tillitsleysis gagn- vart náttúruauð- lindunum á fyrri árum. Nú finnst mörgum tíma- bært og gagn- legra að horfa frekar til fram- tíðar en fortíðar og að upplýs- ingar fáist um hvert stefni. Það sem gerst hefur verður hvort eð er ekki aftur tekið. Hins vegar munu mikilvægar ákvarðanir stjórnvalda og framkvæmdaaðila nú hafa afgerandi áhrif til framtíð- ar. í þessu riti eru skráðar skýrslur um þróun umhverfisþátta sem munu hafa örlagarík áhrif á fram- eftir Huldu Valtýsdóttur tíð mannkyns. Þar er að sjálfsögðu fyrst og fremst fjallað um hinar takmörkuðu auðlindir jarðar og hvort tekið sé tillit til þeirrar stað- reyndar þegar þjóðhagsfræðingar geri sínar áætlanir fram í tímann. Menn telja að hvorki skorti mennt- un eða mannvit til að þróa nýjar aðferðir og nýja tækni þar sem þetta grundvallaratriði — tak- mörkun náttúruauðlinda — sé að fullu virt. Eins óg áður sagði telja höfund- ar þessa rits offjölgun mannkyns eitt höfuðvandamálið sem við er að glíma. Framleiðsla matvæla hefur mjög dregist saman undan- farin ár á heimsvísu. Það kemur í ljós í einföldum magntölum. Þeg- ar hins vegar er líka tekið tillit til hinnar gífurlegu mannfjölgunar sem væntanlega verður, og hver skammturinn verður þá á mann, er útlitið enn uggvænlegra, því samdráttur fæðuöflunar nemur 7% síðustu .7 árin. Fiskafli úr sjó náði hámarki á heimsvísu árið 1989 — varð þá 100 milljón tonn. Það er hámark þess sem hafið getur gefið af sér. Síðan hefur áflinn staðið í stað en gert er ráð fyrir að þessi tala muni lækka. Samkvæmt tölum um fólksfjölgun hlýtur neysla fiskaf- urða „pro persona" að dragast saman fram að aldamótum og fram yfir þau. Kornframleiðsla á jörðinni, sem er lang-umfangsmesta fæðuöflun- in í landbúnaði náði hámarki árið 1980 og mun ekki aukast síðasta áratug aldarinnar. Óhjákvæman- lega verður minna til skiptanna vegna vaxandi fólksfjölda. Við það má bæta að komið hefur í ljós að uppskeran eykst ekki lengur við aukna áburðargjöf. Akurlönd munu ekki aukast að flatarmáli. Áveitulönd jukust um 3% á ári frá 1952-1970 en síðan hefur aukn- ingin verið 1% á ári. Umfang akur- lenda mun því í raun minnka í hlutfalli við fólksfjölgunina. Þar við bætist að vatnsskortur mun aukast að mun til aldamóta. Á hernaðarsviðinu hefur orðið -jákvæð þróun vegna samdráttar í framleiðslu kjarn- orkuvopna. Það eru fyrstu já- kvæðu teikn á lofti síðan kjarnorku- sprengjunni var beitt í fyrsta sinn fyrir 50 árum. Eyðing eld- flaugna með kjarnaoddum nemur 19% en þessi eyðing er ekki vanda- laust verk þótt hún dragi úr hættunni á gereyð- ingarstríði. Af þessum sam- drætti leiðir minni fjárframlög til hernaðar. Framlög til hernaðar jukust árlega á árunum 1960- 1989 en hafa síðan dregist saman um 6% (samkv. tölurri frá 1990 nemur sá samdráttur 60 milljörð- um dala). Þessi tala gæti átt eftir að hækka og gefur augaleið að þá verður hægt að veita fjármagni sem því nemur til þarfari hluta. Bættur hagur jarðarbúa er mjög háður því að barnsfæðingum fækki. Til þess að svo megi verða duga ekki orðin tóm. Til þess að árangur náist verður að auka al- menna menntun, útrýma ólæsi og bæta kjör kvenna. Að þessu er að vísu unnið en ekki nógu markvisst og ekki í hægulega miklum mæli. Öll rök hníga að því að skil- greina þurfi öryggi um lífsafkomu á ný og raða aftur í forgangsverk- efni með tilliti til breyttra tíma. Brýnustu verkefnin eru að hemja fólksfjölgunina, stemma stigu við umhverfisspjöllum og ofnýtingu náttúruauðlinda og eyða fátækt sem þjakar allt of stóran hluta mannkyns. Allt þetta verður að gera áður en eyðingaröflin hafa náð algerri yfirhönd. Hugarher- bergi f ordó- manna — Ný- lendu-innimynd eftir V. Adami. Speki: Brytjum límmiðavél hugans í spað og fögnum nýrri reynslu með frjálsum huga. um vítahring fordómanna að ræða. Náin persónuleg kynni á jafnrétt- isgrunni er besta leiðin til að eyða fordómum okkar. Reynslan kennir að þegar tveir menn eða hópar vinna að sameiginleg^u markmiði sigrast þeir á fordómum sínum gagnvart hvor öðrum. Vandamálið snýst einn- ig um að venja hugann af for-dómum sínum. Hvert okkar tilheyrir mörg- um hópum, bæði af fúsum og frjáls- um viíja og af náttúrunnar hendi. Einstaklingur getur verið Islending- ur, hvítur, sjálfstæðismaður, kyn- hverfur, iðnaðarmaður og karlmað- ur, en í rauninni er hann fyrst og fremst manneskja og það er höfuð- atriðið. Einhverjar konur hafa til- hneigingu til að segja: „Allir karl- menn eru svona, hegða sér og hugsa svona." Og sumir karlmenn hafa til- hneigingu til að segja: „AUar konur eru svona, hegða sér og hugsa svona." En þetta eru fordómar og flokkunarárátta hugans til að þykj- ast skilja hegðun tiltekins einstakl- ings eitthvað betur. Það er aldrei réttlátt að dæma manneskju eftir því hvaða hópum hún tilheyrir. Hvers á hún að gjalda? Hugsanlega getur það haft forspár- gildi um mögulega hegðun að vita hvaða hópi einstaklingur heyrir und- ir, en það þarf alls ekki að gera það. Maður verður að kynnast mann- eskjunni sjálfri áður en maður getur fellt sanngjarnan dóm um hana. Fordómar eru ástæða kynjamis- réttis. Besta leiðin til að vinna gegn því er að venja sig af því að dæma menn eftir því hvort þeir eru karl- menn eða konur. Hver maður er ein- stakur. Hann hefur ekkert fyrirfram ákveðið hlutverk í heiminum, tilvera hans er röklaus tilviljun og hann þarf að finna sér vettvang og skapa sér tækifæri. Hann er frjáls og engu bundinn nema sjálfum sér og jörð- inni. Fordómar gagnvart honum vegna kynferðis, litarháttar, búsetu eða stjórnmálaskoðana hindra hann á ósanngjarnan hátt. Setjum okkur það markmið að vinna gegri flokkun- aráráttu hugans og venjum okkar á að fella aldrei dóma nema eftir per- sónuleg kynni á jafnréttisgrunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.