Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIUIÐ SUNNUDAGUK 29. NÓVEMBER 1992 ÆSKUMYNDIN ERAFÞÓRÓLFIHALLDÓRSSYNIFORMANNIFÉLAGSFASTEIGNASALA 99Frekar góöur gutti" Æskumyndin að þessu sinni er af Þórólfi Halldórssyni formanni Félags fasteignasala. Hann er sonur hjón- anna Ingibjargar Þórólfsdóttur og Halldórs Þórðar- sonar. Hann er annar í röð fjögurra systkina, fæddur 3. september 1953. Systkinin eru Guðmundur, sem er elstur, og systurnar Agústa og Auðbjörg. Þórólfur * taldi í fyrstu að erfitt myndi reynast að lýsa sjálfum sér en ef á heildina væri litið teldist hann eflaust hafa verið „frekar góður gutti". Ekki svo að skilja að hann hafi ekki látið til sin taka. „Ég var í prakkara- mennskunni á aldrinum 9 til 12 ára. Við vinirnir vor- um að stelast ofan í skurði og reykja njóla og svo var verið að kveikja í brennum hver fyrir öðrum. Dúfna- bransinn var einnig á fullri ferð. Við vorum reyndar ekki í dúfnaþjófnaði, en það var stolið af okkur, það fór ekki hjá því," segir Þórólfur. Hann rifjar það einnig upp, að strax á unga aldri hafi hann . fengið áhuga á pólitík og það hafi ekki einungis verið pabbapólitík, .þar hafi sjálfstæð hugsun einnig ' komið til. Þannig hefði hann dáð mjög Kennedy Bandaríkjaforseta og það hafi verið mikið áfall er hann féll frá, en Þórólfur var þá aðeins 10 ára. „Einn af mínum bestu vinum á þessum árum var Mörður Árnason. Við vorum mikl- ir vinir, en svarnir óvinir í póli- tík," segir Þórólfur. Og varðandi forystumennsku segir Þórólfur: „Ég geri ráð fyrir að krókurinn hafí beygst snemma. Ég var í æfíngadeild KHÍ og það var gífur- leg samkeppni um einkunnir. Þar gaf ég ekkert eftir og var einn af 6 til 8 í bekknum sem var yfir 9 í 12 ára bekknum. Metnaðurinn var því snemma fyrir hendi. Maður vildi standa framarlega." Móðir Þórólfs, Ingibjörg Þó- rólfsdóttir, er ekkert að skafa utan af hlutunum er hún lýsir drengn- um sínum sem „reglulegum ljúfl- ingi alla tíð". Hann hafí verið og sé reyndar enn „hjálpsamur, greiðagóður og þægilegur í um- gengni". „Eitt af einkennum og kostum Þórólfs var að hann var ævinlega boðinn og búinn til að vera í forsvari fyrir fólk, bera í bætifláka og veita því stuðning. Svo var hann svo umhyggjusamur að af bar. Þannig bar einu sinni til, að hann var einu sinni sem oftar að gæta litlu systur sinnar. Þórólfur Halldórsson Við áttum þá heima í Stórholtinu. Ég kann ekki að segja nákvæm- lega hvernig það bar að, en það slóst einhver snúra í andlitið á stelpunni og hlaut hún talsverðan áverka. Það blæddi mikið og barn- ið grét. En það grét þó enginn meira en Þórólfur því hann fann svo til með barninu. Þetta dæmi lýsir vel hans innri manni," segir Ingibjörg. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Norræn samvinna Við íslendingar höfum ávallt ver- ið stoltir af norrænum upp- runa okkar, þótt ýmsar kenningar séu uppi um að ættir okkar megi ekki síður rekja til írskra höfðingja, sem norrænir víkingar fluttu hingað með sér nauðuga á Landnáms- öld. En samkvæmt hefð- bundnum ættartölum rekja flestir íslendingar ættir sínar til norsku bændahöfðingjanna Þorsteins tittl- ings og Bjarna bunu, og gildir þá einu þótt írskt þrælablóð hafi bland- ast saman við í einstaka ættum: „Á íslandi við getum verið kóngar allir hreint," eins og segir í dægur- lagatextanum góðkunna. En hvað sem því líður hafa íslendingar ávallt sýnt norrænum frændum sínum mikla ræktarsemi með ötulu starfi í Norður- landaráði, sem heldur þing sitt ár hvert og ann- ast bræðraþjóðirnar þinghaldið til skiptis. Hér birtum við svipmyndir frá þingi Norðurlandaráðs árið 1970, sem haldið var í Reykjavík í febrúarmán- Sigurður Bjarnason frá Vigur var kjðrinn forseti Norð- urlandaráðs. Hér situr hann í forsæti, fyrir miðju, ásamt Gustav Petrén frá Svíþjóð (til vinstri) og Friðjóni Sig- urðssyni þáverandi skrif stoí'ust jóra Alþingis. ÉGIIEITI... ÆSGERÐUR ELÍSABET GARÐARSDÓTTIR „Þegar langamma gekk með hana ömmu mína kom tíl henn- ar huldukona sem hét Æsa og sagði að langamma gengi með stúlku. Bað hún um að stúlkan yrði látin heita í hðfuðið á sér. Langömmu þótti Æsunafnið ekki faUegt og breyttí því að- eins ognefndi dótturina Æs- gerði. Ég heiti í höfuðið á henni ömmu minni, sem fædd var 1879 og ættuð úr Öræfum," segir Æsgerður Elisabet um tílurð nafns síns. Æsgerður áttu ekki neina nöfnu í þjóðskrá 1989. Nafnið merkir sama og Ásgerður og svo skemmtilega vill til að Æsgerður býr við Ásgarð í Reykjavík. Fram að tvítugu átti Æsgerður heima í Húnavatns- sýslu og þar þekktu hana flestir undir réttu nafni. Þegar hún flutti á mölina lenti hún oft í því að fólk hváði eftir nafninu. „Mér lík- ar ekki illa að heita Æsgerður en hefur gengið afskaplega illa að nota nafnið. Það eru allir að kepp- ast við að leiðrétta þetta í As- gerði og verð ég þó nokkuð oft ,fyrir því. Um daginn pantaði ég mér tíma á heilsugæslustöð og þegar ég kom á staðinn var búið að skrá tímann á Ásgerði. Einu sinni þegar ég kynnti mig skýrt og greinilega svaraði maðurinn, „er það ekki Sægerðurl" Honum fannst það eitthvað betra að víxla fyrstu tveimur stöfunum, þótt Æsgerður Elísabet Garðars- dóttir aldrei hafi ég heyrt það nafn fyrr né síðar! Núorðið fínnst Æsgerði gaman að heita svona sjaldgæfu nafni, þótt oft hafi það valdið misskiln- ingi. Það er sjaldan að fóik ræðir við hana um nafnið, stundum fínnst henni jaðra við að fólk vor- kenni henni að heita svo sjald- gæfu nafni. Reyndar heitir hún Elísabet að síðara nafni og notar það stundum. Meðal vina og kunn- ingja gengur hún undir gælunafn- inu „Gerða". HVERNIG... VAR HÆGTAÐ HREKKJA BRESKA FLOTANN? Hrekkjalómar afaðalsættum SMAHREKKIR setja heldur bet- ur líf í gráan hversdagsleikann. Bretínn Horace De Vere Cole var einn allramesti hrekkjalómur sem sðgur fara af og voru hrekk- ir hans jafnan þaulhugsaðir. Cole var upp á sitt besta upp úr síðustu aldamótum. Hann var moldríkur spjátrungur sem orti ljóð og lagði stund á fagrar listir, milli þess sem hann fann upp á nýjum bellibrögðum. Sá hrekkur Coles sem frægastur var að endemum, er kenndur við eitt skipa Bretakon- ungs, H.M.S. Dreadnought. Cole hafði fengið þá hugmynd að niðurlægja breska fiotann. Hug- myndin fólst í því að setja á svið komu konungsborins fólks frá Egyptalandi. Vitorðsmenn Coles voru af góðum ættum, rithöfundur- inn Anthony Buxton, listamaðurinn Duncan Grant, dómarasonurinn Guy Ridley og systkinin Adrian og Virginia Stephen, sem síðar varð þekkt undir nafninu Virginia Woolf. Virginia, Anthony, Guy og Dunc- an bjuggu sig út sem Egypta, var Anthoriy konungur en hin þrjú í gervi prinsa. Cole bjó sig út sem embættismann breska utanríkis- ráðuneytisins og Anthony brá sér í gerfi Þjóðverja, Herr Kaufmann, sem jafnframt var túlkur. Þegar í flotastöðina kom, leiddi Sir William May, aðmíráll, hópinn um flotastöðina og herra Kaufmann „Egypska" sendinefndin nýkomin úr velheppnaðri för, f .v.: Virginia Woolf, Duncan Grant, Adrian Stephen, Anthony Buxton, Guy Ridley og William Cole. útskýrði það sem fyrir augu bar fyrir hinum stóreygu gestum. Þar sem hópurinn hafði gleymt að leggja drög að því máli sem Egypt- arnir töluðu, brá túlkurinn á það ráð að þylja Aeneid eftir Virgilius og gætti þess að bera latínuna svo ranglega fram að hún varð óþekkj- anleg. Þegar hann mundi ekki meira af textanum, skipti hann yfír í Hómer og fór eins illa með forn- grískuna og latínuna. Egyptarnir sögðu fátt, Virginía lét sér nægja einstöku „chuck-a-choi", hinir hróp- uðu „bunga-bunga" í hvert sinn sem þeir sáu eitthvað nýtt. Allt gekk þetta að óskum þar til fór að rigna en fyrir snör viðbrögð tókst að bjarga „gestunum". Að hinni höfðinglegu móttöku lokinni, voru gestirnir kvaddir með kurt og pí og héldu þeir til Lundúna. Þegar þangað kom, gat Cole ekki á sér setið að leka sögunni í dagblöðin og vakti hún að vonum mikla hneykslun. Þá lét hann einnig mynda hópinn. Nöfn samsæris- mannanna voru ekki gefin upp fyrr en löngu síðar og voru þeir því ekki sóttir til saka én „bunga- bunga" vinsæl upphrópun lengi á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.