Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 21
seei , . HAIMiWWIllJg GiQAjayjagQM MORGUNBLAÐIÐ MEIUIMIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 a -os B 21 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir KK Brjáluð stemmning á Sel- fossi. MÞAÐ er ekki alltaf fund- ið fé að halda ball úti á landi, en þegar vel gengur má búast við ýmsu. Þannig var þegar KK Band hélt ball á Selfossi á laugardag- inn fyrir viku. Húsið var orðið troðfullt þegar ballið byrjaði kl. 23.00, en um 1.000 manns sóttu það. Stemmningin var mögnuð að sögn þeirra sem til sáu, svo mögnuð reyndar að KK og félagar spiiuðu með stuttum hléum til hálf fjög- ur um morguninn, og væru vísast enn að ef forráða- menn hússins hefðu ekki stoppað ballið við litla hrifn- ingu gesta sem vildu meira. Fróðlegt verður að vita hvort sama verði upp á ten- ingnum annað kvöld. DÆGURTONLIST Hver lendir íjólapakkanumt Plotujol PLÖTUJÓL nálgast og líkt og ðnnur jól verður slag- urinn um pláss í jólapakkanum harður fajá útgefend- um. Síðustu jól voru um margt hagstæð ú tgefendum, því plötusala var jafnari, sem þýddi að þó fáir titlar seldust í „bubbasölu" voru og færri sem tap var á. Tapið varð þó nógtil þess að menn drógu heldur úr ú tgáf ii, sem verður og minni en oft á ð ur. Þegar spáð er í plötusölu fyrir jól er ailtaf auð- velt að spá um efsta sætið þegar Bubbi Morthens gef- ur út plötu með nýju efni. Þannig er og þetta ár, því plata Bubba, Von, hefur verið söluhæst frá því hún kom út og á eftír að halda efsta sætinu fram á næsta ár ef að líkum iætur. í hve miklu upplagi hún eftir að seh'ast er ekki gott að segja, en mín spá er að hún sigli í 12-14.000 eintðk. Þegar komið er að næst söluhæstu plötunni vandast Ljðsmynd/Bi5rg Sveinsdóttir Nýdönsk Daníel hugleiðir himnasendingu. málið, en ég giska á að Himnasending Nýdanskrar eigi eftir að hreppa það sæti ogþá með um 8—10.000 eintaka sölu. Næst þar á eftir kæmi þá Sálin hans Jóns mfns með um 8.000 eintök, því þó Sálin hafi verið á toppn- um síðustu jól, tel ég síð- ustu piötu sveitarinnar standa fyrri plötum hennar nokkuð að baki í söiuvæn- leik. Reyndar gætí eins far- ið að plata KK Band, Bein leið, ætti eftir að skáka Sálinni f þriðja sæt- inu, því það er trúa mín að hún eigi eftir að Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bubbl Hag- vanur í efata sætinu. seijast í yfir 7.000 eintök- um. Þegar neðar dregur á söluiístanum er erfiðara um að spá, því þá getur munað litlu hvort plata tekst á flug síðustu dagana fyrir jól, eða hvort hún drukknar í flóðinu. Lítill vafi leikur þó á að plata Jet Biack Joe á eftir að sigla lygnan sjó í átt að 5.000 plötu markinu og gætí jafnvel farið yfír gullmúrinn, sem er harla gott af __ frumraun. Piata Egils Ólafssonar, Blátt blátt, á líklega eftir að vera á svipuðu róli og piata Megasar gæti farið vel yfir 3.000 eintök ef hún heldur afram að bæta við sig. Safnplata Sykurmolanna, It's it, gæti selst vel, en veldur hver á heidur. Aðrar plötur eiga eftir að seljast minna, og reyndar eru nokkrar líklegar í fallsæti, að seljast í minna en 1.000 eintökum, sem þýðir vænt- anlega miiljónatap. í þessari samantekt hef ég vísvitandi ekki tekið með plötur Sigrúnar Hjálm- týsdóttur, sem hefur alla burði til að selj- ast í á tfunda þús- und eintaka, plötu Sinfónfunnar, sem gæti selst í einhverj- um þúsundura, barnaplöt- una Hókus, pókus, sem þó er í goðri aðstöðu sem eina nýja barnaplatan á mark- aðnum, og plötur Sigrún- ar Eðvaldsdóttur og Seimu Guðmundsdóttur. Drápa Kolrössur. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir DRAPA KOLRÖSSU KVENNASVEITIN knáa Kolrassa krókríðandi hefur vakið mikla athygli síðustu misseri og þá sérstaklega eftir að sveitin sigraði í Músiktilraunum Tónabæjar snemma á árinu. Nú er væntanleg frá sveitinni fyrsta plata hennar, Drápa, sem á verða sjð lög. Kolrössur gerðu samning við Smekkleysu sm. hf. um útgáfu á plötunni, sem eingöngu er gefin út á geisladisk, en þær hyggja á stíft tónleikahald til að kynna diskinn á næstu vik- um. Drápa kom út í síðustu viku og fyrstu tónleikarnir til að kynna hana verða næstkomandi mánudag í Rósenbergkjallaranum. Sí og æ Graf ík GRAFÍK verður að te\ja með merkustu sveitum ís- lenskrar rokksögu. Allt frá þyí sveitin sendi frá sér »tfyrstu plötuna haustið 1981, Út í kuldann, og mikla athygli vakti, hefur hún starfað með hléum og iðulega setið efst á vinsældalistum, þó seint verði hún talin til vinsældasveita. Grafík er hljómsveit Rafns Jónssonar og Rúnars Þórissonar, þó með þeim hafi starfað grúi tón- listarmanna í gegnum árin. Alls sendi hljómsveitin frá sér fimm plötur ólíkar. Fyrstu plöturnar tvær þótti gagnrýnendum afbragð, en þriðja platan, sem gerð var eftír að Helgi Björnsson gekk tíl liðs við sveitina, sló rækilega í gegn. Helgi var og með á næstu plötu, en þá kom Andrea Gylfadóttir, sem síðar varð fræg sem þriðjungur Todmobile, í hans stað og var með í sveit- inni á einni plötu og grúa tónleika. Eftir það lagðist sveitín í dvala. Sjötta plata Grafíkur er svo safnplata sem nýkomin er út og heitir því einfalda nafni Sí og æ. Á henni er að finna tvö ný lög, annað syngur Andrea en hitt Helgi, enda leggur Rafn Jónsson áherslu á að Grafík hafi aldrei hætt störf- um og muni ekki hætta í Morgunblaðið/Sverrir Grafík með Andreu Gylfa- dóttur. nánustu framtíð. Hann vill þó engu lofa um framhaldið, en segir að þeir Rúnar hafí sitthvað í pokahorninu gjör- ólíkt því sem hljómsveitin hefur áður gert og vísast eigi eftir að vekja undrun. Stuö Þ6r gítarleikari Deep Jimi sýnir keflvískt heljarstökk. Morgunblaöið/Einar Kalur STUÐÍ NEWYORK SYKURMOLARNIR luku fyrir skemmstu tónleikaferð um Bandaríkin í fylgd 112, eins og áður hefur komið fram. í þeirri ferð léku Molarnir fyrir um 700.000 nianns, en lokatónleikar Sykurmolanna í fðrinni voru í New York, þar sem um 2.000 manns komu til að berja þá augum. Tónleikarnir í New York voru gríðarlega vel heppnaðir að mati þeirra sem sáu, en athygli ljósmyndara, sem var á tónleikunum á vegum Morgunblaðsins, vakti að þeir sem einna mest höfðu sig í frammi á tónleikunum voru liðs- menn keflvísku rokksveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams, sem nú er stödd ytra við tónleikahald. Þeir skemmtu sér greinilega hið besta og þegar leið á tónleikana voru þeir í fremstu röð tónleikagesta sem klifruðu upp á sviðið og köstuðu sér framaf í mannhafið. FOLR ¦GULLPLÖTUFLÓ©- IÐ fyrir síðustu jól varð tíl enn frekari gengisfell- ingar á viðurkenning- unni, en eins og kunnugt er þurftí plata að seljast í 3.000 eintökum til að ná gullsöiu og 7.000 ein- tökum til að ná platínu, sem þýddi það að önnur hver plata fór f gull og margar, í þlatínu. Nú hafa menn séð að sér og ákveðið að taka upp fyrri mörk fyrir gullpiötur, það er að plata þurfi að seljast í 5.000 eintökum til að hljota gullið og 10.000 fyrir platínu. Vonandi verður þetta tíl þess að mönnum þyki fengur að því að fá gull- plötu á ný, þó einhvern tfma eigi vfsast eftir að taka áður en viðurkenn- ingin nær fyrri sess í augum almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.