Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 17
.+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 B 17 Félagslífið gott í vetur Það sem mér hefur þótt standa upp úr það sem liðið er af vetri er árshátíð skólans sem haldin var um miðjan nóvembermánuð. Hún var mjög skemmtileg og vel heppnuð í alla staði. Það var alltaf eitthvað um að vera í frímínútum síðustu dagana fyrir hátíðina og á sjálfan árshátíðardaginn var svo heilmikið um húllumhæ. Dagurinn hófst á því að í löngu frímínútum lék hljómsveitin Bossa nova band fyrir okkur. Um miðjan daginn var svo hátíðarsýning á Hótel íslandi en þar var fjöldinn allur af skemmti- atriðum frá nemendum og kennur- um og síðast en ekki síst var síð- kjólaball um kvöldið á Hótel Sögu. Það var mjög virðulegur blær yfir dansleiknum og mér þótti það hæfa skólanum vel, að gerðar væru kröf- ur um kvöldklæðnað á Árshátíð Skólafélagsins. / Annars hefur félagslífið verið mjög gott það sem af er vetri. Ég skemmti mér mjög vel á Pressuball- inu sem var haldið í október, ástæð- an er nú kannski sú að Todmobile Einar Geir Jónsson gi bíll stendur gt ab baki - í veroi! VENTO GL BENZ 190E BMW316Í Lengd, mm 4380 4448 4433 Breidd, mm 1695 1690 1698 Haeö, mm 1425 1375 1393 Breidd ab innan, mm 1409 1360 1358 Vélarstærð/rúmtak, cc 1800 1800 1600 Hestöf 1, din 90 109 100 Samlæsingar i° Íó i° AHstýri i° Í° i° Litao gler i° nei ió Höfuopúoar áb aftan Í° nei nei Farangursrými, litrar 550 410 470 Framhjóladrif Í° nei nei Vero m/ryovörn og skráningu 1.389.000 2.585.000 1.980.000 Hér er míðað vib stabalbúnab samkvæmt söhgögnum biíaumbobanno. Einar Geir Jónsson V. bekk lék fyrir dansi og var vægast sagt frábær. En svo hefur mjög margt annað verð að gerast hér í MR. Til dæmis var mjög skemmtilegt opn- unarkvöld í byrjun september, það var pakkað af góðum skemmtiatrið- um, bæði úr skólanum og aðkeypt. Gysbræður fóru á kostum og Jet black Joe rokkuðu fram eftir kvöldi og félagsaðstaðan okkar í kjallara Casa nova líktist helst gufubaði. Svo er alltaf uppákoma í frímínut- um á föstudögum þar sem nemend- ur hafa ofan af fyrir hver öðrum með skemmtiatriðum. Þessi uppá- koma er kölluð Neminn. Þá eru fjöldamörg listafélagskvöld og ræðukeppnir eru algengar. Það er heilmikil útgáfustarfsemi í Menntaskólanum. Skólatíðindi er snepiil sem kemur út hálfsmánaðar- lega í dagblaðsformi og færir okkur fréttir af því sem er helst á döfinni næstu tvær vikur og er auk þess vettvangur fyrir spaugara skólans að láta ljós sitt skína. Svo koma út skólablöð, símaskrá, Fauna, Vet- ur, Cursus honorum og margt fleira. Sædís Sævarsdóttir £r mjög stolt af skólanum Eg kem frá Keflavík og því hefði legið beinast við að fara í FS heima. En ég vildi frekar fara í skóla sem gerði meiri kröfur en aðrir og því sótti ég um í Menntaskólanum í Reykjavík. Reyndar bjóst ég alveg við að námið yrði mér ofviða og að mér myndi kannski ekki líka vistin hér vel. Ég hugsaði sem svo að ef mér líkaði ekki í MR þá færi ég bara sæl og glöð í FS. En skólinn kom mér skemmtilega á óvart. Auðvitað tekur námið alltaf á og oft finnst mér sem ég sé að keppa við ofjarl minn en skólinn er skemmtilegur. Kennararnir eru góð- ir, flestir hverjir og margir þeirra afskaplega skemmtilegar manneskj- ur sem maður kemur til með að minn- ast alla ævi. Sumum finnst aðferðirn- ar hér gamaldags og er það líklega rétt. Ekki er talin ástæða til að end- urskoða námsefnið of oft. Til dæmis eru stafsetningaræfingarnar svo gamlar, að elstu menn ættu að kann- asat við margar þeira frá sínum menntaskólaárum. Mörgum þótti Sædís Sævarsdóttir IV. bekk stökkið stórt frá grunnskóla upp í menntaskólann en ég var svo heppin að vera mjög vel undir búin og tókst því bærilega að spjara mig hér mirin fyrsta vetur. Enda þótt námið taki sinn tíma hef ég nógan tíma til að sinna áhugamálum og félagslífinu. Að sjálfsögðu er maður fullur af stolti yfir skólanum enda er hann elsti og líklega virtasti skóli lands- ins. Hér er urmull af gömlum og rótgrónum hefðum sem gaman er að fylgjast með. Til dæmis er mjög gmaan að tolleringu, gangaslag, dimmisjón og öllum virðulegu emb- ættisnöfnunum við skólann. Hér höf- um við til dæmis ennþá embætti hringjara skólans og kallast það inspecotr platearum, en hann sér um að hringja inn og út úr tímum." + ttttHr^ SR-500 1,2 m sporöskjuiaga aiskur, stereo móttakari m/þráol. flarst^ringu, pólfesting, pólskiptirog lágsuosmagnari (LNB 0,8 dB) twSim gervihnattadiskur og móttökutæki Yfir 30 stöovar meb fjölbreyttu Stgr.verðl 59J90'r efni^msum^tungumálum 25% útborgun: 16.703,-kr. oga&eins kr. á mán. í 18 mán. m/Munaláni SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.