Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 10
10 B seer aaaMavöK .es huoaciuh'/u;? ajflAia'/iuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 r salarinnar Stefán bíður eftir innkomunni. Lagt á ráðin. Frá vinstri Erik Zobler, Guðmundur Jónsson, Birgir Baldursson, Stefán Hilmarsson (með húfuna), Jens Hansson, Atli Örvars- son (situr) og Friðrik Sturluson. eftir Árna Motthíasson, myndir Bjarni Eiríksson SÁLIN hans Jóns míns er fremst meðal íslenskra poppsveita; sveitín hefur sent frá sér hverja metsöluplðtuna af annarri og leikið hvarvetna fyrir fullu húsi um land allt. HJjómsveilin var komin með gott tak á íslenskum tónlistarmarkaði og ekki bar á öðru en formúlan, lög Guðmundar Jóns- sonar gítarleikara og textar Stefáns Hilm- arssonar sðngvara, gætí malað sveitar- mðnnum guU um ókomin ár. Þá var það að Sálarmenn ákváðu að gera eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert; að taka upp ný vinnu- brögð og semja ðU lög í sameiníngu. Af- rakstur þess er nýútkomin plata Sálarinn- ar, Þessi þungu högg, sem unnin var á allt öðrum nótum en fyrri plðtur hennar. eins og áður sagði hefur aðal Sálarinnar fram að þessu verið lagasmíðar Guð- mundar Jónssonar og textar Stefán Hilmarssonar, en eft- ir að Sálín lauk við breiðskifu sína sem út kom um síðustu jól, ákváðu menn að tímabært væri að breyta til og rétt að fleiri sveitarmeðlimir fengju að njóta sín við lagasmíðar, en auk þeirra Stefáns og Guðmundar hefur Sálin verið skipuð þeim Jens Hans- syni saxófónleikara, Atla Örvars- syni trompet- og hljómborðsleikara, Birgi Baldurssyni trommuleikara og Friðriki Sturlusyni bassaleikara síð- ustu tvö ár. í spjalli fyrir skemmstu sögðu þeir Guðmundur og Stefán að þegar þessi hugmynd vaknaði hafi Sálar- menn verið allþreyttir á hljóðvers- hangi: Guðmundur: „Þegar við lukum við síðustu plötu vorum við búnir að vera að meira og minna í fjóra mánuði og langaði því að taka næstu plötu upp á stuttum tíma, spila hana beint inn og þá í hljóðveri ytra. Þá kom líka upp á yfírborðið að gefa öllum færi á að spreyta sig í laga- smíðum með því að við kæmum saman og spinnum saman, að prófa eitthvað nýtt." Stefán segir að sú hugmynd að spinna saman lög á þennan hátt hafi verið ný fyrir sér og Guðmund- ur skýtur því inní að þó hann eigi sér alllangan aldur í tónlistarbrans- anum sé hún ný fyrir honum líka. Það tóku og allir því vel að fara þess leið þó ljóst mætti vera að það væri ekki hlaupið að því fyrir ráð- setta sveit að taka upp nýja háttu. Sálarmenn komu saman í æfinga- plássi sveitarinnar strax eftir síð- ustu áramót til að byrja að vinna hugmyndir og þá kom í ljós að menn höfðu mismunandi .tónlistar- áhuga og Guðmundur segir tónsvið sveitarinnar vera allt frá „hreinu pönki í létt popp". Það var einnig nýtt fyrir sveitarmönnum að vera að æfa svo stíft saman sem gert var til að semja á plötuna, enda segir Stefán að þeir félagar æfí sjaldan. Stefán: „Það var erfitt að byrja á þessu, þó þetta sé eitthvað sem nánast allar hljómsveitir byrja á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.