Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 11
Við í Sálinni spilum svo mikið að
við þurfum ekki að æfa nema þá
fyrir plötur og áður en farið er af
stað til að kynna plötu. Það hefur
því hvorki verið tími til þess að
gera svona nokkuð eða grundvöllur
fyrir því áður, sérstaklega vegna
mannabreytinga."
Stefán kemur þar inn á það að
mannabreytingar hafa verið örar í
Sálinni í gegnum tíðina, þó nú hafi
sveitin verið skipuð sömu mönnum
á tvö ár. Guðmundur segir og að
alltaf þegar nýr maður hafi komið
inn í Sálina hafi það breytt henni á
einhvem hátt og það taki jafnan tvo
til þijá mánuði að koma nýjum
manni inn í lögin og útsetningar og
ekki síst að hann falli inn í andann
í sveitinni.
Eitt lag á dag
Þeir félagar segjast hafa einsett
sér þegar hjólin fóm að snúast að
semja eitt lag á dag, þó nokkurn
tíma hafi tekið fyrir sveitina að finna
besta vinnuformið. Það urðu þó
grunnar til á fyrstu æfingunni og
síðan var samið eitt lag á dag að
sögn Guðmundar, en Stefán skýtur
inn að stundum hafi þau verið fleiri
og kímir að einhverri minningu.
Stefán: „Það var skondið að vera
að standa í þessu á gamals aldri,
en þetta er víst eitthvað sem flestar
hljómsveitir gera.“
Guðmundur: „Áður var allt samið
á kassagítar og ég kom með það
nánast tilbúið á kassettu, en nú er
byrjað á grunninum, rytmanum, og
laglínan kemur í raun síðast. Stefán
þurfti að gera láglínur við ótrúleg-
ustu rytma.“ Hann segir að æfing-
amar hafí yfirleitt verið snarpar og
svo hafi menn strandað á köflum.
„Stundum gekk hvorki né rak í tvo
til þtjá tíma og við voram þá orðnir
ansi niðurlútir." Guðmundur segir
að ein af fáum reglum sem farið
var af stað með hafi verið að hafa
engin róleg lög á plötunni; engar
ballöður. „Ég man eftir einu lagi
þegar Atli var með hugmynd að
ballöðu, sem okkur leist engan veg-
inn á. Við byijuðum þó að spá í
hugmyndina og áður en varði var
orðinn bijálaður rokkari sem er á
plötunni undir nafninu Óður. Stefán
var ekki komin, var í sólarlöndum,
og Jenni var að syngja með í gamni,
en svo var það svo gott að það var
bara látið halda sér.“ Þannig segja
þeir félagar að platan hafi mótast
í samvinnu þeirra og þegar dró að
því að fara að taka upp vora þeir
komnir með 13—14 lög sem ætlunin
var að velja úr. Þeir segjast þá hafa
prófað að hafa þann hátt á að menn
kæmu með einhver lög sem þeir
hefðu samið sjálfir til að bæta í
púkkið, en það gekk ekki upp því
þau vora í allt öðram fasa.
í samræmi við annað vora lögin
á plötuna valin á lýðræðislegan hátt;
menn skrifuðu óskalög á miða og
svo vora atkvæði talin, „síðustu töl-
ur úr Austurbæjarskóla", segir Stef-
án, „og þegar þrjú lög vora jöfn,
var kastað upp á þau og allir sáttir".
Stefán leggur áherslu á að þessi
vinnubrögð hafí gert að verkum að
aliir Sálarmenn sé afskaplega sáttir
við plötuna. Hann bætir og við að
hljóðfæraleikur á þessari plötu sé
sá besti sem Sálin hafi tekið upp,
enda byggist vinna eins og sú sem
rakin hefur verið á því að allir leggja
sig fram um að leika á þann hátt
sem þeim þykir skemmtilegastur og
leika þá sem best þeir geta.
Þó hérlend hljóðver þyki almennt
góð hafa þau dregist nokkuð afturúr
síðustu misseri og þykja aftarlega
á tæknimerinni á stafrænni öld. Það
hefur því færst í vöxt á ný að menn
hafa farið utan til að taka og upp-
hafiega hugðust Sálarmenn fara í
hljóðver í Svíþjóð eða Danmörku og
taka plötuna upp á tíu dögum. Þeg-
ar nær dró kom þó babb í bátinn,
meðal annars að það hljóðver sem
þeir einsettu sér að fara í lenti í
fjárkröggum og því ekki vænlegt
að eiga á hættu að lenda í gjald-
þrotamáli eða ámóta þegar ekkert
má útaf bregða og tímamörk
ákvörðuðust að nokkra af því að
Anna Björk, kona Stefáns, átti von
á sér um svipað leyti og þessu átti
að fara fram. Annað sem ekki skipti
minna máli en vinnuaðstæður í
hljóðverinu var að fá fil leiks góðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992
"UviriMaVOU .(12 •irJOAUUViVíUfc OIOA;i■ iiiiJ051Oié
J 41
upptökustjóra, sem er meira happ-
drætti en að hreppa gott hljóðver.
Á endanum var því ákveðið að taka
upp í Sýrlandi og fá mann að utan
til að vera við takkana; einhvem sem
gæti gefið sveitinni nýjan hljóm.
Að ráði Mezzofortemanna og fyrir
meðmæli Richards Scobies réðu þeir
bandaríska upptökustjórann Erik
Zobler, sem kunnur er meðal annars
fyrir vinnu sína með ýmsum
rytmablúsmönnum. Hann kom síðan
með mikið af aukatólum með sér
og breytti Sýrlandi í hátæknihljóð-
ver þá daga sem upptökur stóðu.
Þeir félagar láta mjög vel af Zobl-
er, segja hann vinnusaman með af-
brigðum og eldkláran. Þeir sendu
honum út prafur af lögunum til að
hann vissi á hveiju hann mætti eiga
von, en Guðmundur segir að þá fyrst
þegar þeir félagar hlustuðu á pruf-
umar, vissu þeir hvemig píatan
myndi líklegast hljóma og það hafi
verið spennandi, ólíkt því sem áður
var þegar allt var fullákveðið áður
en prafumar vora gerðar.
Þeir Stefán og Guðmundur segjast
hafa verið búnir að útsetja lögin og
ákveða grannhljóminn áður en Zobl-
er kom til landsins og það hafi því
fyrst og fremst verið hans verk að
finna þann hljóm sem þeir vildu.
Þegar upptökur hófust var líka byij-
að með látum, því ekki tók það Sál-
ina nema sex daga að taka upp lög-
in tíu.
Guðmundur: „Við spiluðum þetta
beint inn þegar Zobler var búinn að
ná þeim hljóm sem við vildum, en
það er nokkuð sem hvaða hljómsveit
sem er á að geta gert ef hún er á
annað borð orðin eins vel spiluð sam-
an og við. Zobler hljóðblandaði síðan
lögin á miklum hraða, tvö lög á dag.“
Stefán: „Það er svo leiðinlegt að
hanga í hljóðveri og svo þegar loks-
ins er lokið við plötuna era allir orðn-
ir dauðleiðir á tónlistinni.“
Guðmundur: „Og þurfa svo að
fara að fylgja eftir einhverri tónlist
sem maður er orðinn leiður á. Það
var því mikil ánægja að hlusta á
lögin eftir því sem þau urðu til í
hljóðverinu og tilhlökkun að fara að
spila þau á tónleikum."
Allt við tilurð plötunnar leggst á
eitt um að gera hana all frábragðna
því sem Sálin hefur áður gert og
Stefán segir að margir hafi rekið
upp stór augu þegar þeir hafi heyrt
hvemig platan hljómar. „Þessi þungu
högg er miklu rokkaðri en það sem
við höfum áður gert að því hefur
marga rekið í rogastans þegar þeir
heyra hana. Það má þó ekki skilja
þetta sem svo að við séum að spila
eitthvað þungarokk, en því verður
ekki neitað að hún þarf meiri hlustun
og eldist vonandi betur fyrir vikið.“
Guðmundun „Við höfum alltaf
verið með rokklög eftir aðra á dag-
skránni til að keyra hana upp, en
nú verður þeim hent, því við erum
komnir með okkar eigið rokk.“
Stefán: „Það era þó lög á plöt-
unni sem við getum ekki spilað á
böllum; sem ekki er hægt að dansa
eftir, enda voram við ekki með böll
í huga þegar við voram að setja
þessi lög saman.“
Þeir félagar era á einu máli um
að það sé skemmtilegra að spila lög
af þessari plötu en oftast áður, enda
séu menn nú fyrst að spila lög sem
þeir eigi allir þátt í. „Það hefur
gert það að verkum að við skemmt-
um okkur betur á tónleikum,“ segir
Stefán, en bætir við að það sé ekki
þar með sagt að Sálin sé dottin nið-
ur á aðra formúlu og svo verði þetta
um aldur og ævi.
Það má og skilja á þeim GuðT
mundi og Stefáni að þeir félagar
vilja hafa fijálsar hendur, því þó
þeir leggi áherslu á hvað þeir Sálar-
menn skemmti sér vel við spilirí um
þessar mundir, þá segir Guðmundur
með áherslu að Sálin hafi verið kom-
in inn í vissa formúlu og því hafi
þeim fundist nauðsynlegt að gera
eitthvað sem þeim þætti ögran og
gæfi þeim meira svigrúm. Á þeim
nótum endar þetta samtal, þar sem
þeir félagar ræða um framtíðina
sem óræða stærð og kunna því
greinilega vel að sjá ekki fyrir hvað
Sálin hans Jóns míns eigi eftir að
gera í framtíðinni og ekki blasi við
að fara strax að vinna að næstu
plötu sem verði framhald af þeirri
síðustu.
Aðventan í Lang-
holtskirkju í dag
SUNNUDAGURINN fyrsti í jóla-
föstu er hátíðisdagur í kirkjunni.
Hann markar upphaf á nýju
kirkjuári. Undirbúningur hefst
fyrir jólin, sem í flestra hugum
er hátíð hátíðanna, sameinar
börn og fullorðna í einlægri gleði
og gerir jafnvel hina fullorðnu
að bömum um stund.
í Langholtskirkju hefst aðventan
með hátíðarmessu kl. 11.00. Pred-
ikun í messunni flytur stud. theol.
Haukur Jónasson. Barnafólki er
bent á, að bömin erd velkomin í
messuna en fyrir predikun fara þau
í safnaðarheimilið og eiga þar stund
með safnaðarkennara, syngja,
hlýða á sögu og teikna.
Um kvöldið kl. 20.00 hefst svo
aðventuhátíð. Þar verður almennur
söngur, Lúsíuleikur og Kór Lang-
holtskirkju syngur aðventu- og jóla-
lög. Ræðumaður kvöldsins verður
sr. Sigurður Sigurðarson, sóknar-
prestur á Selfossi. Á eftir verður
selt hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu
á vegum Kvenfélags Langholts-
kirkju, en félagið hefur staðið
straum af kostnaði við ýmis konar
líknarstarf og þjónustu við aldraða
í söfnuðinum.
HÆTTIÐ
AD
BOGRA
VID
ÞRIFIN!
48 síðna sérblaö um matar-gerö,
bakstur, skreytingar, gjafir
og föndur til jóla fylgir
Morgunblaöinu næstkomandi
þriöjudagj. desember.
II ú fást vagna r með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta pýðir auðveldari og betri prif.
IBESTAI
Nýbýlavegi 18
Sími 641988