Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NOVEMBER 1992 Bretland -. Dauðahafshandritiii valda deilum London. Daily Telegraph. KOMIÐ hefur til orðasennu vegna útkomu nýrrar bókar um Dauðahafshandritin, þar sem því er haldið fram, að kristnir menn hafi í upphafi verið árás- argjarnir, fullir af þjóðrembu og hallast að heimsendakenn- ingnm. Deilan, sem sérfræðingur nokk- ur spáði að yrði „ekki uppbyggj- andi", snýst um túlkun 50 texta, sem fundust fyrir tilviljun á strönd Dauðahafsins árið 1947, en voru ekki aðgengilegir til almennra rannsókna fyrr en nýlega. Tveir bandarískir höfundar bókarinnar „Hulunni svipt af Dauðahafshand- ritunum" staðhæfa, að textarnir dragi upp allt aðra mynd af frum- kristninni en haldið hafí verið al- mennt á loft og muni vekja furðu margra, því að samkvæmt þeim hafí kristnu frumherjarnir verið herskár sértrúarflokkur sem hat- aðist við útlendinga. En breskir sérfræðingar, sem fagnað hafa aukinni útbreiðslu textanna (sem sumir telja að hafi verið haldið leyndum), vísa fyrr- nefndri staðhæfíngu á bug. Dr. Geza Vermes, prófessor í gyðing- legum fræðum við Oxford- háskóla, sagði, að hún væri langt frá því að vera sprengifim eins og höfundarnir vildu vera láta, því að textarnir bæru þess öll merki að vera „gamlar lummur". Hvað sem því líður segja höf- undarnir, að handritin dragi upp allt aðra mynd en venjulega hafi verið gefin af kristni í Palestínu til loka fyrstu aldar. Þeir segja, að trúflokkurinn, sem skrifaði þau, hafi verið ráðandi hreyfing krist- inna manna þess tíma, og kristnin, eins og við þekkjum hana nú og mótaðist með Páli postula, hafi verið klofningskenning. Sam- kvæmt þeirra túlkun er leiðtoginn, sem nefndur er í textunum, líklega Jakob, bróðir Krists, og til hans vitnað sem „sannleiksflytjand- ans". Páll postuli er fordæmdur sem „lygamörður". Annar höfundanna, Robert Eis- enman, sérfræðingur í trúarbrögð- Kynningadagar í Örtölvutækni Dagana 1., 2., 3. og 4. desember verður mikið um að vera hjá okkur í Örtölvutækni. Ný og glæsileg hásakynni okkar verða almenningi til sýnis og höíum við lcaffi á boðstólum. Á tveimur hæðum verður haldin sýning á tölvum, hugbúnaði og jaðartækjum þar sem m.a. verður kynnt ný tölva frá Digital, DEC 3000 AXP, en hún er öflugasta vinnustöð á íslandi. í tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar alla dagana. Tilkynna þarf þátttöku á fyrirlestrana Þórunni Þórisdóttur í síma 687220. KL 10:00 Þriðjudagur 1.12. Miðvikudagur 2.12. Fimmtudagur 3.12. Föstudagur 4.12. AutoCAD Digital Oracle Informix Nýjungar í Skrifstofuumhverfi Elvar Þorkelsson Gagnasafhs- útgáfu 12 Teamlinks Oracle og þróunar- Arnlaugur MailWorks á íslandi hugbúnaður Guðmundsson Heiðar Guðnason Snorri Bergmann Örtölvutækni Örtölvutækni Strengur hf. 13:00 Stólpi OpusAllt Digital Digital Verkbókhald og Innflutningskerfi Alpha og framtíðin Alpha og framtíðin strikamerki heildsala Stíg Orloff Stíg Orloff Björn Viggósson Baldur Guðlaugsson DECA/S DECA/C Kerfisþróun b£ Vífilfelli hf. Danmörk (talað á ensku) Danmörk (talað á ensku) 15:00 Borland Bústjóri Ingres SAS Samhæfing Innheimtukerfi Nýr gagnagrunnur Upplýsingar í hugbúnaðar lögmanna á íslandi fyrirtækjum Sigurðurjónsson Sveinn Halla Björg Torben Christensen Örtölvutækni Guðmundsson Baldursdótíir SAS Instítute A/S Strengur hf. Ingres á Íslandi (talað á ensku) mt >RTÖLVU1 'ÆKNI W= |§L Skeifunni 17 sími 687220 Þekking, þróun, þjónusta. um Mið-Austurlanda og prófessor við Kaliforníuháskóla, sagði að kristnir menn á þessum tíma hefðu gert ráð fyrir „úrslitabaráttu gegn öllu hinu illa á jörðinni". Hann sagði: „Þeir líktust mjög Aya- tollunum í ofstæki sínu." Eisen- man, sem skrifaði bókina með Michael Wise prófessor, sérfræð- ingi í arameisku við Chicago- háskóla, sagði: „í stað þess að söfnuðurinn, sem skrifaði þessar bækur, elskaði óvini sína hataði hann þá." Flestir breskir sérfræðingar telja, að handritin hafi verið verk fámenns hóps gyðinga, sem hafi verið utan við meginstraum krist- innar hreyfíngar. Philip Alexand- er, nýkjörinn forseti rannsóknam- iðstöðvar gyðinglegra fræða við Oxford-háskóla, sagði, að honum fyndist bók Bandaríkjamannanna alls ekki sannfærandi. Hann spurði: „Hvers vegna þróaðist kristindómurinn eins og raun ber vitni, fyrst hann var upprunalega svona ólíkur því sem síðar varð? Bókin minnist ekki einu orði á þetta misræmi." Dr. Vermes mótmælir einnig þeirri staðhæfíngu, að handritin hafi verið skrifuð af herskáum trúflokki, og segir það byggt á mistúlkun vegna þess að margir hópar gyðinga hafi notað krass- andi myndmál til að tjá skoðanir sínar. ? ? ? Bretland Fann fjár- sjóðfrá rómversk- umtíma London. Reuter. ROSKINN garðyrkjumaður, sem var að leita að hamrinum sínum með málmleitartæki nýlega, gróf upp g'eysiverðmætan fjársjóð gulls og silfurs frá rómverskum tíma. Eric Lawes, en svo heitir maður- inn, var að sigta mold á bóndabýli í Suffolk í austurhluta Englands, þegar hann rakst á glitrandi gull- pening, síðan annan, þá heljarmikla gullfesti, skeiðar, skraut og skart- gripi alsetta gimsteinum. Fjársjóður þessi, sem nú er talinn sá verðmætasti frá rómverskum tíma í Bretlandi og verður ekki metinn til fjár, fannst í síðustu viku á stað sem haldið er leyndum. . „Allir sem nota málmleitartæki vonast til að finna fjársjóð," sagði Lawes, „en þetta fór langt fram úr mínum villtustu draumum." , Svo virðist sem rómverskur höfð- ingi, sem þarna hefur haft aðsetur fyrir um 1600 árum, hafi sett fjár- sjóðinn í timburkistu og grafið í jörðu. Kistan er löngu horfín, en hjarirnar hafa verið úr gulli og sett- ar gimsteinum. „Þetta eru óhemjufallegir mun- ir," sagði fornleifafræðingurinn Judith Plouviez, sem er sérfræðing- ur í rómverskri listíð. „Þeir gefa hugmynd um þá muni sem verið hafa í eigu rómversku hástéttarinn- ar seint á fjórðu öld og í byrjun hinnar fímmtu." Rettarranhsókn verður að fara fram út af fundi fjársjóðsins, en sérfræðingar búast við, að Lawes fái að minnsta kosti eina milljón sterlingspunda (um 95 milljónir ÍSK) í verðlaun hjá yfirvöldum. Hann fann hins vegar aldrei hamar- inn, sem hann leitaði að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.