Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Af ungu fólld / Hér segir af nemendum og í Menntaskólanum í Reykjavík Tolleringin er ein elsta hefð skólans og sprottin af vigslusiðum er tíðkuð- ust meðal pilta í Skál- holti. Samofinn sögu þ j óðar innar ÞAÐ hefur verið mál manna f gegnum tíðina að hin svokölluðu menntaskólaár lifi í minningunni fremur sem tími giaums og gamans en námsbókalestrar. Með þessi ummæli að leiðarljósi hefur fjöldi fólks hellt sér í hring- iðu félagslífs, oft af meira kappi en forsjá þannig að legið hefur við ósköpum en flestir skila sér á leiðarenda með hvíta húfu á kollinum. Eins og flestir landsmenn vita er Menntaskólinn í Reyirjavík afar gamall skóli og reistur á enn eldri grunni. Enginn skóli er jafn samofinn sögu þjóðarinnar og þar hafa helstu stórmenni landsins stig- ið sín fyrstu spor hvort heldur á sviði stjómmála eða lista. Stofnár skólans, 1846, er miðað við þegar kennsla hófst í því hús- næði sem hann er nú. Fyrsti rektor skólans var Sveinbjörn Egilsson og sat hann í ein fímm ár. Hann lét af störfum eftir að lærisveinar gerðu aðsúg að honum og hrópuðu „pere- at“ (niður með hann) í mótmæla- skyni við bindindisráðstafnir rekt- ors. Á Sal Menntaskólans var þing- hald allt til ársins 1881 þegar Al- þingi fluttist í hús sitt. Þjóðfundur- inn frægi 1851 var einmitt haldinn á Sal þegar þingheimur með Jón Sigurðsson í fylkingarbíjósti mælti: „Vér mótmælum allir.“ Níutíu ámm síðar var skólinn svo hemuminn af Bretum. Fyrst um sinn var hann notaður sem aðal- bækistöðvar setuliðsins en svo sem sjúkrahús og að lokum höfuðstöðvar flughersins. I dag er Menntaskólinn í Reykja- vík u.þ.b. 900 manna bekkjarkerfís- skóli með deildaskiptingu. Skólinn .er almennur bóknámsskóli og ljúka nemendur stúdentsprófi að öllu jöfnu eftir flögur ár. Rektor er Guðni Guðmundsson og hefur hann setið síðan 1970. Úr félagslíflnu Allir nemendur Menntaskólans eru í skólafélaginu. Það er hags- munafélag nemenda og rekur auk- inheldur Iangstærstan hluta félags- lífs þess. Innan þess er fjöldinn allur af ráðnum nefndum og félögum sem vinna að hinum ýmsu málum. Stjóm skólafélagsins skipa inspector scholae, sem er forseti þess og málsvari, scriba scholaris gegnir stöðu ritara og er jafnframt stað- gengill inspectors í forföllum hans. Quaestor scholaris er svo gjaldkeri skólafélagsins. Af öðrum embættis- mönnum má nefna inspector plateamm og er hann hringjari skól- ans. Þetta er næstmesta virðingar- staða nemenda og hefur hann yfir- umsjón með hinu hátæknilega hand- virka hringingakerfi stofnunarinn- ar. Einn af merkustu atburðum skólaársins er hin árlega leiksýning sem nefnd er Herranótt. Á þetta rætur sínar að rekja til aðfara skóla- pilta í Skálholti á 18. öld sem krýndu dux scholae konung og léku andleg Frá Herranótt 1991, uppsetning á „H(já nyólkurskógi" eftir Dylan Thomas. Stjórn skólafélagsins skipa: Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, quaestor scholaris, Magnús Geir Þórðarson, inspector scholae og Sveinn H. Guðmarsson, scríba scholarís. hugðarefna lærisveina Lærða skól- ans og þá ýmist i formi ljóða, smá- sagna, svívirðinga og spés. Blaðið kemur út allt að fjórum sinnum á skólaárinu og er jafnan mikið að vöxtum. Var síðasta tölublað 90 blaðsíður og eru fá dæmi um veg- legri skólablöð í framhaldsskólum landsins. Skólatíðindi er minna blað sem gefið er út hálfsmánaðarlega. í þeim er að finna fréttir af félagslíf- inu sem og öðru slúðri sem lifir góðu lífi innan veggja skólans. Fauna geymir teiknaðar myndir af stúdentsefnum og kennurum og veraldleg yfirvöld. Síðan þá hefur margur leikarinn þreytt frumraun sína á Herranótt og einkennast þessar sýningar jafnan af metnaði og fagmennsku. Leiknefnd hefur veg o g vanda af skipulagningu þess- ara uppákoma og stendur hún einn- ig fyrir leiklistamámskeiði að hausti. Listafélagið er hins vegar ekki nema þijátíu ára gamalt. Eins og nafnið bendir til er markmið félags- ins að svala list- og menningarþörf MR-inga. Félagið starfar í fjórum deildum: Bókmennta-, kvikmynda-, itiyndlistar- og tónlistardeild. Menn- ingarlíf í Menntaskólanum hefur ætíð verið blómlegt og með öflugu starfi Listafélagsins er ekkert útlit fyrir að það breytist. Ýmsa kann að undra að íþrótta- félag er starfandi í skólanum. Heit- ir það einfaldlega íþróttafélag Menntaskólans í Reykjavík. Starf- semi þess er einkum fólgin í skipu- lagningu móta innan skóla og utan og sér félagið einnig um hina árlegu íþróttahátíð sem haldin er að vori. Ferðafélagið stendur fyrir lengri og skemmri ferðum út fyrir borgar- mörkin þar sem klöngrast er yfir himinhá fjöll og hyldjúpa dali. Menntaskólinn er svo lánsamur að eiga reisulegt sel skammt frá Hveragerði. Var það byggt á fjórða áratug aldarinnar að tilstuðlan Pálma rektors Hannessonar. Sels- ferðir hafa verið ríkur þáttur í skóla- lífinu æ síðan og eru margar ferðir famar þangað að vetrarlagi, allt frá fámennum heimspekiferðum upp í 150 manna þriðjubekkjarferðir. Eldri stúdentar koma svo oft í Sel- ið, setja niður tré og hlúa að öðru í kring. Selsnefnd hefur umsjón með rekstri og viðhaldi Selsins. Framtíðin er merkilegur félags- skapur innan skólans. Hún var stofnuð 1883 og er því í hópi elstu félaga landsins. Framtíðin er alger- lega óháð skólafélaginu. Hennar aðalstarfsemi er fólgin í skipulagn- ingu málfunda og ræðukeppna en þó hefst hún ýmislegt fleira að eins og gróskumikil starfsemi undirfé- laga sýnir. Vert er að geta Vísinda- félagsins sérstaklega því það hefur verið aðsópsmikið í gegnum tíðina og gefur m.a. út hið virta tímarit De rerum natura. Stjóm Framtíðar- innar skipa fimm manns og hefur forsetinn töglin og hagldirnar. Fjölbreytt útgáfustarf Útgáfa Skólafélagsins hefur ætíð verið með miklum ágætum. Ber þar fyrst að nefna Skólablaðið sem hefur komið óslitið út síðan 1925. Það hefur því um árabil verið vettvangur þeirra. Vekja þær ætíð nokkra kátínu og ekki hvað síst vegna gull- koma viðkomandi sem skráð eru við hlið myndanna. Vetur er annað rit sem einnig geymir myndir. Þetta er myndaannáll vetrarins á léttu nótun- um og gefur þar að líta nemendur í hinum ýmsu ástandsformum. Sveinbjörg og Morkinskinna eru gefnar út nemendum til hægðar- auka. Sveinbjörg er skrá til bjargar sveinum og inniheldur heimilisföng og símanúmer nemenda. Hún er allt- af feðruð inspector scholae hveiju sinni og í ár heitir hún Sveinbjörg Magnúsdóttir. Morkinskinna er dag- bók þar sem nemendur hripa niður heimaverkefni sín. Hún er ný af nálinni. Það væri synd að ljúka upptaln- ingu á útgáfu skólafélagsins án þess að geta mánaðaráætlananna svo- kölluðu. Eru þær nokkurs konar bréfspjöld sem gefin em út mánað- arlega og þar má sjá þéttskipaða dagskrá komandi mánaðar. Slíkar áætlanir eru algert einsdæmi í fram- haldsskólunum. Útgáfa Framtíðarinnar er all- nokkur. Skinfaxi er voldugt blað sem er um heima og geima, Hannes heit- ir fréttabréfið og í Yggdrasli birtist bókmenntalegur þankagangur fé- laga. Að auki stendur til að gefa út í vetur söngbók Framtíðarinnar, nýja og endurbætta. Reglulegar uppákomur eru nokkr- ar í félagslífi MR-inga. Einn af föstu punktunum er Neninn-frímínútur á föstudögum. Þar koma fram skemmtikraftar og listamenn innan skóla og utan og leika listir sinar. Scriba og quaestor sjá um fram- kvæmdahlið þessarar tveggja ára gömlu hefðar. Dansæfingar eru mánaðarlega eða svo. Þar hittast nær allir nem- endur skólans í kristilegum anda á einhveijum skemmtistað borgarinn- ar og dansa fram á rauða nótt. Árshátíð skólafélagsins er svo um miðjan nóvember. Hún er hátindur félagslífsins og af því tilefni klæðist fólk gjarnan síðkjólum og smóking- fötum eftir kyni. Matur er snæddur á veitingahúsum bæjarins að lokinni skemmtidagskrá og síðan er farið á ball. Árshátíð Framtíðarinnar er svo á öskudag. Skemmtilegar hefðir Margir telja Menntaskólann skóla hefða og það er alveg hárrétt. Marg- ar skemmtilegar hefðir eru við lýði og nýjar bætast sífellt við. Tollering er sennilega ein elsta hefð skólans, sprottin upp af vígslusiðum er tíðk- uðust meðal pilta í Skálholti. Þá er nýnemum hent hátt í loft og reynt af fremsta megni að grípa þá aftur. Gangaslagur fer fram einu sinni til tvisvar á ári. Þar fer inspector platearum fyrir liði dimmitenda sem reyna að hringja til kennslustundar en remanentar og ekki hvað síst fimmtubekkingar reyna að koma í veg fyrir það. Oft endar þetta með illindum og að lokum leiðindum en sjaldan þó eins og 1978 þegar platearum var fluttur í böndum suð- ur í Kópavog. Dimmission er kveðjuathöfn stúd- entsefna. Þá kveður inspector scholae skólann og rektor og setur arftaka sinn í embætti. Að þvi loknu kveðja grímuklædd dimmitendi kennara sína og eru svo flæmd á brott með skömmum hinna yngri. Veturinn 1992-1993 hófst með venjubundnum hætti á Opnunarhá- tíð félagslífsins 3. september í kjall- ara Casa nova, félagsaðstöðu nem- enda. Þar voru flutt skemmtiatriði en svo tók hljómsveitin Jet Black Joe við. Aldrei hafa jafnmargir verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.