Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 31
seei HaaMavöw MORGUNBLÍÐIÐ SAMSAFNI sr GIUAJ9HU0H0M 1 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 SÍMTALID... ER VIÐ ELÍNUINGIMUNDARDÓTTUR 5ÁRA Mauno Koivisto for- sætisráðherra Finn- lands og Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar á gangi í norðangarranum á Lælqartorgi. Fimmtu jólin uði. Þingið sátu 78 þjóðþingsfulltrú- ar og um 40 ráðherrar, en í allt sóttu hátt á ijórða hundrað manns þingið. Merkasta mál þingsins var hugmyndin um norrænt tollabanda- lag, Nordek. Forseti var kjörinn Sigurður Bjarnason frá Vigur. í samtímaheimildum er þess sérstak- lega getið að vonskuveður hafi ver- ið þegar þingfulltrúar komu til landsins, rok og hríðarbyljir svo litlu hafi munað að flugvélar með þing- fulltrúa gætu lent í veðurofsanum. En allt fór vel að lokum og þótti þinghaldið takast með. ágætum. 45380 — Er þetta Elín? Já. — Komdu nú blessuð, þetta er Kristín Matja á Morgunblaðinu. Ég er búin að vera að hringja í þig, en þú ert aldrei heima. Hvar varstu? Bíó. Veistu hvað, klukkan og kertastjakinn breyttust í mann og konu og strák. — Hvað segirðu! Þetta hefur verið skemmtileg bíómynd. En heyrðu, nú er aðventan að koma og því langaði mig til að rabba við þig um jólin. Þetta eru fimmtu jól- in þín, manstu nokkuð eftir jól- unum í fyrra? Ég veit það ekki. — Þekkirðu jólasveinana? Einn. Veistu hvað, ég sá jóla- sveininn gegnum gluggann. — Nú? Hvað var hann að gera? Hann var að koma og gefa mér í skóinn. — Manstu hvað hann gaf þér Ég fékk skraut og páskaegg. — Nú, nú, eitthvað hefur sá gamli verið farinn að kalka. En ég á litla frænku sem fékk kartöflu í skóinn í fyrra. Veistu af hveiju? Hún var svo óþekk. — Einmitt. Manstu hvað jóla- sveinarnir heita? Ég man suma. Stekkjastaur, en ég man ekki hvað þessi heitir sem var að stela kertunum. — Kertasnfkir. En veistu út af hveiju við höldum jól? Nei. — Manstu hver fæddist á jólunum? Veistu hvað, löggan kom og gaf okkur endurskins- merki. — Já, já, á leik- skólann þá? Jólasveinamir komu líka. Veistu hvað, ég fékk bók. — Hvað se- girðu, ekki hafa þeir verið nískir. Veistu hvað, við Elín dönsuðum í kringum jólatréð. — Vomð þið í sparifötunum? Við þurftum þess nú ekki. — Auðvitað ekki, en veistu hvað aðventa er? Nei. — Þá er svona krans á borðinu með fjórum kertum í. Nei, ég er ekki á borðinu. — Ért þú ekki á borðinu? Nei, kertin em ekki á borðinu. — Þau koma. Jæja, en hvað viltu . nú helst fá í jólagjöf? Leir. — Leir já, nokkuð fleira? Nei. — Jæja Elín mín, þú segir það. En hvenær þurfa börn að fara að hátta svo þau fái eitthvað í skóinn? Snemma. — Klukkan hvað er það? Átta. — Við munum það. Heyrðu, þegar jólasveinninn kemur til þín, blddu hann þá um að koma til mín líka. Við tölum ekki við hann. - Nú? Við hlustum á hann. Veistu hvað, löggan sagði að það mætti_ aldrei vera úti eftir kvöldmat. En ég var ekki úti núna, ég var á veit- ingastað. — Það era aldeilis flottheit á minni. Ég fékk hamborgara, franskar, ís, og litabók og liti. — Hvað lúxus er þetta! Af hveiju fæ ég aldrei litabók og liti á veitingastað? Bara. — Af hveiju ekki? Bara. — Jú, af hveiju ekki? Þú varst ekki á veitinga- staðnum. — Það er rétt. Jæja Elín mín, þú þarft víst að fara að sofa, svo ég býð þér bara góða nótt. Ég skila því. Trygve Bratteli, fyrrverandi for- sætisráðherra Noregs, og Mauno Koivisto frá Finn- landi ræðast við. Gunnar Gunnarsson Haustið 1948 fréttistþað um íslandsbyggðir að skáldið Gunnar Gunnarsson og Fransiska kona hans hefðu gefið ríkinu höfuðból sitt Skriðuklaustur. Seint í nóvember sama ár átti blaðamaður Morgunblaðsins viðtal við Gunnar. Áður hafði blaðamaðurinn átt símtal við Gunnar en vegna þess hve illa heyrðist varð það að samkomulagi að geyma spjaliið þar til skáldið flytti suður. Yfir kaffibolla á Hótel Borg fór svo viðtalið fram. Skáldið sem gaf ríkinu höfuðból sitt og kona hans, eru nú húsnæðislaus og verða að búa í gistihúsi. Þau hjónin hafa verið að leita fyrir sér um íbúð, en ekki tekist ennþá, segir blaðamaðurinn í grein sinni. Hann segir ennfrem- ur að alveg sé óvíst hvar þau taki sér bólfestu til langdvalar, en það mætti á Gunnari skilja að hann vildi gjaman setjast að í Reykja- vík, (sem líka varð reyndin). Um Skriðuklaustur segir Gunn- ar að þau hjónin hefðu helst óskað eftir að húsið yrði notað sem hressingarhæli eða að listamönn- um yrði tryggð þar dvöl, eða eitt- hvað þess háttar. „Það sem vakti einkum fyrir konu minni og mér,“ segir Gunnar, „var að jörðin lenti ekki í braski. Við gátum ekki hugsað okkur það, eftir að við vorum búin að búa um okkur þarna. Það var þess vegna sem við töldum tryggast að ríkið fengi jörðina til umráða. En aðalástæð- an til þess að við fluttum var að búskapurinn var orðinn okkur of- FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ HÚSNÆÐISVANDI GUNNARS GUNNARS- SONARÍ REYKJAVÍK Frá höfiiðbóli ígisti- herbergi viða. Það var ekki hægt að fá neina hjálp. Jafnvel kvennaskólinn á Hallormsstað var vinnufólkslít- ill. Það er hægt að fá fólk þama eystra á sumrin en vonlaust að vetrinum." Þegar talið barst að húsnæðis- málum og því hvort ekki sé erfítt að vera skáld, að vinna að hugðar- efnum sínum í gistihúsherbergi segir skáldið það rétt vera. En það sé hægara sagt en gert að fá íbúð, hvort heldur sé til leigu eða til kaups. Þau hjónin hafi farið á hnotskóg eftir húsnæði frá því þau komu suður. Það hafi ekki verið hægt að gera að austan, því lítt sé gerlegt að leigja eða kanna húsnæði að óséðu. En þetta hafí gengið heldur stirt eftir að suður kom. Þau hafi verið að því komin að leigja húsnæði, sem þeim leist vel á, en þá tók systir húseiganda upp á því að gifta sig og þurfti á íbúðinni að halda. Það þekkja margir þá erfíðleika, sem eru á því að fá íbúð í Reykjavík um þessar mundir, segir í greininni. Umræðurnar snúast þessu næst um skáldsögu Gunnars, Jón Ara- son, sem þá var að koma út á íslensku. Hersteinn Pálsson þýddi bókina úr dönsku en Gunnar kveðst í viðtalinu hafa farið yfír handritið og breytt því allmikið. „Ekki vegna þýðingar Hersteins," bætir hann við. „Heldur vegna breytinga sem ég vildi gera á sög- unni á íslensku og sem hér þótti betur fara en í danska textanum. Fór ég með handritið eins og mér sýndist. Það má segja að við höf- um báðir unnið þetta verk.“ Grein- arhöfundur lætur þess getið að bókin um Jón Arason hafí fengið mikið lof þegar hún kom út í Danmörku. „Þegar um slíka sögu er að ræða verður maður að fýlgja sögulegum staðreyndum ná- kvæmlega," segir Gunnar. „Bæði er það að saga Jóns Arasonar biskups er kunn og heimildir um hana nær óþijótandi. Það kostaði mikla vinnu og fýrirhöfn að skrifa þessa sögu.“ Þegar Gunnar er spurður í við- talinu hvort í vændum sé nýtt verk frá honum gefur hann lítið út á það. „Það fer mikill tími í útgáfu fyrri bóka á íslensku og ýmislegt annað kemur til greina sem glepur. En ekki er því að neita, að eitthvað kann að vera á pijónunum ef vel er að gáð. Það var gefíð hálfgildings fyrirheit með söguflokknum um Heiða- harm. En heimurinn er að breyt- ast svo mikið. Maður er kominn úr þeim heimi, sem maður fæddist í og í annan heim að nokkra leyti. Best er að spá sem minnstu um framtíðina," segir skáldið. Á meðan þeir félagar voru að drekka kaffið og rabba saman var lítill kettlingur að leika sér í her- berginu. „Það var auðséð að kisa litla kunni vel við sig,“ segir grein- arhöfundur. „Hún nuddaði sér upp að húsbónda sínum og malaði af vellíðan. „Þér hafíð húsdýr ennþá, þótt búskapnum sé lokið? „Já, sonardóttir okkar gaf mér þennan kettling með þeim orðum, að nú þegar ég væri búinn að farga öllum skepnum mínum gæti það ekki minna verið en að ég ætti eina kisu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.